Morgunblaðið - 30.04.1997, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 30.04.1997, Blaðsíða 34
34 MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 1997 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ '5 MARKMIÐ Markmiö þessarar tegundar styrkja eru aö auka gæöi nýrra rannsoknauerefna og kynna niöurstööur uerkefna er sjóöurmn hefur stutt. FORVERKEFNI- OG KYNNINGARSTYRKIR 1997 | Upph»« -ieádarítgita i rtvwitum Squrfiar Ncrdab. hUJ. •Saoohtotf og *arrtW |Jó(«mMNonW 1.500 SjmUI* l ».uo Kynningarstyrkir - Útgáfustyrkir: Vcittir eru kynningarstyrkir til að fylgja eftir og koma á framfæri niðurstöðum rannsóknaverkefna sem er lokiö. Hægt er að sækja um styrk til kynningar niðurstaðna á alþjóðlegum ráðstefnum eða þá til útgáfu stærri ritverka (ekki vísindagreina í tímarit). Hámarksupphæð er 600 þús.kr. Prófessorum svarað í Morgunblaðinu í gær, 29. apríl, vega tveir prófessorar hart að fréttastofu Sjón- varps og Kristínu Þor- steinsdóttur, frétta- manni. Hún svaraði fyrri greinum pró- fessoranna í Morgun- blaðinu 26.apríl og svaraði athugasemdum þeirra efnislega. Þeir bregðast við því svari hvor á sinn hátt, Sig- urður Líndal talar um „forherðingu.“ Vésteinn Ólason gengur lengra, talar um „litla guði“, „að sjónvarpið sé óhæft til að miðla upplýsingum“ hann sakar Kristínu um „yfirlæti." En það sem verra er; Vésteinn Ólason segir að „persónu- legur kunningskapur eða vinfengi“ sé milli fréttamanns og „fómar- lambsins" og þá vakni hjá honum lágkúrulegar hugsanir. Og heimildir Vésteins fyrir þessu: Fólk segir hon- um það! Vésteinn gerir sig sekan um að endurtaka sögur sem ein- hveijar ótilteknar persónur hafa sagt honum án þess að gera minnstu tilraun til að kanna sannleiksgildið. Vésteini til upplýsingar skal tekið fram að Kristín Þorsteinsdóttir, fréttamaður, er alls ókunnug „fóm- arlambinu", spænska háskólakenn- aranum, sem úrskurður umboðs- manns Alþingis fjallaði um. Um kunningsskap eða vinfengi er því ekki að ræða. Þar sem Vésteinn talar um lágkúmlegar hugsanir get ég ekki annað en verið sammála honum. Hvað varðar athugasemdir Sig- urðar Lindals þá er rétt að taka fram Bogi Ágústsson að það er misskilningur sem kemur fram í báð- um greinum hans að fréttastofan hafi talið fátt fréttnæmt af árs- fundi Rannsóknarráðs íslands 15. apríl annað en að Jóhannesi Nordal hafi verið veittur óvenju hár styrkur til heildar- útgáfu á verkum föður síns. Þetta er ekki rétt, því að þegar í aðal- fréttatíma 15. april var sagt frá styrkveitingum á ársfundinum. Frétt um styrk til handa Jó- hannesi var svo í aðal- fréttatíma daginn eftir. Sigurður segir hana hafa verið aðal- frétt kvöldsins og hún hafí svo verið endurtekin í fréttatíma síðar um kvöldið. Raunar var fréttin sú sjö- unda í röðinni í aðalfréttum þennan dag og hún var ekki endurtekin síð- ar um kvöldið heldur birt úr henni örstutt ágrip eins og venjulegt er um nokkrar helstu fréttir úr aðal- fréttatíma. Meginuppistaðan í þessari frétt var viðtal við Vilhjálm Lúðvíksson, framkvæmdastjóra Rannsóknar- ráðs, þar sem hann greindi frá því að Jóhannesi Nordal hefði verið veittur styrkurinn vegna þess hver haukur í homi hann hefði alla tíð verið íslenskum vísindum. Hins ís- lenska bókmenntafélags gat fram- kvæmdastjórinn í engu. I gögnum sem dreift var