Morgunblaðið - 30.04.1997, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 30.04.1997, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Landbúnaður í sátt við land og þjóð Frá Valdimar Kristinssyni: ÍSLENSKUR landbúnaður hefur átt undir högg að sækja árum og jafnvel áratugum saman. Bændum fækkar og margir þeir sem eftir sitja eiga í verulegum erfiðleikum. Samkeppni við erlendar matarvenj- ur eykst og neytendur kvarta yfír háu verði innlendra landbúnaðaraf- urða. Þeir sem lækkað gætu fram- leiðslukostnaðinn eru í úlfakreppu kvótakerfís, en margir bændur hafa hvorki aldur, heilsu né fjár- muni til að styrkja bú sín þótt allt yrði gefið frjálst. Nýjar vonir hafa þó vaknað. Eftir langvinnar tilraunir hefur tekist að rækta byggafbrigði sem nær þroska á stuttum, svölum sum- rum og er vindþolnara en áður. Standa vonir til að það megi rækta á allt að helmingi bújarða landsins. Þarna hamlar enginn kvóti og ætti því ijöldi bænda að geta sparað sér veruleg útgjöld við fóðurbætiskaup. Ekki yrði um beina samkeppni við verð innflutts fóðurs að ræða þar sem bændur gætu nýtt töluvert af vélakosti sínum og skapað sér aukna atvinnu um leið. Fleiri nýjungar eru á döfinni. Unnið er að því að ná beiskjubragð- inu úr lúpínunni. Þar með gæti verið von á gróskumikilli fóðuijurt, sem þolir mikið frost án þess að falla og kann auk þess að búa yfir sérstökum lækningamætti. Ef vel tekst til gæti þetta átt sinn þátt í því að hjarðbúskapur legðist endan- lega af hér á landi, búfé yrði hald- ið innan girðinga og heiðarlöndin fengju að gróa upp í friði. Þá mun unnið að því að gera melgresið auðmeltanlegt mann- fólkinu, en það vex vel víða um land. Hugsanlega eigum við von á „melhveitibrauðum“, þar sem inn- lend afurð yrði hluti blöndunnar. Kæmi ekki á óvart þótt þar yrði um trefjaríka hollustufæðu að ræða, svo ekki sé nú talað um hversu þjóðleg hún væri. Skógar og skjólbelti Síðast en ekki síst er svo upp- græðsla í stórum stíl. Héraðsskógar Fljótdalshéraðs vaxa nú stöðugt, bæði að hæð og víðáttu, og Suður- landskógar, sem nú er verið að leggja drög að, eiga að verða enn víðfeðmari. Þó mætti gera enn bet- ur í framtíðinni. Stundum hefur verið sagt að við þurfum að halda við flestum bú- jörðum hér á landi til þess að geta mætt ófyrirséðum breytingum eða áföllum í heimsbúskapnum. Auðvit- að þarf að sjá landsmönnum fyrir ýmsum landbúnaðarafurðum í framtíðinni og verkkunnáttu þarf að varðveita og efla eftir föngum, en sé þörf á meiri afurðum, þá tek- ur ekki langan tíma að plægja stór- ar landspildur og ekki mörg ár að efla atvinnugreinina umtalsvert. En þarna er um getgátur varðandi heimsmálin að ræða. Það er hins vegar enginn efi að bæta má land- ið varanlega fyrir komandi kynslóð- ir. Ræktun skjólbelta er lausnarorð- ið. Eftir að Danir misstu mikil lönd til Þjóðveija í stríðinu 1867 tóku þeir að rækta upp sandsorfnar heið- arnar á Jótlandi af mikilli elju. „Hvad udad tabes skal indad vin- des,“ sögðu þeir, og átti skjólbelta- ræktunin mikinn þátt í því hve vel tókst til. Það sem þar var þörf er hér nauðsyn. Skýla þarf mannfólkinu, búfénaðinum, skógræktinni, ökr- unum og graslendinu og raunar öllu lífríkinu smáu og stóru. Mest liggur við þar sem öflugur búskap- ur er stundaður en einnig þar sem mannfólkið sækir mest í starfi og leik. Raunar eiga skjólbelti rétt á sér víðast hvar þar sem búast má við einhverskonar