Morgunblaðið - 06.05.1997, Page 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Köfun niður að flaki skelfiskbátsins Æsu hefst á morgun að óbreyttu
Verkið talið taka fimm daga
Báturínn liggur
á um 70 m dýpi
ildir
sem jafngildir
u.þ.b. hœbinni á
Hallgrímskirkju-
turninum (76m)
70m-
60 —
50 —
40 —
30 —
20—
10 —
iil
/jft
Morgunblaðið/RAX
KAFARAR athuga útbúnaÖ sinn, áöur en haldið var frá Reykjavík.
Sex breskir
kafarar
til landsins
VARÐSKIPIÐ Óðinn hélt úr höfn
síðdegis í gær áleiðis til Arnar-
fjarðar þar sem kafa á niður að
skelfiskbátnum Æsu sem sökk þar
síðastliðið sumar með tvo menn
innanborðs.
Sex breskir kafarar komu hing-
að til lands í fyrradag ásamt mikl-
um búnaði og munu þeir kafa að
flakinu, reyna að bjarga líkamsleif-
um skipverjanna af Æsu og gera
athuganir fyrir Rannsóknanefnd
sjóslysa.
Kafað níu sinnum
Mikael R. Ólafsson yfírmaður
köfunar hjá Landhelgisgæslunni
segir að búast megi við að köfun
hefjist á morgun og verði engar
óvæntar tafir á verkinu vegna veð-
urs eða annarra ástæðna, sé reikn-
að með að það taki fímm daga. Á
þeim tíma er áætlað að kafa níu
sinnum niður að Æsu. Flakið ligg-
ur á ríflega 70 metra dýpi utarlega
í Amarfírði.
„Þetta er í raun einfalt verkefni
út frá forsendum köfunar, en um-
talsverður kostnaður er vegna
leigu tækja og launa kafara sem
framkvæma slíkt verk og sá kostn-
aður hefur staðið í mönnum," seg-
ir Mikael. „Aðeins þrír íslendingar
hafa lært djúpköfun með blönduð-
um lofttegundum og ég er sá eini
sem er búsettur hérlendis. Hinir
unnu í Norðursjónum meðan gull-
aldartíð olíuvinnslu stóð þar hæst
og gerðu það gott, þannig að þeir
þurfa litlar áhyggjur að hafa af
fjármálunum. Þess vegna þurfum
við að leita til útlendinga til að
framkvæma verkefni sem þetta.“
Kafaðí
heitavatnsgöllum
Bresku kafaramir munu annast
köfunina og fer hún fram með
aðfluttu lofti og er hlífðarbúnaður
kafaranna svo kallaðir heitavatns-
gallar. Hituðum sjó er dælt niður
til þeirra til að halda uppi eðlilegum
líkamshita.
„Við köfun með þessum loftteg-
undum missa kafarar mikinn hita
með önduninni og án heitavatns-
gallanna myndu þeir einfaldlega
krókna. Sjávarhitinn er ekki
vandamálið, heldur það að mólek-
úlastærðin á lofttegundunum sem
kafaramir anda að sér er mjög lít-
il. Hvert mólekúl tekur með sér
ákveðna hitaeiningu og eftir því
sem þær eru fleiri því kaldara verð-
ur kafaranum," segir Mikael.
Tækjabúnaður kafaranna er
mikill að umfangi, að hans sögn,
og eru tvö til þrjú eintök af hverju
tæki, skyldi eitthvert þeirra bila.
Meðal annars hafa þeir meðferðis
neðansjávarmyndavél og annað
það sem þeir nota við rannsóknina
á flakinu.
„Mörg þessara tækja eru ekki
til hérlendis og auk þess var talið
eðlilegt að fyrirtækið sem útvegar
þessa menn legði einnig til allan
búnað,“ segir Mikael. Auk skips
og áhafnar leggur Landhelgis-
gæslan til afþrýstiklefa sem notað-
ur er við köfunina og er Mikael
neyðarliði fyrir klefann, gangi eitt-
hvað úrskeiðis.
IVflög reyndir
kafarar
„Við komum ekkert nálægt köf-
uninni sem slíkri, en um Ieið og
hún hefst heyri ég undir breska
köfunarformanninn og verð til taks
ef eitthvað kemur upp á. Að öðru
leyti sjá þeir alfarið um það starf
sem óskað er eftir, enda hafa þess-
ir menn umtalsverðan starfsaldur
og reynslu," segir hann.
Auk athugunar á skipinu neðan-
sjávar á að reyna að sækja plóg
Æsu til að rannsaka hann frekar.
Kerskáli Norðuráls
Samið
við Istak
NORÐURÁL hf. hefur ákveðið
að ganga til samninga við ístak
um fyrstu steypuframkvæmdir
við fyrirhugað álver á Grund-
artanga. Fyrirtækið hefur tek-
ið þessa ákvörðun í framhaldi
af lokuðu útboði í síðasta mán-
uði.
Um er að ræða 17.000 rúm-
metra af steinsteypu í kerskála
og nemur áætlaður kostnaður
við verkið um 600 milljónum.
Gert er ráð fyrir að vinna
við verkið hefjist upp úr miðjum
maí að því tilskildu að þá liggi
fyrir samþykki Alþingis um ál-
ver Norðuráls hf. á Grundar-
tanga. Áætluð verklok sam-
kvæmt útboðsgögnum eru um
miðjan desember á þessu ári.