á ársfundinum kemur nákvæmlega hið sama fram. Af þessum gögnum, sem birt eru með þessari grein, og orðum fram- kvæmdastjóra má vera ljóst að fréttastofa Sjónvarps hafði ekkert að leiðrétta og birti því enga „leið- Fyrr á öldum voru sendiboðar slæmra frétta stundum látnir gjalda firrir þær. Bogí Ágústsson telur það ekki til eftirbreytni. réttingu" eins og Sigurður segir. Hins vegar var orðið við ítrekuðum óskum daginn eftir um að koma því á framfæri, að Hið íslenska bók- menntafélag ætti hér hlut að máli, og því var greint frá meginatriðum yfírlýsingar þess efnis. Rétt er og að fram komi að í þessari yfírlýsingu var raunar sagt undir lokin, að Jóhannesi hefði verið veittur styrkurinn og færð fyrir því svipuð rök og áður höfðu komið fram í máli Vilhjálms. Því vísa ég á bug fullyrðingu Sig- urðar Líndals um að fréttin hafí verið „ósönn." Sé hún „ósönn" eru gögn Rannsóknarráðs sem dreift var á ársfundinum „ósönn“ og fram- kvæmdastjóri Rannsóknarráðs fór þá með „ósannar“ upplýsingar í við- tali. Ég ráðlegg Sigurði Líndal því að ræða þessi mál við Rannsókn- arráð og framkvæmdastjóra þess í stað þess að skattyrðast við frétta- stofu Sjónvarps. Maður með jafn víðtæka þekkingu á sagnfræði ætti að muna að þeir sem fluttu skilaboð sem ráðamönnum mislíkuðu þurftu stundum að gjalda fyrir - að ósekju. Nú á tímum þykir slíkt ekki til eftir- breytni. Höfundur er fréttastjóri Ríkissjónvarpsins. Kæra Brynja BRYNJA Benedikts- dóttir lætur ekki sitt eftir liggja í svari sínu við svari mínu sem var aftur svar við svari hennar við svari okkar við viðtalsfrétt við hana í Morgunblaðinu og þar áður viðtali við hana á Stöð-2 og svari mínu í RÚV við viðtali við hana í RÚV, og upp- haflega fréttaviðtali við hana í Alþýðublaðinu. Það er vissara að telja þetta upp svo ekki verði á endanum deilt um hver byrjaði á þessu öllu saman og hægt að hafa endaskipti á þeim staðreyndum líkt og öðrum. Einsog hefur margsinnis komið fram hef ég ekki frá 1995 tekið þátt í tillögugerð til menntamála- ráðuneytisins um úthlutanir styrkja til atvinnuleikhópa. Þetta þýðir einnig að ég hef ekki haft aðgang að neinum upplýsingum um um- sækjendur eða að umsóknum þeirra. Brynja tekur það nærri sér að nafn hennar og sonar hennar, Benedikts Erlingssonar, skuli hafa birst í grein framkvæmdastjómar Leiklistarráðs í Mbl. 18.4. á listanum yfír úthlutan- ir Menntamálaráðuneytisins árin 1995, 1996 og 1997. Brynja nefnir meira að segja trúnaðarbrest í þessu sambandi. Sannleikurinn er sá að þessi listi er fenginn úr fréttatilkynningum menntamálaráðuneyt- isins um úthlutanir við- komandi ára og var sendur svona fjölmiðl- um til birtingar á sínum tíma. Aðrar upplýs- ingar hef ég ekki undir höndum. Það er því fjarri lagi að nöfn þeirra hafi verið dregin fram sérstaklega núna í vondum tilgangi. Varðandi hæfí mitt til að standa að tillögu- gerð um úthlutanir er eftirfarandi að segja: haustið 1995 óskaði ég sérstaklega eftir því við menningarskrifstofu menntamálaráðuneytisins að skorið yrði úr um það hvort starf mitt við Þjóðleikhúsið og vinna við títtnefnda tillögugerð stangaðist á við stjórn- sýslulög. Svarið var að svo væri ekki. Engu að síður tók ég þá ákvörðun að víkja sæti við tillögu- gerðina og hef ekki komið nálægt henni síðan. Við Brynja erum nefni- lega