Morgunblaðið - 06.05.1997, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 06.05.1997, Qupperneq 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Hörmulegt slys þegar flóttafólk var flutt úr flóttamannabúðum í Zaire TWA-slysið 91 hútúiferstí troðningi í lest Kisangani. Reuter. FLÓTTAMANNAHJÁLP Samein- uðu þjóðanna skýrði frá því í gær að 91 rúandískur hútúi hefði beðið bana í troðningi í lest, sem flutti þúsundir flóttamanna úr búðum í frumskógi í norðausturhiuta Zaire á sunnudag. Stofnunin hvatti til þess að lestaflutningunum yrði hætt. Paul Stromberg, talsmaður Flótta- mannahjáiparinnar, sagði að þrír hútúar væru í lífshættu og 75 á sjúkrahúsi eftir slysið. Verið var að flytja hútúana til borgarinnar Kis- angani frá flóttamannabúðum í Biaro, sem eru um 40 km frá borg- inni. Þegar lestin kom til Kisangani og hliðar vagnanna voru teknar niður til að hleypa farþegunum út ultu tugir líka út úr lestunum. „Ég tel að þetta sé einn hörmulegasti at- burður sem ég hef nokkurn tíma orðið vitni að í öll þau ár sem ég hef starfað fyrir hjálparstofnunina,“ sagði Kilian Kleinschmidt, sem stjórnar starfsemi Flóttamanna- hjálparinnar í Kisangani. „Við höfum beðið uppreisnar- mennina um að hætta lestaflutning- unum þegar í stað meðan við metum ástandið,“ sagði Stromberg. Upp- reisnarmennirnir hafa skipulagt flutningana þótt Flóttamannahjálp- in beri ábyrgð á þeim og Stromberg sagði ljóst að stofnunin þyrfti að taka við skipulagningunni. Embættismenn Flóttamanna- hjálparinnar sögðu að uppreisnar- mennirnir hefðu tilkynnt með þriggja stunda fyrirvara að lestin færi til Kisangani með 2.800 flótta- menn. Þegar lestin kom til borgar- innar var ljóst að hundruð manna til viðbótar voru í lestinni. Tugir manna deyja dag hvern í búðunum Flóttamenn höfðu verið fluttir með lestum til Kisangani í fimm daga og starfsmenn Flóttamannahjálparinnar kvartað yfir því að uppreisnarmenn- irnir flyttu alltof marga í einu. Tugir manna deyja í flóttamannabúðunum á degi hverjum af völdum hungurs, sjúkdóma og sára eftir árásir Zaire- búa á búðirnar. Flóttamennirnir voru á meðal rúmrar milljónar hútúa sem flúðu frá Rúanda árið 1994 vegna ótta við hefndarárásir eftir fjöldamorð hútúa á tútsum í landinu. Eftir að uppreisnarmennirnir í Zaire, sem eru flestir tútsar, hófu sókn sína í austurhlutanum í október flúði flóttafólkið lengra í vestur og um 80.000 flóttamenn gengu um 500 km leið í flóttamannabúðirnar ná- lægt Kisangani. Þeir vildu þá snúa aftur til heimalandsins en uppreisn- armennirnir töfðu flutningana á þeirri forsendu að kólera gæti bor- ist til þorpa í grenndinni. Allir flóttamennirnir flúðu í frumskóg við búðirnar í apríl og þegar þeir sneru aftur sökuðu þeir þorpsbúa og upp- reisnarmennina um grimmilegar árásir á búðirnar í tvo daga. Reuter FLÓTTAMAÐUR liggur örendur við veginn til Biaro-flótta- mannabúðanna, sem eru um 40 km frá borginni Kisangani. Verið er að flytja flóttafólk úr búðunum til borgarinnar en tæplega 100 manns létust í troðningi í lest á leiðinni þangað. Lungna- og brjóstakrabbamein verður æ fleirum að aldurtila WHO spáir tvöfalt fleiri tilfellum á næstu 25 árum Genf. Reuter. WHO, Alþjóðaheilbrigðismála- stofnunin, spáir