Morgunblaðið - 30.04.1997, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 1997 45
i Landsþing sjálfstæð-
' iskvenna um helgina
LANDSÞING Landssambands sjálf-
stæðiskvenna verður haldið í Val-
höll, Háaleitisbraut 1, Reykjavík,
dagana 2. og 3. maí.
Að loknum stjórnarfundi fráfar-
andi stjórnar föstudaginn 2. maí,
' hefst landsþingið kl. 20 með ávarpi
| formanns, Birnu G. Friðriksdóttur.
i Formaður Sjálfstæðisflokksins, Dav-
' íð Oddsson, forsætisráðherra, ávarp-
ar þingið, en síðan hefjast venjuleg
landsþingsstörf.
Meginumræðuefni landsþingsins
fyrir hádegi laugardaginn 3. maí
verða heilbrigðismál og munu þrír
frummælendur fjalla um spurning-
una: „Erum við á réttri leið?“ Frum-
mælendurnir eru Siv Friðleifsdóttir,
I alþingismaður og varaformaður heil-
I --------------------------------
1 Ráðstefna
um umhverfis-
meðferð
BARNAGEÐLÆKNAFÉLAG ís-
lands heldur ráðstefnu um umhverf-
ismeðferð 2.-3. maí nk. Umhverfis-
meðferð er stunduð á öllum stofnun-
um sem vinna að aðlögun fólks að
( samfélaginu, ekki síst börnum og
unglingum sem eiga erfitt með að
þola kröfur umhverfisins. Einnig er
umhverfismeðferð beitt í skólum
m.a. til að fyrirbyggja síðari vand-
kvæði.
Meðferðin er fólgin í því að allir
þeir sem tengjast börnunum, ungl-
ingunum eða hinum fuliorðnu sam-
ræma viðbrögð sín gagnvart þeim.
Aðalfyrirlesari á ráðstefnunni er
Guðrún Önfjörð, íslenskur sál-
fræðngur sem starfar við Ulleval
sjúkrahúsið í Osló. Auk hennar koma
fram margir aðrir fyrirlesarar sem
starfa hér á sviði umhverfismeðferð-
ar m.a. læknar, uppeldisfræðingar,
sálfræðingar, félagsfræðingar,
hjúkrunarfræðingar og kennarar.
Ráðstefnan er öllum opin og verð-
ur haldin í Félagsheimili Lyfjafræð-
ingafélagsins við Nesstofu við Selt-
jörn og hefst nk. föstudag 2. maí
kl. 9 og lýkur síðdegis laugardaginn
3. maí.
Hjóla- og
nammidagur
FYRIRTÆKIN Hvellur og Freyja
hafa undanfarin 8 ár staðið fyrir
svokölluðum hjóladegi 1. maí.
„í ár verður brugðið á þá ný-
breytni að hjóla frá austri til vesturs
í stað vesturs til austurs. Þannig
hefst dagurinn hjá Hvelli, Smiðju-
vegi (kl. 10.45—11) og verður hjólað
niður Smiðjuveg að Stjörnugróf í
Reykjavík. Hjólað verður síðan til
vesturs eftir Fossvogsdal í átt að
Kringlumýrarbraut ofan skógræktar
og yfir göngubrú. Við Nesti má
vænta veitingabíls þar sem þátttak-
endur geta svalað þorsta sínum.
Hjólað verður nú að Sæbólsbraut,
Kársnesbraut alla leið að Freyju,
Kársnesbraut 104. Þar fá ferðalang-
ar nammipoka og happdrættismiða
áður en ferðinni er haldið áfram
eftir Kársnesbraut, Kópavogsbraut
alla leið að Urðarbraut. Við Urðar-
braut skal haldið að hjólastíg er ligg-
ur með sjávarsíðunni neðan Kópa-
vogshælis og alla leið að íþróttahús-
inu Smára,“ segir í fréttatilkynn-
ingu.
Veislukaffi og
hlutavelta
KVENNADEILD Skagfirðingafé-
lagsins í Reykjavík verður með
hlutaveltu og veislukaffi í Drangey,
Stakkahlíð 17, fimmtudaginn 1. maí
nk. kl. 14 til eflingar starfsemi sinni.
