Morgunblaðið - 30.04.1997, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 30.04.1997, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 1997 21 ERLEIMT Stefnir í tvísýnar þingkosningar í Frakklandi Hæg-rifl okkarnir með naumt forskot Reuter ALAIN Juppe, forsætísráðherra Frakklands, og Francois Leot- ard, formaður UDF, kynna stefnuskrá mið- og hægriflokkanna fyrir þingkosningarnar 25. maí og 1. júní. París. Reuter. MIÐ- og hægriflokkarnir í Frakk- landi hafa naumt forskot á vinstri- flokkana, samkvæmt skoðana- könnunum sem birtar voru í gær vegna þingkosninganna sem fram fara 25. maí og 1. júní. Ein þeirra benti þó til þess að um þriðjungur kjósenda hefði ekki enn gert upp hug sinn. I könnun, sem birt var í dagblað- inu Le Monde, sögðust 35% að- spurðra styðja mið- og hægriflokk- ana, 32% vinstriflokkana en 31% sagðist styðja hvorugt bandalag- anna. Samkvæmt könnun, sem birt var í tímaritinu Valeurs Actuelles, er fylgi mið- og hægriflokkanna 39% og vinstriflokkanna 38,5%. 15,5% sögðust ætla að kjósa Þjóðfylking- una, sem er yst til hægri, og 7% styðja Græningja. Lionel Jospin, leiðtogi franskra sósíalista, nýtur ívið meiri stuðn- ings en Alain Juppe forsætisráð- herra, samkvæmt könnun sem birt var í tímaritinu VSD. 37% að- spurðra sögðust vilja að Jospin yrði forsætisráðherra eftir kosningarn- ar og 34% nefndu Juppe. í annarri könnun sögðust 40% aðspurðra vilja að Philippe Seguin, forseti þingsins, yrði forsætisráð- herra í stað Juppe ef mið- og hægri- flokkarnir bæru sigur úr býtum. Stefnt að skattalækkunum Mið- og hægriflokkarnir birtu í gær stefnuskrá sína fyrir kosning- arnar og lofuðu þar að auka ekki ríkisútgjöldin, stefna að skatta- lækkunum og beita sér fyrir við- ræðum milli samtaka vinnuveit- enda og launþega um styttri vinnu- tíma. Fréttaskýrendur segja að línurn- ar virðist skýrar og kostir franskra kjósenda afdráttarlausir, en þegar stefnan sé borin saman við frammi- stöðu vinstrimanna og stjórnar- flokkanna komi í ljós að ekki sé allt sem sýnist og ails óvíst við hveiju megi búast eftir kosningarn- ar. Alain Juppe forsætisráðherra segist ætla að lækka skatta, halda áfram einkavæðingu, draga úr af- skiptum ríkisins og lúta skilyrðun- um fyrir aðild að Efnahags- og myntbandalagi Evrópu (EMU). Lionel Jospin, leiðtogi sósíalista, leggur hins vegar áherslu á þörfina á öflugu ríkisvaldi, lofar að skapa 700 þúsund störf, þar af helming- inn í opinbera geiranum, útilokar frekari einkavæðingu og hafnar aðhaldsaðgerðum til að uppfylla skilyrðin fyrir aðild að EMU vegna atvinnuleysisins í Frakklandi. Jospin kveðst einnig vilja koma á nokkurs konar þjóðarsátt um laun, atvinnu og að stytta vinnuvik- una niður í 35 klukkustundir án þess að skerða laun. Búist við að þokist nær miðju Stjórnmálaskýrendur segja að flokkarnir hafi með þessum yfirlýs- ingum dregið línurnar, en hins veg- ar megi búast við því að þeir fari að þokast nær miðju þegar nær dragi kosningum. Juppe hefur verið hógvær og varast að taka til greina afnám hafta, sem sósíalistar halda fram að stjórnarflokkarnir hafi í hyggju. Hann hefur ítrekað mikilvægi franska velferðarkerfisins og þjón- ustu við almenning. Stjórn Juppes hefur þyngt skatt- byrðina á undanfömum árum og því hefur verið haldið fram að hún hafi aldrei verið meiri. Því hefur verið borið við að „greiða hafi þurft af skuldum sósíalista". Stjórnin