Morgunblaðið - 06.05.1997, Qupperneq 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 1997
NEYTENDUR
MORGUNBLAÐIÐ
____________________ÚRVERINU______________________
Vélstjórafélag íslands er ósátt við lög um Lífeyrissjóð sjómanna
Ekki aðild að stjórn
eftir úrsögn úr FFSÍ
Vélstjórar eru ósáttir við að eiga ekki aðild að
stjóm Lífeyrissjóðs sjómanna. Formaður stjóm-
ar segir að ef félög gætu sagt sig úr hagsmuna-
samtökum og krafíst eigin fulltrúa í stjóm
sjóðsins yrði fljótt þröngt setinn bekkurinn.
j,ALLT frá því að Vélstjórafélag
Islands gekk úr Farmanna- og
fiskimannasambandinu árið 1991
höfum við reynt að knýja fram
breytingar á lögum og reglugerð
um Lífeyrissjóð sjómanna, svo við
fáum aðild að stjórn sjóðsins. Okk-
ur hefur hins vegar ekkert orðið
ágengt. Þó eru félagsmenn okkar,
sem greiða í Lífeyrissjóð sjómanna,
ámóta margir og félagsmenn
FFSÍ,“ sagði Helgi Laxdal, for-
maður Vélstjórafélags íslands, í
samtali við Morgunblaðið.
Guðmundur Hallvarðsson,
stjórnarformaður Lífeyrissjóðs sjó-
manna, sagði að ef félög gætu
sagt sig úr hagsmunasamtökum
og gert kröfu um fulltrúa í stjóm
lífeyrissjóða þá yrði fljótt þröngt
setinn bekkurinn. „Þetta snýr ekki
bara að Vélstjórafélaginu eða
Landssambandi smábátaeigenda,
sem einnig hefur gert kröfu um
stjórnarmann í lífeyrissjóðnum.
Hvað ef Sjómannafélag Reykjavík-
ur segði sig úr Sjómannasamband-
inu og Stýrimannafélagið úr Far-
manna- og fiskimannasamband-
inu? Ættu þessi félög þá að eiga
rétt á fulltrúa í stjórn? Það sjá
allir hvar slíkt getur endað.“
Vélstjórafélagið átti aðild að
stjórn sjóðsins í gegnum FFSÍ á
meðan vélstjórar voru enn innan
vébanda sambandsins. í gildandi
lögum um Lífeyrissjóð sjómanna
segir, að nánari ákvæði um skipu-
lag sjóðsins og starfsemi hans skuli
setja í reglugerð sem stjórn sjóðs-
ins semur og staðfest er af Alþýðu-
sambandi Islands, Farmanna- og
fiskimannasambandi íslands, Fé-
lagi íslenskra botnvörpuskipaeig-
enda, Landssambandi íslenskra
útvegsmanna, Sjómannasambandi
íslands, Vinnuveitendasambandi
Islands og fjármálaráðherra. „Við
fórum fram á það þegar lögum um
Lífeyrissjóð sjómanna var breytt
árið 1994 að Vélstjórafélaginu yrði
bætt inn í þessa upptalningu, þar
sem við höfðum þá gengið úr
FFSÍ,“ sagði Helgi Laxdal.
„Við kröfðumst þess ekki að
bætt yrði við manni í stjóm sjóðs-
ins, heldur einungis að vélstjórar
og FFSÍ skipuðu aðalmann og
HUMARVERTÍÐ hefst 16. maí
næstkomandi og að sögn Hrafnkels
Eiríkssonar fiskifræðings má búast
við svipaðri veiði og í fyrra en þá
veiddust 1.635 tonn. Kvótinn á vert-
íðinni verður sá sami og í fyrra, eða
1.500 tonn, en síðan geta menn flutt
um 200 tonna kvóta aðallega frá
því í hittifyrra þegar veiðin var ekki
nema um 1.000 tonn.
„Við erum að ganga frá okkar
kafla í þessa stóru skýrslu sem kem-
ur út í lok mánaðarins um tillögur
fyrir næsta fískveiðiár og þar lýsum
við hvernig veiðarnar gengu fyrir
sig núna síðustu árin. Eg get lítið
um þetta sagt nú nema að við gerum
ráð fyrir því að við séum kannski
varamann í stjórn í sameiningu.
Þetta gekk ekki eftir, en þá fórum
við fram á við efnahags- og við-
skiptanefnd að hún legði til við
fjármálaráðherra að reglugerð
sjóðsins yrði breytt, en þar er kveð-
ið á um hveijir skuli skipa stjórn,
með þeim rökum að það gæti tæp-
ast samrýmst almennum mann-
réttindum að lögskylda hóp manna
til aðildar að ákveðnum lífeyris-
sjóði án þess að sama hópi væru
tryggð áhrif á rekstur hans.“
Efnahags- og viðskiptanefnd
gerði athugasemd við fjármála-
ráðuneytið að í reglugerðardrögun-
um væri ekkert tillit tekið til breyt-
inga sem orðið hefðu á skipan
stéttarfélaga. Ráðuneytið beindi
þeim tilmælum til stjórnar lífeyris-
sjóðsins að hún tæki tillit til ábend-
inganna. Stjórnin sagði í svarbréfi
til ráðuneytisins að hún teldi ekki
rétt að svo komnu máli að gera
þessar breytingar á reglugerðar-
drögunum.
