Morgunblaðið - 30.04.1997, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 30.04.1997, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Hallgrímur Magnússon HÉR er einn bresku fjallagarpanna, Eric, í Lhotsehlíðum og í baksýn sést suðvesturhlið Everest. Reyna saman viðtindinní næstu viku í NÆSTU viku stefna íslensku fjallagarparnir á Everest á tindinn og hyggjast reyna að fylgjast að á lokasprettinum. Enski leiðangurs- stjórinn og veðrið ráða mestu um hver verður röð leiðangursmanna og hverjir hafa líkamlega burði þá til að ná alla leið. Hallgrímur Magnússon kom nið- ur í grunnbúðir snemma í gærmorg- un eftir snögga ferð úr þriðju búð- um sem eru í um 6.400 m hæð, rúmlega þúsund metrum ofar. Hann hefur nú lokið aðlöguninni og þarf bara að safna kröftum aftur og það sama á við um Björn Ólafsson. Ein- ar Stefánsson var í grunnbúðum í gær þar sem Morgunblaðið náði símasambandi við hann. „Það eina sem ég á eftir er að komast upp í fjórðu búðir, í um 7.300 m hæð og sofa þar og ljúka þar með aðlögun minni. Ég geri ráð fyrir að fara í fyrramálið upp í þriðju búðir sem er sex til sjö tíma ferð, eiga þar hugsanlega hvíldardag eða halda strax daginn eftir upp í fjórðu búð- ir en það getur tekið fimm til átta tíma,“ sagði Einar. Einar kemur því hugsanlega nið- ur í grunnbúðir á laugardag og eft- ir þessa síðustu ferð hans upp vegna aðlögunar tekur við hvíld í grunn- búðum þar til gefur á tindinn. „Þó að við séum á mismunandi róli í aðlögun okkar ætlum við að reyna að sameinast aftur í næstu viku til að geta verið samferða þegar við reynum við toppinn," sagði Einar ennfremur og sagði þeim mikinn styrk að vera saman á lokasprettin- FJÓRÐU búðir eru í um 7.300 metra hæð. Þarna má sjá rúss- neska bragga í forgrunni og í baksýn Genfarröðul og Suðurskarð. um í lok næstu viku. Sagði hann að lokaátökin gætu staðið í fimm til sex daga. Á sama róli í næstu viku Undanfarnar vikur hafa ekki gengið eins og björtustu vonir stóðu til, að sögn Harðar Magnússonar, aðstoðarmanns leiðangursmanna. Veikindi hafa orðið til þess að Björn, Einar og Hallgrímur hafa ekki get- að verið samstiga í undirbúningi og leiðangurinn á stundum verið dreifður úr 4.000 m í 7.400 m hæð og yfir tugi kílómetra. „Þetta hefur verið leiðinlegt en ekkert við því að gera. Nú erum við hins vegar að nálgast aftur og allir verða á sama róli í næstu viku. Nú er komið að því að við erum farnir að huga að hvenær hægt er að reyna við toppinn. Við stefnum að alíslenskri toppatilraun þegar allir eru tilbúnir. Það er samt ekki fyrr en í næstu viku sem við getum tekið ákvarðanir af einhveiju viti, auk þess sem veðrið spilar sitt hlut- verk,“ sagði Hörður Magnússon að lokum. Everestsíða Morgunblaðsins: http://www.mbl.is/everest/ Borgarráð Tilraun með öryggis- mynda- vélar BORGARRÁÐ hefur sam- þykkt að fela framkvæmda- nefnd um miðborgarmál að undirbúa tilraun um rekstur á öryggismyndavélakerfi í miðborg Reykjavíkur. Ingi- björg Sólrún Gísladóttir borg- arstjóri segir að í ljósi atburða síðustu helgar þurfi að ganga betur frá hleðslusteinunum í miðbænum en að besta ráðið gegn ofbeldisverkum sé að auka löggæsluna í miðborg- inni. Erfittverkefni „Þetta er illviðráðanlegt verkefni þvi varla er hægt að taka allt burt á hveiju kvöldi. Það má hins vegar skoða það að íjarlægja steinana um helgar eða að ganga einhvern veginn frá þannig að ekki sé hægt að komast að þeim,“ sagði Ingibjörg. „En umfram allt þarf að gera löggæsluna sýnilegri í miðborginni. Ekki til þess að hún sé þar sem einhvers konar ógnun, heldur í samstarfi við borgarbúa um það að halda uppi ákveðnu lágmarkssiðferðisstigi.