Kvennadeildin hefur starfað í 33
ár og hefur einkum styrkt líknar-
og menningarmál heima í héraði.
„Enn sem fyrr er það einlæg von
félagskvenna að sem flestir sjái sér
fært að koma í veislukaffið 1. maí
nk. og styrkja með því gott mál-
efni,“ segir í fréttatilkynningu.
brigðisnefndar Alþingis, Þorvaldur
Veigar Guðmundsson, lækningafor-
stjóri Ríkisspítala, og Sigríður Snæ-
björnsdóttir, hjúkrunarforstjóri
Sjúkrahúss Reykjavíkur. Að lokinni
framsögu munu frummælendur
svara fyrirspurnum landsþingsfuil-
trúa.
Landsþingsstörf halda síðan
áfram eftir hádegi á laugardag með
kosningu nýs formanns og stjórnar
Landssambands sjálfstæðiskvenna,
og kosningu fulltrúa í flokksráð
Sjálfstæðisflokksins. Að loknum
kosningum verða umræður um
stjórnmálaályktun sambandsins og
afgreiðsla hennar.
Landsþingið er opið öllum sjálf-
stæðismönnum.
Þrek og heilsa
Islendinga
könnuð
ÞESSA dagana hafa 1650 íslending-
ar á aldrinum 20-80 ára fengið í
hendur spurningalista frá náms-
braut í sjúkraþjálfun við Háskóla
íslands. Spurningarnar eru um
heilsu, þrek og hreyfingu og er sér-
stök áhersla á viðhorf til líkamsrækt-
ar og eigin hreyfingar. Þeir sem
fengu listana voru valdir af handa-
hófi úr þjóðskrá. Tilgangurinn með
könnuninni er að afla upplýsinga um
hvernig íslendingar standa sig í
þessum efnum.
Könnunin er unnin í samvinnu við
rannsóknarstofuna í Tampere í Finn-
landi, UKK-stofnunina, sem nefnd
er eftir Kekkonen fyrrverandi Finn-
landsforseta sem var mikill unnandi
útivistar og hreyfingar.
Kántríklúbbur
stofnaður
FORMLEGUR stofnfundur íslenska
Kántríklúbbsine er í kvöld, miðviku-
dagskvöldið 30. apríl í Djúpinu í
Hafnarstræti, undir veitingastaðn-
um Horninu.
I frétt frá undirbúningsnefnd seg-
ir að aðdáendum sveitatónlistar hér
á íslandi hafi ijölgað mikið á síðustu
misserum. Fleiri og fleiri læri að
dansa ameríska línudansinn og einn-
ig hafi almennur áhugi fyrir tónlist-
inni fari vaxandi. Því eigi að gera
tilraun til að stofna samtök.
Keppt í púsli
í TILEFNI Barnadaga í Suður-
Kringlu verður haldin keppni í púsli
fyrir framan Kringlubíó. Sá sem er
fljótastur að púsla saman 101 Dal-
matíuhundaspili fær ókeypis í bíó
fyrir tvo og popp og kók en aðrir
keppendur fá Dalmatíupúsl á meðan
birgðir endast.
Sambíóin verða með 2 fyrir 1 á
Hringjarann í Notre Dame yfir alla
Barnadagana.
Fyrsta göngu-
ferð Hafnar-
gönguhópsins
í FYRSTU gönguferð Hafnargöngu-
hópsins miðvikudaginn 30. apríl verð-
ur gengið á milli aðalmannflutning-
amiðstöðva landsins og einnig rifjað-
ir upp gamlir áningarstaðir.
Farið verður frá Hafnarhúsinu kl.
