Morgunblaðið - 30.04.1997, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 30.04.1997, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 1997 29 AÐSENDAR GREINAR GEIR H. Haarde, Kristín Halldórsdóttir og Jóhanna Sigurðardóttir. Staða kvenna í stjórnmálum á heimsvísu DAGANA 14.-18. febrúar sl. var haldin stórmerkileg ráðstefna í Nýju-Delhi á Indlandi um stöðu kvenna í stjómmálum á heims- vísu og leiðir til þess að rétta hlut kvenna á þeim vettvangi. Ráð- stefnan var haldin á vegum Alþjóða þing- mannasambandsins, en það eru samtök þing- manna frá 135 löndum, sem hafa verið starf- andi allar götur síðan 1889. Réttindi kvenna hafa alloft áður verið á dagskrá Alþjóða þing- mannasambandsins, þingkonur hitt- ast til sérstakra funda í tengslum við regluleg þing sambandsins, það studdi dyggilega yfirlýsingu Sam- einuðu þjóðanna árið 1993 um af- nám ofbeldis gagnvart konum og hefur hvatt þjóðþing allra Ianda til að laga löggjöf sína að þeirri yfirlýs- ingu, og það tók virkan þátt í kvenn- aráðstefnunni í Kína haustið 1995. ísland í 10. sæti Þá stendur sambandið m.a. fyrir reglubundnum könnunum á hlut kvenna á hinum ýmsu þjóðþingum í heiminum og gefur árlega út heims- kort, sem sýnir þetta hlutfall. Síð- asta kort var með yfirskriftinni „Karlar og konur í stjórnmálum: Lýðræðið enn í mótun“. Þetta kort sýnir, að hlutur kvenna er að meðal- tali aðeins 11,7% og að á a.m.k. 10 þjóðþingum situr ekki ein einasta kona. Hlutur íslands er því sæmileg- ur miðað við þetta meðaltal, því hér er þó hlutfallið 25,4%, sem gefur okkur 10. sætið. En þess er vissu- lega skemmst að minnast, að fyrir daga Kvennalistans var það hlutfall aðeins 5%, eða hið sama og nú er í Zaire, sem vermir 81. sætið. Hæsta hlutfallið hefur Svíþjóð með konur í 40,4% þingsæta, þá Noregur 39,4%, Finnland 33,5%, Danmörk 33%, Holland 31,3%, Nýja Sjáland er með 29,2%, Seychelles 27,3%, Austurríki 26,8% og Þýskaland 26,2%. Næst á eftir íslandi kemur síðan Spánn með 24,6%. Aiþjóða þingmannasambandið hefur þannig með ýmsum hætti beint sjónum að stöðu kvenna og reynt að stuðla að auknum réttindum þeirra, en fyrst og fremst hefur áherslan beinst að þátttöku kvenna í stjórnmálum, og um það snerist ráð- stefnan í Nýju-Delhi. Hið fullkomna jafnrétti Ein ræðukvenna á ráðstefnunni hóf mál sitt brosandi m_eð þess- um orðum: „Áður en ég byija á erindi mínu, vil ég biðja ykkur um eitt: Horfið í kringum ykkur vel og vandlega." Svo kom dramatísk þögn, meðan ráðstefnu- gestir sneru sér sitt á hvað og skim- uðu allt um kring. „Þetta er stórkost- legt! Svona ætti að vera á hveiju einasta þjóðþingi í heiminum", sagði þá ræðukonan og átti þar við þá ánægjulegu staðreynd, að þarna var jafnmargt kvenna og karla. Þar ríkti sem sagt hið fullkomna jafnrétti, fulltrúar 133 stjórnmálaflokka og óháðra frá 78 þjóðlöndum tóku þátt í ráðstefnunni, 121 karl og 119 kon- ur. Fjöldi góðra gesta flutti erindi á ráðstefnunni, m.a. Vigdís Finnboga- dóttir, sem fjallaði um gang mála eftir kvennaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Kína árið 1995. Hún sagði m.a. frá fundi kvenna í leiðtogastörf- um, sem haldinn var í Stokkhólmi á síðasta ári, en í framhaldi af þeim fundi var ákveðið að stofna alþjóðleg samtök kvenna í leiðtogastörfum, Council of Women Leaders, og hefur Vigdísi verið falin forysta þess verk- efnis. Vakti ræða Vigdísar og nær- vera á ráðstefnunni mikla athygli, en hún sat flesta fundina og tók virkan þátt í undirbúningi yfirlýsing- ar í lokin. Gínandi gap milli laga og framkvæmdar Andrúmsloftið á ráðstefnunni var einkar skemmtilegt. Það var þrungið eftirvæntingu og baráttuvilja, inn- gangserindi voru fróðleg og vekj- andi, almennar