Morgunblaðið - 06.05.1997, Side 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 1997
MORGUNBLAÐiÐ
FRÉTTIR
Liðlega 100 milljóna króna skuldir hvíla á eignum Fáfnis á Þingeyri
Lánardrottnar íhuga
að leysa til sín eignirnar
Morgunblaðið/Þorkell
VERIÐ var að vinna við sögun á fisksteikum og pökkun þeirra í neytendaumbúðir
í frystihúsi Fáfnis á Þingeyri í gær.
HELSTU lánardrottnar Fáfnis hf.
á Þingeyri og Byggðastofnun eru
að kanna möguleika á að leysa til
sín helstu eignir félagsins. Hug-
myndin er að reyna að selja þær
sem fyrst en að öðrum kosti að
leigja þær til að koma starfsemi
aftur af stað.
Fáfnir hefur verið helsti vinnu-
veitandinn á Þingeyri, var stofnað-
ur upp úr frystihúsi Kaupfélags
Dýrfirðinga fyrir nokkrum árum.
Félagið hefur átt í rekstrarerfið-
leikum og lítil starfsemi verið þar
síðustu misserin. Því hefur fjöldi
fólks verið án vinnu. Á síðasta ári
var til umræðu að Fáfnir samein-
aðist öðrum sjávarútvegsfyrirtækj-
um á svæðinu, fyrirtækjum sem
síðar sameinuðust undir merkjum
Básafells, og var Byggðastofnun
þess hvetjandi. Af því varð ekki.
Guðmundur Malmquist, forstjóri
Byggðastofnunar, segir að vandi
Þingeyringa hafi síðan verið til
sérstakrar athugunar hjá stofnun-
inni og aðrar leiðir ræddar.
Ýmsir vi\ja kaupa eða leigja
Að frumkvæði Byggðastofnunar
hafa stærstu lánardrottnar Fáfnis,
Landsbanki íslands og Fiskveiða-
sjóður, tekið þátt í athugun á því
að leysa til sín helstu eignir Fáfn-
is. Er þar um að ræða frystihús
félagsins, fiskimjölsverksmiðju,
vélar í frystihúsi og fleira. Tilgang-
urinn er að halda þessum eignum
saman og reyna að selja þær aftur
sem fyrst. Guðmundur Malmquist
segir að ýmsir hafi sýnt áhuga á
að kaupa eignimar eða leigja en
ekki hafi fundist gmndvöllur til
að fá kaupendur til að greiða þær
liðlega 100 milljónir sem hvíla á
eignunum.
Landsbankinn og Fiskveiðasjóð-
ur eiga hvor um sig hátt í 50 millj-
ónir kr. inni hjá Fáfni og Byggða-
stofnun liðlega 10 milljónir kr. Þó
lánin séu með veðum í umræddum
eignum er ekki talið að eignirnar
standi undir þeim. Guðmundur
vildi ekkert um þetta segja, það
yrði að koma í ljós þegar eignirnar
fengju raunverulegt markaðsverð.
Líst ekki á rekstrarfélag
Fiskveiðasjóður hefur tekið þátt
í viðræðum lánardrottna Fáfnis.
„Ég veit ekki hvaða leið er vænleg-
ust, þetta er ekki auðleyst mál,“
segir Már Elísson, forstjóri Fisk-
veiðasjóðs. „Það skýrist vonandi í
vikunni hvort hægt verður að finna
viðunandi flöt.“
Ekki líst Má á stofnun rekstr-
arfélags, telur það neyðarbrauð.
Hann segir að Fiskveiðasjóður hafi
fyrsta veðrétt fyrir meginhluta
krafna sinna og sé því í annarri
stöðu en aðrir kröfuhafar, auk
þess sem sjóðurinn hafi ekki sömu
heimildir og bankarnir til að taka
þátt í stofnun og rekstri rekstrarfé-
laga.
Rætt á fundi stjórnar
Byggðastofnunar
Málefni Þingeyrar verða til um-
fjöllunar á fundi stjórnar Byggða-
stofnunar í dag. „Þetta yrði áfangi
á leið en íjárhagsvandinn er ekki
leystur,“ segir Guðmundur
Malmquist þegar hann er spurður
um framtíð Fáfnis hf. og aðaleig-
anda þess, Kaupfélags Dýrfirð-
inga.
