Morgunblaðið - 30.04.1997, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 30.04.1997, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 1997 41 lögfræðingi í Reykjavík. Ég man líka þegar þau komu norður yfír heiðar til Akureyrar á miðjum sjötta áratuginum í gráa Willys jeppanum, sem mér fannst stórkostlegur. Á þessum bíl fóru þau víða og nutu íslenskrar náttúru í ríkum mæli löngu áður en fjalla- og óbyggða- ferðir urðu' jafn algengar og þær eru í dag. Eftir að ég flutti til Reykjavíkur til að hefja nám var ég alltaf jafn velkominn á heimili Gunnars og Guðbjargar, í Sólheimum, á Þórs- götu, Einimel og nú síðast á Sjafn- argötu. Heimili þeirra var fagurt og smekklegt og það var notalegt að sækja þau heim. Sama hlýja við- mótið sneri að konu minni og dætr- um. Gunnar var barngóður maður og veit ég að barnabömin fengu notið þess í ríkum mæli. Þannig veit ég að þau fara mikils á mis að fá ekki að kynnast afa sínum nema rétt fyrstu ár ævinnar. En minning- in um góðan mann mun lifa í hugum þeirra og hjörtum. Gunnar var mikill fagurkeri að eðlisfari. Hann var mikill bókasafn- ari og átti gott bókasafn. Safnið bar vitni um fágað handbragð hans, því margar bækurnar hafði hann bund- ið inn sjálfur. Þykist ég vita að þar sé enn að finna óinnbundnar bækur sem ljúka átti við þegar fastri starfs- ævi lyki og tími gæfist til frístunda- starfa. Á sama hátt er heimili þeirra skrýtt fallegum munum og málverk- um sem bera vott um fágaðan og þroskaðan listasmekk. Þá er ákaflega gaman að hafa séð garðinn við húsið þeirra hafa gengið í gegnum endurnýjun líf- daga. Gunnar átti margar ánægju- f^'indir við að rækta garðinn sinn. r'.. dæmis er gullregnið fyrir framan húsið eitt hið fegursta í Reykjavík. Gunnar rak lögmannsstofu í Reykjavík um árabil, fyrst í sam- starfi við aðra, síðan einn. Hann sérhæfði sig í skaðabótarétti, starf- aði lengi sem ráðgjafi tryggingafé- lags á því sviði og átti sæti í lög- mannanefnd tryggingafélaganna frá upphafi þar til hann var skipað- ur hæstaréttardómari. Af því starfí lét hann 1994. Ekki gafst Gunnari tækifæri til að njóta þess lengi að hafa sest í helgan stein. Þar gripu örlögin inn í. Eiginkona, börn og barnabörn sjá á bak mætum manni, sem bar hag fjölskyldunnar mjög fyrir brjósti. I þungum veikindum sínum var Gunnar aðnjótandi umhyggju eigin- konu og barna. Hann lést á heimili sínu umvafinn ástúð fjölskyldunnar. Spítaladvöl átti ekki vel við mág minn, það vita allir sem til þekkja. Með Gunnari er genginn virtur maður í lögmannastétt. Skarp- greindur maður, sem ekki barst mikið á. Hann var ekki allra, en hann var vinur vina sinna. Við hjónin biðjum algóðan Guð að styrkja Guðbjörgu, börn þeirra Gunnars og barnabörn. Þeirra miss- ir er mikill. Guð blessi minningu Gunnars Magnúsar Guðmundsson- ar. Jóhannes Pálmason. í dag verður kvaddur hinstu kveðju Gunnar M. Guðmundsson og vil ég fyrir hönd Hæstaréttar ís- lands setja hér fram nokkur kveðju- og minningarorð um þennan mæta fyrrum starfsmann réttarins. Þótt meginhluti starfsævi Gunn- ars hafi verið helgaður málflutningi