Morgunblaðið - 30.04.1997, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 1997 37
VIGNIR
FRIÐÞJÓFSSON
+ Vignir Frið-
þjófsson _ fæddist
í Selvík á Arskógs-
strönd 2. júní 1941.
Hann lést um borð í
v/s Akraborg á leið
frá Reykjavík til
Akraness hinn 21.
apríl síðastliðinn.
Foreldrar: Friðþjóf-
ur Gunnlaugsson, þá
sjómaður í Selvík,
síðar skipstjóri, f.
7.5. 1914, nú búsett-
ur á Akureyri og
fyrri kona hans, 17.
desember 1940,
Nanna Guðrún Jóhannsdóttir,
f. 23.6. 1921 á Selá á Árskógs-
strönd, dóttir hjónanna Jóhanns
G. Sigurðssonar, útvegsbónda á
Selá og síðar í Selvík, og k.h.
Bjargar Arngrímsdóttur. Nanna
Guðrún lést á Kristneshæli
11.12. 1943. Foreldrar Friðþjófs
voru Gunnlaugur Jónsson, sjó-
maður á Árskógsströnd og Jón-
atania Sólveig Kristinsdóttir,
k.h. Albróðir Vignis var Sigurð-
ur Anton, f. í Selvík 4. ágúst
1942, sjómaður og skáld. Hann
lést í Reykjavík 3. júní 1980.
Friðþjófur kvæntist í annað sinn
Steinunni Konráðsdóttur, f.
5.10. 1914, d. 21.10. 1988. Hún
var dóttir Konráðs Vilhjálms-
sonar frá Hafralæk og Þórhöllu
Jónsdóttur k.h. Börn Friðþjófs
af seinna hjónabandi (hálfsystk-
in Vignis) eru: 1) Gísli, f. 12.2.
1946, dó ungbarn. 2) Vilhjálmur,
f. 19.8. 1947, umsjónarmaður
hjá Samhjálp, kvæntur Herdísi
Eyþórsdóttur, búsett í Kópa-
vogi. 3) Steinunn Erla, f. 28.8.
1950, verslunarrekandi, gift
Birni Ingólfssyni, skipstjóra.
Búsett í.Reykjavík. 4) Hallveig,
f. 19.3.1955, hjúkrunarfræðing-
ur, gift Tonni Rudi Christensen,
iðnverkamanni, búsett á Akur-
eyri. Sonur Vignis með Sigríði
Vilhjálmsdóttur frá Ólafsvík var
Hilmar, f. á Akureyri 1.10. 1960.
Með örfáum fátæklegum orðum
vil ég minnast Vignis Friðþjófsson-
ar, sem var stjúpsonur systur
minnar, Steinunnar. Útför hans fer
fram í dag, 30. arpíl frá Akureyrar-
kirkju. Ég hafði raunar aldrei mjög
náin kynni af honum en þó nægileg
til þess að ég fylgdist jafnan með
lífsferli hans og var þess vel vitandi
að þar fór efnilegur ungur maður,
vel gerður bæði á sál og líkama, og
glæsilegur að vallarsýn. Tveggja ára
gamall missti hann móður sína, en
dvaldi hjá móðurfólki sínu á Hauga-
nesi til 5 ára aldurs, en síðan hjá
föður sínum og stjúpmóður til full-
orðinsára. í bernsku dvaldi hann
mörg sumur hjá vina- og frændfólki
Steinunnar, á Hólmavaði í Aðaldal
og naut þar góðs atlætis. Hólma-
vaðsfólksins minntist hann jafnan
með miklu þakklæti og var Laxá
honum ávallt minnisstæð og ýmis
þau atvik, sem þar gerðust við veið-
ar. Ungur að árum fór Vignir með
föður sínum á sjóinn, var á síldveið-
um á sumrin og á vertíð við Suður-
land á vetrinum. Var hann síðan á
skipum af ýmsum stærðum við fisk-
veiðar og í siglingum. Hann lauk
skipstjórarprófi við fiskideild Stýri-
mannaskólans í Reykjavík 1963 og
var síðan stýrimaður eða skipstjóri
á ýmsum skipum næstu árin. Hann
varð fyrir slysi við veiðar í Norð-
ursjó og var þá nokkurn tíma í landi
þar til hann taldi sig fullfæran á
sjóinn aftur. Hann varð þó aldrei
jafngóður, fann oft fyrir óþægindum
af völdum þessa slyss. Eftir 1992
fór Vignir ekki á sjóinn aftur, en
vann þá í Daníelsslipp í Reykjavík
við þau störf, er þar féllu til, uns
hann og kona hans, Jónína Elísabet,
fluttu norður til Akureyrar þar sem
hann hóf störf við sandblástur og
málmhúðun, sem hann stundaði síð-
an til dauðadags. Á Akureyri bjuggu
þau hjónin síðan í Víðilundi 18C og
hjá þeim Stefán stjúpsonur Vignis.