sammála um það sem hlýtur að vera kjarni málsins hvað mig snertir; að það fari ekki saman að gegna stöðu leiklistarráðunautar við Þjóðleikhúsið og taka þátt í tillögu- gerð að úthlutun til atvinnuleik- hópa. Um þetta er í sjálfu sér ekki meira að segja. Hávar Sigurjónsson Við Brynja erum sam- mála um, segir Hávar Signrjónsson, að það fari ekki saman að gegna stöðu leiklistar- ráðunautar við Þjóðleik- húsið og taka þátt í til- lögugerð um úthlutun til atvinnuhópa. Brynja spyr hvetjir skipi fram- kvæmdastjórn Leiklistarráðs og er engu líkara en það vefjist fyrir henni að þó einn eða tveir aðal- menn víki tímabundið og varamenn taki sæti þeirra þá sé eftir sem áður um framkvæmdastjórnina að ræða. Um þ .cta er heldur ekki meira að segja. Að lokum þetta: Brynja hóf her- ferð sína með yfírlýsingum um að hún hygðist kæra Þjóðleikhúsið fyr- ir samkeppnisstofnun vegna þess sem hún (Brynja) kallar óeðlileg afskipti af úthlutunum opinbers fjár til samkeppnisaðila. Ég hvet Brynju eindregið til að láta verða af þessu, annars vegar svo hún standi við stóru orðin og hins vegar til að fá úr því skorið hvort um „óeðlileg" tengsl sé eða hafí verið að ræða. Nú er bara að kæra Brynja! Höfundur er formaður Leiklistarráðs. Að missa vinnuna vegna veiðigjalds HVAÐ myndi framkvæmda- stjóri í sjávarútvegsfýrirtæki gera ef hann fengi rukkun inn á borð til sín um að greiða nokkrar millj- ónir króna í veiðigjald? Við vitum að hann getur ekki hækkað verðið á afurðunum erlendis og ekki breytt gengisskráningunni hér heima. Hvað myndir þú segja hon- um að gera ef þú sætir í stjóm fyrirtækisins? Svarið er einfalt; þú myndir skipa honum að fínna leið- ir til að skera niður önnur útgjöld á móti þessum nýja skatti. í raun þyrftir þú ekki að skipa honum að gera það, hann myndi skera niður óumbeðinn því það væri hans eina úrræði. Veiðigjald er deyjandi hugmynd Fyrir nokkrum ámm vissu fæstir um tilvist orðsins veiði- gjald í íslensku máli. Með ótrúlegum áróðri tókst að framleiða með þjóðinni nýja til- finningu utan um þetta orð. Samt er þetta ósköp venjuleg hugmynd um skatt og þeir sem vilja hækka skatta á sjávarútveg geta gert það í gegn- um núverandi skattakerfi með ýmsu móti. Það þarf ekki nýtt orð utan um slíka hugmynd. Hug- myndin um veiðigjald er að deyja drottni sínum. Ástæðan er sú að eftir því sem umræðunni vindur fram kemur betur í ljós hvað raun- verulega er verið að tala um. Fras- amir sem einkennt hafa umræðuna em að missa slagkraftinn og eftir stendur nakin hugmynd um skattahækkun. Nemar við Sjávar- útvegsdeild Háskólans á Akureyri gengust nýlega fyrir fundaherferð á Norðurlandi þar sem íjallað var um arðsemi, byggðastefnu og fisk- veiðistjómun. Það var athyglisvert að hlusta á þá meðferð sem veiði- gjaldið fékk á þessum fundum. Sem dæmi má nefna að á síðasta og stærsta fundinum, sem haldinn var á Akureyri, vom sjö fmmmæl- endur. Sex þeirra lýstu sig andvíga veiðigjaldi og sá eini sem studdi hugmyndina sagðist gera það vegna vilja þjóðarinnar. Það er ömurlegt að hlusta á menn, rök- þrota, reyna að upplifa sjálfa sig sem hlutlausa sáttasemjara fyrir hönd þjóðarinnar. Peningana suður Þeir sem hafa talað fyrir veiði- gjaldi setja gjaman á svið alls konar líkön um útfærsluna og áhrifín. Alltaf forðast menn þó að tala um það