Ung stúlka
lést í Bláa
lóninu
STÚLKA á 18. ári lést í Bláa lóninu
snemma á sunnudagsmorgun af
slysförum. Stúlkan hafði komið um
klukkan fimm um nóttina á svæðið
ásamt þremur ungmennum öðrum
og ætluðu þau að synda í lóninu.
Svo virðist sem stúlkan hafi orðið
viðskila við félaga sína, en svalt var
í veðri og mikil gufa yfir lóninu sam-
kvæmt upplýsingum frá lögreglu.
Voru ungmennin í mjög heitu vatni.
Eftir nokkra stund hófu hin leit
að henni en hún bar engan árangur.
Þá var lögreglan í Grindavík kölluð
til og fannst stúlkan um hádegi á
sunnudag, látin. Talið er fullvíst að
um slys hafi verið að ræða.
Nokkur dæmi eru um dauðsföll í
Bláa lóninu á seinustu árum, að sögn
Johns Hill rannsóknarlögreglu-
manns í Keflavík. „Þetta er hræði-
legt slys og því miður virðist vera
að ungmenni hafi stundað það að
baða sig í Bláa lóninu að næturlagi.
Girðing umhverfis svæðið hefur leg-
ið niðri að hluta alllengi, þannig að
auðvelt hefur verið að komast inn á
svæðið, kannski of auðvelt þótt fólk
láti slíkar hindranir sjaldnast stöðva
sig. Engin næturvarsla er við svæð-
ið svo mér sé kunnugt um, sem ég
myndi telja eðlilegt, bæði vegna
þessara nætursundferða og verð-
mæta á svæðinu,“ segir John.
Stúlkan sem lést hét Jóna Sjöfn
Ægisdóttir, til heimilis að Hraun-
kambi 4 í Hafnarfirði. Hún hefði
orðið átján ára í júlí.
Niðurstöður könnunar á afstöðu til lífeyrismála
80% vilja valfrelsi
um lífeyrissjóð
Forsætisráðherra um hvalveiðar
Markaður verður
að vera fyrir hendi
TÆPLEGA 26% svarenda sem af-
stöðu tóku í nýrri skoðanakönnun
ÍM Gallup eru fylgjandi skylduaðild
að ákveðnum lífeyrissjóðum en
meirihlutinn eða um 62% er henni
andvígur. Samkvæmt könnuninni
Ný verk-
smiðja Delta
fyrir 800
milljónir
LYFJAFYRIRTÆKIÐ Delta hf.
hefur hafið byggingu nýrrar 5.000
fermetra verksmiðju á lóð sinni í
Hafnarfirði. Áætlaður kostnaður
við þessa fjárfestingu er 800 millj-
ónir króna, að því er fram kemur
í grein í nýjasta hefti Lyfjatíðinda.
Gert er ráð fyrir að nýja verk-
smiðjuhúsið verði tekið í notkun
eftir ár. Afkastagetan í núverandi
verksmiðju Delta er 200 til 250
milljónir taflna á ári, en með til-
komu nýja hússins eykst hún í 1.200
til 1.300 milljónir taflna.
vilja rúmlega 80% fá að velja í hvaða
lífeyrissjóð iðgjöld þeirra eru
greidd, en tæplega 20% telja það
ekki skipta máli.
í könnuninni sem gerð var fyrir
Verslunarráð íslands dagana 25.
apríl til 2. maí, var lögð eftirfar-
andi spurning fyrir þátttakendur:
„Ertu fylgjandi eða andvíg(ur)
skylduaðild að ákveðnum lífeyris-
sjóðum eins og nú er, þar sem fólk
verður að vera í ákveðnum lífeyris-
sjóði? (T.d. verða verslunarmenn að
vera í lífeyrissjóði verslunar-
manna.)“ Niðurstöðurnar urðu þær
að 37,8% sögðust vera því mjög
andvígir og 24,3% fremur andvígir.
11,2% sögðust vera mjög fylgjandi
skylduaðild og 14,6% fremur fylgj-
andi. 12,1% kváðust vera hlutlaus-
ir. Töluverð breyting hefur orðið á
afstöðu til þessara mála frá sam-
bærilegri könnun í júní 1994 en þá
voru tæplega 21% fylgjandi skyldu-
aðild en 73,7% andvígir.
Karlar fremur fylgjandi
skylduaðild en konur
Fram kom í könnuninni að karlar
eru fremur fylgjandi skylduaðild en
konur og þeir tekjulægri fremur en
hinir tekjuhærri. Þá er elsti hópur-
inn í meira mæli fylgjandi skylduað-
ild en fólk á aldrinum 25 til 54 ára.