“ Leitað lagaheimilda í samþykkt borgarráðs er gert ráð fyrir að fram- kvæmdanefndin taki upp við- ræður við dómsmálaráðuneyt- ið um lagaheimildir til að reka öryggismynavélakerfi og þær reglur sem gilda þurfa um rekstur kerfisins. Lagt er til að leitað verði eftir fjárveit- ingu til verkefnisins eins og tíðkast í Bretlandi. Jafnframt að teknar verði upp viðræður við forseta Alþingis, forsætis- ráðuneytið, hafnaryfirvöld og bílastæðasjóð um hugsanlegt samstarf. Þá verði teknar upp viðræður við Sambánd ísl. tryggingarfélaga um fjár- styrk til verkefnisins. Loks er lagt til að leitað verði til Lög- reglunnar í Reykjavík um vöktun og rekstur kerfisins og jafnframt kannað hvort hægt sé að leigja tæki sem til þarf, ef til vill með kaup í huga. Nefnd um utanrík- isþjónustuna skipuð Hollustuvernd hafi eftirlit með efnavopnasamningi Ahrif á starfsemina óljós FRAMKVÆMDASTJÓRI Holl- ustuverndar rikisins segir óljóst hversu mikið vinnuálag bætist á stofnunina vegna eftirlits með framkvæmd efnavopnasamnings- ins, enda hafi stofnunin ekki vitað af því fyrr en um síðustu helgi að henni væri ætlað eftirlitshlutverk með samningnum. Fram kom í umræðum við stað- festingu efnavopnasamningsins á Alþingi í fyrradag að Hollustu- vernd ríkisins yrði falið að hafa eftirlit með framkvæmd hans hér á landi. Hermann Sveinbjömsson, fram- kvæmdastjóri Hollustuverndar, segir að stofnunin hafi fengið skjalabunka um efnavopnasamn- inginn frá utanríkisráðuneytinu fyrir rúmu ári, en enga beiðni um viðbrögð eða álit og málið hafí verið lagt til hliðar. Á handahlaupum í utanríkismálanefnd „Málið var síðan ekki nefnt aft- ur fyrr en núna um helgina og ég mætti á fund í utanríkismálanefnd Alþingis á hálfgerðum handa- hlaupum,“ segir Hermann. „Við höfum ekkert rætt við utanríkis- ráðuneytið um hvernig menn þar sjái framkvæmd málsins fyrir sér.“ í umræðunum á Alþingi var meðal annars hvatt til þess að Hollustuvernd yrði efld, þar sem stofnunin væri nú þegar verkefn- um hlaðin. Hermann segir að gerð samningsins um Evrópskt efna- hagssvæði hafi aukið talsvert við verkefni stofnunarinnar á undan- fömum ámm. Hún hafi einnig eft- irlit með framkvæmd annarra al- þjóðlegra samninga, til dæmis á sviði mengunarvarna. „Ég þekki málið mjög lítið enn sem komið er og við erum ekki farin að skoða hvað þetta þýðir í framkvæmd, til dæmis varðandi vinnuálag. Reynslan sýnir þó að eftirlit með alþjóðasamningi eykur alltaf umfang vinnunnar," segir Hermann. NEFND, sem á að skoða hvernig utanríkisþjónustan geti bezt sinnt hlutverki sínu við breyttar aðstæður í alþjóðamálum, verður skipuð á næstunni. Guðmundur Bjarnason, starfandi utanríkisráðherra, greindi frá þessu á ríkisstjórnarfundi í gær. Að sögn Guðmundar mun utan- ríkismálanefnd Alþingis tilnefna fjóra fulltrúa í nefndina, þrír fulltrú- ar verða úr íslenzku atvinnulifi, tveir frá utanríkisráðuneytinu og einn frá forsætisráðuneytinu. Utan- ríkisráðherra skipar síðan formann og verða því alls ellefu manns í nefndinni. Halldór Ásgrímsson utanríkisráð- herra greindi frá því í ræðu sinni um utanríkismál á Alþingi fyrr í mánuðinum að hann hefði látið hefja athugun á því hvemig staðið skyldi að eflingu utanríkisþjónustunnar, þannig að hún gæti gegnt hlutverki sínu sem bezt í breyttum heimi. Ekki efld til samræmis við aukin verkefni „Utanríkisþjónustan þarf a_ð vera nægilega öflug til þess að við íslend- ingar getum staðið við þær skuld- bindingar sem við höfum tekið á okkur og hún þaif stöðugt að vera vakandi hvað varðar hagsmuna- gæzlu á alþjóðavettvangi, en nokkuð hefur vantað á að utanríkisþjónustan hafi verið efld til samræmis við auk- in verkefni á undanförnum árum,“ sagði Halldór í ræðu sinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.