320 sækja
um 400
milljóna
styrki
STJÓRN Byggðastofnunar
fjallar á fundi sínum í dag um
umsóknir um styrki vegna þró-
unar atvinnulífs á landsbyggð-
inni. Stofnunin fékk umsóknir
um styrki að fjárhæð alls um
400 milljónir kr. frá 320 aðilum
en hefur um 50 milljónir til
ráðstöfunar í þessu skyni.
f auglýsingu var tekið fram
að styrkir yrðu einungis veittir
til verkefna á svæðum sem
skilgreind hafa verið sem
starfssvæði Byggðastofnunar.
Svæði sem sérstaklega eru háð
sauðíjárrækt og þar sem
byggð er í hættu áttu að njóta
forgangs. Jafnframt var sagt
að ekki yrði greitt fyrir nema
hluta af kostnaði, hlutur opin-
berra aðila mætti ekki vera
hærri en 45% þar sem um fjár-
festingar væri að ræða en 50%
í verkefnum sem hefðu ai-
mennara gildi.
Löndun úr togaranum
Orra ekki stöðvuð
LANDAÐ var úr frystitogaranum
Orra frá ísafirði í Hafnarfírði í gær
þrátt fyrir ósk Alþýðusambands
Vestfjarða að verkamannafélög
gripu ekki inn í verk sem væru
unnin vestra meðan verkfall félaga
innan ASV stendur á Vestfjörðum.
Verkamannasamband íslands
hefur komið þessum tilmælum á
framfæri við aðildarfélög sín. Björn
Grétar Sveinsson formaður VMSÍ
segir að sambandið geti aðeins sent
tilmæli til félaga, sem taki sjálf
ákvörðun um viðbrögð við þeim.
Þórarinn Þórarinsson fram-
kvæmdastjóri VSÍ sagðist undrast
þessa ósk. Yrðu tafir eða truflanir
á löndun vestfírskra veiðiskipa hér
syðra myndi VSÍ kalla VMSÍ til
fjárhagslegrar ábyrgðar. Sagði
hann félög geta efnt til samúðarað-
gerða en þær yrði að boða með
sama hætti og sama fyrirvara og
verkfall.
Arnar Kristinsson framkvæmda-
stjóri Básafells sem gerir út Orra
sagði að togarinn hefði verið látinn
koma inn til Hafnarfjarðar þar sem
umbúðir vantaði um borð. Hann
hefði verið með um 140 tonn af
físki og gæti aflað upp í um 300
tonn og því hefði togaranum verið
stefnt á veiðar á ný hefði löndun
ekki verið leyfð. Löndun var langt
komin í gærkvöld og er ráðgert að
senda skipið á veiðar í kvöld.
Giæsilegt úrval af sumarjökkum frá
SKILA, ETAGE OG
TOKKA TRIBE
ÚTILÍF
CLÆSIBÆ ÁLFHEIMUM 74 ■ S/M/ 5B1 2922
Ferðaáætlun íslensku Everestfaranna liggur fyrir
Stefna að því að vera
á toppnum á sunnudag
ÍSLENSKU Everestfararnir
stefna að því að leggja af stað í
lokaáfangann á fimmtudag og
er markmið þeirra að standa á
toppi Everest nk. sunnudag.
Hallgrímur Magnússon segir að
þessi ferðaáætlun kunni að rask-
ast. Veðrið við topp fjallsins sé
slæmt og ekki verði hægt að fara
þangað upp nema að það lagist.
Hallgrímur kom frá Dingboc-
he upp í grunnbúðir á sunnudag
og hitti þar félaga sína, Einar
K. Stefánsson og Björn Ólafsson.
Þá voru liðnir 16 dagar síðan
félagarnir hittust allir þrír sam-
an, en veikindi ollu því að þeir
gátu ekki verið upp í fjallinu á
sama tíma. Hallgrímur sagði hins
vegar að núna væri heilsa þeirra
allra góð og þeir væru tilbúnir
til að takast á við tindinn sameig-
inlega eins og upphaflega var
ráðgert.
Leiðangrinum sem Islending-
arnir eru í hefur verið skipt í
tvennt. Fjórir vestrænir fjall-
göngumenn lögðu af stað í dag
undir forystu Johns Tinkers leið-
angursstjóra. Með í för eru þrír
Sherpar. Bjöm, Einar og Hall-
grímur leggja síðan af stað á
fimmtudag ásamt þremur Sherp-
um. Markmið þeirra er að vera
á toppnum á sunnudag.
Slæmt veðurútlit
Hallgrímur sagði að veðurút-
litið væri ekki gott þessa stund-
ina. Það væri mjög hvasst upp
við toppinn, líklega nálægt 10
vindstigum. Veðurspáin frá því í
gær gæfi ekki tilefni til bjart-
sýni. Það væri hins vegar erfitt
að spá með öryggi fyrir um veð-
ur á þessum slóðum. Það tæki
menn fjóra daga að komast á
toppinn frá því að lagt væri af
stað úr grunnbúðum og ýmislegt
gæti gerst í veðurfari á þeim
tíma eins og íslendingar þekktu
manna best. Menn myndu því
fara af stað og sjá til hvort að-
stæður væru til að fara á toppinn
í þessari viku.
Um helgina var nokkurs konar
hátíð hjá íslendingunum því að
þá kom þyrla upp í grunnbúðir
með pakka frá Islandi. í pökkun-
um var rafmagnsbúnaður sem
leiðangursmenn þurftu á að
halda, en einnig lesefni, m.a.
Morgunblaðið. I pökkunum voru
einnig hálstöflur, sælgæti, kaffi
og reyktur lax, sem félagarnir
voru afar ánægðir með að fá.
Sjá Everestsíðu Morgunblaðsins:
http:// www.mbl.is/everest/
L