Hann dó í Reykja-
vík 5. júní 1983 af
slysförum.
Árið 1963 kvænt-
ist Vignir Sigríði
Sveinsdóttur, f.
10.11. 1944. For-
eldrar hennar:
Sveinn R. Einars-
son frá Miðdal og
k.h. Kamma Norð-
land Nielsen. Synir
Vignis og Sigríðar
eru: 1) Sveinn Orri,
f. 24.10. 1963, nam
fiskeldisfræði í
Noregi, búsettur í
Grindavík. 2) Friðþjófur Örn, f.
6.1.1965, býr að Árbæ í Holtum,
Rang., stundar þar hestarækt.
Sambýliskona: Margrét Bára
Magnúsdóttir. Vignir og Sigríð-
ur slitu samvistir.
Vignir kvæntist í annað sinn.
Eftirlifandi eiginkona hans er
Jónína Elísabet, f. 25.5. 1946 á
Akureyri. Foreldrar: Þorsteinn
Williamsson, smiður og k.h.
Soffía Þorvaldsdóttir. Jónína
Elísabet var áður gift Jóni
Kristrn Arasyni, dósent við Há-
skóla Islands. Þau skildu. Synir
þeirra eru: 1) Ari Kristinn, f.
17.9. 1968, sem er við nám í
Bandaríkjunum og 2) Þorsteinn,
f. 7.5. 1971, búsettur í Reykja-
vík. Barn Jónínu Elísabetar með
Guðna Stefánssyni er Stefán, f.
25.5. 1984, sem er þjá móður
sinni á Akureyri. Vignir og Jón-
ína Elísabet gengu í hjónaband
8. ágúst 1992 í Reykjavík, þar
sem hún var þá við nám í guð-
fræði við Háskóla íslands. Þar
lauk hún námi og hefur stundað
fræðslustörf á vegum kirkjunn-
ar með búsetu á Akureyri. Hún
hlaut prestvígslu í Reykjavík 20.
apríl sl. og voru þau hjónin að
koma norður frá þeirri athöfn
er andlát Vignis bar að.
Útför Vignis fer fram frá
Akureyrarkirlgu í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
Fór einkar vel á með þeim stjúpfeðg-
um. Það má öllum ljóst vera, að
þegar hér er komið, hafi hamingjan
virst blasa við á veginum framund-
an, hjón á besta aldri við góða heilsu
og góð störf, hún nýbúin að hljóta
prestvígslu og hlakkar til að takast
á við mikilvægt starf á vegum kirkj-
unnar. En þá ríður höggið stóra.
