Morgunblaðið - 30.04.1997, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 30.04.1997, Blaðsíða 36
36 MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ SÆNSKA stúlkan Johanna Ramberg var með jafna og góða sýningu á hesti sínum Sörla frá Egilsstöðum II og það tryggði henni sigurinn. DÖGG Jónsdóttir sigraði í fimmgangi á Brynjari frá Steinum, en hún var eins og keppinautarnir að keppa í fyrsta skipti í þessari grein. Kvennaveldi á Hólum HESTAR B æ n d a s k 61 i n n á II ó I u m KEPPNIN UM MORGUN- BLAÐSSKEIFUNA HVORT sem karlpeningnum líkar það betur eða verr virðist svo komið að hestaíþróttirnar séu með réttu kallaðar kvennaíþrótt, þ.e. að kven- þjóðin virðist hafa afgerandi yfír- burði yfir hið „sterkara" kyn. A Bændaskólanum á Hólum virðist þessi þróun orðin staðreynd því enn einu sinni hirtu stúlkurnar megin- þorra þeirra verðlauna sem í boði voru og öll aðalverðlaunin þrjú. Fyrst er að nefna sigurvegarann í keppninni um Morgunblaðsskeif- una, Herdísi Reynisdóttur, en hún hlaut samtals 8,86 stig. Útlending- arnir, sem eru stöðugt að sækja í sig veðrið á Hólum, komust einnig vel frá keppninni, allt stúlkur að sjálfsögðu. Linda Anderson frá Sví- þjóð varð önnur með 8,84 stig og ianda hennar Josefin Evert varð þriðja með 8,81 stig. Þá kom í fjórða sæti Malene E. Kristiansen frá Dan- mörku með 8,80. Eini pilturinn sem komst í verðlaunasæti var svo Björg- vin D. Sverrisson, var með 8,69 stig. Skeifudagurinn var með hefð- bundnu sniði að Hólum, keppt var í fjórgangi og fimmgangi, sem er hluti af prófverkefni, og síðasta greinin sem reiknuð er til stiga í keppninni um Morgunblaðsskeifuna. Þar er það forkeppnin sem gildir, en boðið var að venju upp á úrslitakeppni til skemmtunar fyrir áhorfendur og kannski ekki síður nemendur. Hver nemandi velur aðra hvora greinina og nú eins og fyrr voru mun fleiri í fjórgangi eða 25 en aðeins 3 kepptu í fimmgangi. I þessum greinum voru það stúlk- ur sem stóðu uppi sem sigurvegar- ar. Sænska stúlkan Johana Ramberg sigraði í fjórgangi á Sörla frá Egils- stöðum, Malene E. Kristensen varð í öðru sæti á Skuggabaldri frá Hellu- landi ásamt Björgvini D. Sverrissyni á Móra, en hann var eini pilturinn í fjórgangi sem komst í A-úrslit. Skeifuhafinn Herdís varð í fjórða sæti á Mósa frá Mýri og Erla Gylfa- dóttir, sem keppti á Hróki frá Borg- arnesi, og Oddrún Ýr Sigurðardóttir á Náttfara frá Egilsstöðum II urðu jafnar í fimmta til sjötta sæti. í fimmgangi sigraði Dögg Jóns- dóttir á Brynjari frá Sleitustöðum, Eyþór Einarsson varð annar á Ófeigi Frey frá Ögmundarstöðum og Jane Brochmann varð þriðja á Lipurtá frá Hömrum. Ásetuverðlaun Félags tamninga- manna hlaut Linda Anderson frá Sví- þjóð, en hún var með hryssuna Des- iló frá Torfastöðum. Eiðfaxabikarinn, sem veittur er fyrir besta hirðingu, hlaut Linda Jónsdóttir, en hún var með hestinn Rektor frá Reykjarhóli. Alls voru 29 nemendur við nám í yngrideildinni á Hólum í vetur, þar af 22 stúlkur og 7 piltar. Af þessum stúlkum voru 9 þeirra erlendar en piltarnir allir íslenskir. Allur hópur- inn er nú kominn suður með 16 hesta, en þau munu taka þátt í sýn- ingum Norðlendinga og Sunnlend- inga. Að því loknu fara þau aftur heim að Hólum í prófannir en skóla- haldi