Morgunblaðið - 30.04.1997, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 30.04.1997, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 1997 27 Innsetningar í porti MYNPLIST Innsctningar BLÖNDUÐ TÆKNI Portmyndir við Bankastræti og Laugaveg. Til 3. maí 1997. TÓLF listamenn sýna nú í port- um við Bankastræti og Laugaveg. Staðsetning verkanna gefur veg- farendum fijálsan aðgang að þeim og er einnig andsvar við þeirri markaðssetningu sem nú ríkir í mestallri menningu. Verkin eiga það sameiginlegt að hafa vísun til borgarsamfélagsins en framsetn- ing þeirra er ólík. Sem dæmi má nefna Pétur Örn Friðriksson sem er með verk í porti Bankastrætis 14 er nefnist „Hér er ekkert að sjá“. Um er að ræða tvær svart-hvítar ljós- myndir sem eru nær samhverfa. Þær sýna í stækkaðri mynd augn- svip manns með dökk gleraugu, þar sem annað glerið hefur verið tekið úr umgjörðinni. Verkið er innarlega i portinu þar sem lítillar birtu nýtur. Verkið er tvírætt, þar sem titillinn gefur annað í 'skyn en áhorfandinn sér. í porti Lauga- vegs 24 hefur Alda Sigurðardótt- ir fest á malbikið krónupeninga sem mynda fínlegt mynstur. Óreglulegt mynstrið minnir á gamlan útsaum en er þó nær því að líkjast tilviljanakenndri teikn- ingu. Elsa D. Gísladóttir sýnir svart-hvít ljósrit á víð og dreif í porti við Laugaveg 28. Hér er um að ræða ljósmyndir sem sýna áherslu látbragðs, þar sem hreyf- ingar handa eru látnar tákna hugsun eða tilfinningar í sam- skiptum. Eygló Harðardóttir nefnir verk sitt „Handalögmál" og er það á Morgunblaðið/Kristinn ELSA D. Gísladóttir. Laugavegur 28. ALDA Sigurðardóttir. Laugavegur 24. Laugavegi 39. Hún nær þar að laða fram ákveðna þrívíddarkennd á tvívíðum fleti. Innsetningin er veggteikning sem samsett er úr mörgum smáeiningum. Svart lím- band markar línu sem tengir sam- an hringform máluð í rauðum lit. Báðum megin límbandsins eru ljósmyndir af hringlaga formum sem liggja í lófa, hvert í sínum lit. Líkt og í fyrrnefnu verki eftir Pétur Örn er verkið tvírætt. Á móti kemur að það er leikur í verk- inu sem hvetur áhorfandann til að taka þátt. Aðrir sem eiga verk í sýning- unni eru Ragnhildur Stefánsdóttir, Þóra Sigurðardóttir, Hlynur Helgason, Kristín Reynisdóttir, Arnfinnur Einarsson, Ásta Ólafs- dóttir, Magnús S. Guðmundsson og Kristbergur Pétursson. Hug- myndin á bak við þessa sýningu er athyglisverð og þrátt fyrir að útkoman sé misjöfn, er fyllsta ástæða til að hvetja fólk sem á leið um miðbæinn að leita verkin uppi. Hulda Ágústsdóttir Leiðinleg dvöl í dalnum Morgunblaðið/Haraldur Jóhannsson Eftirsóttar myndir Elínborgar ELÍNBORG Jóhannesdóttir myndlistarmaður hélt sýningu á vatnslitamyndum sínum í Vínarborg 13. til 30. mars síð- astliðinn og seldi hún tuttugu og tvær myndir á fyrstu tveimur tímunum eftir að sýn- ingin var opnuð. Myndirnar eru flestar sóttar í islenska náttúru og sést listakonan við eitt verka sinna á opnunar- daginn. Elínborg tók þátt í samsýningu í Vín fyrir tveim- ur árum og seldi þá líka verk sín með miklu hraði eða fimm verk af sjö á opnunardegi sýn- ingarinnar. KVIKMYNPIR Bíöborgin TVEIR DAGAR í DALNUM „2 Days in the Valley“ ★ V2 Leikstjórn og handrit: John Herz- feld. Kvikmyndataka: Oliver Wood. Aðalleikarar: Danny Aiello, Greg Cruttwell, Jeff Daniels, Teri Hatcher, Glenne Headly, Marsha Mason, Paul Mazurky, James Spader, Eric Stolz, og Charlie Theron. 