því að krabba- meinstilfelli í heiminum verði orðin tvöfalt fleiri eftir aldarfjórðung. Telur stofnunin að mesta aukning- in verði í lungna- og bijósta- krabbameini hjá konum, auk þess sem sjúkdómar sem tengjast blóð- rásinni; hjartasjúkdómar og heila- blóðfall, verði algengari. Er þá fyrst og fremst því um að kenna að æ fleiri íbúar þróunarlanda til- einka sér óholla lífshætti, svo sem reykingar og kyrrsetu. „Auknar lífslíkur og gjörbreyttir lífshættir munu leiða til alheims- faraldurs krabbameins og annarra sjúkdóma á næstu tveimur áratug- um,“ segir í skýrslu WHO, sem byggð er á gögnum frá 191 aðilar- landi á síðasta ári. í skýrslunni segir að koma hefði mátt í veg fyrir ótímabæran dauða og fötlun milljóna manna með forvörnum. Hvetur stofnunin til herferðar fyrir bættum lífsháttum og auknu eftirliti, svo að sjúkdóm- ar á borð við krabbamein uppgöt- vist í tíma og lækning sé möguleg. í skýrslunni er að þessu sinni lögð áhersla á aðra sjúkdóma en smitsjúkdóma; auk krabbameins og blóðrásarsjúkdóma er fjallað um hrörnunarsjúkdóma, sjúk- dóma í öndunarfærum, sykursýki og gigt. Alls deyja um 24 milljón- ir manna úr þessum sjúkdómum á ári hverju, sem er um helming- ur allra dauðsfalla, en smitsjúk- dómar koma næstir, verða 17,3 milljónum að aldurtila á hvetju ári. Kransæðasjúkdómar eru efstir á blaði, en 7,2 milljónir manna deyja úr þeim á hveiju ári og er dánartíðnin hæst í Mið- og Aust- ur-Evrópu. Um 6,3 milljónir deyja úr krabbameini og 4,6 milljónir úr heilablóðfalli og skyldum sjúk- dómum. Algengast er krabbamein í lungum, maga, bijóstum, ristli, munni, lifur, hálsi og vélinda. „Mest hefur aukningin orðið á íungna- og btjóstakrabbameini. . . Eftir því sem reykingar aukast í mörgum þróunarlöndum, er full- víst að iungnakrabbameinsfarald- urinn færist í aukana. Lungna- krabbamein er ekki aðeins algeng- asta krabbameinið, það veldur dauða einnar milljónar manna á ári og 1,3 milljónir nýrra tilfella koma upp. Það er einnig hægt að koma í veg fyrir það,“ segir í skýrslu WHO. Reykingar eru or- sök 85% lungnakrabbameinstil- fella og sjöunda hvers krabba- meinstilfellis í heiminum. Spáir stofnunin að lungna- krabbamein aukist um 33% hjá konum og krabbamein í blöðru- hálskirtli aukist um 30% hjá körl- um í löndum Evrópusambandsins fram til ársins 2005. FBI telur vélarbil- un líklega Washington. Reuter. LOUIS Freeh, yfirmaður bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, sagði á sunnudag að vélarbilun hefði líklega valdið sprengingunni í Boeing 747- þotu flugfélagsins TWA, sem fórst nálægt New York í júlí í fyrra. „Ég tel að vísbendingarnar sem við höfum fundið til þessa... leiði til þeirrar niðurstöðu að vélarbilun hafi valdið slysinu,“ sagði Freeh í þættinum Meet the Press hjá NBC- sjónvarpinu. Hann lagði þó áherslu á að hvorki FBI né Öryggisnefnd sam- göngumála (NTSB) hefðu komist að lokaniðurstöðu um orsök sprenging- arinnar, sem kostaði 230 manns lífið. Freeh sagði að líkurnar á því að um hermdarverk hefði verið að ræða hefðu minnkað. Boeing á öndverðum meiði Talsmaður Boeing-fyrirtækisins neitaði því að líkurnar á vélarbilun hefðu aukist. „Við höfum litið á alla möguleikana frá upphafi og allar kenningarnar þijár - um sprengju, flugskeyti eða vélarbilun - eru enn mögulegar. Engin þeirra er líklegri en önnur. Ummæli Freeh eru ekki opinber yfirlýsing ... ekkert hefur breyst." Freeh kvaðst vonast til þess að rannsókninni lyki eftir íjóra mánuði. ------».