í könnuninni var einnig spurt:
„ Vilt þú fá að velja í hvaða lífeyris-
sjóð iðgjöld þín eru greidd eða fmnst
þér það ekki skipta máli?“ Niður-
stöður urðu þær að 80,3% sögðu
að þeir vildu fá að velja í hvaða líf-
eyrissjóð iðgjöldin eru greidd en
19,7% töldu það ekki skipta máli.
5,7% tóku ekki afstöðu. Þegar spurt
var um sama atriði í könnun fyrir
ári vildu fleiri en nú ráða því í hvaða
lífeyrissjóð þeir greiddu, eða 87%.
13% töldu það ekki skipta máli.
Stuðning við valfrelsi einkum
að finna í aldurshópi 25-44 ára
Við greiningu á svörum þátttak-
enda með tilliti til aldurs, búsetu
og tekna kom í ljós að höfuðborg-
arbúar og hinir tekjuhærri vilja í
meira mæli fá að velja í hvaða líf-
eyrissjóð iðgjöld þeirra eru greidd
en aðrir hópar. Einnig kom í ljós
mun meiri áhugi á að fá að ráða því
í hvaða sjóð iðgjöld eru greidd með-
al fólks á aldrinum 25-44 ára en
fólks á öðrum aldri.
Heildarfjöldi í úrtakinu var
1.168, 819 svöruðu í könnuninni
eða 72,5%.
DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra
segir að álit þingnefndar sem fjallað
hefur um möguleika á hvalveiðum
verði afgreitt úr ríkisstjórn á morg-
un, en ekki verði tekin ákvörðun þá
um hvort gengið verði í Alþjóðahval-
veiðiráðið. Hann segir að hvalveiðar
verði ekki leyfðar á ný fyrr en ljóst
sé að markaður sé fyrir afurðirnar,
en Japanir hafi tekið skýrt fram að
þeir geti ekki keypt hvalaafurðir af
Islendingum nema þeir gangi í Al-
þjóðahvalveiðiráðið. Þetta kom fram
í svari ráðherra við fyrirspurn Guð-
mundar Áma Stefánssonar, þing-
flokki jafnaðarmanna, á Alþingi.
Guðmundur Árni sagðist ósáttur
við að markaðsmöguleikar einir
TVEIMUR Þjóðveijum, sem lögðu
upp í göngu á Vatnajökli á sunnu-
dagsmorgun, var bjargað ofan af
jöklinum í gær. Þeir sendu út neyðar-
kall eftir hádegi í gær. Þeir höfðu
áður óskað eftir að vera sóttir, en
mjög hvasst var á þessum slóðum
og skafrenningur. Starfsmenn
Jöklaferða á Höfn voru komnir áleið-
is til mannanna þegar neyðarkallið
barst og fundu þá fljótlega. Þeir
fluttu mennina til Hafnar í Horna-
firði heila á húfi.
Mennirnir eru báðir vanir fjalla-
væru látnir ráða því hvort hvalveiðar
yrðu hafnar að nýju. Hann sagði
meginatriðið hvar mörkin væru sett
varðandi nýtingu á sjávarauðlindum.
Hjörleifur Guttormsson gagn-
rýndi sjávarútvegsráðherra fyrir
meðferð hans á hvalveiðimálum og
sagði að mátt hefði hefja takmarkað-
ar hvalveiðar fyrir nokkrum árum
til að leggja áherslu á kröfur íslands.
Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs-
ráðherra sagði að vegna erfiðra
deilna og samninga sem íslendingar
hefðu staðið í vegna ýmissa fiski-
stofna hefði ákvörðun um hvalveiðar
verið frestað.
■ Áfram óvissa/37
ferðum. Samkvæmt upplýsingum frá
Flugbjörgunarsveitinni í Reykjavík
barst tilkynning frá Þjóðveijunum í
gærmorgun um að þeir ætluðu að
breyta áætlun sinni. Skömmu síðar
óskuðu þeir eftir að vera sóttir, en
eftir hádegi barst neyðarkallið. Fár-
viðri var þá á jöklinum og höfðu
mennimir m.a. misst tjald sitt.
Mennirnir voru með staðsetning-
artæki frá Flugbjörgunarsveitinni,
en í gegnum það er hægt að senda
ákveðin merki um breytingu á áætl-
un, óskir um aðstoð eða neyðarkall.
Bjargað af Vatnajökli