107 mín. Bandarísk. MGM/ Redemption/ Rysher Enter- tainment. 1996. „2 DAYS in the Valley“ er byggð á forvitnilegri uppskrift. Takið líf nokkurra einstaklinga í stórborgarflæmi Los Angeles og fléttið því saman í flókinn vef. Athugið að persónugalleríið verður að vera fjölbreytt: leigumorðingj- ar, lögreglumenn, íþróttaafreks- fólk, listaverkasali, hjúkrunar- fræðingur, einkaritari, kvik- myndaleikstjóri, og að minnsta kosti ein „femme fatale". Kryddið með ást, afbrýði, hatri, hefnd, metnaði, vináttu, og heiðri. Hrær- ið út í morði og peningum, og útkoman ætti að vera bragðmikil skemmtun. Því miður er það ekki raunin með „2 Days“. Hún er svo sannarlega ekki „Short Cuts II“. „2 Days“ er þunn og bragðlaus en þó með einstaka velkrydduðum bita. Persónurnar eru misvel skrifað- ar og má skipta leikarahópnum nokkurn veginn í tvennt. Þeim sem tekst að gera karakterinn áhuga- verðan þrátt fyrir allt, og hinum sem er lífsins ómögulegt að byggja upp trúverðuga persónu. Danny Aiello,. Glenne Headly, Jeff Dan- iels, Paul Mazursky, og Marsha Mason eru í fyrri hópnum, en Teri Hatcher, Eric Stoltz, og Charlie Theron í þeim síðari. James Spader og Greg Cruttw- ell eru svo einhvers staðar á milli. Hjá báðum er persónan endurtek- ið efni. Cruttwell er sami leið- indapúkinn og hann var í „Naked“, og Spader er enn og aftur kuldaleg ótukt sem er brenglaður á kynferðissviðinu. Nýjungin er sú að Spader gerir aðeins grín að sjálfum sér og er fyndinn á köflum. „2 Days“ nær aldrei því tak- marki að vera spennandi. Hún flöktir stefnulaust á milli persón- anna, án nokkurrar hrynjandi. Það eina sem bjargar henni frá því að vera algjör leiðindi er einstaka atriði sem býr yfir húmor. Leikstjóri myndarinnar og handritshöfundur heitir John Herzfeld. Hann hefur aðallega stýrt sjónvarpsmyndum vestan- hafs en á þó eina kvikmynd að baki frá árinu 1983. Það var hin hörmulega „Two of a Kind“ með engum öðrum en John Travolta á niðurleið og Oliviu Newton-John. Samanborið við þá mynd er „2 Days“ skref fram á við. Hvað er svo glatt... TONIIST Grcnsáskirkja KÓRTÓNLEIKAR Lög eftir Sigfús Einarsson, Inga T. Lárusson, Sveinbjöm Sveinbjöms- son, Skúla Halldórsson o.fl. Einsöngvarar: Stefán Jónsson og Birgir Hólm Ólafsson. Píanóundir- leikur: Sigurður Marteinsson. Karla- kórinn Stefnir u. slj. Lárusar Sveins- sonar. Grensáskirkju, sunnudaginn 27. aprílkl. 20.30. EFTIR því sem maður í hlutverki gagnrýnanda smám saman öðlast þann vísi af viðmiðun, sem hinn stað- og kórbundni karlakórsunn- andi fer stundum á mis við, rennur æ betur upp fýrir manni hvað þessi rótgróna tóngrein hefur mikla fé- lagslega þýðingu hér á landi. Löngu áður en tónlistarlækning (-þerapía) varð viðurkennd stoðgrein, áttuðu menn sig á að samsöngur er betri ávísun á sameiginlega vellíðan og slökun úr daglegu amstri en flest annað. Ekki sízt í karlakórum, í fjar- veru þess dýrindis rógmálms skatna sem fríðara kynið óneitanlega er, lærðu menn snemma að njóta ávaxta söngsamstarfs út í æsar. Því fylgir í bland afslappaður húmor, sem ekki er alltaf nógu guðshúsa- hæfur, eins og kórstjórinn harmaði í byijun óformlegra kynninga sinna milli laga, er gátu minnt á lunkni Rodneys Dangerfields. En