Morgunblaðið - 30.04.1997, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 1997
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
MYND án titils frá Garðabæ. Hún sýnir stíginn milli Smáraflatar og Stekkjarflatar. „Samkvæmt barnatrúnni var reimt þar; færeysk-
ur sjómaður átti að hafa verið grafinn við stíginn," segir ívar, en bætir jafnframt við að hans eigin upplifanir skipti myndirnar engu máli.
Hvað er
venjulegra en
Garðabær?
Myndir frá Garðabæ kallast sýning á ljós-
myndaverkum sem ívar Brynjólfsson sýnir
á Galleríi Horninu. Þetta eru stórar samsett-
ar panórama myndir, hlaðnar smáatriðum.
Heillandi mannlausar myndir af hversdags-
legum stöðum í Garðabæ. Einar Falur
Ingólfsson hitti ívar í galleríinu.
Morgunblaðið/Einar Falur
„FÓLK spyr gjarnan undrandi: Er hægt að taka myndir í
Garðabæ? Vitaskuld. Þetta er í beinu framhaldi af þvi sem ég
hef verið að mynda til þessa, allt þetta venjulega í umhverfi
okkar - og hvað er venjulegra en Garðabær?" segir Ivar.
þar. En nei, ég lít ekki á þessar
TLI kveikjan að mynd-
unum felist ekki í
heimþrá sem ég fékk
af og til á þriðja ári
mínu í námi í San Francisco fyrir
um tíu árum,“ segir ívar. „Svo er
þetta einhver viðkvæmnisleg nostal-
gía fyrir uppvaxtarárunum. Þetta
er ekki endurmat á æskunni, frekar
óður til þeirra tíma.
Fólk spyr gjarnan undrandi: Er
hægt að taka myndir í Garðabæ?
Vitaskuld. Þetta er í beinu fram-
haldi af því sem ég hef verið að
mynda til þessa, allt þetta venjulega
í umhverfi okkar - og hvað er venju-
legra en Garðabær, þessi rólegi
svefnbær?"
- Þú notaðir orðið viðkvæmnis-
legt, en þetta eru ekki viðkvænisleg-
ar myndir.
„Nei, ég segi það ekki, en sumir
vilja meina að þær séu tilfinningarík-
ari en það sem ég hef áður sýnt,
enda tengist ég þessum stöðum
óneitanlega tilfinningaböndum.“
- Hvað gerðist á þessum stöðum?
ívar bendir á eina myndina og
segir: „Þarna var Alfatjörnin, þar
skautuðum við. Ég veit ekkert meira
um þessa tjörn, nema hún var ekki
þar þegar ég tók myndina og reynd-
ar skil ég ekki hvernig við gátum
skautað í þessu litla rými.
Þessi mynd sýnir svo stíginn milli
Smáraflatar og Stekkjarflatar. Sam-
kvæmt barnatrúnni var grafinn
þarna dauður færeyskur sjómaður
og þarna var alveg rosalega reimt,“
segir hann og hlær.
„En það er ekki mikið um þessar
myndir að segja, þær geta vonandi
staðið sem sjálfstæð myndverk.
Myndirnar eru ekki lýsingar á atburð-
um þó að þeir sem þekki staðina,
muni kannski liðna tíma þegar þeir
sjá myndirnar. Þar sem ég sit yfir
sýningunni get ég fengið viðbrögð
fólks við myndunum og þá kemur
ýmislegt skondið upp. Ein kona sagði
að þetta væri eins og að horfa út
um gluggann heima hjá sér, átti
væntanlega við að svartur „full-
frarne" ramminn væri eins og
gluggapóstar. Þá sá trúmaður í þeim
tilvísanir í þrískiptar helgimyndir.
Fyrir mig eru einnig í myndunum
ljósmyndalegar tilvísanir, það er í
panórama forminu, en við gerð fyrstu
panórama myndanna voi-u notuð
svipuð vinnubrögð. Nokkrar myndir
voru teknar frá sama punkti og þeim
svo raðað saman.
Sumir ljósmyndarar spyija af
hveiju ég fái mér ekki bara panór-
ama myndavél, en ég tel að þessi
aðferð sýni betur hvernig maður
sér. Því þó að maður verði var við
mikið af umhverfi sínu, getur augað
bara einbeitt sér að afmörkuðum
hlutum. Einnig eru panórama
myndavélar dýrar og myndu gefa
mér öðruvísi myndir; takmörkunin
yrði meiri en með að nota þessa
aðferð. Ég vinn alltaf með filmurnar
óskornar og með þessari aðferð get
ég bætt við myndum eftir þörfum;
haft þijár eða fimm stakar í hverri
panórama, allt eftir því sem mér
finnst þurfa. Einnig finnst mér mik-
ilvægt að vinna allt sjálfur og það
yrði mjög erfitt að gera svona stórar
myndir eftir einni filmu, tæknileg
gæði myndu líklega minnka."
