Morgunblaðið - 06.05.1997, Qupperneq 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Forseti íslands um heimsókn sína
í Suður-Þingeyjarsýslu
Fróðleg heim-
sókn og hlýjar
móttökur
HEIMSÓKN forseta íslands, herra
Ólafs Ragnars Grímssonar, og eig-
inkonu hans, Guðrúnar Katrínar
Þorbergsdóttur, til Suður-Þingeyj-
arsýslu lauk við Goðafoss síðdegis
á sunnudag. „Okkur hjónum fannst
heimsóknin afar fróðleg, margt
lærdómsríkt og hvarvetna frábærar
móttökur og hlýjar og gestrisnin
einstök," sagði forseti í samtali við
Morgunblaðið í gær.
„Tvennt ber einkum hæst,“ sagði
forseti ennfremur. „Annars vegar
að kynnast nýsköpun í skólum víða
í sýslunni, bæði á Húsavík og í
skólum í fámennari sveitahreppum.
Þar er lögð áhersla á sjálfstæða list-
sköpun og þroska nemenda ásamt
hagnýtingu nýjustu tækni í upplýs-
ingamiðlun. Þá má nefna frábæra
kóra og tónlistarfólk, til dæmis í
einum skólanum í fámennum hreppi
þar sem yfir 20 nemendur voru að
semja tónverk á eigin vegum.
Hitt atriðið eru framtakssemi,
hugmyndaauðgi og nýjungar sem
einkenna atvinnulífið í héraðinu,"
sagði forseti ennfremur og átti þar
við nýtt fyrirtæki á Húsavík sem
flytur inn tijáboli frá Bandaríkjun-
um og þurrkar til útflutnings, ann-
að fyrirtæki í sýslunni sem þurrkar
og vinnur loðnu, nýjungar í mat-
vælaiðnaði, m.a. kjötvinnslu og
ostaframleiðslu.
Kerti og tólg í Bárðardal
„Einnig var merkilegt að heim-
sækja Bárðardalinn og kynnast því
að á einum sveitabænum er farið
að vinna kerti úr tólg og hamsatólg
í svo miklum mæli að sækja verður
hráefni allt til Austurlands þar sem
það hrekkur ekki til sem í sýslunni
fæst.
Þetta eru bara nokkur dæmi sem
sýna að í Suður-Þingeyjarsýslu fer
fram fjölþætt nýsköpunarstarf.
Þetta undirstrikar þá sýn að það
er ekki bara hér á suðvesturhorninu
eða i einhveijum formlegum stofn-
unum eða stórfyrirtækjum sem slíkt
nýsköpunarstarf fer fram heldur á
sveitabæ, í sveitaskóla, sjávarút-
vegsfyrirtæki í sveit, nýju iðnfyrir-
tæki á Húsavík. Þar er verið að
ryðja algjörlega nýjar brautir í ís-
lensku atvinnulífí sem geta haft
stórkostleg áhrif ef þær endurspegl-
ast annars staðar.
Allt þetta myndaði þá heildar-
mynd að það er ekki aðeins byggt
á fornri frægð í sýslunni heldur
geijast þar hlutir sem geta orðið
afdrifaríkir á komandi árum,“ sagði
Ólafur Ragnar Grímsson að lokum.
Á samkomu í íþróttahúsinu í
Laugum síðdegis á laugardag af-
henti forseti fimm ungmennum við-
urkenningarskjölin Hvatningu for-
seta íslands til ungra íslendinga.
Þau eru: Jóhanna Gunnarsdóttir,
19 ára frá Húsavík, fyrir góðan
árangur við undirbúning stúdents-
prófs á tveimur brautum samtímis;
Inga Gerður Pétursdóttir í Reykja-
hlíð, 14 ára, en hún er fulltrúi hóps
ungra stúlkna er æft hefur glímu
með góðum árangri; Kristján Þór
Magnússon, 18 ára frá Húsavík,
en hann hefur verið mjög virkur í
félagsmálum og leiklist ásamt því
að sýna góðan námsárangur; Þórey
Kristín Aðalsteinsdóttir Fellshlíð
Reykdælahreppi, 15 ára, og er hún
fulltrúi nemenda Litlulaugaskóla
sem sýnt hafa einbeitni, atorku og
hæfileika við að byggja upp góðan
skólakór og Lára Sóley Jóhanns-
dóttir, 15 ára frá Húsavík, sem
Morgunblaðið/Baldvin Björnsson
FORSETAHJÓNIN, sýslumaður og fulltrúar sveitarfélaga í Suður-Þingeyjarsýslu eru hér við Goða-
foss er heimsókn forseta í sýsluna lauk síðdegis á sunnudag.
Morgunblaðið/Ásdís
FORSETI íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, ásamt fimm
ungmennum sem hann heiðraði en þau eru frá vinstri: Jóhanna
Gunnarsdóttir, Inga Gerða Pétursdóttir, Kristján Þór Magnús-
son, Þórey Kristín Aðalsteinsdóttir og Lára Sóley Jóhannsdóttir.
sýnt hefur færni og áhuga í tón-
listarnámi.
Á siðasta degi heimsóknarinnar
fóru forsetahjónin að Vöglum og
kynntu sér skógræktina þar, héldu
síðan í Bárðardalinn, skoðuðu með-
al annars Lundarbrekkukirkju og
snæddu hádegisverð í boði Bárð-
dælahrepps. Heimsóknin endaði við
Goðafoss þar sem gestirnir litu
meðal annars inn hjá handverks-
konum milli heiða.
