Morgunblaðið - 30.04.1997, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 30.04.1997, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 1997 15 Morgunblaðið/Hólmfríður Sigling á sumardag- inn fyrsta Grímsey. Morgunblaðið. GYLFI Gunnarsson skipstjóri á Þorleifi EA 88 bauð öllum börnum í Grímsey á sumardaginn fyrsta í bátsferð. Farið var stutt út fyrir höfnina og dregin ein grásleppu- trossa sem þar liggur. Aflinn var ekki ýkja mikill en sjóferðin hin skemmtilegasta þrátt fyrir það og börnin voru hin ánægðustu. Aður en farið var heim sigldi Gylfi bát sínum út í svokallaða Básavík, svona rétt til að líta á fuglalífið. Mátti glöggt sjá að vor- ið er á næsta leiti því græn slikja er komin yfir Básavík. Á sigling- unni bauð Gylfi gestum sínum upp á góðgæti sem var vel þegið af sjófarendum. Bærínn tilbúinn að fjármagna byggingu rannsóknarhúss Áætlanir ríkisins verða að liggja fyrir AKUREYRARBÆR er tilbúinn að fjármagna byggingu rannsóknar- húss við Háskólann á Akureyri, en áður vilja menn sjá hvaða áætl- anir ríkið hefur varðandi uppbygg- ingu háskólans og hver framlög þess verða á næstu árum. Þorsteinn Gunnarsson, rektor, og Ólafur Búi Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri Háskólans á Akureyri, hafa rætt við fulltrúa í bæjarráði Akureyrar um fjár- mögnun bygginga háskólans með sérstöku tilliti til byggingar rann- sóknarhúss þar sem m.a. yrði að- setur matvælarannsókna á Akur- eyri. Starfsemi Háskólans á Akureyri er nú dreifð á nokkra staði í bæn- um, en áætlað er að það kosti um 750 milljónir króna að flytja alla starfsemina á nýtt háskólasvæði við Sólborg. Þar sem um kostn- aðarsamt verkefni er að ræða er ljóst að það mun taka nokkurn tíma að flytja alla starfsemi há- skólans á framtíðarsvæði hans við Sólborg. Forsvarsmenn háskólans eru því að leita leiða til að hraða fjármögnun og var sú hugmynd viðruð á bæjarráðsfundinum að Akureyrarbær tæki að sér að kosta byggingu rannsóknarhúss, en í því er m.a. fyrirhugað að hafa aðsetur matvælarannsókna á Akureyri. Gert er ráð fyrir að byggingin kosti um 250 milljónir króna, en hún verður um 2.500 fermetrar að stærð. Einhugur í bæjarráði Gísli Bragi Hjartarson, bæjar- fulltrúi Alþýðuflokks, segir að bæjarráð hafi verið einhuga um að verða háskólanum að sem mestu liði og er bærinn tilbúinn að fjármagna umrædda byggingu en á móti kæmu endurgreiðslur til að mynda á tuttugu ára tíma- bili. Þá vilja forsvarsmenn bæjar- ins sjá hveijar áætlanir ríkið hefur varðandi uppbyggingu á háskóla- svæðinu, en gert er ráð fyrir að skýrsla nefndar á vegum mennta- málaráðherra sem fjallað hefur um skipulag, uppbyggingu og fjár- mögnun háskólabygginga verði kynnt innan tíðar. „Við viljum gjarnan leggja okkar lóð á vogar- skálina, en það þýðir lítið nema á móti komi framlög frá ríkinu,“ segir Gísli Bragi. Ráðstefna um barna- og ungl- inga- íþróttir BARNA- og unglinganefnd íþróttasambands íslands gengst fyrir ráðstefnu um barna- og ungl- ingaíþróttir næstkomandi laugar- dag, 3. maí, og verður hún haldin í Hamri, félagsheimili Þórs á Akur- eyri. Ráðstefnan hefst kl. 10 og er megininntak hennar „Stefnuyf- irlýsing um íþróttauppeldi æsku- fólks,“ sem samþykkt var á íþróttaþingi á Akranesi síðasta haust. Þráinn Hafsteinsson íþrótta- fræðingur segir frá þeim hug- myndum sem hafðar voru að leið- arljósi, Hanna Dóra Markúsdóttir fimleikaþjálfari segir frá viðhorfi fimleikahreyfingarinnar til þessar- ar yfirlýsingar og Gísli Kristinn Lórenzson fulltrúi Andrésar-and- arleikanna frá sjónarmiðum móts- haldara. Sagt frá íþróttaskólum Fulltrúar tveggja íþróttaskóla