landnytjum í framtíðinni. Virkja þarf framtak og aðstöðu bænda um allt land í þessu skyni og beina nánast allri aðstoð við búskap í þennan farveg. Um það ætti að geta náðst víðtæk samstaða því hverjir vilja ekki skila landinu byggilegra í hendur kom- andi kynslóða? Reyndar hefur fólk þegar greitt atkvæði með skjólinu og skóginum. Sést það best á því hvar langeftirsóttustu sumarbú- staðalöndin er að finna. Ýmsar tijátegundir munu koma til greina í skjólbelti sem blanda má saman, en fljótsprottnar víði- tegundir eru taldar vænlegastar, enda vill fólk sjá árangur erfiðis síns sem fyrst. Svo heppilega vill til að komið er fram nýtt afbrigði af jörvavíði, sem sagt er sterkara, grófara og beinvaxnara en hið eldra og telja sumir það efnilegustu skjólplöntuna. Og vegna þess hve jörvavíðirinn getur lifað í rýrum jarðvegi þykir koma til greina að hann taki sums staðar við hlutverki „snjógrinda" þar sem skefur á vegi í vetrarveðrum. Með skjólbeltarækt er hægt að auka atvinnu í sveitum umtalsvert um leið og landgæði eru aukin. Jafnvel þær jarðir sem færu í eyði yrðu notadrýgri komandi kynslóð- um ef dágott eða gott skjól hefði leyst vindgnauð berangursins af hólmi. Gróðurlendi landsins þarf að vernda með öllum tiltækum ráðum og er að mörgu að hyggja í því sambandi. Kemur þá í hugann að hreindýrum er í raun ofaukið í land- inu og hrossum þarf að fækka veru- lega, eins og ýmsir hafa bent á. VALDIMAR KRISTINSSON, Reynimel 65, Reykjavík Geirfuglar hálendisins Frá Leifi Jónssyni: Á ÖLDINNI, sem leið, var síðasti geirfuglinn drepinn og það við ís- landsstrendur. Litlar þakkir kunn- um við þessum veiðimönnum fyrir óaftur- kræfan gjörn- ing. Þeim hefur þó verið fyrir- gefið, því þeir vissu ekki hvað þeir gerðu. Öðru gegnir um vatnsvirkjunar- óða íslendinga nútímans. Vissir landar vorir, bæði háværir og áhrifamiklir, stefna að því, bæði leynt og ljóst, að virkja öll stærstu fallvötn landsins. Ekki er þessi árátta til komin af rafmagnsskorti, enda íslands- maðurinn uin árabil búið við of- gnótt rafmagns og aðeins 1% virkj- anlegrar gufuorku þegar virkjuð. Vatnsvirkjunaráráttan hefur svo lít- ið með þörf íslendinga að gera, að sé ekki hægt að egna fyrir erlend stóriðjufyrirtæki til kaupa á niður- greiddri raforku (niðurgreidd af ís- lenzkum neytendum) eigi einfald- lega að losa sig við orkuna út í heim gegnum kapal. Með öðrum orðum, virkjanir virkjananna vegna. Hvernig fer þá með hagvöxtinn, maður, ef ekkert er virkjað og þá atvinnuleysið? Jú, hagvöxturinn færi vafalaust úr böndum um nokk- urra ára skeið, með tilheyrandi dýrtíðarholskeflu og atvinna ykist. Síðan koma velþekktir timburmenn og flest félli í sama farið, en þó ekki allt. Geirfuglar hálendisins væru að eilífu dauðir, nákvæmlega Leifur Jónsson eins og á síðustu öld, nema hvað ofvirkum virkjunarmönnum yrði ekki fyrirgefið af íslandsmanni framtíðarinnar. Háspennulínur, vegir, vamar- garðar, stíflur, skurðir, jarðgöng og uppistöðulón, hvert sem litið yrði. Varplönd, gróðurlendi, hvera- svæði, ár og fossar, öllu umturnað og horfið. Hafi þessi gjörningur eitt sinn náð fram að ganga verður aldr- ei aftur snúið. Hvaðan skyldi þess- um athafnamönnum einnar kyn- slóðar koma leyfí til að eyðileggja ásjónu landsins um aldir og ævi? Við blöndum litinn... DU PONT bílalakk notað af fagmönnum um land allt. Er bíllinn þinn grjótbarinn eða rispaður ? DU PONT lakk