sem raunvemlega gerist. Um 90% veiðigjalds yrðu innheimt utan höfuðborgarsvæðis- ins og færa má gild rök fyrir því að a.m.k. 80% gjaldsins yrði ráð- stafað innan höfuðborgarsvæðis- ins. Þetta heitir að flytja peningana suður. Það er næstum barnalegt að heyra menn tala um að gjaldið eigi að nota til að borga niður er- lendar skuldir. Það er eins og menn haldi að þeir fjármunir, sem hafa verið nýttir í þær afborganir hingað til, yí yj\x nýttir í þær áfram með óbreyttum hætti eftir að tekj- ur af veiðigjaldi kæmu til skjal- anna. Því verður aldrei á móti mælt að veiðigjald er landsbyggð- arskattur og það er sorglegt að þessi hugmynd skuli koma fram þegar sjávarútvegurinn virðist vera að rétta úr kútnum. Lands- byggðin á enga aðra möguleika í framtíðinni en arðbæran rekstur Bjarni Hafþór Helgason því tími ríkisstyrkja er að líða und- ir lok. Afkoma í sjávarútvegi er kannski ekkert sérstök ennþá, 2-3% hagnaður af tekjum, en kvótakerfíð mun gera þennan rekstur arðvænlegri í framtíðinni ef fiskistofnamir bregðast ekki. Sérfræðinganefnd OECD hefur lýst því yfir að íslenska kvótakerf- ið sé hið besta í heimi út frá hag- kvæmni og fískvemd. Niðurskurður og atvinnuleysi En hvar skyldi áðumefndur framkvæmdastjóri skera niður í rekstri til að mæta veiðigjaldinu? Líklega starfrækir hann bæði veiðar og vinnslu því um 80% útgerða tengjast landvinnsl- unni beint. Árslaun starfsmanna í sjávar- útvegi em að meðal- tali ríflega 2 milljónir króna. Og við getum stillt upp líkani af til- vemnni eins og veiði- gjaldssinnum er tamt. Ef veiðigjald, sem næmi t.d. einum millj- arði króna, yrði lagt á sjávarútveg og því yrði alfarið mætt með uppsögnum, þá myndu yfír 400 störf leggjast af á landsbyggð- inni. Á móti yrðu álíka mörg störf Fleiri o g fleiri sjá í gegnum hugmyndina um veiðigjald og það er bjargföst trú Bjarna Hafþórs Helgasonar að hún sé deyjandi í huga almennings. til hjá ríkinu innan höfuðborgar- svæðisins þar sem 80% gjaldsins yrði ráðstafað. Þetta er auðvitað stílfærð mynd af þeim tilflutningi fjármuna sem veiðigjaldið hefði í för með sér en segir samt sína sögu. Að sjálfsögðu myndi niður- skurðurinn bitna á fleiru en störf- um í sjávarútvegi og jafnvel frek- ar á störfum í þjónustugreinum við sjávarútveg. Enginn veit hversu mikil áhrifin yrðu af veiði- gjaldi en framkvæmdastjóri sem ekki reynir að skera niður á móti nýjum skatti er lélegur fram- kvæmdastjóri. Það eru ekki marg- ir lélegir framkvæmdastjórar í ís- lenskum sjávarútvegi í dag og ég er sannfærður um að áhrifin af veiðigjaldi yrðu víða umtalsverð. Það yrðu til ný uppsagnarbréf vegna þessa skatts. Almennt má fullyrða að veiðigjald er hugmynd um hreinan tilflutning á fjármun- um út úr sjávarútvegi til ríkisins; frá landsbyggðinni til höfuð- borgarsvæðisins. Og maður spyr sig: Er hægt að halda því fram að hér sé góð hugmynd á ferð- inni? Skilar þessi hugmynd okkur með einhveijum hætti fram á veg- inn? Svarið er afdráttarlaust nei. Fleiri og fleiri sjá í gegnum hug- myndina um veiðigjald og það er bjargföst trú mín að hún sé deyj- andi í huga almennings. Hún rís ekki upp úr banalegunni héðan af þó einstaka trúboðar reyni að blása í hana lífi. Höfundur er framkvæmdastjóri Útvegsmannafélags Norðurlands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.