Morgunblaðið - 30.04.1997, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 30.04.1997, Blaðsíða 38
MORGUNBLAÐIÐ 38 MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 1997 JÓN GUNNLA UGSSON + Jón Gunnlaugs- son fæddist í Höfn í Bakkafirði 8. maí 1914. Hann lést í Reykjavík 14. aprtl síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Gunnlaugur A. Jónsson (1876- 1933) bóndi í Höfn og á Dalhúsum í Skeggjastaðahreppi í N-Múlasýslu, síðar verslunarstjóri á w Bakkafirði, og Oktavía S. Jóhann- esdóttir (1889- 1969). Jón ólst upp á Bakkafirði til 18 ára aldurs er foreldrar hans fluttust til Akureyrar ásamt börnum sínum fimm. Ari síðar lést heimilisfaðirinn og stóð ekkjan þá uppi með fimm börn. Jón hóf nám í Menntaskól- anum á Akureyri og lauk þaðan stúdentsprófi 1937 en hafði um skeið orðið að lesa utanskóla þar sem hann var helsta fyrirvinna fjölskyldunnar þegar hér var komið sögu. A sumrin stundaði hann verkamannavinnu við höfnina. Vegna fjárskorts hafði Jón ekki tök á að hefja háskóla- nám strax að loknu stúdents- prófi heldur réðst til starfa í skóverksmiðju á Akureyri sem ófaglærður verkamaður. Árið 1940 sá Jón sér loks fært að halda suður og hefja nám í lækn- isfræði. Cand. med. varð hann 1947. Sama sumar var hann skipaður héraðslæknir í Reyk- hólalæknishéraði með búsetu á Reykhólum og gegndi því emb- ætti þar til í nóvember 1953. v Fluttist hann þá austur yfir fjall r og settist að á Selfossi. Þar Þegar ég hugsa' til elskulegs tengdaföður míns, Jóns Gunnlaugs- sonar læknis, í þeim tilgangi að rita um hann minningarorð kemur fyrst í hugann hversu heiðarlegur maður hann var, traustur og vandaður. Ræktarsemi var ríkur þáttur í eðli hans. Það var örugg vísbending þess að honum væri farið að förlast á síð- astliðnu ári þegar hann mundi ekki lengur afmælisdaga barnabarna sinna. Aldrei áður hafði það brugðist að hann sendi afmæliskveðju til barna sinna og barnabarna, en mörg þeirra hafa búið erlendis. Það er óhætt að slá því föstu að •»*, tengdafaðir minn hafi dáið saddur líf- daga. Síðastliðin ár og einkum í fyrra hafði hann átt við vaxandi vanheilsu að stríða, var síðustu mánuði bundinn við hjólastól og andlegt atgervi hans var ekki hið sama og áður. En her- bcrgið hans inni á Eir var sérlega vistlegt og var eins og smækkuð mynd af hinu menningarlega heimili lians og Selmu sem einkenndist af smekkvísi, fallegum málverkum, miklum fjölda bóka og umfram allt tónlist, a.m.k. meðan Selma, mín ást- kæra tengdamóðir, lifði. Jón missti mikið þegar Selma Kaldalóns, hin glaðværa og listræna eiginkona hans, lést af slysförum í desember 1984. Þó að Jón bæri harm sinn í hljóði duldist það ekki hversu sárt hann saknaði konu sinnar. Þau höfðu verið mjög samrýnd og viiti Jón konu sína mikils og samdi falleg Ijóð við mörg laga hennar. Þannig sameinaði tónlistin þau og Jón lét sig alltaf miklu skipta minningu iengdaföður síns, hins ástsæla tón- skálds og læknis Sigvalda S. Kalda- lóns. Heimili Jóns og Selmu var jafnan mjög opið. Þar var vinum barnanna tekið eins og þeir tilheyrðu fjölskyld- unni og jafnan var margt í heimili og stundum um eða yfír fimmtán •^nanns í mat. Þau hjónin voru að mörgu leyti ólík en bættu hvort ann- ið upp og sannaðist þar að hjón eru eitt. Selma sá meira um hinn félags- lega og tilfinningalega þátt gagnvart börnunum og vinum þeirra. Það hafði komið af sjálfu sér vegna þess hversu liingur vinnudagur Jóns var löngum ■ ig þó einkum meðan hann gegndi j*. læknisstörfum úti á landsbyggðinni starfaði hann sem læknir til haustsins 1964 og var þrjú síð- ustu árin jafnfranit