-------- S- og N-Kórea Deilt um mat- vælaaðstoð Peking, Washington. Reuter. VIÐRÆÐUR fulltrúa norður- og suður-kóreska Rauða krossins, um hvernig koma megi sársoltnu fólki í Norðu-Kóreu til hjálpar, fóru út um þúfur í gær. Viðræðunum verður haldið áfram að nokkrum dögum liðnum og munu þær fara fram í síma í bænum Panmujon sem er á landamærum ríkjanna. Viðræður Rauða kross-félaganna hófust á laugardag en lauk í gær, þar sem ekki tókst að ná samkomu- íagi um hversu mikið af korni Suður- Kóreumenn ættu að senda og hvem- ig ætti að flytja það og afhenda. Að sögn suður-kóreska Rauða krossins strandar á því að þeir vilja fá að senda kornið beint, án milligöngu Alþjóðasambands Rauða krossfélaga en það fallast Norður-Kóreumenn ekki á, og krefjast nákvæmra upplýs- inga um hversu mikið korn á að senda. Lipponen í Brassel Leiðtogafundur í Noordwijk Haag. Reuter. Þjóðvarð- liði myrtur Malaga. Morgunblaðið. SPÆNSKUR lögreglumaður var skotinn til bana á veitingastað í bæ nærri Bilbao á Norður-Spáni á laug- ardag. Enginn vafí þykir leika á því að þar hafi ETA, hryðjuverk- samtök þjóðernissinnaðra Baska, verið að verki og er þetta níunda fómarlamb samtakanna á þessu ári. Lögreglumaðurinn, hinn 43 ára gamli Jose Maria Garcia Fem- andez, sat að snæðingi ásamt eigin- konu sinni á veitingastað í bænum Vizcaya er ungur maður skaut hann til bana aftan frá. Morðinginn hleypti einungis af einu skoti og fylgdist, að sögn vitna, með því er Garcia Fernandez féll í gólfíð. Unga mannsins er nú leitað og tveggja vitorðsmanna hans. PAAVO Lipponen, forsætisráð- herra Finnlands, er tíður gestur í Brussel, þar sem hann ræðir gjaman Evrópumál við forystu- menn í framkvæmdastjórn Evr- ópusambandsins. Lipponen kom í gær í eins dags heimsókn til framkvæmdastjórnarinnar og ræddi þar um Efnahags- og myntbandalag Evrópu (EMU) við Yves-Thibault Silguy, sem fer með peningamái í framkvæmda- stjórninni. Finnar stefna ein- dregið á aðild að EMU. HANS van Mierlo, utanríkisráð- herra Hollands, sem nú er í for- sæti ráðherraráðs Evrópusam- bandsins, hefur tilkynnt að aukaleiðtoga- fundur sam- bandsins verði haldinn í hol- lenzka bænum Noordwijk hinn 23. þessa mán- aðar. Tilgangurinn er að leysa sem flest deilumál á ríkjaráðstefnu ESB fyrir leiðtogafundinn í Amsterdam í júní, en þá á ráðstefnunni að ljúka. Van Mierlo sagði að á aukafund- inum gæfíst leiðtogum annarra ríkja ESB færi á að spyija Tony Blair, nýjan forsætisráðherra Bret- lands, út í stefnu hans í Evrópu- málunum. Flest- ir búast við að stjórn Blairs verði jákvæðari í garð samruna- þróunarinnar en fráfarandi stjórn íhaldsflokksins. Utanríkisráð- herrann greindi frá því að undir- búningsfundur utanríkisráðherra ESB yrði haldinn 20. maí. Gert er ráð fyrir að það verði fyrsti ráð- herrafundurinn sem Robin Cook, nýr utanríkisráðherra Bretlands, sækir. EVRÓPA^
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.