umræður voru mjög líflegar, og komust raunar færri að en vildu. Konunum lá heldur meira á hjarta en körlunum, þar sem 75% þátttakenda í almennum umræðum voru konur. Bæði karlar og konur lýstu miklum skilningi á þörf fyrir aukin áhrif kvenna í stjórnmálum, Kristin Halldórsdóttir en vissulega örlaði á íhaldssömum sjónarmiðum í máli sumra karla, sem töluðu eins og umönnun barna væri einkamál kvenna og að fjölskyldan, hornsteinn samfélagsins, væri í hættu. Sem sagt illa dulin skilaboð. Margir höfðu mikla þörf fyrir að lýsa ástandi mála í heimalandi sínu, ýmist að býsnast yfir því eða veija það. Flestir voru þó sammála um að ástandið væri algjörlega óviðun- andi í það heila tekið. I stjórnar- skrám flestra ríkja væri kveðið á um jafnrétti kynjanna á öllum svið- um, en gínandi gap væri á milli lag- anna og framkvæmd þeirra. Lágmarkið er 30% Mikil áhersla var lögð á það, sem þegar hefur komið fram í könnun á vegum Sameinuðu þjóðanna, að ástandið mundi batna til muna, ef fjöldi kvenna á þjóðþingum næði til- teknu lágmarki, og var það skil- greint sem 30%. Því marki hafa aðeins Norðurlöndin fjögur og Hol- land náð, eins og rakið var hér að framan, og nutu þau greinilega virð- ingar af þeim sökum. Margir þátttakenda voru hlynntir kvótakerfi í einhverri mynd til þess að ná þessu marki og studdu það þeim rökum, að konur ættu erfiðara með að ná framboðssætum innan flokkskerfa, sem hafa þróast og starfa á forsendum, sem í grundvalb aratriðum eru forsendur karla. í nokkrum ríkjum, þar sem konur eiga litla möguleika á kjöri til fulltrúa- starfa, er tiltekinn fjöldi þingsæta eða sæta í sveitarstjórnum frátekinn fyrir konur, en flestir voru þeirrar skoðunar, að höfða bæri fremur til ábyrgðar stjórnmálaflokkanna að tryggja konum hagstæð sæti á fram- boðslistum sínum. Margir vildu einn- ig leggja áherslu á, að kerfi sem byggjast á hlutfallskosningum væru mun hagstæðari fyrir konur en kerfi, þar sem byggt er á einföldu meiri- hlutakjöri. Lýðræðisríki gæti ekki sætt sig við neitt minna, segir Kristín Halldórsdóttir, í þess- ari fyrri grein, en jafn- ræði kvenna og karla í stjórnmálum. Þá var mikið rætt um þá stað- reynd, að ólaunuð heimilisstörf eru enn að meginhluta í höndum kvenna og þá ábyrgð þurfi að jafna milli kynjanna til þess að auðvelda konum að sinna stjórnmálastörfum. í því samhengi var rætt um nauðsyn auk- inna möguleika fyrir feður að fá fæðingarorlof. Ekkert minna en jafnræði Einn hluti ráðstefnunnar fjallaði um fjölmiðla og konur í stjórnmálum, annar um þjálfun kvenna til stjórn- málastarfa og þriðji um leiðir til að fjármagna stjórnmálabaráttu kvenna. Þá var skipt í umræðuhópa eftir heimssvæðum, þar sem málin voru rædd á breiðum grunni. Meginniðurstaða ráðstefnunnar var sú, að nútíma lýðræðisríki gæti ekki sætt sig við neitt minna en jafn- ræði kvenna og karla í stjórnmála- um, þar sem mismunandi reynsla kynjanna nýttist í þágu samfélagsins alls. Höfundur er þingkona Kvennalistans. Lífeyrisréttindi séu sameign hjóna SVALA Thorlacius og Margrét K. Sigurð- ardóttir hafa í greina- skrifum sínum í Morg- unblaðinu 10. og 17. apríl sl. m.a. komið inn á frumvarp til laga um breytingu á hjúskapar- lögum, sem ég flyt ásamt alþingsmönnun- um Sigríði A. Þórð- ardóttur og Arnbjörgu Sveinsdóttur. Málið gengur út á það að við slit á hjúskap (fjárfé- lagi) skuli áunninn líf- eyrisréttindi annars eða beggja meðan hjú- skapur varir (ef bæði hafa verið útivinnandi), teljast sameign og komi til skipta, þ.e. til útborgunar í formi lífeyris, þá aldur færist yfír, sem lög eða reglur við- komandi lífeyrissjóðs gerir ráð fyrir. Ekki flýtiréttur eða örorkubætur Flutningsmenn gera sér fulla grein fyrir þeim vanda