Morgunblaðið - 30.04.1997, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.04.1997, Blaðsíða 1
80 SIÐUR B/C/D/E 96. TBL. 85. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Sækja bráðum um „veðurfarslegt hæli“ Ósló. Morgunblaðið. Einn dagur eftir af kosningabaráttunni á Bretlandi Major segir„orrust- una“ standa yfir London. Morgunbladið. IBUAR í Norður-Noreg’i hafa orðið að taka á honum stóra sín- um vegna veðurfarsins, sem hefur verið með eindæmum í vetur og vor. Nýtt snjóamet var sett í gær í Tromso er snjóhæð- in náði 2,40 metrum og var spáð áframhaldandi snjókomu í vik- unni. Yfir 100 manns urðu að yfirgefa hús sín í gær og fyrra- dag vegna snjóflóðahættu í Tromso og Hammerfest. Snjór í fjöllum í N-Noregi er helmingi meiri en í meðalári og er búist við miklum flóðum þegar hann leysir. „Eg held að ég sæki bráðum um veðurfarslegt hæli,“ sagði Eivind Mobakken, yfirverkfræð- ingur í Tromso, sem hefur feng- BILL Richardson, sendiherra Banda- ríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, sem er nú í sendiför í Zaire til þess að freista þess að miðla málum milli stríðandi fylkinga í borgarastríðinu í landinu, greindi frá því í gær að Laurent Kabila, leiðtogi uppreisnar- manna, og Mobutu Sese Seko, for- seti Zaire, hefðu í fyrsta sinn fallizt á að hittast að máli augliti til auglitis. Richardson hitti Mobutu í Kins- hasa í gær, og flaug að því ioknu á fund Kabilas í Lubumbashi, annarrar stærstu borgar landsins sem er á valdi uppreisnarmanna. Auk þess að hvetja uppreisnarleiðtogann til að semja við Mobutu ræddi Richardson við hann um kosningar og fleiri að- gerðir sem grípa þurfi til að loknu stríðinu. Kabila sagði að kosningar gætu ekki farið fram fyrr en Mobutu hefði sagt af sér eða verið vikið frá. ið meira en nóg af snjómokstri í vetur. Fjölmargir bæjarbúa flýja suður á bóginn. Hefur snjóað tæpa níu metra Það sem af er ári hefur snjóað um 8,70 metra. Snjóþyngsti vet- ur sem sögur fara af, var vetur- inn 1916-1917 en þávarhálfur annar metri af snjó 1. júní. Fimmtán dögum síðar sást enn ekki í auða jörð. Bendir margt til þess að snjóametið verði sleg- ið og þeir svartsýnustu búast ekki við því að sumarið gangi í garð fyrr en eftir Jónsmessu. Þá verði skrúðgöngur á þjóðhá- tíðardaginn 17. maí farnar á gönguskíðum. Nelson Mandela, forseti Suður- Afríku, hefur lagt til að leiðtogarnir tveir hittust um borð í suður-afrísku herskipi, en í gærkvöldi fregnaðist að Mobutu gæti ekki samþykkt þann JOHN Major, forsætisráðherra og leiðtogi íhaldsflokksins, sagði í gær að „orrustan um Bretland" stæði nú yfir og breskir kjósendur hefðu nauman tíma til að gera upp hug sinn áður en þeir gengju að kjör- borðinu. Tony Blair, leiðtogi Verka- mannaflokksins, sagði að hann ætti sér draum, sem hann kallaði „breska drauminn" og snerist um það að hver kynslóð hefði það betra en sú á undan. Verkamannaflokkurinn gerði í fundarstað. Hvar fjandmennirnir tveir hittast er því enn óljóst. Kabila sagði frá því að skæruliðar hans stefndu nú áleiðis til Kinshasa, eftir að bærinn Kikwit féll í hendur Blair boðar „breska drauminn“ gær sérstakt átak í 80 kjördæmum þar sem mjótt er á munum og Blair ítrekaði að hann hygðist „vinna fyrir hverju atkvæði, fyrir hveiju broti af stuðningi". John Major skoraði á stuðnings- menn sína að vinna fram á síðustu sekúndu síðustu mínútunnar fyrir kosningarnar og sagði að sigur Verkamannaflokksins mundi jafn- gilda rússneskri rúllettu þar sem sex skot væru í byssunni. Bilið enn breitt Samkvæmt skoðanakönnun Gall- ups, sem dagblaðið The Daily Tele- graph birtir í dag, hefur íhalds- flokknum nú tekist að komast yfir 30% fylgi, en forekot Verkamanna- flokksins er enn rúmlega 20 pró- sentustig. Könnun Gallups fyrir ITN Channel 4 benti til þess að munurinn væri 18 % og þar kom fram að nokk- ur fjöldi væri óákveðinn. Michael Heseltine, aðstoðarfor- sætisráðherra, sagði