20 um Miðbakka að Aðalskiptistöð
SVR við Lækjartorg, síðan um Aust-
utvöll og með Tjörninni og um Hljóm-
skálagarðinn að Umferðarmiðstöð-
inni við Vatnsmýrarveg. Þaðan suður
Njarðargötu að innanlandsflugaf-
greiðslu Flugleiða og yfir á utan-
landsflugafgreiðsluna á Hótel Loft-
leiðum. Afram um skógargötu Öskju-
hlíðar og strandstíginn inn með Foss-
vogi að Tjaldhóli við göngubrúna.
Þar verður val um að ganga til baka
með Fossvogi og Seljamýri og Vatn-
smýri og með Tjörninni niður á höfn
eða með rútu niður í Hafnarhús.
FRÉTTIR
STYRKÞEGAR 1997. Efri röð frá vinstri: Baldvin Halldórsson
fyrir hönd Vigdísar Hrefnu Pálsdóttur, Kristinn Frímann Guðjóns-
son fyrir hönd Harðar G. Kristinssonar, Sigríður Einarsdóttir
fyrir hönd Sigurðar Bjarka Gunnarssonar, Kristín Ragnarsdóttir
fyrir hönd Ragnhildar Geirsdóttur og Eyrún Kristína Gunnars-
dóttir. Neðri röð frá vinstri: Ingibjörg Magnúsdóttir, Gauti B.
Eggertsson og Jóel Karl Friðriksson.
Námustyrkir Lands-
bankans afhentir
í áttunda sinn
ÁTTA námsmenn fengu styrk úr
Námunni, námsmannaþjónustu
Landsbanka íslands nýlega. Allir
námsmenn sem eru félagar í Nám-
unni eiga rétt á að sækja um þessa
styrki. Tæplega 400 umsóknir
bárust að þessu sinni en félagar
í Námunni eru tæplega tíu þús-
und.
Þeir sem hlutu Námustyrkinn
eru: Hörður G. Kristinsson, í mast-
ersnámi í efnafræði sjávarafurða
við University of Washington í
Seattle, Ragnhildur Geirsdóttir, í
mastersnámi í framleiðslu- og
upplýsingasljórnun við University
of Wisconsin-Madison, Eyrún
Kristína Gunnarsdóttir, nemandi
í táknmálsfræði við Háskóla ís-
lands, Gauti B. Eggertsson, nem-
andi við hagfræðiskor Háskóla
Islands, Ingibjörg Magnúsdóttir, í
mastersnámi í kennilegri eðlis-
fræði hálfleiðara við Háskóla ís-
LIONSHREYFINGIN mun um
næstu helgi selja Túlipanamerki
hreyfingarinnar. Er þetta árleg
fjáröflunarhelgi hreyfingarinnar
til stuðnings forvarnastarfi í
þágu ungs fólks og er fyrsti laug-
ardaginn í maí nefndur af henni
Vímuvarnadagurinn. Sams kon-
ar fjáröflun á sér einnig stað á
hinum Norðurlöndunum. Tekjur
af sölu merkisins renna til styrkt-
ar Lions-Quest námsefninu en
það verkefni er unnið í samráði
við Námsgagnastofnun.
lands, Jóel Karl Friðriksson, nem-
andi við Menntaskólann í Reykja-
vík og Söngskólann í Reykjavík
og Sigurður Bjarki Gunnarsson
sem stundar leiklist við Manhatt-
ans School of Music i New York.
I dómnefndinni sem sáu um val
á styrkþegum voru: Dr. Gylfi Þ.
Gíslason, fyrrverandi ráðherra,
Vilhjálmur Vilhjálmsson, fráfar-
andi formaður Stúdentaráðs,
Sverrir Hermannsson, banka-
stjóri, Kjartan Gunnarsson, for-
maður bankaráðs og Kristín Rafn-
ar, starfsmannastjóri.
Náman, námsmannaþjónusta
Landsbankans, hefur á umliðnum
árum ótvírætt sannað gildi sitt.
Þjónustufulltrúar Landsbankans
leiðbeina og veita Námufélögum
alhliða ráðgjöf í fjármálum auk
þess að þjónusta þá með allt er
lýtur að nútíma banka viðskiptum,
segir í fréttatilkynningu.
Sala merkisins hefst á föstu-
dag og stendur fram á sunnudag.