sem stjórnir hinna fjölmörgu lífeyrissjóða stæðu frammi fyrir væri ætlunin með frumvarpi þessu að rétturinn yrði allur sá sami hvað hjón varðar, þ.e. áunninn flýtiréttur til töku lífeyris, tímabundnar örorkubætur eða bæt- ur fyrir langtímaörorku. Með frum- varpi þessu er hins vegar eingöngu gert ráð fyrir að við slit á fjárfélagi hjóna við skilnað skuli áunninn elli- lífeyrisréttur greiddur til fyrrver- andi maka miðað við inngreiðslur í viðkomandi sjóð á meðan hjúskapur stóð yfír og þá miðast við almennan lífeyrisaldur viðkomandi lífeyris- sjóðs án tillits til flýtireglna. Að sjálfsögðu yrði viðkomandi lífeyris- sjóður að taka upp skráningu lífeyr- isréttinda með tilliti til þess sem að framan greinir. Ætla má að slík skráning yrði starfsmönnum lífeyr- issjóða ekki erfíð þegar litið er til tölvuvæðingar og mikils samstarfs og upplýsingaflæðis milli lífeyris- sjóða í dag. Fjölmörg kvenfélög hafa svarað þessu réttindamáli. Málið fór fyrir fund flestra þingflokkanna, og því miður féll málið í svo grýttan jarðveg að engar konur ann- arra flokka en Sjálf- stæðisflokksins sýndu málinu áhuga, þ.e. að gerast meðflutnings- menn. Ég hef ekki gert aðra tilraun og lái mér hver sem vill. Því er ekki hægt að fullyrða að karlar einir, sem á Alþingi sitja, hafi eng- an áhuga á málinu. í skrifuðum orðum kvenfélaganna Þær fjölmöru samþykktir sem okkur flutningsmönnum hefur bor- ist frá kvenfélögum víða að af land- inu eru flestar á þennan veg: „Fund- urinn lýsti eindregnum stuðningi við frumvarpið og um leið furðu á að slíkt réttlætismál skuli ekki hafa verið samþykkt á Alþingi íslend- inga.“ Nái málið ekki fram að ganga nú, segir Guð- mundur Hallvarðsson, mun ég ótrauður áfram halda og leggja það fram í 9. sinn á nk. haustþingi. í krafti þess stuðnings sem málið hefur nú fengið og af réttlætis- ástæðum fyrst og fremst mun ég enn fylgja máli þessu eftir í von um að lyktir verði. Nái málið ekki fram að ganga nú mun ég ótrauður áfram halda og leggja málið fram í 9. sinn á nk. haustþingi og þá enn á ný reyna að fá allar konur er á Alþingi sitja til að gerast meðflutn- ingsmenn að þessu sjálfsagða jafn- réttismáli. Guðmundur Hallvarðsson í grein sinni kemur Svala Thorlacius m.a. inn á áhugaleysi kvennasamtaka varðandi málið. Ég hef verið 1. flutningsmaður þessa máls á 6 þingum og Guðmundur H. Garðarsson, fyrrverandi alþing- ismaður, á 2 þingum þar á undan. í janúar sl. sendum við flutnings- menn málið til allra kvenfélaga inn- an Kvenfélagasambands íslands og höfum verið að fá inn að undan- förnu viðbrögð frá kvenfélögunum. Á þriðja tug kvenfélaga hafa sent okkur flutningsmönnum samþykkt- ir af fundum þar sem lýst er yfir eindregnum stuðningi við málið og þess vænst að Alþingi ljúki málinu nú í vor. Ekki bara áhugaleysi karla í grein Margrétar segir m.a.: „... en karlar hafa engan áhuga sýnt fyrir jiví að koma þessu máli í höfn.“ A kjörtímabilinu ’91-’94 bauð ég öllum konum sem þá sátu á Alþingi úr öllum flokkum að ger- ast meðflutningsmenn með mér á Höfundur er 10. þingmaður Reykvíkinga. Fiesta víngerðarefni Nú loksins fara verð og gæði saman. Eitt af vinsælustu víngerðarefnum á Norðurlöndum er nú komið til íslands. V Verðdæmi: Rósavín 1.700 • Hvitvín 1.700 * Vermouth 1.900 Ath. 30 flöskur úr einni lögn Höfum einnig víngerðarefni fyriry rayðvín, sérrí, og púrtvípK Sendum í póstio'oiu Vmsta Laugarnesvegi 52, sími 533 1888, FAX, í tilefni af 1 OOOustu Raynor hurðinni uppsettri á íslandi bjóða Raynor og Verkver nú 10% afslátt af öllum bílskúrshuröum pöntuóum fyrir 14. maí VERKVER BYGGINGAVÖRUR Smiðjuvegi 4B, 200 Kópavogi ■^■567 6620 • Fax 567 6627
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.