Morgunblaðið - 06.05.1997, Síða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Davíð Oddsson um tengsl Islands og Evrópusambandsins
Ekki hægt að
svara spurningu
um aðild í eitt
skipti fyrir öll
vinnu á Hótel Sögu, ásamt Jóni Hákoni Magnússyni, formanni SVS.
Morgunblaðið/Golli
DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra á fundi Samtaka um vestræna sam-
DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra
sagði í ræðu sinni um utanríkismál
á fundi Samtaka um vestræna
samvinnu á laugardag að ekki
væri hægt að svara spumingu um
aðild Islands að Evrópusamband-
inu í eitt skipti fyrir öll.
„Með EES-samningnum njóta
íslendingar takmarkalauss að-
gangs að innri markaði Evrópu-
sambandsins. Engir brýnir hags-
munir íslands kalla því á aðilda-
rumsókn nú fremur en fyrir fimm
árum þegar ákveðið var að taka
ekki boði ESB til EFTA-ríkjanna
um aðild,“ sagði Davíð í ræðu sinni.
Aðild að ESB ekki
eftirsóknarverð
Hann sagði að aðild að ESB
væri af þessum sökum ekki eftir-
sóknarverð. „En spurningu um
aðild er þó aldrei hægt að svara í
eitt skipti fyrir öll. Evrópusam-
bandið er annað í dag en í gær
og mun taka örum breytingum.
Um þessar mundir virðist því mið-
ur allt stefna þar í aukin völd mið-
stýrðrar Evrópu og aukið áhrifa-
leysi einstakra ríkja um eigin mál.
Meðan sú er raunin aukast ekki
líkur á að íslendingar sýni aðild
mikinn áhuga. En ef sambandið
tæki að þróast í aðra átt myndi
sú afstaða sjálfsagt breytast. Það
er sem sagt ekki hægt að svara
spurningunni um aðild eða ekki
aðild með algildu svari sem nær
langt inn í framtíðina," sagði Dav-
íð.
Forsætisráðherra sagði að hug-
sjónin að baki ESB væri mikilvæg,
en það hefði verið gagnrýnt að í
samrunaþróuninni hefði þess ekki
verið gætt nægilega að taka tillit
til almenningsálitsins og hafa þjóð-
irnar með í för, heldur réði fjar-
lægt miðstjórnarvald of miklu.
Ekki sátt um veiklun
þjóðríkisins
„Ég deili áhyggjum þessara
gagnrýnenda. Evrópuþjóðirnar
hafa ekki sætt sig við þá veiklun
þjóðríkisins, sem sumum áköfum
samrunamönnum þykir ekki til-
tökumál. Ef almenningur í Evrópu-
löndunum vaknar skyndilega upp
við að pólitískir skrifstofumenn
hafa stigið fleiri og stærri skref í
slíkum efnum en fólk hafði al-
mennt gert sér grein fyrir, er hætt
við að viðbrögðin og afleiðingarnar
gætu orðið sársaukafullar,“ sagði
Davíð. „Náið samstarf og sam-
vinna Evrópuríkja er afar þýðing-
armikil og störf og tilvist Evrópu-
sambandsins hefur haft margvís-
leg jákvæð áhrif í álfunni. Á með-
an það er til fyrir þjóðimar sem
álfuna mynda er engin hætta á
ferðum, þvert á móti. En um leið
og þeir ná endanlega yfirhöndinni
sem trúa því að þjóðirnar séu til
fyrir Evrópusambandið, þá er
íjandinn laus.“
Davíð ræddi um hugmyndir á
ríkjaráðstefnu ESB, um að sam-
eina Vestur-Evrópusambandið og
ESB í áföngum. „Enginn þeirra
sem mælt hafa með því á ríkjaráð-
stefnu ESB að Vestur-Evrópusam-
bandið verði fært undir ákvörðun-
arvald ESB ætlar sér þar með að
veikja tengslin við Bandaríkin, en
sú hætta er eftir sem áður fyrir
hendi," sagði hann. „Nú er útlit
fyrir að þessar tillögur dagi uppi
á ríkjaráðstefnunni en þær virðast
dæmi um hvernig skammtímasjón-
armið i öryggismálapólitík ein-
stakra ESB-ríkja geta til lengri
tíma valdið skaða. Því þarf áfram
að hafa vökul augu á þessu máli.“
Börðu
mann
með
kylfum
TVEIR menn vopnaðir hafna-
boltakylfum brutu upp dyr í
húsi í Austurborginni, eftir að
hafa barið húsið utan, skömmu
eftir klukkan eitt aðfaranótt
sunnudags.