- Líturða á þessar myndir sem
heimildaljósmyndun?
„Nánast ailar ljósmyndir verða á
endanum heimild um eitthvað frá
þeim tíma þegar þær voru teknar.
Góð heimildaljósmyndun er vissulega
vanmetin á íslandi í dag og er í raun
skelfilegt hversu lítið er gert af slíku.
Maður sér hvemig heilu borgarhverf-
in rísa án þess að unnið sé skipulega
að því að mynda þau. Ætli það séu
til myndir af Grafarvogshverfinu í
byggingu, eða ætli það sé á dagskrá
hjá borgaryfirvöldum að mynda Geld-
inganes áður en byggt verður þar,
svo ég taki tvö dæmi. Hvemig þetta
er úti á landi veit ég ekki en yrði
hissa ef ástandið væri nokkuð betra
myndir sem heimildaljósmyndun.
Þessar myndir hafa ekki annan til-
gang fyrir mig en þann að mig lang-
aði að búa þær til.“
- Þetta er ólíkt því sem fólk á
að venjast af íslenskum ljósmyndur-
um. Hver er fagurfræði Ivars Brynj-
ólfssonar?
„Kannski einfaldleiki og rannsókn
á því venjulega í samtímanum, því
sem alls staðar er, þessu heillandi
venjulega ástandi sem maður skynj-
ar í öllu.
Eftir að hafa verið við nám erlend-
is var sagt við mig af íslenskum ljós-
myndara að ég væri farinn að taka
leiðinlegar myndir og ég velti því
talsvert fyrir mér hvað séu leiðinleg-
ar myndir. Hef í raun aldei komist
að neinni „konkret" niðurstöðu um
það. Kannski má fínna líkingu í nútí-
matónlist. Mörgum fínnst hún ákaf-
lega leiðinleg og vilja allt til vinna
að skrúfa niður í útvarpinu þegar hún
hljómar, vilja ekki hlusta. En það
þarf bara að gefa sér tíma til að
skynja fegurðina í henni, læra að
meta hana, kannski er það eitthvað
svipað með nútíma fagurfræðilega
ljósmyndun. Hún gerir kröfu til þess
að maður hægi á og reyni að skynja
hana á annan máta en þessa upp-
hrópunarmiðla sem eru í gangi, eins
og bíóin, sjónvarp og tímarit."
- Er til einhver „íslensk" ljós-
myndun?
„Allt of margir íslenskir ljósmynd-
arar eru frekar illa að sér um sögu
miðilsins, innlenda og erfenda, og
þurfa að endurtaka margt. Mér finnst
líka furðulegt hvað íslenskir ljós-
myndarar eru auðveldlega dauðir,
fljótir að gleymast. Gunnar Hann-
esson var stórt nafn þegar ég var
að byija í ljósmyndun, nú eru fáir
sem muna hann. Aftar í tímanum
fínnum við Pál Jónsson, Egil H. Arn-
órsson og marga fleiri sem fáir muna
lengur. Það er skrýtið með þennan
miðil sem íjallar að margra mati um
minninguna, hvað þeir sem leggja
stund á hann gleymast fljótt. Það er
eins og íslensk ljósmyndun hafí ekki
getað alið af sér klassíska meistara
sem hægt sé að skoða á söfnum,
ætli Kaldal sé ekki sá eini sem al-
menningur þekkir. Mér þykir líklegt
að mönnum detti bókaverslun fyrst
í hug þegar minnst er á frumkvöðul-
inn Sigfús Eymundsson, sem enn
þann dag í dag er að mínu áliti ein-
hver besti ljósmyndari sem hefur
unnið á íslandi.
Það er ekki hægt að ganga að
neinum sýningum á ljósmyndaport-
rettum vísum og er þó ljósmyndin
án efa portrettmiðill tuttugustu ald-
arinnar. Nöfn einsog Ólafur Magn-
ússon, Sigríður Zóega og Pétur
Brynjólfsson eru flestum gleymd,
þótt allt séu þetta frábærir portrett,-
istar. Byggðasöfnin hafa safnað ljós-
myndum og eiga þau hrós skilið fyr-
ir það, en listasöfnin hafa sniðgengið
ljósmyndina nánast algjörlega. Þó
voru eitt sinn skráðar nokkrar ljós-
myndir eftir Magnús Ólafsson og
Pétur Brynjólfsson í Listasafni ís-
lands en þeir sem þar ráða hirtu
ekki um að taka þær með sér þegar
þeir fluttu úr Þjóðminjasafnshúsinu
og eru þær því varðveittar á mynda-
deild Þjóðminjasafns.