Eiginmaðurinn kvaddur á brott í
einu vetfangi og viðhorfið gjör-
breytt. Gagnvart slíku höggi verður
maður aflvana og finnur engin þau
rök, sem réttlæti slíka ákvörðun hins
hæsta höfuðsmiðs. Djúp er sú sorg,
sem kveðin er að eiginkonu og öldr-
uðum föður hins látna og öðrum
aðstandendum. Ég vil leyfa mér að
tilfæra hér nokkur erindi, sem faðir
Vignis kvað í eftirmæli eftir ungan
mann, sem féll frá skyndilega og
óvænt, þar sem mér finnst að þau
gætu alveg eins átt við nú. Erindin
eru aðeins hluti af lengra kvæði.
Helkalt og hart
harmfrepin óvænta góðvini snart.
Lifendur sorg hefur lostið,
lífsþráður brostið.
Sköpum er skipt,
skyldu og starfí á æðra svið lyft.
Unnt er þó engum að skilja
örlaga-vilja.
Sorgin er sár,
syrgjandi ástvina hrynjandi tár,
andvörpin hrópa í hæðir,
hjörtunum blæðir.
Hver veitir fró?
Hver gefur sorgþjáðum friðsæld og ró,
huggar í harminum sefann,
hrífur burt efann?
Guðsneistinn einn,
geymdur í manninum, ósnortinn, hreinn,
trúin á takmarkið dulda,
tilganginn hulda.
Við hjónin sendum ástvinum og
aðstandendum hins látna hugheilar
samúðarkveðjur.
Gísli Konráðsson.
Nú er hann elsku Vignir dáinn.
Maður sem mér þótti mikið vænt
um. Hann var ekki aðeins fóst-
urpabbi _ minn heldur einnig góður
vinur. Ég á eftir að sakna hans
mikið.
Það er margt sem við gerðum
saman sem er mér minnisstætt. Til
dæmis þegar við vorum einir heima
yfir helgi, þá keypti hann stundum
snakk og við áttum góðar stundir
saman. Vignir og ég vorum oft með
skrípalælti fyrir framan hana
mömmu og var það stundum eins
og hún ætti tvo litla stráka. Þetta
var mjög áberandi þegar við Vignir
vorum að ræða um hvort KR eða
Þór væri betra lið, en Vignir var
mjög mikill Þórsari og ég mikill
KR-ingur. Einu sinni skákaði hann
mér alveg þegar hann sagði mér
þennan ógleymanlega brandara.
„Maður var að labba niðri við
strönd þegar hann fann lampa. Hann
nuddaði lampann og út kom andi
sem ákvað að veita manninum eina
ósk. Maðurinn tók upp kort af heim-
inum, benti á mikið ófriðarsvæði og
sagðist vilja frið á þeim stað. Andinn
sagðist ekki geta veitt svo stóra
ósk. Þá bað maðurinn andann um
að gera KR að íslands- og bikar-
meisturum sama árið. Andinn horfði
á manninn lengi vel, hugsaði sig um
en sagði svo: „Réttu mér kortið aft-
ur.“
Það er svo miklu meira gott sem
Vignir hefur gert fyrir mig og ég
mun minnast þess alla mína ævi.
Einnig veit ég að stóru bræður mín-
ir, Ari og Doddi, munu sakna hans
mikið. Hann var þeim virkilega góð-
ur. Ég hugsa hlýlega til Ara sem
er erlendis og veit að þetta er mjög
erfitt fyrir hann. Ég veit líka að Ari
og konan hans, Sarah, hugsa hlýlega
til okkar.
Þessi yndislegi fósturpabbi minn
skilur eftir fallegar minningar sem
ég og mamma munum geyma alla
ævi. Guð varðveiti mig og mömmu
og ég veit að Vignir mun hvíla í friði.
Stefán.
í dag kveðjum við tengdason okk-
ar, Vigni Friðþjófsson, sem varð
bráðkvaddur að morgni 21. þ.m.