aðstoðarlæknir á Sjúkrahúsi Suður- lands. Frá nóvember 1964 til ágúst 1986 starfaði hann sem heimilislæknir í Reykjavík, auk þess um þriggja ára skeið 1965-68 á mæðradeild Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur. Jón lét félagsstörf til sín taka og bar þar hæst starf hans innan Rotary- hreyfingarinnar, beitti sér meðal annars fyrir stofnun Rotary- klúbbs Seltjarnarness 1971 og var fyrsti forseti klúbbsins. Þá var hann umdæmisstjóri Rotary- hreyfingarinnar á Islandi 1980-81. Um skeið sat hann sem varamaður í bæjarstjórn Sel- tjarnarness fyrir Sjálfstæðis- flokkinn. Beitti hann sér þar eink- um fyrir málefnum aldraðra. Varðveisla Nesstofu var honunt hjartans mál og var kosjnn í nefnd á vegum Læknafélags Islands unt það mál. Beitti Jón sér einnig fyrir að Rotaryhreyfingin léti það mál til sín taka. Jón var formaður áfengisvarnarnefndar Reykhóla- hrepps og síðar Selfosshrepps í mörg ár. I stjórn Tónlistar- félags Arnessýslu og formaður stjórnar- innar í tvö ár. Gjaldkeri Læknafé- lags Reykjavíkur 1972-74. í stjórn lífeyrissjóðs Iækna 1967-78, for- maður frá 1975. Jón kvæntist 7. maí 1944 Selmu (Cecilia María) Kaldalóns, dóttur Sigvalda S. Kaldalóns (1881-1946) læknis og tónskálds í Grindavík og var kallaður út í sjúkravitjanir jafnt á nóttu sem degi. Börn hans segja mér að þau ellefu ár sem hann var læknir á Selfossi hafí varla kom- ið sú nótt að hann hafí fengið fullan svefn. Það breytti því ekki að Jón sá oft um matseld á heimilinu og var að því leyti sem karlmaður á undan sinni samtíð. Fastur liður í matseld- inni var kjötsúpa húsbóndans á þriðju- dögum. Hið trúarlega uppeldi barn- anna var líka meira í hans höndum. Við fráfall Selmu missti Jón tals- vert af lífsgleði sinni en sótti styrk í trúna og það voru ekki margir helgi- dagar ársins sem hann lét sig vanta við guðsþjónustur, jafnframt því sem hann átti sæti í sóknarnefnd Sel- tjarnarnesskirkju um árabil. Annar fastur punktur í tilveru hans voru Rotaryfundirnir á föstudögum. Þar kom samviskusemi hans líka í Ijós þv! hann var árum saman með 100% mætingu í Rotary og sótti jafnan fundi erlendis í hreyfingunni er hann var á ferð þar. En fyrst og fremst var fjölskyldan haldreipi hans og lét hann sér mjög annt um velferð barna sinna og barnabarna og því mátti treysta að hann leysti úr öllum þeim vandamálum sem til hans var leitað með, væri þess nokkur kostur. Jón tilheyrði þeirri kynslóð sem sennilega hefur upplifað meiri breyt- ingar en nokkur önnur kynslóð Is- landssögunnar, og setti það mark sitt á hann á þann veg að hann gat varla talist nýjungagjarn. Hann var íhaldssamur í þeirri merkingu að hann vildi halda fast við það sem itynst hafði honum vel og breytti ekki út af því fyrr en hann var algjör- lega sannfærður um að annað væri betra. Uppáhaldsiesefni hans var þjóðlegur fróðleikur. Auk þess bar hann mikla virðingu fyrir garnla tím- anum. Lengi sló hann með orfí og ljá. Þar kom að hann sætti sig við handsláttuvél en bensínsláttuvélin fékk aldrei náð fyrir augum hans. Sonum hans þótti á stundum nóg um íhaldssemina og gengust í því að útvega sjónvarp á heimilið þegar fullreynt þótti að faðir þeirra hafði ekkert slíkt í hyggju. Sjálfur hafði Jón kynnst fátækt kreppuáranna. Átján ára gamall varð hann í raun helsta fyrirvinna sex manna fjölskyldu á tímum þegar oft MINNINGAR og konu hans Karen Margrethe Christiane Kaldalóns hjúkrun- arkonu. (1882-1958), f. Mengel- Thomsen. Börn Jóns og Selmu eru: a) Karen Oktavía Kaldalóns f. 11. nóv. 1944, sjúkraliði í Osló, gift Henrik Friis framkvæmdastjóra og eiga þau tvo