voru dómstörf þar einnig snar þátt- ur. Að loknu prófi í lögfræði 1954 gerðist hann fulltrúi borgardómar- ans í Reykjavík, sem þá var Einar Arnalds, síðar hæstaréttardómari, og gegndi Gunnar þessu starfí til 1960. Vann hann nær eingöngu á þessum tíma sem dómari í munnlega fluttum málum. Minntist hann þess- ara ára oft með miklu þakklæti og taldi sig hafa hlotið dýrmæta reynslu. Kom enda þá strax í ljós, hve lagið Gunnari var að leysa úr hvers konar lögfræðilegum við- fangsefnum. Næstu 30 árin rak Gunnar mál- flutningsskrifstofu, fyrst í félagi við annan lögmann, en síðan einn. Er á leið fékkst liann einkum við mál- flutning í málum á svði bóta- og vátryggingaréttar og er óhætt að fullyrða að fáir hafi haft meiri þekk- ingu á þeim sviðum lögfræðinnar en hann. Málflutningur hans mótað- ist jafnan af rökfestu og skýrri lög- fræðilegri hugsun, sem aflaði hon- um óskiptrar virðingar jafnt félaga hans í lögmannastétt sem dómara. Hann var og kallaður til ýmissa annarra trúnaðarstarfa á þessum árum, meðal annars til setu í gerð- ardómum og matsnefndum, oft í erfiðum og flóknum málum. Gunnar M. Guðmundsson var tví- veg^s settur dómari við Hæstarétt, samtals í tæpt eitt og hálft ár, á árunum 1989 til 1991. Hann var síðan skipaður dómari þar frá 1. júlí 1991 og gegndi því embætti til 31. ágúst 1994, er hann fékk lausn að eigin ósk. Undirritaður kynntist Gunnari fyrst að ráði á þessum árum. Það voru dýrmæt kynni, sem nú er minnst með þakklæti. Hæfi- leikar Gunnars sem dómara voru ótvíræðir. Kom þar til fyrst og fremst víðtæk þekking hans, næm lögfræðileg sýn og fijó hugsun. Hann var fljótur að átta sig á málum og var einkar lagið að greina kjarn- ann frá hisminu. Orðmælgi var hon- um síst að skapi og hæfni hans til að setja fram rök og mótrök við reifun mála var einstök. Var hann rökfastur og fylginn sér, en þó jafn- an tilbúinn að hlýða á rök annarra. Gunnar var og skemmtilegur maður í umgengni, sem leiftraði af. Þótt hann virtist í fyrstu alvörugefínn var jafnan stutt í kímnina og orð- heppinn var hann mjög. Hnan átti það og til að kasta fram hnyttnum stökum, ef honum fannst tilefni til, en lítt vildi hann flíka slíku. Hann hafði ákveðnar skoðanir og lífssýn og fór ekki ætíð troðnar slóðir. Hann las mikið og mat ekki síst þjóðlegan fróðleik, sem hann hafði ánægju af að miðla öðrum af. Þá var hann mikill listunnandi og átti sjálfur talsvert safn myndverka. Naut Hæstiréttur hér góðs af, því Gunnar lánaði allmörg verk eftir þekkta listmálara til að prýða and- dyri og stigagang gamla dómhúss- ins við Lindargötu síðustu árin sem það var notað. Samstarfsfólkið í Hæstarétti minnist nú með söknuði góðra sam- verustunda, jafnt í starfí sem utan. Við hugsum á þessari stundu til hinnar ágætu eiginkonu Gunnars, Guðbjargar Pálmadóttur, og fjöl- skyldu þeirra. Engum, sem Gunnar þekkti, gat dulist hversu mjög hann mat Guðbjörgu, en hún stóð sem klettur við hlið hans uns yfir lauk. Eru henni og fjölskyldunni allri færðar innilegar samúðarkveðjur. Haraldur Henrysson. HAKON HAFLIÐASON + Hákon Hafliða- son