Morgunblaðið - 06.05.1997, Síða 27

Morgunblaðið - 06.05.1997, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ1997 27 Schubert Brútil friðar SÝNINGIN ísland: Brú tilfrið- ar hefur veri opnuð opnuð í - San Fransisco. Eftirfarandi listamenn frá íslandi, Rúss- landi og Bandaríkjunum sýna: Sigrún Jónsdóttir, Gunnar Gunnarsson, John Hermanns- son, Mats Wibe Lund, Thiet Pham-Gia, Rabby Ragnars- son, Peter Shapiro og Hall- steinn Sigurðsson. Erla Gunnarsdóttir, Birna Hreiðarsdóttir og Peggy Olsen hafa skipulagt sýninguna. Hugmyndin er runnin frá sýn- ingunni Building Bridges: The Reykjavik Summit, Ten Years Latersem haldin var í Wash- ington D. C. á þessu ári til að minnast leiðtogafundarins í Reykjavík fyrir tíu árum þegar þeir hittust Reagan og Gor- basjev. Sýningin Island: Brú til frið- ar stendur til 26. maí í Old St. Mary’s Cathedral og Paul- ist Center. Tónleikar í Seltjarnar- neskirkju SELKÓRINN á Seltjarnarnesi heldur vortónleika í Seltjarnar- neskirkju miðvikudaginn 7. mai kl. 21. A efnisskrá eru 18 valsar eftir Johannes Brahms, ís- lensk þjóðlög í útsetningu Hafliða Hallgrímssonar og Is- lenskar þjóðvísur eftir Jón Nordal. Einsöngvarar eru Guðrún E. Gunnarsdóttir. Píanóundirleik annast Arndís Inga Sverrisdóttir og Dagný Björgvinsdóttir. Stjórnandi kórsins er Jón Karl Einarsson. GUNNAR Örn við eitt af nýjustu verkum sínum á vinnustofu sinni á Kambi í Rangárvallasýslu. Vinnustofu- sýning á Kambi GUNNAR Örn heldur sína fyrstu vinnustofusýningu á Kambi í Holta- og Landsveit. Kambur er jörð rétt rúmlega hundrað kílómetra frá Reykja- vík, á eystri bökkum Þjórsár. Nánar tiltekið þriðji bærinn á afleggjara sem merktur er Gíslholt, segir í tilkynningu. Sýningin stendur út maí og er opin frá morgni til kvölds alla daga nema miðvikudaga. Vortónleikar Tónlistarskóla Rangæinga VORTÓNLEIKAR Tónlistar- skóla Rangæinga verða á Heimalandi þriðjudaginn 6. maí kl. 20.30 og í Hellubíói mið- vikudaginn 7. maí kl. 20.30. TONLIST Kirkjuhvoll LJÓÐATÓNLEIKAR ROBERT HOLL OG GERRIT SCHUIL fluttu söngva eftir meistara Schubert. Laugardagurinn 3. maí, 1997. HAFT er eftir Platon að hann vildi þar greina í millum, sem tekur til innihalds og umbúnaðar, t.d. í flutningi tónlistar. Aristole- les, vildi að iðkun tónlistar stefndi til göfgunar og hafnaði umbúð- amiklu skemmtihlutverki at- vinnulistamanna, sem gerðu hlut- verk trúðsins mikilvægt og hirtu lítt um innihald athafna sinna. Laugardagurinn 3. maí var helg- aður þessum andstæðum, með Schubert-tónleikum í Garðabæ og Söngvakeppni sjónvarpsstöðva Evrópu. Já, Platon hafði rétt fyr- ir sér, enda vann Schubert sitt KVIKMYNDIH Stjörnubíó SVINDLIÐ MIKLA „THE BIG SQUEEZE“ ★ Vi Leikstjórn og handrit: Marcus De Leon. Aðalhlutverk: Lara Flynn Boyle, Peter Dobson, Danny Nucci og Luca Bercovici. First Look Pictur- es. 1996. í GAMANMYNDINNI Svindlinu mikla setur ómerkilegur svika- hrappur ansi merkilegt ráðabrugg í.gang til þess að aðstoða eigin- konu strangtrúaðs kaþólikka við að ná peningafúlgu af eiginmanni sínum. Ráðabruggið tengist kraftaverkatrú kaþólikka og heppnast ágætlega en hefur víð- tækar afleiðingar fyrir kirkjusam- félagið í bænum og það sem átti í fyrstu að vera algjör tilbúningur lítur helst út fyrir að eiga sér ein- hveija stoð í kristilegum raunveru- leika. Mottó myndarinnar geta mjög vel verið hin gamalkunnu sannindi: Vegir guðs eru órannsak- anlegir. Svindlið mikla segir ekki svo slæma sögu um kraftaverkatrú og svikahrappa og eldheit ástarævin- týri og meinlega kaldhæðni örlag- SÝNING Parísaróperunnar á Pars- ifal, óperu Wagners, sem Kristinn Sigmundsson syngur í, fær blend- inn dóm í Financial Times fyrir skemmstu. Segir gagnrýnandi blaðsins að leikstjórinn, Bretinn Graham