syni. b) Þor- björg Kaldalóns Balys fast- eignasali í Ottawa, Kanada f. 28. okt. 1945: Maki hennar var Edward Balys verkfræðingur. Þau skildu. Börn þeirra eru þrjú. c) Elsa Kirstín Kaldalóns snyrtisérfræðingur í Risör, Nor- egi, f. 14. mars 1947. Maki henn- ar var Arni Olafsson húsgagna- smiður. Þau skildu. Börn hennar eru fjögur og eitt barnabarn. Elsti sonur hennar Jón von Tetzchner, f. 29. ágúst 1967, tölvunarfræðingur í Osló, ólst upp hjá Jóni og Selmu. d) Sól- veig Kaldalóns, f. 10. okt. 1949, hjúkrunarfræðingur í Hvalsö, Danmörku, gift Helge Grane Madsen lækni, og eiga þau þrjú börn. e) Gunnlaugur Andreas, f. 28. apríl 1952, guðfræðipró- fessor, kvæntur Guðrúnu Helgu Brynleifsdóttur vararíkisskatt- stjóra og eiga þau tvö börn. f) Sigvaldi Kaldalóns, f. 10. mars 1954, rafeindavirki. Kona hans er Helga Kristindóttir skrif- stofumaður og eiga þau þrjú börn og eitt barnabarn. g) Mar- grét Kaldalóns, f. 25. okt. 1955, yfirfélagsráðgjafi á Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Hún á einn son. h) Þórhallur Kaldalóns, f. 15. apríl 1957, framkvæmdastjóri, kvæntur Gunnþóru Olafsdóttur, húsmóður, og eiga þau tvö börn. I) Eggert Stefán Kaldalóns, f. 9. mars 1962, verslunarstjóri, kvæntur Berglindi Gunnarsdótt- ur skrifstofumanni, og eiga þau einn son. Utför Jóns verður gerð frá Seltjarnarneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. var enga vinnu að hafa. Lauk hann engu að síður stúdentsprófi með 1. einkunn, sem var vel af sér vikið þegar tillit er tekið til þess að hann vann með námi og las um skeið utan- skóla. Eftir stúdentspróf vann hann í þijú ár í skóverksmiðju áður en hann gæti hafið háskólanám. Þessi lífsreynsla hans gerði það að verkum að hann var aðhaldssamur í fjármál- um, en þó jafnframt mjög rausnar- legur þegar honum þótti það eiga við t.d. gagnvart líknarfélögum. Jón var mjög farsæll í starfi sínu sem læknir og naut mikilla vinsælda sjúklinga sinna. Hef ég margsinnis orðið vör við hlýhug fyrrum sjúklinga í hans garð. Nú þegar þau Selma Kaldalóns og Jón Gunnlaugsson eru bæði fallin frá skynja ég vel hversu lánsöm ég hef verið að eignast slíkt sómafólk að tengdaforeldrum. Bæði tóku þau mér þegar í upphafi af miklum inni- leik og reyndust mér einstaklega vel alla tíð, voru mér í raun eins og for- eldrar. Blessuð sé minning þeirra beggja. Guðrún Helga Brynleifsdóttir. Afi minn og fósturfaðir, Jón Gunn- laugsson, er látinn. Fósturfaðir, þar sem afi og amma tóku mig að sér frá fæðingu. Ég bjó hjá þeim þar til ég flutti utan til að stunda nám, tví- tugur að aldri. Síðustu árin voru án ömmu, Selmu Kaldalóns, en hún lést fyrir aldur fram og var það stór missir fyrir afa og okkur öll. Vegna hins litla aldursmunar milli mín og yngsta móðurbróður míns, Eggerts, var fljótt litið á mig meir sem eitt barnanna en sem barna- barn. Má því segja að ég hafi verið alinn upp í stórum systkinahópi. Við hópinn bættist svo seinna Orn Magn- ússon, en hann og móðir hans, Mar- grét, bjuggu heima frá fæðingu hans. Heimili okkar var alltaf fullt af fólki. Kannski ekki skrýtið þar sem afi og amma áttu níu börn, eða tíu ef ég er talinn með. Þar að auki var alltaf mikið um gesti, enda voru afi og amma mjög gestrisin. Leið næst- um ekki dagur án kaffi- eða matar- gesta. Þegar ég var lítill las afi gjarnan úr bókum fyrir ömmu og mig. Voru þetta oft ævisögur, en einnig sögur af álfum og draugum. Lá ég þá og hlustaði, enda voru sögurnar oft skemmtilegar og athyglisverðar. Gegnum þetta kynntist ég vel gam- alli og góðri íslenskri menningu. Þann arf er gott að hafa með sér til útlanda. Á heimili