Víða um land mun ungt fólk
bjóða merkin til sölu og hópar
þeirra njóta sölulaunanna eins
og t.d. í Iteykjavík þar sem.
íþróttafélögin taka að sér söluna.
Fyrsta merkinu veitti Olafur
Ragnar Grimsson, forseti ís-
lands, móttöku á Bessastöðum
lir hendi fjölumdæmissljóra Li-
onshreyfingarinnar, Laufeyjar
Jóhannsdóttur.
Erindi um sjón-
varpssamfélagið
DR. ÞORBJÖRN Broddason, grófess-
or í félagsfræði við Háskóla íslands,
flytur erindi um rannsóknir sínar á
vegum Félagsfræðingafélags íslands
miðvikudaginn 30. apríl kl. 20.30 í
stofu 201 í Odda, Háskóla íslands.
Þorbjörn byggir erindið á doktors-
ritgerð sinni „Television in Time“
sem hann hefur nýverið varið við
háskólann í Lundi í Svíþjóð. í erindi
sínu mun Þorbjörn taka fyrir sjón-
varpssamfélagið og koma inn á
rannsóknir sínar á börnum og fjöl-
miðlum sem ná aftur til 1968. Óllum
er heimill aðgangur.
Skemmti-
fundur FÍ
FERÐAFÉLAG íslands efnir til
skemmtifundar í kvöld, miðviku-
dagskvöldið 30. apríl, í sal sínum
að Mörkinni 6 kl. 20.30.
Þar verður myndasýning Ólafs
Sigurgeirssonar úr ferðum félagsins
en að sýningu lokinni verður stiginn
dans þar sem gömlu dansarnir verða
hafðir í hávegum.
Méð þessu er félagið að rifja upp
það form sem var á kvöldvökum
Ferðafélagsins fyrr á árum en tilefn-
ið er 70 ára afmæli félagsins.
Á fimmtudaginn 1. maí kl. 10.30
verður afmælisganga á Hengil en
fyrstu ferð sína þangað fór Ferðafé-
lagið árið 1931. Kl. 13 verður hella-
skoðunarferð í Arnarker og fleiri
hella í Leitahrauni og verða leiðbein-
endur frá Hellarannsóknarfélaginu
með í för. Brottför er frá BSÍ, aust-
anmegin og Mörkinni 6.
Nemendasýn-
ing á dansi
ÁRLEG nemendasýning Danssmiðju
Hermanns Ragnars verður haldin
fimmtudaginn 1. maí á Hótel íslandi
og hefst kl. 17.
Á sýningunni koma fram öll börn
og unglingar sem dansað hafa á
námskeiðum vetrarins í djassleik-
skólanum, barna- og samkvæmis-
dönsum og kántrýdönsum auk þess
sem nokkur pör úr fullorðinsflokkum
sýna sígilda samkvæmisdansa. Þetta
er uppskeruhátíð skólans sem haldin
hefur verið árlega frá árinu 1958.
Námskeið í kántrýdönsum hefst
miðvikudaginn 30. apríl í Dans-
smiðju Hermanns Ragnars. Boðið
verður upp á tíma bæði fyrir byijend-
ur og lengra komna.
Mjólkurdagar í
Flóabúinu
NÚ eru hafnir Mjólkurdagar Mjólk-
urbús Flóamanna og KÁ í verslunum
KÁ og munu þeir standa næstu tvær
vikur. Lögð er áhersla á að kynna
fýrir fólki allar framleiðsluvörur MBF
Fólk er hvatt til að koma í verslan-
ir KÁ og smakka á framleiðslu MBF
og fá uppskriftir.
FORSETA Islands afhent fyrsta merki Lionshreyfingarinnar. Frá
vinstri eru: Erla Lúðvíksdóttir, formaður Vímuvarnadagsnefnd-
ar, Ólafur Ragnar Grímsson, forseti íslands, Laufey Jóhannsdótt-
ir, fjölumdæmisstjóri, og Níels Árni Lund, kynningarsljóri.
Lionshreyfingin
Merkjasala um helgina