Morgunblaðið - 30.04.1997, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 30.04.1997, Blaðsíða 60
MORGUNBLADW, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SIMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL(aGENTRUM.IS / AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 1997 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Hræringar við Grímsvötn ÞRÁLÁT skjálftavirkni hefur verið á svæðinu vestur af Grímsvötnum eftir að gosinu í Vatnajökli lauk sl. haust. Bryndís Brandsdóttir, jarð- eðlisfræðingur á Raunvísindastofn- • un Háskóla íslands, segir ástæðu til að fylgjast vel með svæðinu í náinni framtíð. Yfir 200 skjáltar Aðalvirknin er á svokölluðum Lokahrygg, sem liggur frá Gríms- vötnum og vestur í Hamarinn. Frá áramótum hafa mælst þar yfir 200 skjálftar, þar af 46 yfir tvö stig á Richter. Sá stærsti varð 19. apríl sl. og mældist um 3,5 stig. Þijú jarðhitasvæði eru á Loka- hrygg og hleypur vatn reglulega frá tveimur þeirra, undan eystri og vestari Skaftárkatlinum. Flestir skjálftanna eiga upptök sín við •' * Skaftárkatlana og á svæðinu á milli þeirra. Bryndís bendir á að þar sem eldsumbrot í norðvestanverðum Vatnajökli á sögulegum tíma hafí oft tengst fleiri en einni megineld- stöð sé full ástæða til að fylgjast gaumgæfilega með hræringum á svæðinu. Greinargerð ASÍ og VSÍ um lífeyrissjóðafrumvarpið „Óskynsamlegt að láta frum- varpið ganga óbreytt fram“ ÞÓRARINN V. Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri VSÍ, telur óskynsam- legt að þvinga þann hóp manna sem eingöngu hefur greitt í séreignar- sjóði til að taka skyndilega upp aðra hætti eins og gert er ráð fyrir í lífeyr- issjóðafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. „Það er ekki tiltekin tillaga heldur viðurkenning á vandanum, viður- kenning á því að það væri ekki skyn- samlegt að okkar mati að láta frum- varpið ganga óbreytt fram gagnvart þessum hópi manna,“ sagði Þórarinn í samtali við Morgunblaðið. I sameiginlegri umsögn VSI og ASÍ um frumvarpið segir að sam- tökin telji eðlilegt að skoða sérstak- lega stöðu þeirra sem til lengri tíma hafi einvörðungu greitt í séreignar- sjóði að verulegu leyti og aðlögun þeirra að nýju kerfí. Um þetta þurfi þó að setja nánari reglur sem tryggi að lífeyrir þeirra nái að minnsta kosti tilteknu lágmarki. Aðspurður hvort með þessu sé verið að opna á að ýta til hliðar kröfu um að allir launþegar greiði 10% af launum í sameignarsjóði sagði Þórarinn: „Það er verið að opna á það gagnvart þessum hópi manna sem hefur tryggt sér réttind- in um lengri tíma. Það eru augljós- lega miklar tilfinningar því tengd- ar. Menn sem hafa til dæmis verið þátttakendur í Fijálsa lífeyrissjóðn- um frá stofnun, sl. 20 ár, eru tví- mælalaust búnir að koma sér upp mjög góðum lífeyrissparnaði þar hafi þeir greitt af einhveijum veru- legum fjárhæðum þann tíma. Það er bara verið að viðurkenna að það væri ekki skynsamlegt að fara að þvinga þennan hóp manna til þess að taka upp einhveija aðra hætti allt í einu. Það er engin tiltekin til- laga þarna sett á borð, heldur erum við ofureinfaldlega að segja að við teldum eðlilegt að þessir mismun- andi hagsmunahópar kæmu saman að málinu til þess að vinna að sam- eiginlegri lausn, og hefðum raunar talið að það hefði þurft að gera það miklu fyrr.“ Séreignarsjóðir hluti af því að mynda tryggingarlega heild I umsögn ASI og VSI um frum- varpið, sem send var efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis í gær, segir m.a. að séreignarsjóðir séu hluti af því að mynda tryggingarlega heild á sviði líftrygginga. „Samtökin telja því æskilegt að hvorki verði settar skorður við því að slíkir sjóðir veiti ævilanga tryggingavernd né heldur að almennu sjóðirnir geti boðið samninga um lífeyrissparnað sem hluta af sinni þjónustu." Þá segir að það fyrirkomulag, að menn tryggi sér lífeyrisréttindi með greiðslu iðgjalds til lífeyrissjóðs viðkomandi starfsstéttar eða starfs- hóps sé forsenda þess að unnt sé að láta sömu réttindi koma fyrir sama iðgjald án tillits til aldurs ið- gjaldsgreiðanda, kynferðis, barna- fjölda, hjúskaparstöðu eða annars. „Þótt fijálst val um sjóðsaðild hafi einkar geðþekkt yfirbragð fylgdi