okkar var alltaf mikið um tónlist. Amma spilaði mikið á píanó og samdi lög. Afi orti einnig kvæði, sem svo amma samdi lög við. Við fengum einnig góða söngvara í heimsókn sem sungu lög ömmu og föður hennar, Sigvalda. Sjálfur sat ég oft á fangi ömmu við hennar tón- smíðar og tók einnig þátt í söngnum. Fyrir utan tónlistina höfðu amma og afi mikla ástríðu fyrir málverkum. Amma málaði og teiknaði. Þar að auki keyptu þau málverk eftir þekkta íslenska listamenn. Þetta hafði þau áhrif að við höfum nú flest falleg málverk á okkar veggjum. í íbúð minni í Ósló hef ég mörg málverk eftir ömmu. Minning ömmu og afa lifir því áfram í mínum húsakynnum, sem og hjá öðrum í íjölskyldunni. Afi sýndi sjúklingum sínum og öðrum mikla umhyggju. Hann hafði betra minni en flestir og mundi því nafn og sögu flestra sinna sjúklinga. Afi vann mikið og keyrði fram og aftur til baka í borginni til að vitja sjúklinga. Stundum keyrðum við amma með honum og sátum þá í bílnum á meðan hann sinnti sínu starfi. Peningar voru ekki mikilvægir fyrir afa og ömmu og var okkur öll- um fljótt kennt að verðgildi mannsins er ekki talið í krónum. Heldur var litið til vilja mannsins til að gera gott. Á eldri árum hef ég, eins og marg- ur annar, byijað að drekka kaffi. Drekk ég þá kaffið svart. Samtímis fæ ég mér stundum sykurmola, sem ég dýfi í kaffið og borða. Þennan sið lærði ég af afa og hugsa ég því allt- af til hans þegar ég geri þetta. Ég er elstur af stórum hópi barna- barna. Við erum fleiri en 20 núna. Þar að auki eru komin tvö barna- barnabörn í hópinn. Þessi stóri hópur er dreifður út um allan heim. Marga er að finna hér á íslandi, en fjölskyld- una er einnig að finna á Norðurlönd- um og í Kanada. Margir þeirra sem búa erlendis gátu ekki komið til þess- arar hinstu kveðju. Ég veit þó að þau öll hugsa til afa og ömmu á þessum degi. Jón S. von Tetzchner. Meðal fyrstu minninga minna um Jón frænda minn eru, er hann sótti Karl föður minn, bróður sinn, og ég fékk að fljóta með, og förinni var heitið vestur til Reykhóla. Það var löng leið á vondum vegum, en mikið ævintýri fyrir fimm ára snáða, að fá að koma í sveitina á þennan fallega stað, þar sem frændi minn var lækn- ir. Eru það allt skýrar og ljúfar bernskuminningar. Frá Reykhólum lá leið fjölskyld- unnar á Selfoss og dvaldi ég oft löng- um stundum hjá frændfólki mínu á Hörðuvöllum 2, sem mér finnst enn vera reisulegasta og fallegasta ein- býlishús landsins. Þegar frændi minn hafði kynnst sínu nýja læknishéraði, stuðlaði hann að því að koma mér í sveit og var það á Núpstúni í Hrunamanna- hreppi. Þar var ég í mörg sumur og var það yndislegur tími og gott vega- nesti, sem ég vildi ekki fyrir nokkurn mun hafa misst af. Og á næsta bæ, Galtafelli, var Elsa frænka mín og mikill og góður samgangur milli bæjanna. Jón studdi mig alltaf með ráðum og dáð og hafði mannbætandi og mótandi áhrif á líf mitt og uppvöxt. Að föður mínum Karli einum frá- töldum er hann sá maður sem ég virti mest. En milli þeirra bræðra var afar kært. Frændi minn var hamingjumaður í einkalífi og með Selmu Kaldalóns konu sinni eignaðist hann níu mann- vænleg böm. Einhveiju sinni er þau hjón voru í heimsókn hjá okkur á Lynghaga 28, var ég að spila og raula hið fal- lega sænska lag „Fár jag lámna nágra blommor", að frændi minn hreifst af textanum, snaraði honum af skáldlegri leikni yfir á íslensku og er heim kom samdi Selma nýtt lag við texta manns síns og fæddist þar lítil perla: „Má ég í fang þér færa“, sem prentuð er í hinu ágæta söngvasafni Selmu. Milli heimilanna á Skólabraut á Seltjarnarnesi og á Lynghaganum