Enn ritaði fjármálaráðuneytið
bréf til stjórnar lífeyrissjóðsins og
hafði þá staðfest reglugerðina, en
beindi þeim tilmælum til stjórnar-
innar og fulltrúa félaga sem eiga
aðild að henni að teknar yrðu upp
viðræður við forráðamenn Vél-
stjórafélagsins um skipan stjómar
sjóðsins með þeim hætti að tryggð
væri eðlileg aðild stéttarfélaga
þeirra sem greiddu í sjóðinn sam-
kvæmt lögum um hann.
Stjórnarmenn ekki
fulltrúar samtakanna
'Fundahöld um breytingar í
þessa veru voru haustið 1994. í
framhaldi af því ítrekaði Vélstjóra-
félagið tillögu sína um að vélstjór-
ar og farmenn skipuðu sameigin-
lega fulltrúa í stjóm, enda hefði
ekkert annað gerst en að FFSÍ
hefði skipst í tvo hópa. Stjórn
sjóðsins óskaði umsagnar þeirra
samtaka, sem tilnefna fulltrúa í
stjóm.
í maí 1995 lágu umsagnirnar
fyrir. Farmanna- og fiskimanna-
sambandið tók undir ósk Vélstjóra-
félagsins um aðild, en hafnaði
þeirri hugmynd að deila stjómar-
sæti. Sjómannasambandið taldi
að komast upp úr þeirri lægð sem
verið hefur,“ sagði Hrafnkell.
Þröstur Þorsteinsson, skipstjóri á
Snætindi frá Þorlákshöfn, sagðist
vera sæmilega bjartsýnn á vertíðina.
Sjórinn væri tiltölulega hlýr og orð-
inn mjög dökkur, sem væri ákjósan-
legt til þess að humarveiðin yrði góð.
„Þeir urðu talsvert varir suður
úr Surtinum togbátarnir núna í
stoppinu og eftir stoppið, og eins
hafa þeir eitthvað orðið varir við
humar austur í Breiðamerkurdýpi
og Skeiðarárdýpi. Þar er hann meira
í köntunum en það er eins og leðjan
úr hlaupinu hafi farið út dýpið og
kantarnir sloppið betur," sagði
Þröstur.
ekki ástæðu til breytinga á stjóm,
VSÍ gerði ekki athugasemd við
sameiginlegar tilnefningar til
stjómar, en taldi ekki efni til að
fjölga í stjórn sjóðsins og sagði
stjórnarmenn ekki fulltrúa þeirra
samtaka sem tilnefndu þá heldur
þeirra sameiginlegu hagsmuna at-
vinnurekenda og launamanna að
sjóðurinn væri vel rekinn. LÍÚ
kvaðst styðja sameiginlegt kjör
Vélstjórafélagsins og FFSI á full-
trúa ef um það næðist samkomu-
lag, en ASÍ sagði ekki ástæðu til
að breyta núverandi fyrirkomulagi.
Stjórnaraðild eða annan sjóð
„Eftir að við fengum þessi svör
leituðum við til þingfiokkanna,
enda var málið komið í heilan
hring,“ segir Helgi Laxdal. „Engar
breytingar hafa enn orðið, en við
höfum leitað upplýsinga hjá Lífeyr-
issjóðnum Hlíf um hvort félags-
menn okkar á sjó megi greiða til
sjóðsins. Vélstjórar sem vinna í
landi greiða þegar til Hlífar.
Við fengum þau svör, að til þess
að það væri hægt yrði að breyta
lögum um Lífeyrissjóð sjómanna.
Þá kom fram, að miðað við núver-
andi aldursdreifingu virkra félaga
er vænlegri kostur að vera virkur
félagi í Lífeyrissjóði sjómanna en
Lífeyrissjóðnum Hlíf, ef vissa er
fyrir því að hægt sé að vera félagi
til ellilífeyrisaldurs. Vélstjórar fara
oft ungir á sjó og greiða í Lífeyris-
sjóð sjómanna, en flytjast gjarnan
í störf í landi og greiða þá til Hlíf-
ar. Það er mun hagkvæmara fyrir
þessa menn að gerast strax félag-
ar í Hlíf,“ sagði Helgi.