Kynni okkar urðu ekki löng, að-
eins um sex ár, þegar hann kom inn
í líf dóttur okkar. Það var á þeim
tímapunkti sem hún var búin að
ákveða að yfirgefa starf sitt í Versl-
unarskólanum og hefja nám í guð-
fræði. Allan tímann hefur hann hvatt
hana og stutt eins vel og hægt er
að gera og verið drengnum hennar,
Stefáni, góður fóstri. Enda hafði hún
oft á orði að án hans hefði hún aldr-
ei getað þetta. Hann fylgdi henni
allt til enda á þessum ferli.
Sunnudagurinn 20. þ.m. var mik-
ill gleðidagur hjá þeim báðum. Þá
fékk dóttir okkar vígslu til þess
starfs sem hún hafði tekið að sér
hér á Akureyri. Ekki var ánægja
Vignis minni en hennar og framtíðin
var björt framundan. Maðurinn
áætlar en Guð ræður. Daginn eftir
kvaddi hann þennan heim og eftir
stendur maður skilningssljór yfir
þessari ráðstöfun.
Jóna Lísa og Vignir fluttu hingað
til Akureyrar fyrir tæpum átta mán-
uðum og á þeim tíma fengum við
tækifæri til að kynnast honum betur
og hvað mikill sómamaður hann
var, t.d. var það tæplega til, sem
hann ekki vildi fyrir okkur gera. Ef
eitthvað þurfti að lagfæra í húsinu
var hann alltaf boðinn og búinn að
ganga í verkið. Hafi hann alltaf
þökk fyrir og síðast en ekki síst,
hvað hann var dóttur okkar og Stef-
áni góður þann tíma sem þau áttu
saman, sem var því miður alltof
stuttur.
Við biðjum Guð að halda verndar-
hendi yfir Jónu Lísu og Stefáni og
vottum öðrum aðstandendum samúð
okkar.
Blessuð sé minning Vignis.
Tengdaforeldrar.
Vigni kynntist ég fyrir tæpum sex
árum, skömmu eftir að hann kom
inn í líf mágkonu minnar. Það leyndi
sér ekki að þar fór maður góðum
gáfum gæddur sem átti margvísleg
áhugamál. Skáldskapur og heim-
spekileg viðfangsefni voru greinilega
hans uppáhald auk trúmála. En
bæri þessi hugðarefni hans á góma
gat hann farið á flug í samræðum
við næstum hvern sem var.
Menn komu heldur ekki að tómum
kofunum hjá honum bærist talið að
ættfræði eða ýmsum dægurmálum.
Vignir var stór maður, myndar-
legur að vallarsýn og virðulegur í
fasi, en hann var byrjaður að lýjast
af hörðum sjósóknum fyrri ára og
mikiili erfiðisvinnu.
Þrátt fyrir rólyndislegt útlit og
fremur hægláta framkomu brann
mikill eldmóður í skapgerð hans.
Hann var mjög duglegur til allra
verka, var handlaginn maður og
bóngóður sem gott var að leita til
fyrir þá sem áttu erfiðara um vik.
Verkstjórar hans í vinnu hafa og
án nokkurs vafa verið ósviknir af
vinnuframlagi hans, því að hann var
samvinnufús og vildi að hlutimir
gengju.
Vignir var maður með ákveðnar
skoðanir á flestu sem snertir mann-
legt samfélag. Var þó alls ekki alltaf
að flíka þeim frekar en tilfinningum
sínum.
Ég veit samt að þau Jóna Lísa,
kona hans, áttu margar mjög góðar
stundir saman sem byggðust á sam-
eiginlegum trúarlegum áhuga og til-
fmningaríku sambandi þeirra. Þau
treystu mikið hvort á annað og
sýndu hvort öðru mikla virðingu í
öllum samskiptum. í guðfræðinámi
hennar, sem og nýju starfi, var hann
henni mikil stoð og stytta. Tók þátt
í öllum störfum hennar af heilum
hug og hvatti til dáða.
I hönd virtist fara ánægjulegur
tími hjá þeim, hún nýbúin að taka
prestvígslu og við að móta nýja
starfið sitt og hann sáttur við sinn
hlut.
