Morgunblaðið - 30.04.1997, Blaðsíða 46
46 MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 1997
MORGUNBLAÐIÐ
BREF
TIL BLAÐSINS
Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329
Smáfólk
/Cand whesTN^ cr> an activity \ GETS OUT OF œm? HANR IT CAN \ ^ ^ , : BECOME A W* CQMPULSI0N..JP|P ?SYCM1ATRIC AEt-r 54 <3* 1 O? /anvone for \ 1 "OLD MAlD"? \ | ONE MORE GAME? * ANVONE? COME /~^1
THE OOCTOK 15 @
i.
1 " * /úl /xl * *
Þegar eitthvað fer úr böndunum Sálfræðiaðstoð 5 sent. Vill einhver koma í olsen,olsen“?
getur það orðið árátta. Læknirinn er við Eitt spil í viðbót? Einhver? Svona
nú ... einhver?
Ný skilgreining á
veikindaforföllum!
Frá Ólafi Ólafssyni:
SVO virðist sem skilgreining á veik-
indaforföllum sé að breytast a.m.k.
ef litið er til eftirfarandi dæma:
1. Veikindi skráð sem sjálfs-
áverki og teljast því ekki veikinda-
forföll.
í nýlegum kjarasamningum var
gerð grundvallarbreyting á skil-
greiningu veikindaforfalla.
í einni greininni stendur eftirfar-
andi: „Forföll vegna lýtaaðgera eða
sem leiða af atvikum sem starfs-
maður á sjálfur sök á teljast ekki
veikindaforföll.“
Hér er um nýjung að ræða varð-
andi skilgreiningu á veikindaforföll-
um. Landlæknir hefur óskað eftir
skýringu. Er hér átt við t.d.:
lýtaaðgerð eftir slys eða alvar-
legan sjúkdóm,
veikindi vegna offitu,
bifreiðaslys, er ökumaður ekur
of hratt eða mælist með áfengi
í blóði,
slys á háíjöllum ef viðkomandi
hefur tekið of mikla áhættu,
kynsjúkdóm sem oftast má rekja
til óaðgætni,
lungna- eða hjartasjúkdóm sem
rekja má til reykinga.
Fleira mætti nefna en látið kjurt
liggja að sinni.
2. Veikindi skólanema skráð
sem „skróp“.
Nemandi framhaldsskóla veikist
og er lagður inn á sérgreinarsjúkra-
hús vegna gruns um alvarlegan
sjúkdóm. Sjúklingurinn vistaðist
rúman sólarhring á sjúkrahúsinu.
Síðan var sjúklingur útskrifaður og
sérfræðingur fýrirskipaði hvíld. Við
komu í skólann var nemandanum
tjáð að fyrstu tveir dagarnir í veik-
indunum verði skráðir sem skróp.
Þrátt fyrir fullgilt veikindavott-
orð frá heimilislækni og sérfræðingi
sjúkrahússins fékkst þessari skrán-
ingu ekki breytt. Undirrituðum var
tjáð að þetta væru reglur mennta-
málaráðuneytisins. Landlæknis-
embættið hefur beðið um skýringar
á framangreindri reglu en ekki
fengið svar. Reglur sem samdar eru
af mannahöndum eru ekki óskeikul-
ar frekar en aðrar gerðir manna,
m.a. reglur leikmanna.
ÓLAFUR ÓLAFSSON,
landlæknir.
O-hamingjusamt
þáttageröarfólk
Frá Arnari Valgeirssyni:
VOÐALEGA er leiðinlegt þegar
það sem getur orðið að góðu sjón-
varpsefni verður að egótrippi þátta-
gerðarfólksins.
Ég er að tala um síðasta þátt
Ósins, en þessir þættir hafa verið
í Ríkissjónvarpinu á þriðjudags-
kvöldum í vetur. Þáttur um ungt
fólk — gerður af ungu fólki — oft
ferskur og skemmtilegur.
Þau Markús og Selma hafa gert
margt gott, en seinni part vetrar
gleymdu þau alveg hlutverki sínu
og fóru að gera þátt fyrir ungt
fólk — um Markús og Selmu!
Afmælisþátturinn var svona
montþáttur: „Nú skulum við sýna
hvað við vorum dugleg og sniðug.“
Svo var geggjuð gandreið yfir fyrri
þætti, skot úr öllum áttum þannig
að maður þurfti hausverkjatöflu til
að ná sér (ég er samt ekkert ofboðs-
lega gamall). Fremur ódýr af-
greiðsla.
Síðasti þáttur vetrarins átti að
sýna hvað ungt fólk á landsbyggð-
inni gerir sér til skemmtunar. Hins
vegar var hann um það hvað borg-
arbömin Markús og Selma skemmtu
sér vel við að keyra hringveginn,
fíluðu Pál Óskar, fengu sér kaffi og
nammi og vídeomynduðu hvort ann-
að. Sáu beljur hér og rollur þar og
voru ekki alveg viss hvort þau voru
á Blönduósi eða Selfossi! Svo var
rúllað í gegnum Fáskrúðsfjörð, þar
var bara ein kisa á ferli svo við
Ó-áhorfendur sáum þar með að Fá-
skrúðsfjörður er steindauður bær.
Ekki varð ég nokkru nær, eftir
þennan þátt, um hvað ungt fólk á
landsbyggðinni gerir yfirleitt, nema
þá að ung stúlka á Blönduósi
skokkar sér til heilsubótar og strák-
ur á Djúpavogi prílar uppí kletta
með dömuna sína og horfir yfir
frystihúsið og Löngubúð. Strákur
á Akureyri fékk far með þeim oní
bæ því það var rigning. Hann stofn-
aði að vísu USA á Akureyri (ungir
sósíalistar á Ak.), en ég er viss um
að ungt fólk fyrir norðan gerir eitt-
hvað fleira en að stofna sósíali-
stafélög.
Það var svosem ágætt að þau
Markús og Selma tóku svo og svo
margar vídeospólur og skemmtu
sér svona prýðilega á ferðalaginu
en mér er bara nokk sama, vildi
sjá hvað ungt fólk gerir í þorpum
landsins, ekki hvað þáttastjórnend-
ur fíluðu sig á keyrslu milli þorp-
anna.
Leiðinlegt þegar fólk með fijóar
hugmyndir gleymir sér á enda-
sprettinum, setur sjálft sig í mið-
punktinn svo alþjóð sjái hvað það
er huggulegt og hresst.
Svo vil ég benda á að efnalitlir
nemar á táningsaldri nota þriðju-
dagskvöldin gjarna til nískubíó-
ferða, þannig að önnur kvöld væru
kannski betri til sýninga á þáttum
fyrir ungt fólk.
Markús og Selma hafa sýnt að
þau geta miklu betur. Gangi þeim
vel í framtíðinni.
ARNAR VALGEIRSSON,
Rauðarárstíg 1, Rvík.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt i upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.