lýkur laugardaginn 17. maí nk. en viku seinna fer um helmingur nemenda í verknám vítt og breitt um Iandið en hinn helmingurinn mun hefja verknám eftir áramótin næstu. Valdimar Kristinssón AÐ LOKNU góðu dagsverki er ástæða til að brosa. Sigurvegar- inn Herdís Reynisdóttir situr hér hest sinn Mósa frá Mýri með hinn eftirsótta verðlaunagrip, Morgunblaðsskeifuna. PRÍMUS mótor hestamennskunnar á Hvanneyri, Ingimar Sveins- son, situr hér gæðing sinn Sprett frá Hvanneyri ásamt verðlauna- höfunum Camillu til hægri og Pétri í miðið. CAMILLA M. Sörensen er fyrst útlendinga til að sigra í skeifu- keppninni á Hvanneyri. Hér situr hún folann Blæ frá Lund- um sem hún tamdi í vetur. Stefaníu frá Hólmavík. í unglinga- flokki sigraði Rósa B. Sveinsdóttir á Ópal frá Ánabrekku, Ragnheiður Sveinbjörnsdóttir önnur á Viktoríu frá Þingnesi. í B-flokki sigraði Kjarkur frá Skeljabrekku, eigandi Þorvaldur Jónsson, knapi Valberg Sigfússon. Hvöt frá Vík varð önn- ur, eigandi Baldur Björnsson, knapi Sigurborg Jónsdóttir. í þriðja sæti Punktur frá Hvanneyri, eig- andi og knapi Ingimar Sveinsson. í A-flokki sigraði Héla frá Innri- Skeljabrekku, eigandi Gísli Jóns- son, knapi Jón Gíslason, í öðru sæti Rekkur frá Kirkjubæ, eigandi Guðrún Gunnarsdóttir, knapi Ingi- mar Sveinsson. Vængur frá Hólmahjáieigu varð svo þriðji, eig- andi hans er Ragnheiður Svein- björnsdóttir en knapi var Svein- björn Eyjólfsson. Valdimai' Kristinsson Fyrsti sigur útlendings HESTAR Bændaskólinn á llvanncyri KEPPNIN UM MORGUN- BLAÐSSKEIFUNA GENGI útlendinga og kvenna í keppni bændaskólanema er gott um þessar mundir. í keppni um Morgunblaðsskeifuna á Hvanneyri sem haldin var sumardaginn fyrsta sigraði danska stúlkan Camilla M. Sörensen en hún tamdi og sýndi t'ulann Blæ frá Lundum en hann iM' undan Adam frá Meðalfelli. illaut hún 79,5 stig. í öðru sæti með 78 stig varð Pétur Halldórsson á Oddi frá Stakkhamri en sá er undan Trost- an frá Kjartansstöðum. Sigurborg Jónsdóttir varð í þriðja sæti með 77 stig á Vaðanda frá Stekkjardal en hann er undan Stíganda frá Sauðárkróki og Ágúst M. Ágústs- son fjórði á Neista frá Sauðanesi undan Þótta frá Hólum, með 76 stig. í fimmta sæti varð Þórey Bjarnadóttir með 69,5,stig en hún tamdi og sýndi Krumma frá_ Sáms- stöðum sem er undan Úa frá Nýjabæ. Camilla hin danska hlaut einnig ásetuverðlaun Félags Tamninga- manna en Pétur hlaut Eiðfaxabik- arinn. Sem sjá má þá eru stúlkurn- ar nokkuð atkvæðamiklar á Hvanneyri eru í meirihluta af þeim sem hlutu verðlaun. Þrettán tóku þátt í skeifukeppn- inni að þessu sinni sem minni þátt- taka en oft áður. Lilja Grétarsdótt- ir formaður hestamannafélagsins Grana sagði að þátttakendafjöld- inn væri alltaf breytilegur frá ári til árs. I keppninni um Eiðfaxa bikarinn sem veittur er fyrir bestu hirðingu fengu níu nemendur at- kvæði og sagði Liija það góðan vitnisburð um það hversu góð hirð- ing hrossanna var í vetur. Að venju fór einnig fram gæð- ingakeppni eins og verið hefur undanfarin ár á Hvanneyri. í barnaflokki sigraði Sigrún Svein- björnsdóttir á Hreggviði frá Þing- nesi, önnur Kolbrún R. Helgadóttir á Glanna frá Eyjólfsstöðum og Ágústa H. Þorgeirsdóttir. þriðja á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.