fæddist í Þykkvabæ 11. júní 1925. Hann lést í Landspítalanum 23. apríl sl. Hákon var sonur hjónanna Guðrúnar Daníels- dóttur, f. 10. febr. 1893, d. 25. nóv. 1971, og Hafliða Guðmundssonar, f. 30. sept. 1886, d. 18. mars 1980, Búð, Þykkvabæ. Systkini Hákonar eru: Kristjón, f. 6. mars 1919, kvæntur Helgu Tyrfingsdóttur; Páll Ósk- ar, f. 29. nóv. 1921, kvæntur Steinunni Adólfsdóttur; Guðrún, f. 1. des. 1923, d. 22. des. 1976, gift Birni Björnssyni, lést 1991; Olafía, f. 28. mars 1927, d. 27. júní 1986; sambýlismaður Einar Gíslason; Daníel, f. 29. júlí 1935, kvæntur Erlu Óskarsdóttur, lést 1997. Hákon kvæntist Klöru Magn- úsdóttur, f. 16. október 1931, en hún lést 6. des. 1987. Þau eignuðust fjög- ur börn: Guðrúnu Birtu, f. 30. júní 1954, gift Trausta Valssyni, börn þeirra eru Andri, f. 4. apríl 1982, og Tinna, f. 19. sept. 1984; Magnús Óskar, f. 13. júní 1959, sam- býliskona Jórunn Ella Þórðardóttir, börn þeirra eru Klara, f. 29. ágúst 1988, Marta, f. 5. mars 1992 og Gauti, f. 13. október 1993; Gíslínu, f. 8. febr. 1962, sambýlis- maður Ólafur Þór Erlendsson, börn þeirra eru Sindri, f. 31. des. 1991, Telma, 31. júlí 1993 og drengur, f. 26. mars 1997; Guðfinnu, f. 9. sept. 1968, sambýl- ismaður Sigurður H. Ölafsson, sonur hennar er Hákon Hrafn, f. 28. júní 1988. Utför Hákonar fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 30. apríl kl. 15. Höndin er blá og bólgin, bognir fíngur og hnýttir, kartnögl sprungin í kviku, knúar marðir, í sárum. Sótið situr í sprungum, sigg eru hörð í lófa, veikt er hún og í vosi, veröld tók fast á henni. Þó hefur engin önnur innilegar né hlýrra verið lögð yfír ljósa lokka mína en þessi. (Kristján frá Djúpalæk.) Elsku besti afí. Af hverju þurftir þú að veikjast svona mikið? Þú sem verst alltaf svo hraustur. En nú vitum að þú ert hjá guði og þér líð- ur orðið aftur vel. Við vitum að amma Klara hefur tekið mjög vel á móti þér þar. Það er skrítið að hugsa til þess að þú skulir ekki hjálpa okkur með garðinn í sumar, setja niður kartöfl- ur eða sitja með okkur í sólinni. Það er líka undarlegt að vita til þess að það verður enginn afi með okkur í beijamó í haust. Við þökkum þér innilega fyrir allan þann tíma sem við fengum að vera með þér. Við munum sakna þín. Megi guð blessa þig, elsku afí. Andri og Tinna. Jafnvel þótt eg fari um dimman dal, óttast eg ekkert ilt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum; þú smyr höfuð mitt með olíu; bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla æfidaga mína, og í húsi Drottins bý eg langa æfí.“ (23. Davíðs-sálmur). Þinn Hákon Hrafn. Elsku afí minn. Það er svo skrítið að eiga ekki eftir að sjá þig framar. Aldrei framar eigum við eftir að fara saman í sund eða austur í Þykkvabæinn til Danna frænda né heldur fara með allar flöskumar sem við vomm búnir að safna í endur- vinnsluna. Lífíð er svo skrítið en ég veit að núna líður þér vel og ert komin til ömmu Klöru. Elsku afi minn. Ég vil kveðja þig með þessum sálmi sem er mér svo kær. „Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. A grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem eg má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Margir viðskiptavina Sölu varn- arliðseigna munu minnast ömggra og traustra vinnubragða Hákonar Hafliðasonar, þegar hann var að afferma vörubíl sinn á athafna- svæði fyrirtækisins á Grensásvegi, en um Iangt árabil annaðist hann alla vöruflutninga milli Keflavíkur- flugvallar og Reykjavíkur fyrir Sölu varnarliðseigna. Hákon Hafliðason var þeirrar gerðar, að vart var hægt að hugsa sér betri starfskraft. Þar fór saman ótrúleg starfselja ásamt trú- mennsku í garð þess fyrirtækis, er hann starfaði fyrir. Vandvirkni sat í fyrirrúmi og meðfæddir hæfileikar hans til að leysa úr flóknum við- fangsefnum á sviði vélaviðgerða voru honum í blóð bornir. Að annast vömflutninga milli Keflavíkurflugvallar og Reykjavík- ur getur verið vandasamt verk, einkum að vetrarlagi, þegar allra veðra er von og Reykjanesbrautin viðsjárverð. Aldrei virtist þó veður eða færð trufla Hákon í starfí og ávallt skilaði hann vagni sínum og varningi heilum i höfn. Hákon lét af störfum fyrir 5 ámm, þegar hann hafði aldur til. Eftir langa og stranga starfsævi naut Hákon þess að ferðast síðustu árin og dvaldi oft erlendis. Samstarfsfólk hans hjá Sölu varnarliðseigna minnist Hákonar Hafliðasonar með hlýhug og sendir fjölskyldu hans samúðarkveðjur við leiðarlok. Alfreð Þorsteinsson. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vin- áttu við andlát og útför bróður okkar, JÓNS KARLSSONAR, Blönduósi. Sérstakar þakkir til starfsfólks Héraðssjúkra- hússins á Blönduósi. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug vegna andláts og útfarar móður okkar, ömmu, langömmu, langalangömmu og langa- langalangömmu,, ÞURÍÐAR JÓNSDÓTTUR, Pálmholti, Arnarneshreppi. Sérstakar þakkir til starfsfólks á dvalar- heimilinu Hlíð fyrir frábæra hlýju og umönnun. Jón Kjartansson, Ólafur Kjartansson, Elín Kjartansdóttir, Guðrún Þ. Kjartansdóttir. barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug vegna andláts og útfarar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, INGIBJARGAR BJARNADÓTTUR, dvalarheimilinu Höfða, Akranesi. Bjarni Aðalsteinsson, Friðný Ármann, Helga M. Aðalsteinsdóttir, Huldar Ágústsson, Aðalsteinn I. Aðalsteinsson, Elísabet Proppé, barnabörn og barnabarnabörn. Anna Karlsdóttir, Ingibjörg Karlsdóttir, Guðni Karlsson, Pálmi Karlsson. + Þökkum öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát RAKELAR ELSU JÓNSDÓTTUR. Sérstakar þakkir til starfsfólks heimahlynningar Krabbameinsfélagsins og Sóleyjar Tómasdóttur, sjúkraliða og frænku, fyrir fagmannlega og ástúðlega aðstoð í veikindum hennar. Fyrir hönd aðstandenda, Marinó P. Hafstein. Lokað Vegna jarðarfarar VIGNIS FRIÐÞJÓFSSONAR verður lokað í dag miðvikudaginn 30. apríl. Ath. Opið 1. maí frá 13.00 til 18.00. Reiðhjólaverslunin HJÓLIÐ sf., Eiðistorgi. Lokað Verslanir Sölu varnarliðseigna verða lokaðar vegna jarðarfarar HÁKONAR HAFLIÐASONAR í dag, miðvikudaginn 30. apríl, kl. 14.30 til 16.30. Sala varnarliðseigna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.