í gær að kjós- endur flytu sofandi að feigðarósi og tími væri kominn til að þeir vökn- uðu. Blair svaraði því til í kosninga- ræðu að kjósendur væru vaknaðir og skoðanakannanir bæru því vitni. Hvorki íhalds- né Verkamanna- flokkurinn voru þó reiðubúnir að taka fullt mark á skoðanakönnun- um. Blair hvatti stuðningsmenn sína enn til halda vöku sinni, sigurinn væri ekki unninn. Heseltine dró áreiðanleika kannana í efa og spáði íhaldsflokknum 60 sæta meirihluta á þingi í kosningunum. þeirra fyrr um daginn. íbúar bæjar- ins, sem er um 400 km frá höfuðborg- inni, fögnuðu skæruliðum, sem einnig náðu þar flugvelli á sitt vald. Flóttamenn á vergangi Næsti áfangastaður Richardsons er Kisangani í Austur-Zaire. Heim- sókn hans þangað á fyrst og fremst að þjóna þeim tilgangi að upplýsa örlög tugþúsunda flóttamanna af hútú-ættbálki, sem saknað er úr flóttamannabúðum. Kabila hefur gefið mannúðarstofnunum 60 daga frest til að koma flóttamönnum til síns heima, en þeir eru flestir frá nágrannaríkinu Rúanda. Starfsmenn hjálparstofnana halda því fram að skæruliðar hafi framið Qöldamorð á hútú-flóttamönnum, bæði í Kisangani og nágrenni og annars staðar í A-Zaire. Bjartsýni Heseltines endurspegl- aðist þó ekki í orðum Majors þegar hann var spurður í viðtali við breska sjónvarpið, BBC, í gærkvöldi hvort hann væri reiðubúinn að fullyrða að hann væri handviss um sigur líkt og fyrir kosningarnar 1992 þegar íhaldsflokkurinn sigraði þrátt fyrir að skoðanakannanir bentu til hins gagnstæða. „Það er hægt að ná sigri í þessum kosningum,“ sagði forsæt- isráðherrann. Sprengjuhótanir leiddu til um- ferðartafa á hraðbrautum umhverfis London í gær og á flugvöllunum Gatwick og Heathrow voru bygg- ingar rýmdar án þess að flug riðlað- ist. Þetta er í fjórða skiptið sem umferðaröngþveiti myndast í kjölfar sprengjuhótana og er talið að fjár- hagslegt tjón vegna þeirra nemi 30 milljónum punda (um 3,5 milljörðum króna). ■ Úr smiðju/30 -----» » »---- Tyrkland Herinn aðvarar Erbakan Ankara. Reuter. HÁTTSETTUR hershöfðingi í tyrkn- eska hernum sagði í gær, að barátt- an gegn íslamskri heittrúarstefnu skipti sköpum fyrir tilvist Tyrklands sem veraldlegs lýðveldis. Er mikill kurr í hernum vegna uppgangs heit- trúarmanna en flokkur þeirra er nú við stjórn í landinu. Necmettin Er- bakan, forsætisráðherra Tyrklands, sagði í gær, að stjórn sín væri eini kosturinn þar sem stjórnarandstað- an væri ófær um að mynda stjórn. „Að uppræta bókstafstrúna er spurning um líf eða dauða,“ sagði Kenan Deniz hershöfðingi og einn af æðstu mönnum tyrkneska hersins á blaðamannafundi í gær. Síðustu vikur hefur gætt vaxandi óánægju innan hersins með Erbakan forsætis- ráðherra og leiðtoga Velferðar- flokksins, flokks múslima, en þótt hann hafi látið undan kröfum hers- ins að súmu leyti, neitar hann að loka skólum bókstafstrúarmanna. Valdataka gefin í skyn Frá 1960 hefur tyrkneski herinn steypt þremur ríkisstjórnum en að þessu sinni hefur hann Iátið sitja við að gefa hugsanlega valdatöku í skyn. Vegna þessa ástands hafa leið- togar ýmissa stjórnmálaflokka reynt að velta upp nýjum möguleikum á samsteypustjórn. Erbakan sagði í gær, að flokkur sinn væri tilbúinn í kosningar hve- nær sem væri en í gær átti hann fund með Ismail Hakki Karadayi, yfirmanni heraflans. Ekki hafði ver- ið skýrt frá því hvað þeim fór á milli. Scanfoto/Tore Kristiansen LEIF Arnesen reynir að koma póstinum til skila í Tromso en snjóruðningarnir gera honum starfið ekki léttara. Snjóhæðin í Norður-Noregi er nú 2,40 metrar. Sendimaður Bandaríkjastjórnar í Zaire ræðir við Mobutu og Kabila Fallast á beinar viðræður Lubumbashi. Reuter. Reuter MOBUTU Sese Seko, forseti Zaire, (t.h.) skekur valdasprota sinn er hann fylgir Bill Richardson, sáttasemjara Bandaríkja- stjórnar í Zaire, af fundi í forsetahöllinni í Kinshasa í gær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.