á úðabrúsa er meðfærilegt og endingargott. Faxafeni 12. Sími 553 8000 Að baki slíkrar ákvarðanatöku þyrfti að standa ekkert minna en þjóðin öll. Sérhver íslendingur yrði þá að gera upp við sig hvort honum væri hagvaxtarþorstinn svo óbæri- legur, að öllu væri til kostandi að slökkva þann þorsta. Mér er stór- lega til efs, að meirihluti þjóðarinn- ar sé svo illa haldinn. LEIFUR JÓNSSON, Heiðarlundi, Garðabæ. Reykjavík: Ármúla 11 -Simi 568-1500 Akureyri: Lónsbakka - Sfmi 461-1070 __________________ MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 1997 47 Vor Frá Eggerti E. Laxdal: Vorið er komið krókusamir stinga upp kollunum hvítir og bláir. Gróðurinn brumar og fuglamir syngja. Sólin hækkar flugið og öldurnar gjálfra. Hugurinn hristir af sér slenið og svifur til hæða þar sem er eilíft sumar og bömin hlaupa á blómguðum völlum þar sem ástin ríkir i hjörtum manna og engla. EGGERTE. LAXDAL, Hveragerði. skartgrípi frá Silfurbúðinni (VÖSILFURBÚÐIN x-*-/ Kringlunni 8-12 *Simi 568 9066 - Þarfœrðu gjöfina - Tveir loftpúðar, ABS hemlalæsivörn, samtals 220.000 kr. eru innifalin í verðinu RÍKUUGUR STAÐALBÚMAÐUR: • ABS hemlalæsivörn • Útvarp/segulband' • 2. öryggisloftbúðar • Miðjustokkur • Bílbeltastrekkjarar • Snúningshraðamælir • Vcl 103 hestöfl • Aðalljós mcð2. parabólum • Fiat Code þjóvavörn • Hiti í afturrúðu • Vökvastvri • Afturrúðuþurrka með töf • Samlæsingar - *" • Rafdrifnar rúður að framan • Litaðar rúðtfrVyV • Samlitir stuðarar ® ® \ fsö“ jLU^*Tlæðarstilling á stýri og • ökumannssæti og m.fl. Istraktor SMIÐSBÚÐ 2, GARÐABÆ • SÍMI: 565 65 80 Tll ÖRYGGIS KARLAR KRUNKA! Ráðstefna um málefni karla í Borgarleikhúsinu 2.maí 1997. Á vegum Sólstöðuhóps í samvinnu við Karlanefnd Jafnréttisráðs 09.00-09.15 09.15-09.30 09.30-10.00 10.00-10.20 10.20-10.40 10.40.-11.00 11.00-11.20 11.20-11.35 11.35.-12.00 12.00-13.00 13.00-13.25 13.25- 13.50 13.50-14.15 14.15- 14.35 14.35-14.55 14.55- 15.15 15.15- 15.25 15.25- 15.55 15.55- 16.00 Setning. TEGUNDIN KARL. Tilraun til skilgreiningar. Sigurður Svavarsson, formaður karlanefndar jafnréttisráðs. MEÐ LÍFIÐ í LÚKUNUM. Staóa karla í nútímasamfélagi. Asþór Ragnarsson, sálfræðingur. Kaffihlé. KARLMENN OG VÍMUEFNANEYSLA. Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir. „LIGGJA MENN ENNÞÁ VEL VIÐ HÖGGI? Umfjöllun um ofbeldishneigö karla. Karl Steinar Valsson, afbrotafræðingur og lögreglumaður. KARLMENN OG SJÁLFSVÍG. Wilhelm Norðfiörð.sáifræðingur. Tónlist GLERVEGGIR HEIMIUSINS. ingóifur Gíslason, starfsmaður karlanefndar Hádegishlé. HVERS VEGNA ÆTTU FYRIRTÆKIN AÐ STYÐJA FOÐURHLUTVERKIÐ? Árni Sigfússon, framkvæmdarstjóri. ER SKÓUNN FYRIR STRÁKA? Hafsteinn Karlsson, skólastjóri. KARLAR OG KYNLÍF. Bragi Skúlason, sjúkrahúsprestur. Kaffihlé. HVERNIG VERÐA NÝJU ALDAMÓTAMENNIRNIR? Svavar Gestsson, alpingismaður. FRAMTÍÐARSÝN. Steingrímur Hermannsson. Tónlist' Egill Ólafsson og tnó Björns Thoroddsen Pallborðsumræður. Ráðstefnuslit. sjá um tónlistarflutning. Þátttökugjald fyrir 29.04: 4.500.- Þátttökugjald eftir 29.04: 6.000,- Innifalið í þátttökugjaldi er ráðstefnan, ráðstefnugögn og kaffiveitingar. Skránlng fer fram hjá Feröaskrifstofu Islands, ráðstefnudelld, með faxl eða síma og vlð inngangínn. Sími 552 5447, faxnúmer 562 3345. Konur jafnt sem karlar velkomln. V Vlnnustaðir - hópafsláttur, 4 á gjaldi 3ja. y
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.