En enginn má sköpum renna.
Skyndilega og fyrirvaralaust er hann
hrifinn burt.
Hans er nú sárt saknað og minnst
sem góðs manns. Fyrir mína hönd
og fjölskyldu minnar þakka ég þér,
Vignir, fyrir góð kynni og ánægju-
legar samverustundir. Jónu Lísu,
sonum, ættingjum og öðrum vanda-
mönnum votta ég dýpstu samúð.
Guðm. V. Gunnlaugsson.
Vígsludagur þriggja skólafélaga
minna úr guðfræðideild, sunnudag-
urinn 20. apríl, var sérstaklega bjart-
ur og fagur. Athöfnin var hátíðleg.
Biskup talaði til vígsluþeganna og
lagði út frá guðspjalli dagsins:
„Hjarta yðar skelfist ekki. Trúið á
Guð og trúið á mig.“ (Jóhannes
14:1-7) Ég hugsaði með mér, þar
sem ég sat ásamt skólasystrum,
hversu textinn talaði vel inn í að-
stæður þeirra félaga minna, sem
voru að hefja störf á nýjum vett-
vangi: „Skelfíst ekki!“
Eftir athöfnina var okkur boðið
til veislu með vinum og vandamönn-
um þessara skólasystkina okkar.
Jóna Lísa og Vignir tóku á móti
okkur í björtum húsakynnum. Þarna
stóðu þau glöð í sólinni, brosandi
með opinn faðminn og buðu þau
okkur velkomin. Við áttum saman
góða stund, umvafin fögru útsýni
og hlýrri vináttu. Þau töluðu um það
hversu mikið væri framundan, ný
og spennandi verkefni. Þegar ég
gekk þaðan út sat mynd af Vigni
eftir í huga mér. Hann var glaður,
brosti sínu fallega brosi og úr augum
hans skein hlýja og glettni.
Við töluðum saman um Akureyri,
hvernig það væri að vera fluttur
aftur í heimahagana? Jú, Vignir
svaraði að bragði, að það væri frá-
bært, ekkert gæti verið betra. Þau
sögðust ætla norður strax næsta
dag, með Akraborginni. Ekkert okk-
ar grunaði að þetta væri kveðjustund
með Vigni. Engum gat komið til
hugar að hann ætti ekki aftur-
kvæmt. Næsta dag var hann látinn.
Ég fékk fréttir af andlátinu um
miðjan mánudaginn. Og nú hljómaði
guðspjallstexti sunnudagsins stöð-
ugt í eyrum mér, en nú var merking
hans önnur en daginn áður. Nú er
hann huggun í þessum sorglegu
aðstæðum: „Hjarta yðar skelfist
ekki. Trúið á Guð og trúið á mig.“
Vignir var um margt sérstakur
maður. Hann hafði fremur hijúft
yfirbragð, en augu hans lýstu af
kærleika og kankvísi svo eftir var
tekið. Hann bar það með sér að þar
fór maður sem hafði lifað tímana
tvenna, var þó sáttur við hlutskipti
sitt og miðlaði reynslu sinni óspart
til þeirra sem til hans leituðu.
Ég var svo lánsöm að leita til
hans nýverið um greiða. Ég bað ■>
hann um að tjá mér skoðanir sínar
og skilning á lífinu og tilverunni.
Þær stundir sem við sátum saman
og spjölluðum eru mér ógleymanleg-
ar. Vignir sagði frá af innlifun og
einlægni. Það fór ekki fram hjá
mér, að þarna fór maður sem stóð
styrkum fótum í trú sinni á Jesú
Krist. Hann leit á Jesú sem leiðtoga
á öllum sviðum lífs síns.