ríkti ávallt mikil vinátta og gagn- kvæm virðing, sem niaður er þakk- látur fyrir að hafa fengið að njóta og verið þátttakandi í. Skömmu fyrir andlát Jóns heim- sótti ég hann upp á Eir, þar sem hann dvaldist undir lokin. Við áttum langt, uppbyggilegt og hlýlegt sam- tal. Hann var saddur ævidaga, hafði skilað dijúgu dagsverki, var sáttur við lífið - og dauðann. Blessuð sé minning míns mæta föðurbróður. Börkur Karlsson. Að flytjast heim til íslands tíu ára að aldri eftir sjö ára dvöl í Svíþjóð var að mörgu leyti spennandi ekki síst fyrir þær sakir að fá loks að kynnast afa almennilega. Stöku heimsókn jafnaðist engan veginn á við það sem síðar varð; að búa með afa á Valhúsabrautinni. Hversdags- legir atburðir, eins og að koma heim úr skólanum og fá eplagraut hjá afa, eru nú orðnir að dýrmætum minning- um. Þá eru orðin:„Ætlarðu aðeins að finna mig?“ mér sömuleiðis minn- isstæð, en þá var komið að árlegum verðlaunum fyrir einkunnir. Afi sá ekki ástæðu til að breyta út af venjum sem reynst höfðu hon- um vel. Um kaffileytið drakk hann alltaf Neskaffi og trúði ég því lengi að kaffið hans afa héti þessu nafni vegna þess að „afi á Nesinu" drykki það. Vikulegir Rotaryfundir og að fylgjast með afmælisdögum barna- barna sinna, sem var honum mikið kappsmál að muna eftir, voru aðrar hefðir sem hann ræktaði af sam- viskusemi. Á afmælisdögum var barnabörnunum, bæði þeim sem hér á landi eru og þeim sem erlendis búa, send afmæliskveðja. Þó vissulega sé sárt til þess að hugsa að afi sé ekki lengur til staðar þá er það huggun að vita til þess að nú hefur langþráður draumur hans ræst, að vera með ömmu, eigin- konu sinni Selmu Kaldalóns. Blessuð sé minning þeirra beggja. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir. Penni minn fer hratt um blað, þegar skrifa á hugrenningar um kol- lega minn, Jón Gunnlaugsson, látinn. Það þarf í rauninni engrar skýringar við, því að ég þekkti hann bæði af orðspori og eigin reynslu. Svo var háttað að Jón heitinn verk- aði og vann á Selfossi í meir en ára_- tug, árin 1954-64, sem læknir. Á þessum árum hans á Selfossi við Ólfusá hefur að minni hyggju fyrst reynt á það hvað í honum bjó sem lækni og manni. Hann réðst að Sjúkrahúsinu á Selfossi, eins og það hét þá, sem aðstoðarlæknir og var um leið svæf- ingarlæknir hjá Bjarna heitnum Guð- mundssyni, sem var þá héraðs- og sjúkrahúslæknir. Ásamt þessu starfi sinnti hann almennum lækningum og var um tíma staðgengill héraðs- læknis. Starf hans var því yfir- gripsmikið og erilsamt, í þess orðs eiginlegasta skilningi. Það voru að- eins tveir læknar á staðnum en héruð oft ekki setin í sýslunni. Slíkt var vinnuok lækna hér áður fyrr. Flestir myndu kikna undan slíku álagi en það gerðist ekki. Eftir þennan tíu ára þrældóm fluttist Jón og þau hjón frá Selfossi með börnin níu, sum þeirra þá fulltíða en önnur enn að spretta úr grasi. Reisulegt og fagurt hús höfðu þau byggt á bakka Ölfus- árinnar, Hörðuvelli 2, þar sem sér til fjalla Suðurlandsundirlendis en sumum finnst það fögur sýn þegar fjallahringurinn blasir við. Ég veit að spor Jóns hér á Selfossi voru honum skýr í minningunni. Saga Austfirðings, sem fæddist í Bakka- firði en braust til mennta af eigin atgei’vi er nú öll. Á Selfossi minnast hans margir. Hér á hann enn „sjúkl- inga sína“, rótary-félaga og tónlist- arunnendur. Fyrirskömmu barst mér í hendur skjöldur með nafni hans sem þökk og virðing þess starfs, sem hann vann sem stofnandi Tónlistar- félags Árnessýslu. Ég leyfi mér í dag að þakka honum störf hans í Flóa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.