hefur einnig flækt atvinnuleysis- bótakerfið, sem hún nú heitir að einfalda. Stjórnmálaskýrandinn Laurent Mauduit skrifaði í Le Monde að Juppe virtist vera að blása nýju lífi í tvískinnunginn, sem Jacques Chirac hefði sýnt í forsetakosning- unum 1995 þegar hann hét því að lækka skatta, hækka laun og auka atvinnu. „Snýr sú aðferð að tala tungum tveim aftur við upphaf nýrrar kosningabaráttu?" spurði Mauduit. Gagnrýni vegna barnaníðingsmálanna í Belgíu Brussel. Reuter. DÓMARAR og saksóknarar í Bmssel og suðurhluta Belgíu lögðu niður vinnu í gær til að mótmæla skýrslu þar sem framganga þeirra í barnaníðingsmálunum, sem komu upp í fyrra, er gagnrýnd harðlega. Belgíska þingið samþykkti skýrsluna fyrir hálfum mánuði og dómararnir eru þar sakaðir um seinlæti og vanhæfi vegna barna- níðingsmálanna. Þar er því haldið Dómarar í verkfall fram að hægt hefði verið að bjarga að minnsta kosti tveimur af fimm stúlkum, sem barnaníðingarnir myrtu, ef dómararnir hefðu staðið sig sem skyldi. Dómarnir urðu ókvæða við skýrslunni og sögðu gagnrýnina ósanngjama vegna þess að þeir hefðu árum saman kvartað yfir of miklu álagi og ósk- að eftir því að íjölgað yrði í starfsl- iði þeirra. Stjórnmálamennirnir, þeirra á meðal Stefaan De Clerck dómsmálaráðherra, hefðu hins vegar virt þær óskir að vettugi. : REYKVIKINGAR Quakekeppni á laugardag 3. maí verður allt hrjálafl í BT. Töhnim BT mótið í Quake verður haldið milli 12 og 16. Hver er meistari meistaranna í þessum geggjaða spennutrylli ? Pað mun koma í ljós í BT. Töhmm á laugardag. Keppt verður í 6 nettengdum véhim í einu drungalegasta umhverfi sem hefur verið skapafl tyrir tölvuleikjakeppni. Skráðu þig strax í sima 5B8590Q. Sony Playsiation Geggjuð leikjavél á hetra verðí i BT. Tölvum. fiífalh vaxandi leikjaúrval og auðvitað allir nýjustu leUdmir. /SiS Einar """ Farestveit & Co. Irf. Borgartúni 28 ’S 562 2901 oe 562 2900 Hý k y 11 s I ó 1 hiiliíisaíri! Nýju ELFA LEMMENS vatnshitablásararnir hafa yfirburði yfir eldri gerðir: • Fallegir og fyrirferöarlitlir • Betri varmanýting, öflugri dreifing lofts • Hljóðeinangraðir, sérlega lágværir • Skiptanlegar, hreinsanlegar síur • Fást í stærðum frá 8-138 kW • Hagstætt verð ELFA LEMMENS henta allsstaðar og vegna fallegrar hönnunar og mikilla afkasta á mörgum stöðum, þar sem hefðbundnir hitablásarar henta ekki. Sony Playstation 15.990 179.990 kr B.T. TÖIUIÍr GransáBvegur 3 -108 Reykjavik Sími: 588 5900 - Fax : 588 5905 Qpnunartími virka daga : 10:00 -19:00 Opnunartími laugardaga : 10:00 -16:00 Crash Bandicot 5890 Fifa Soccsr '97 5690 TotalNBA 4890 NBA Lívb '97 5790 Worms 5090 Tekken 2 5990 Resident Evil 5990 Cool Boarders 4890 Aukaminni 2790 Aukastyripinni 3490 Afmælistilboð 200 mhz Intel mmx □rgjarvi Intel Tritnn II430VX kubbas. GA-586VX móðurbarð / 512kb 2100 mb harður diskur Saundhlastar 16 hljóðknrt 15" flatiTT hágæða htaskjár 32 mb mnra minni 2 mb Ati Mach skjáknrt 12 hraða geisladrif 240 watta hátalarar Lyklabarð og mús Windnws 35 fyigir mað Pentium 200 mmx Sjóðheit afmælistilboð ___________ í tilefni af tveggja ára afmæli BT verða ýmsar tölvuvörur á sérstöku afmælisverði út vikuna. Á laugardaginn nk. nær afmælisgleðin hámarki þar sem afmæliskarnival varöur haldið i varslun okkar. BORGARSTJÓRINN f REYKJAVÍK Minni mengun Minni hávaöi Minni gatnaskemmdir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.