Hann hafði einstaka hæfileika til
að koma skoðunum sínum á fram-
færi á einfaldan og sannfærandi
hátt. Hann lýsti því fyrir mér hvern-
ig dæmisögur og frásagnir Biblíunn-
ar stæðu honum ljóslifandi fyrir
hugskotssjónum. Hann lifði sig inn
í frásagnirnar og þær töluðu beint
til hans. Vignir hreif mig með sér
þennan eftirmiðdag, svo lifandi var
tjáning hans.
Lokaspurning mín til hans var,
hvernig hann liti á hin hinstu rök
og hvað tæki við? Hann svaraði mér
með þessum orðum:
„Eitt fylgir því að öðlast frelsi á
þann hátt sem ég fékk það, að í
mínum huga eru orð Krists alveg
nóg. Ég velti því ekki fyrir mér hvað
verður. Ég veit það að hvert sem
ég fer, og hvað sem ég geri þá er
hann þar. Annað skiptir mig ekki- ^
máli.“ Ferð Vignis var ekki norður
þennan mánudag, hans ferð var til
móts við Drottin sinn.
Jóna Lísa, vinkona mín. Ég bið
algóðan Guð að styrkja ykkur
Stebba og gefa frið í hjörtum ykk-
ar. Megi minningin um góðan dreng
og orð Krists verða ykkur öllum til
huggunar:
„Hjarta yðar skelfist ekki. Trúið
á Guð og trúið á mig. í húsi föður
míns eru margar vistarverur. Væri
ekki svo, hefði ég þá sagt yður, að
ég færi burt að búa yður stað? Þeg- < '
ar ég er farinn burt og hef búið
yðar stað, kem ég aftur og tek yður
til mín, svo að þér séuð einnig þar
sem ég er. Veginn þangað, sem ég
fer, þekkið þér.“
Tómas sagði við hann: „Herra,
vér vitum ekki hvert þú ferð, hvern-
ig getum við þekkt veginn?“
Jesús sagði við hann: „Ég er veg-
urinn, sannleikurinn og lífið. Enginn
kemur til föðurins, nema fýrir mig.
Ef þér hafið þekkt mig, munið þér
og þekkja föður minn. Héðan af
þekkið þér hann og hafið séð hann.“
Ég þakka fyrir kynni mín af Vigni
og bið Guð að blessa minningu hans.
Anna Sigríður Pálsdóttir.
Það var bjart yfir kjallaraíbúð
Jónu Lísu systur minnar á Öldugöt-
unni þegar ég hitti Vigni þar í fyrsta
skipti. Hann sat yfir molasopa í stof-
unni þar sem ég rak inn nefnið á
hraðferð minni um lífið og friðurinn
sem umlék hann og fyllti litlu stof-
una var raunverulegur. Rósemin
áþreifanleg. Handtakið var þétt eins
og röddin og augnaráðið milt og
djúpt, líkt og oft verður hjá þeim
sem hafa af mikilli lífsreynslu að
miðla. Þessi fallegi maður var kom-
inn til að vera. Og það var gott.
Hann hefði bara þurft að vera miklu
lengur.
Þau ár sem ég fékk að njóta fé- -
lagsskapar og vináttu Vignis hafa
verið miklir umbrotatimar í mínu lífi
og stundum tvísýnt um árangur í
baráttunni. Það var mín gæfa að í
þessari glímu vorum við Vignir í
átökum við sameiginlegan óvin, því
vart er hægt að hugsa sér hæfari
samheija en hann. Það hefur verið
gott að eiga Vigni að og njóta leið-
sagnar hans.
Hann var hrífandi skarpur og
skemmtilegur maður, einstaklega
vel að sér um flest sem máli skipti
og jafnframt gæddur þeim fágæta
hæfileika að geta miðlað flóknurrf'
vangaveltum af snerpu og skýrleika.
Minningin um orð og athafnir góðs
drengs mun lifa þó sjálfur hafi hann
þurft að skreppa um stund.
Ég finn hlýja hönd lagða þétt á
öxlina á mér í hvert skipti sem ég
hugsa til Vignis Friðþjófssonar.
Þorvaldur.