Húsráðendur vöknuðu við
gauraganginn og skömmu síð-
ar brutu mennirnir rúðu í úti-
hurð og réðust að húsráðanda
og syni hans.
Mennirnir hlupu síðan á
brott, en sonur húsráðanda var
fluttur á slysadeild með minni-
háttar áverka eftir barsmíðar.
Talið er að um sé að ræða
óuppgerðar sakir á milli ein-
staklinga sem þekkjast, sam-
kvæmt upplýsingum frá lög-
reglu í Reykjavík. Vitað er
hveijir áttu hlut að máli.
Skutu á fólk
með loftbyssu
Sömu nótt gerðu nokkrir
piltar sér það að leik að skjóta
með loftbyssu á skilti og veg-
farendur í miðborginni. Engin
meiðsl urðu á fólki sem fyrir
þessu varð.
Þeir voru stöðvaðir í Skip-
holti skömmu síðar og færðir
á lögreglustöð. Lagt var hald
á loftbyssuna og þijá hnífa.
BUSETI
Búseturéttur til sölu
umsóknarfrestur til 12. maí
2ja herb.
Berjarimi 1-7, Reykjavík
66m2 íbúð Félagslegt lán
Búseturéttur kr. 1.000.579
Búsetugjald kr. 35.369
Eiðismýri 26, Seltjarnarnesi
59m2 íbúð 30% Almennt lán
Búseturéttur kr. 2.179.540
Búsetugjald kr. 35.516
Eiðismýri 26, Seltjarnarnesi
59m2 íbúð 10% Almennt lán
Búseturéttur kr. 939.331
Búsetugjald kr. 44.516
Skólavörðustígur 20
65m2 íbúð 30% Almennt lán
Búseturéttur kr. 2.482.896
Búsetugjald kr. 35.549
Skólatún 1, Bessastaðarhrepp
69m2 íbúð Félagslegt lán
Búseturéttur kr. 598.864
Búsetugjald kr. 24.066
Bæjarholt 9, Hafnarfirði
73m2 íbúð Félagslegt lán
Búseturéttur kr. 830.967
Búsetugjald kr. 29.598
Dvergholt 1, Bessastaðarhrepp
72m2 íbúð Félagslegt lán
Búseturéttur kr. 847.849
Búsetugjald kr. 29.332
3ja herb.
Skólatún 4, Bessastaðarhrepp
93m2 íbúð Félagslegt lán
Búseturéttur kr. 1.224.451
Búsetugjald kr. 32.572
Berjarimi 5, Reykjavík
72m2 íbúð Félagslegt lán
Búseturéttur kr. 1.216.937
Búsetugjald kr. 35.991
Eiðismýri 26, Seltjarnarnesi
73m2 íbúð Félagslegt lán
Búseturéttur kr. 1.170.576
Búsetugjald kr. 35.012
Frostafold 20, Reykjavík
78m2 íbúð Félagslegt lán
Búseturéttur kr. 986.677
Búsetugjald kr. 37.695
Nýj ar íbú ðir
4ra herb.
Breiðavík 31-33
78m2 íbúð Almennt
lán
Búseturéttur kr. 971.162
Búsetugjald kr. 49.996
Afhent í desember
Betri kjör í
Berjarima
4ra herb.
Bæjarholt 7b, Hafnarfirði
130m2 raðhús Félagslegt lán
Búseturéttur kr. 1.460.497
Búsetugjald kr. 51.132
Frostafold 20, Reykjavík
88m2 íbúð Félagslegt lán
Búseturéttur kr. 1.072.167
Búsetugjald kr. 41.712
Eiðismýri 26, Seltjarnarnesi
96m2 íbúð Félagslegt lán
Búseturéttur kr. 1.530.998
Búsetugjald kr. 45.306
íbúðir á Akranesi
3ja herb.
Lerkigrund 5
80m2 íbúð Félagslegt lán
Búseturéttur kr. 935.495
Búsetugjald kr. 33.802
4ra herb.
Lerkigrund 7
94m2 íbúð Félagslegt lán
Búseturéttur kr. 1.075.112
Búsetugjald kr. 38.405
Lerkigrund 7
94m2 íbúð 10-30% Almennt lán
Búseturéttur frá kr. 1.075.112
Búsetugjald frá kr. 49.848
http://www.centrum.is/buseti
Umsóknarblöð liggja frammi á skrifstofu Búseta hsf. ásamt teikningum og nánari upplýsingum.