Vín og
tóbak
hækkar
ÁFENGIS- og tóbaksverslun
ríkisins gaf í gær út nýja verð-
skrá og samkvæmt henni
hækkar áfengi að meðaltali um
0,54% miðað við sölu síðustu
12 mánaða og tóbak hækkar í
heildsölu um 1,25% að meðal-
tali miðað við selt magn frá
apríl 1996 til mars 1997. Þá
hófst í gær sala á bjór í dósum
í stykkjatali hjá ÁTVR.
Áð sögn Bjarna Þorsteins-
sonar, forstöðumanns hjá
ÁTVR, er hækkunin á verði
áfengis og tóbaks vegna aðlög-
unar að breyttu gengi.
í verðskránni er tilgreint lág-
marksverð á tóbaki í smásölu
þar sem miðað er við 14%
álagningu. Smásölum er
óheimilt að selja tóbak undir
þessu lágmarksverði, en hins
vegar er þeim fijálst að selja á
hærra verði.
Ásókn í byggingarlóðir við Korpálfsstaði
Borgarráð
fjallar um
umsóknir
í dag
BORGARRÁÐ fjallar væntanlega í
dag um umsóknir um lóðir í Staða-
hverfí við Korpúlfsstaði, en frá því
byijað var að taka við umsóknum
um lóðirnar síðastliðinn föstudag
hefur verið sótt um rúmlega 30 af
53 einbýlishúsaióðum í hverfinu. Þá
er um að ræða 20 raðhúsalóðir og
7 fjölbýlishúsalóðir og að sögn Ág-
ústs Jónssonar, skrifstofustjóra
borgarverkfræðings, hafa borist
umsóknir um þær allar.
Biðröð umsækjenda um lóðirnar
byijaði að myndast fyrir utan skrif-
stofu borgarverkfræðings snemma
að morgni 1. maí, en að sögn Ág-
ústs eru þess dæmi að fólk hafí áður
beðið næturlangt til að koma lóð-
aumsóknum sínum til skila.
„Þetta er hins vegar mjög spenn-
andi svæði, að ég tali nú ekki um
fyrir golfara, því golfvöllurinn liggur
allt i kringum hverfið, og svo höfðar
þetta til útivistarfólks þar sem þetta
er mjög skemmtilegt útivistarsvæði.
Þar að auki er þetta í fyrsta sinn í
nokkur ár sem gefst kostur á svona
mörgum húsum á einni hæð,“ sagði
Ágúst.
LEIRVOGUR
I I Einbýlishúsalóðir
í I Raðhúsalóðir
I I Fjölbýlishúsalóðir
! i Verslanir og stofnanir
I I Golfvallarbrautir
V Leirvogs-\
hólmi \
Staðahverfi í Reykjavík
Síðustu handritin koma
SÍÐASTA meginsending íslenskra
handrita frá Danmörku er vænt-
anleg hingað til lands með danska
varðskipinu Vædderen í dag en
skipið ber sama nafn og það varð-
skip sem kom með Flateyjarbók
og Konungsbók eddukvæða, síð-
asta dag vetrar árið 1971.
í sendingunni eru síðustu ís-
lensku fornbréfin úr Árnasafni,
nálægt 160 bréf, sem mörg hafa
ekki verið prentuð. í sendingunni
eru einnig 8 handrit, flest skinn-
handrit. Það elsta þeirra er frá
14. öld og hefur m.a. að geyma
Guðmundar sögu góða, annað er
skrifað í Strandasýslu um 1500
og í því eru Bárðar saga, Víglund-
ar saga og Grettis saga. Saga
heilagrar Margrétar er í handriti
frá fyrri hluta 15. aldar, sem
maður hefur skrifað fyrir dóttur
sína, en návist við Margrétar sögu
þótti duga konum vel í barn-
snauð.
Formlega lýkur afhendingu
handritanna með afhendingu
tveggja handrita að morgni
fimmtudagsins 19. júní við setn-
ingu tveggja daga máljþings um
handrit.sem stofnun Arna Magnú-
sonar á íslandi stendur fyrir.
Vegagerðin skoðar
Suðurstrandarveg
VEGAGERÐIN er að kanna hvert
væri heppilegasta stæði fyrir veg
milli Grindavíkur og Þorlákshafnar,
svokallaðan Suðurstrandarveg. Jón
Rögnvaldsson, aðstoðarvegamála-
stjóri, segir málið komið skammt á
veg- , .
Jón Gunnar Stefánsson, bæjar-
stjóri í Grindavík, sagði í Morgun-
blaðinu á laugardag að í stað þess
að tvöfalda Reykjanesbraut væri
nær að leggja Suðurstrandarveg, því
hann myndi létta mjög umferðar-
þunga af Reykjanesbraut.
„Þama liggur vegur, en mjög lé-
legur,“ sagði Jón Rögnvaldsson.
„Við höfum verið að kanna hugsan-
lega vegagerð og meðal annars
kynnt málið fulltrúum Náttúru-
verndar. Hins vegar er ekki farið
að huga að umhverfismati eða öðr-
um þáttum. Þá hefur ekki verið veitt
fé til verksins og það er enn ekki
til áætlun um hvenær vegurinn yrði
lagður. Nú er hins vegar unnið að
gerð nýrrar vegaáætlunar og við
munum gera þingmönnum grein fyr-
ir stöðu mála. Það er þeirra að
ákveða hvort tillaga verður gerð um
Suðurstrandarveg."