jafnframt kom fram, að þó að dagskrá Stefnis væri að sinni nokkuð „þunn“ (orða- lag kórstjórans), þá helgaðist það sumpart af því, að dýrara viðfangs- efni hefði verið æft fyrir aðsteðjandi söngför kórsins til Austurríkis og Ungveijalands, þ.e. Sálumessa Franz Liszts, sem flutt yrði höfuð- staðarbúum í lok júnímáðar nk. Hógværðin var þó ekki nema í meðallagi réttlætanleg, því við- fangsefnin voru í litlu lakari en al- gengt er á vortónleikum karlakóra. Tónleikamir hófust með þróttmiklu lagi eftir Zeller, „Söngurinn," og síðan fylgdu tvö róleg lög eftir Sigf- ús Einarsson, Hin dimma, grimma hamrahöll og Staka. Vora þessi fyrstu lög dæmigerð fyrir kosti og galla kórsins, er hafði annars vegar til að bera breiðan og safaríkan ekta íslenzkan karlakórshjlóm og ærinn kraft ef svo bar undir, en hins vegar virtust sneggstu blettim- ir á akkillesarhælnum skortur á fók- us og einkum hæðarfestu er sungið var veikt, auk þess sem nokkuð var um að renna sér upp í tóninn, og stundum jafnvel milli tóna, en slíkar glissöður hættu sem kunnugt er að þykja eftirsóknarverðar fyrir margt löngu. Það brást þar af leiðandi sjaldan, að þegar styrkur seig niður fyrir mezzopiano, vildi tónhæðin síga með og laða fram þreytuein- kenni, er voru víðsfjarri í kraftmeiri lögunum. Eins og stjómandinn benti á, var dagskráin alíslenzk (Zeller væntan- lega tekinn með vegna íslenzka söngtextans), og er það víst fremur undantekning en hitt á hérlendum kórtónleikum. Fyrir hlé risu auk upphafslagsins hæst Átthagaljóð eftir Inga T. og þjóðlagið Bára blá (útsetjara ekki getið), þar sem kórfélagamir Birgir Hólm Ólafsson tenór og Stefán Jónsson bassi sungu einsöng með kórnum. Birgir var svolítið taugaóstyrkur en þurfti ekki að vera það raddarinnar vegna, sem var tær og hrein. Stefán skartaði hljómmikilli bassarödd í Bára sem einnig gat mýkzt niður fyrir hið heyranlega, en hefði mátt halda aftur af sér í síðasta túttíinu, því ýmsir hrakku við með andfælum, þegar stentorinn gaf þar skyndilega allt í botn og yfirgnæfði félaga sína á heldur ósmekklegan hátt. En eftir undirtektum tónleikagesta að dæma erfðu það hinsvegar fáir. Af §óram lögum Skúla Halldórs- sonar eftir hlé tókst Linda bezt; vel samið lag sem mætti heyrast oftar, og vel mótað hjá stjórnanda og kór við nettan píanóundirleik Sigurðar Marteinssonar. Eitt sérkennilegasta atriði seinni hálfleiks var hin kerskna „Þeysireið" úr h.u.b. 20 ára gamalli hestamannaópera þeirra Magnúsar Ingimundarsonar og Flosa Ólafssonar, Ringulreið, en þó kastaði tólfum, þegar kórfélagar settu í lokin upp gömludansasveit gítars, rafbassa, nikku og tromma. Tók þá völdin fislétt síldarplans- stemmning fyrri ára með landlegu- völsum eins og Eyjan hvíta eftir Svavar Benediktsson og Síldarstúlk- uraar eftir Oddgeir Kristjánsson, og Stefnismenn bragðu sér öllum að óvöram í líki 14 Fóstbræðra. Sannarlega óvænt útspil á virðu- legum karlakórstónleikum. En áheyrendur létu sér engu að síður vel líka og þökkuðu hlýlega fyrir sig, enda kvað fara að styttast í sumar. Ríkarður Ö. Pálsson IÐUNNAR APOTEK Á faglega fraustum grunni í stœrstu lœknamiðstöð landsins OPIÐ VIRKA DAGA 9 - 19 IÐUNNAR APÓTEK DOMUS MEDICA Egilsgötu 3,101 Reykjavík, sími 563 1020
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.