lýsa starfsemi þeirra, þau Guðrún Kristinsdóttir forstöðumaður íþróttaskóla Völsungs og Sigurður Guðmundsson íþróttafulltrúi í Mos- fellsbæ . Ráðstefnan er ætluð þjálfurum, forráðamönnum íþróttafélaga og öðru áhugafólki um íþróttir barna og unglinga. Aðgangur að ráð- stefnunni er ókeypis og eru allir velkomnir. Utí óvissuna GLAÐBEITTUR hópur 10. bekk- inga í Gagnfræðaskóla Akur- eyrar hélt í ferðalag út í óvissuna um hádegi í gær, að loknum sam- ræmdu prófunum. Það voru alls tæplega 150 nemendur sem fóru í ferðina, en mikil leynd hvíldi yfir hvert henni var heitið og jók það mjög á spennuna. Tilgangur- inn með ferðinni er að sögn Ragnheiðar Ólafsdóttur í for- eldraráði m.a. að koma í veg fyrir að krakkarnir söfnuðust saman í reiðileysi i miðbænum en gerðu þess í stað eitthvað uppbyggilegt saman. Þetta er í fyrsta sinn sem ferð sem þessi er farin og segir Ragnheiður að nemendur hafi verið mjög ánægðir og áhugasamir. „Reynslan síðustu ár hefur verið sú að unglingarnir safnast saman í miðbænum og oft er mikil Morgunblaðið/Margrét Þóra pressa á þá sem ekki neyta áfengis að gera það einmitt þetta kvöld eftir samræmdu prófin. Við vonum því að þetta sé fyrir- byggjandi starf.“ Bæjarráð Tæki keypt til mengun- armælinga BÆJARRÁÐ Akureyrar hefur samþykkt að kaupa tæki til mengunarmælinga, en fram hefur verið lögð greinargerð frá skipulagsstjóra um mengunar- mælingar í göngugötu Hafnar- strætis og víðar í bænum. Hef- ur hann lagt til að keypt verði í samráði við embætti heil- brigðisfulltrúa tæki til að mæla mengun, en þau eru framleidd á Sauðárkróki. Áætlað kaup- verð er 300 þúsund krónur og hefur bæjarráð samþykkt að greiða 200 þúsund krónur á móti framlagi Heilbrigðiseftir- lits Eyjafjarðar. Færa á kostn- að bæjarins á rekstur göngu- götunnar og er hann talinn rúmast þar innan ramma fjár- veitingar. Bæjarráð hefur einnig sam- þykkt að veita Leikfélagi Akur- eyrar sérstaka aukafjárveit- ingu á þessu ári, að upphæð 3 milljónir króna í tilefni af 80 ára afmæli félagsins sem var 19. apríl síðastliðinn. Reiðhjóla- hjálmar afhentir KIWANISKLÚBBARNIR á Norðurlandi eystra afhenda á næstu dögum öllum börnum sem fædd eru árið 1990 að gjöf reiðhjólahjálma og öryggi- sveifur á reiðhjól. Afhending slíkra gjafa er orðin árviss. Samtals er um að ræða 550 gjafir að þessu sinni og er heild- arverðmætið um 1,6 milljónir króna. Sá árstími er nú að renna upp að börn taka fram reiðhjól sín og því mikilvægt að þau eigi góð og viðurkennd öryggis- tæki. Að því vill Kiwanishreyf- ingin stuðla í samvinnu við fjöl- mörg fyrirtæki og stofnanir. Á Akureyri verða gjafirnar afhentar næstkomandi laugar- dag, 3. maí við verslunarmið- stöðina Sunnuhlíð i tengslum við Vordaga miðstöðvarinnar sem þá verða haldnir. Þar mun Bautabúrið kynna vörur sínar og verslunin Brynja gefur öll- um ís. Tónlistarskólinn á Akureyri Tónleikar yngri nemenda TÓNLEIKAR yngri nemenda Tónlistarskólans á Akureyri verða haldnir að Hólum, nýjum sal Menntaskólans á Akureyri fimmtudaginn 1. maí kl. 14. Þar koma fram yngstu nem- endur skólans og yngstu sam- spiishópar ásamt forskólabörn- um og mun tónleikunum ljúka með samspili allra þátttakenda. Á eftir tónleikunum verður hljóðfærakynning. Allir eru vel- komnir, sérstaklega þeir sem vilja kynnast byijendakennslu skólans og því hljóðfæravali sem skólinn býður upp á. Sýning í Gamla Lundi ÓLOF H. Árnadóttir opnaði inálverkasýningu í Gamla Lundi við Eiðsvailagötu á Ak- ureyri sl. laugardag. Sýningin verður opin dag- lega frá kl. 15-21 til sunnu- dagsins 4. maí.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.