Ljósmyndabækur eru einn flötur-
inn í viðbót en þær eru ekki gefnar
út af þessari miklu bókaþjóð sem
íslendingar telja sig vera, eru þær
þó auðskildar af hveijum manni og
þó svo að viðkomandi tali ekki ís-
lensku. Eina flóran sem hægt er að
tala um í þessu er landkynningar-
landslagsbókaútgáfan þar sem vonin
um skjótfenginn hagnað af ferða-
mönnum virðist vera helsta augna-
rniðið."
- Þú notar ljósmyndina til að
miðla þinni sýn og hlaust lista-
mannalaun á síðasta ári. Breyttu þau
einhverju?
„Þau gerðu það að verkum að
mér tókst að koma þessum myndum
sem ég tók á árunum 1992 og ’93
frá mér á þessari sýningu og halda
aðra í fyrra um forsetaframboðið.
Einnig gat ég myndað mikið í stórt
verkefni sem ég hef verið að vinna
að í um sex ár, en það eru myndir
af íslenskum verslunum. Sölulega
breyttu þau auðvitað ekki neinu.
Olíumengunin í myndlistinni er enn
algjör; á listasöfnunum sem og ann-
arsstaðar. Þá er vanþekking ís-
lenskra listfræðinga á ljósmynda-
miðlinum örugglega einstök í hinum
vestræna heirni."
Einþátt-
ung'sveisla
LEIKFÉLAG Mosfellssveitar
sýnir fjóra einþáttunga í
Bæjarleikhúsinu í Mosfellsbæ í
kvöld. Þeir eru Hvíslararnir,
eftir Dino Buzzatti, Kvenna-
búrið, eftir Edward Percy og
Reginald Denham, Samtal í
garðinum, eftir Alan Aikbourn
og Því miður frú, eftir Jökul
Jakobsson. Leikstjórar eru
ýmist ungir eða upprennandi,
reyndir áhugamenn og atvinnu-
menn. Sýningin hefst kl. 20.30.
Lúðrasveitar-
tónleikar í
Njarðvík
LÚÐRASVEIT Tónlistarskóla
Njarðvíkur heldur vortónleika
fimmtudaginn 1. maí kl. 16 í
Ytri-Nj arðvíkurkirkju.
Lúðrasveitin er á förum til
Hollands 2. til 12. júní og mun
halda þar fimm tónleika, þar
af eina sem heiðursgestur á
sérstökum „íslandsdegi”. Á
tónleikunum á morgun mun
sveitin leika hluta af því efni
sem hún spilar ytra.
Stjórnandi er Haraldur Árni
Haraldsson en kynnir á tónleik-
unum verðut' Geirþrúður Fann-
ey Bogadóttir.
Vortónleikar
Mosfells-
kórsins
VORTÓNLEIKAR Mosfells-
kórsins verða haldnir í Hlé-
garði, Mosfellsbæ, fimmtudag-
inn 1. maí kl. 20.30. Eins og
undanfarin ár verður dagskráin
létt og ijörug, syngjandi
sveifla, diskósyrpa og rólegheit
í bland, segir í tilkynningu.
Stjórnandi er Páll Helgason og
leikur hann einnig undir á
hljómborð. Aðrir undirleikarar
eru Jón Bjarni Jónsson og Ást-
hildur Björnsdóttir.
Kór Snæ-
landsskóla og
barnakór
Selfosskirkju
KÓR Snælandsskóla, yngri og
eldri kór, ásamt Barnakór
Selfosskirkju halda tónleika í
Digraneskirkju fimmtudaginn
1. maí kl. 16.
Stjómandi Kórs Snælands-
skóla er Heiðrún Hákonardóttir
og stjórnandi Barnakórs Selfoss-
kirkju er Glúmur Gylfason. Und-
irleikari á tónleikunum er Ása
Valgerður Sigurðardóttir.
Helgi Jóns-
son sýnir
HELGI Jónsson sýnir um þess-
ar mundir þijátíu og fimm
málverk, máluð með olíu- og
vatnslitum. Sýningin er í Suð-
urhlíð 35 (Blómabúðinni Garðs-
horni) og er opin frá kl. 16-19
virka daga en um helgar og
1. maí frá kl. 14-18 til og með
4. maí. Hægt er að skoða sýn-
ingu Helga utan þess tíma í
samráði við hann.
Tatu
Kantomaa í
Hafnarborg
FINNSKI harmonikuleikarinn
Tatu Kantomaa heldur harm-
onikutónleika í Hafnarborg,
Hafnarfirði, í dag, miðvikudag,
kl. 20.30.