Skrifstofan er opin alla virka daga, nema miðvikudaga, frá kl. 9 til 15.
Ibúðirnar eru til sýnis á umsóknartímanum til 12. maí. Með umsóknum þarf að skila staðfestum
skattframtölum síðustu þriggja ára ásamt fjölskylduvottorði.
Úthlutun íbúðanna fer fram miðvikudaginn 14. maí kl. 12 að Hávallagötu 24.
Búseti hsf., Hávallagötu 24, 101 Reykjavík,
sími 552 5788, myndsendir 552 5749
BUSETI
Símasambands-
laus fyrirtæki
vegna verkfalls
VERKFALL rafiðnaðarmanna hjá
Pósti og síma olli vandræðum hjá
fyrirtækjum í miðbæ Reykjavíkur
og í Hafnarfirði á ellefta degi verk-
fallsins í gær. Nokkur fyrirtæki og
stofnanir í miðborg Reykjavíkur
voru símasambandslaus vegna bil-
unar sem kom upp í fjölsíma í Lands-
símahúsinu.
Þessi fyrirtæki voru m.a. Sam-
vinnuferðir-Landsýn, Ríkistollstjóri,
Tryggingamiðstöðin og Landsbank-
inn Laugavegi 77.
Ekki hafði verið sótt um undan-
þágu til rafiðnaðarmanna í verkfalli
hjá fyrirtækinu vegna bilunarinnar
og síðdegis sagði Hrefna Ingólfs-
dóttir, upplýsingafulltrúi, í samtali
við Morgunblaðið að verið væri að
athuga bilunina. Óvíst væri að það
þýddi að sækja um undanþágu en
einnig væri hugsanlegt að bilunin
væri þess eðlis að hún félli undir
störf annarra tæknimanna en verk-
fallsmanna. Það átti eftir að koma
í ljós síðdegis í gær.
Undanþága vegna Veðurstofu
Hins vegar synjuðu rafiðnaðar-
menn um undanþágubeiðni vegna
skemmdarverks sem unnið var í
verslunarmiðstöðinni í Fjarðargötu
13-15 í Hafnarfirði. Þar hafði ein-
hver aðili brotið upp símainntak og
framið skemmdarverk um helgina.
Vegna þessa voru öll fyrirtæki í
húsinu símasambandslaus og var
hvorki hægt að hringja til þeirra né
frá, auk þess sem posar voru sam-
bandslausir.
Rafiðnaðarmenn veittu hins vegar
í gær undanþágu til að gera við bil-
un sem upp kom í símakerfi Veð-
urstofu íslands og var sú stofnun
aðeins símasambandslaus í skamma
stund. Einnig hafa verkfallsmenn
veitt einstaklingum undanþágur
vegna veikinda og öryggisástæðna.
Norsk-íslenski síldarstofninn
Ovíst að veiðireynsla
myndi fastan kvóta
ÞORSTEINN Pálsson sjávarútvegs-
ráðherra segir að engar ákvarðanir
hafi verið teknar um það hvort veiði-
reynsla úr norsk-íslenska síld-
arstofninum myndi fasta aflahlut-
deiid. Hann sagði ljóst að núverandi
fyrirkomulag veiða leiddi ekki til
góðrar nýtingar stofnsins, en aðrar
leiðir hefðu ekki verið færar. Þegar
að því kæmi að stýra veiðunum á
næstu vertíð væru ýmsir aðrir mögu-
leikar fyrir hendi en að úthluta fastri
aflahlutdeild. Þetta kom fram í svari
ráðherrans við fyrirspurn Svanfríðar
Jónasdóttur, Þingflokki jafnaðar-
manna.
Svanfríður sagði að ráðherrann
hefði leyft útgerðinni að trúa því að
veiðireynslan myndaði fastar afla-
heimildir. Af þessum sökum hefðu
veiðarnar nú í för með sér þá sóun
sem raun bæri vitni. Þorsteinn sagð-
ist ekki geta stýrt því hvaða ímynd-
anir útgerðarmenn hefðu um úthlut-
un aflaheimilda. Hann hafnaði þeirri
tillögu jafnaðarmanna, sem Svan-
fríður benti á, að selja veiðiheimild-
irnar á uppboði.