Helgi sagði að vélstjórar hefðu
enn ekki gefið upp vonina um að
knýja fram breytingar. „í upphafi
þessa árs beindum við enn þeim
tilmælum til efnahags- og við-
skiptanefndar að breyta lögum um
Lífeyrissjóð sjómanna á þann veg,
að okkur verði tryggð aðild að
stjórn. Ef það væri ekki hægt þá
að lögunum yrði breytt á þann veg
að þeim félagsmönnum Vélstjór-
afélagsins, sem ráðnir eru á íslensk
skip, verði ekki gert skylt að greiða
til sjóðsins. Nefndin vísaði þessu
erindi okkar til Lífeyrissjóðs sjó-
manna, sem hefur ekki svarað
nefndinni um hvort stjórn sjóðsins
vill frekar stuðla að því að við fáum
stjómaraðild í samræmi við lýð-
ræðisreglur eða að okkar menn fái
að tryggja sinn rétt í Lífeyrissjóðn-
um Hlíf,“ sagði Helgi Laxdal, for-
maður Vélstjórafélags íslands.
Hluti af stærri vanda
Guðmundur Hallvarðsson sagði
að honum þætti það ekki veigamik-
il rök fyrir ósk vélstjóra um að fá
að greiða í annan lífeyrissjóð, að
formaður þeirra ætti ekki sæti í
stjóm Lífeyrissjóðs sjómanna. „Ég
er ekki fráhverfur því í sjálfu sér
að Vélstjórafélagið eigi aðild að
stjóminni. Smábátaeigendur hafa
lagt fram sams konar beiðni, enda
greiða þeir í sjóðinn, en hvomgt
þessara mála er afgreitt enn, enda
skiptar skoðanir um hvemig haga
ætti skipan í stjóm og hvort fjölga
þyrfti stjórnarmönnum.
Hagsmuna vélstjóra og smá-
bátaeigenda er auðvitað ekki síður
gætt en annarra sjóðsfélaga, þótt
formenn samtaka þeirra sitji ekki
í stjórninni. Þessi vandi endur-
speglar auðvitað annan stærri
vanda, sem er sá að sjómenn hafa
ekki borið gæfu til að sameinast í
einum samtökum,“ sagði Guð-
mundur Hallvarðsson, stjómar-
formaður Lífeyrissjóðs sjómanna.
Búist við svipaðum
humarafla og í fyrra
Morgunblaðið/Árni Sæberg
ÖRN Þorvarðarson og Hjalti Þorvarðarson reka kaffi-
húsið Puccini
Ætla að opna
kaffihús í Noregi
EIGENDUR kaffihússins Kaffi
Puccini hyggjast opna tvö Puccini
kaffihús í Noregi innan tíðar.
Kaffihúsið var opnað í október
síðastliðnum við Vitastíg og fást
þar um 32 kaffitegundir sem og
te og kakó frá bandaríska fram-
leiðandanum Barnie’s. Auk þess
að vera kaffihús er Puccini sér-
verslun með kaffi og te. „Forráða-
menn bandaríska fyrirtækisins
Barnie’s hafa farið fram á það við
okkur að við opnum kaffíhús á
Norðurlöndum og jafnvel víðar í
Evrópu eins og til dæmis í Tékk-
landi,“ segir Örn Þorvarðarson,
einn af eigendum kaffihússins.
„Um þessar mundir erum við
að vinna í húsnæðismálum í Nor-
egi og stofna þar hlutafélag um
reksturinn. Fyrsta kaffihúsið
verður innan skamms opnað í
Fredriksstad og við stefnum síðan
á að opna síðar á árinu annað í
Osló.“
Örn segir að áætlað sé að kaffi-
húsin verði með svipuðu sniði og
Kaffi Puccini við Vitastíginn, litlar
einingar þar sem kaffið skipar
fyrsta sæti.
Lesendur spyrja
^.^NDI hringdi og vildi fá upp-
skrift að svokölluðu Ceasar-salati
sem hann sagði að væri fjarska
gott og vinsælt bæði í Banda-
ríkjunum og Bretlandi.
Svar: Ásgeir Helgi Erlingsson yfir-
matreiðslumaður á veitingahúsinu
Carpe diem brást vel við þeirri bón
að gefa lesanda uppskrift að þessu
salati. Hann sagði að fyrir nokkru
hefði það verið á matseðli hússins
og því væru hæg heimatök.
Morgunblaðið/Golli
ÁSGEIR Helgi Erlingsson
matreiðslumeistari.
Fyrir fjóra
1 haus Lettucesalat (kinakál,
eikarlauf eða iceberglauf)
1,7 dl fransk salatsósa
(sjá uppskrift)
sítrónusafi
50 g rifinn parmesanostur
50 g ansjósur (má sleppa)
1 soðið eða hráttegg
steikt hvitlauksrif
steiktir brauðteningar,
steiktir i olíu af hvitlauk
Salatsósqn:__________________
__________ lútsk salt________
’/<tsk heill mulinn svartur pipar
í<tsk franskt sinnep
%tsk sykur
4 msk hvítvínsedik
8 msk ólífuolia
(má nota aðra
olíu ef vill)
Salatið er skolað og þerrað.
Rifið í hæfilega stóra bita. Bland-
ið saman salati, sósu, sítrónus-
afa, steikta hvítlauknum, osti,
ansjósum og egginu sem búið
er að skera í bita ef það
er soðið. Rétt áður en
salatið er borið fram er
brauðteningunum bætt
saman við svo þeir séu
stökkir. ■