því óhjákvæmilega fráhvarf frá þessum grunnforsendum í starfsemi sjóðanna," segir í umsögninni. ■ Leið opnuð/30 Síðasta ár það bezta í 50 ára sögu SH Hagnaður ársins 716 milljónir kr. REKSTRARAFKOMA Sölumið- stöðvar hraðfrystihúsanna hefur aldrei í rúmlega hálfrar aldar sögu félagsins verið betri en árið 1996. Ef litið er til þeirrar framleiðslu sem SH sá um sölu á, er líka um metár að ræða. Heildarvelta SH varð 26,2 milljarðar króna á síðasta ári og er veltuaukning milli ára um 16%. Hagnaður á síðasta ári nam 716 ~ *■ milljónum króna, en árið 1995 varð hagnaðurinn um 277 milljónir og hefur því meira en tvöfaldazt á milli ára. Móðurfélagið á stærstan hlut í hinum aukna hagnaði eða 586 millj- ónir króna, en auk þess skiluðu öll dótturfyrirtæki SH erlendis hagnaði. Helztu ástæður bættrar afkomu móðurfélagsins eru raktar til auk- inna tekna vegna meiri útflutnings, minni rekstrargjalda og hagnaðar af sölu hlutabréfa. „Það er ánægjulegt við þessi þáttaskil að félagið skili metárangri í nærfellt 55 ára sögu sinni og hluta- félagið tekur við góðu búi,“ segir Jón Ingvarsson, formaður stjórnar SH. „Það eru fyrst og fremst aukin umsvif sem skapa þennan mikla hagnað. Rekstrartekjur hækkuðu um 16% milli ára, fóru úr 22,6 millj- örðum í 26,2 milljarða. Af þessum heildarhagnaði var hagnaðurinn hér heima 586 milljónir á móti 128 millj- ónum árið áður. Hlutafé og fasteignir seldar Mikill söluhagnaður er hluti þessa hagnaðar. Þar var um að ræða sölu hlutabréfa í Plastprenti og Umbúða- miðstöðinni og sölu fasteigna fyrir um 328 milljónir króna. Hagnaður af reglulegri starfsemi félagsins í heild varð 388 milljónir króna á móti 288 milljónum 1995, sem er þriðjungi betri afkoma," segir Jón. Jón segir að ætlunin sé að setja markið hátt. „Það hafa orðið miklar breytingar á síðustu misserum og við erum að færa út kvíarnar, með- al annars með opnun skrifstofu í Rússlandi," segir Jón Ingvarsson. ■ SH með 716/Dl Morgunblaðið/Sigurgeir Mófuglarnir byrjaðir að verpa Vestmannaeyjar ÞÓTT ENN sé apríl eru mófuglarnir byrjaðir að verpa, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd sem tekin var við flugvöllinn í Vestmannaeyjum fyrir hádegi í gær. Á sama tima voru flokkar af lóum enn að korna, þó svo þær fyrstu væru komnar í hreiðurstæðin ásamt sandlóum, stelk og hrossagauk. Tindurinn blasir við EVEREST blasir hér við í sólarupprás úr Vestur- er að ljúka og gera þeir ráð fyrir að reyna við dal á mynd Hallgríms Magnússonar, eins fjalla- tindinn í næstu viku ef veður leyfir. garpanna íslensku sem senn eru tilbúnir að reyna _____________________________________________ við Íokaáfangann. Aðlögun þeirra að þunna loftinu ■ Reyna saman/12 Metviðskipti á hlutabréfamarkaði METVIÐSKIPTI urðu með hluta- bréf á Verðbréfaþingi íslands og Opna tilboðsmarkaðnum í gær. Samtals seldust hlutabréf fyrir rúmar 423 milljónir króna, en síð- ast var metið slegið í viðskiptum þann 11. apríl sl. þegar hlutabréf seldust fyrir 350 milljónir króna. Stærstu einstöku viðskipti með skráð hlutabréf á Verðbréfaþingi íslands voru einnig í gær þegar seld voru hiutabréf í Fóðurblönd- unni fyrir tæpar 213 milljónir króna, eða um 22% af hlutafé fé- lagsins. Kaupendurnir voru breiður hóp- ur fagfjárfesta en stærsti einstaki kaupandinn var Faxamjöl hf., dótt- urfyrirtæki Granda hf., sem með kaupunum eignaðist 5% hlut í Fóð- urblöndunni. Eftir viðskipti dagsins í gær hafa bræðurnir Gunnar og Garðar Jóhannssynir, aðaleigendur Fóður- blöndunnar, selt tæplega helming hlutafjár félagsins frá því að það var skráð á VÞÍ í mars sl. Fóðurblandan/18 Sala á loft- netum lagst af íár ÍSLENSKA útvarpsfélagið íhugar nú að hætta að lána örbylgjuloftnet sem nauðsynleg eru til þ_ess að ná útsendingum Fjölvarps. í gegnum þau er einnig hægt að ná útsending- um annarra sjónvarpsstöðva. Dayíð Davíðsson, hjá markaðs- deild íslenska útvarpsfélagsins, seg- ir að þegar þörf hefur verið á end- urnýjun á vhf-loftnetum sjónvarp- snotenda hafi margir stundað það að fá í staðinn afhent örbylgjuloft- net endurgjaldslaust hjá Stöð 2 og Stöð 3. Af þessum sökum hafi sala á vhf-loftnetum lagst af í heilt ár.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.