Vick, missi sjónar á anda verksins, eins og svo margir sem reynt hafi við það. Bestu kaflar uppsetningarinnar séu þegar Vick einbeiti sér að sögunni, segi hana án þess að reyna að túlka um leið. Gagnrýnandinn segir sviðið of tómlegt og þau tákn sem leikstjór- inn dragi fram dugi ekki til. Leikar- arnir séu ekki drifnir áfram af ástríðu, þeir hringsnúist hægt á sviðinu „eins og steikur á teini“. Þá séu mestu átakaatriðin ank- annaleg og veki jafnvel hlátur. „Hljómi þetta eins og upptalning mistaka, verður að segja að þau voru ekki verri en í mörgum nýleg- verk í kyrrþey og má segja að þar birtist mönnum hin fullkomna innri íhugun, íhugun um þau gildi, sem gefur mannskepnunni stund- arandrá með guðdóminum. Að skynja andblæ hins óumræðilega, á sér með hverjum manni örstutta viðvist, en snertir svo djúpt, að aldreigi gleymist. Flutningurinn hjá Robert Holl og Gerrit Schuil var að sönnu glæsilegur en að sama skapi inn- hverfur, þar sem maðurinn í sín- um margskiptu hlutverkum og hugleiðslu hans um gátur lífsins, var í aðalhlutverki. Der Wander- er var afburðavel túlkað og hið dulúðga Totengrábers Heimweh, þar sem dimmur dauðinn um- klæðist kyrrð og sátt. Freiwillig- es Versinken er sérkennileg tón- smíð með tilvísun til grískrar goðafræði og sama má segja um Der entsúhnte Orest. í Auf der Bruck líkir Schubert eftir hófa- dyn, með svipuðum hætti og í Alfakónginum en eitt af áhrifa- anna en einhvern veginn nær hún sér aldrei á flug og er orsökina helst að finna í fremur litlausri persónusköpun og næstum alger- um skorti á gamansemi. Húmorinn er reyndar fyrir hendi en hann er svo lágstemmdur að maður fínnur varla fyrir honum. Lara Flynn Boyle fer með aðalkvenhlutverkið, leikur eiginkonu kaþólikkans og finnst svindlað á sér þegar eigin- maðurinn neitar því að hún eigi hlut í sjúkratryggingu hans; hann er slasaður hornaboltaleikmaður og fjárhæðin er veruleg. Boyle set- ur sáralítið mark sitt á myndina, hlutverkið býður upp á talsvert meiri tilþrif, ögrun og eggjun en hún er tilbúin að setja í það. Eins er mjög óvíst úr hveiju svindlarinn er gerður, sem Peter Dobson leikur eins og reistur hani. Er hann þessi landeyða sem hann lítur út fyrir að vera eða býr meira að baki? Er hann raunverulegur krafta- verkamaður? Á endanum snýst sagan ekki endilega um tryggingafjárhæð heldur með hveijum þú stendur og fyrir hvað þú stendur. Gallinn er sá að þegar það hefur komið í ljós er ekki víst að þú hafir nokkurn minnsta áhuga á því. Arnaldur Indriðason um uppsetningum og í leikstjóm einsöngvara og kórs var Lynch mun nær fullkomnun en flestir." Hvað tónlistarflutninginn varðar, fá söngvararnir ágæta dóma og hljómsveitin einnig, hún er sögð gefa tónlistinni lýsandi fegurð og hlýju, sem hafi lyft henni upp á æðra plan, enda leiki ekki nokkur vafi á því að hljómsveit Parísar- óperunnar standi öllum öðrum frönskum hljómsveitum framar. Vortónleikar Tónlistarskólans í Reykjavík ÁRLEGIR vortónleikar Tónlistar- skólans í Reykjavík verða haldnir á morgun, miðvikudag, kl. 20.30 í Grensáskirkju. mestu söngverkunum var Der Winterabend, er fjallar um aldinn mann, sem rifjar upp iiðna daga, enga stóra viðburði, minningar um „elskaða eiginkonu", sem er túlkuð í undurfögru millispili. Það bjarmar eitt augnablik af minningagliti ástríðnanna en um síðir sest gamli maðurinn og hverfur til síns friðar en um hrukkótta vanga hans leikur tár- vott bros. Það var undarlegur galdur ofinn í Das Zúgenglöc- klein, sem er einfalt að gerð og í því má heyra þá aðferð sem Schubert notar oft á sinn fínlega máta, að búa til líkingu, sem ekki er eftirherma, heldur tákn- ræn, eins og klukkuhljóminn, sem ómar baksviðs, í fjarlægð, í gegnum allt verkið. Ekkert verkanna á fyrri hluta tónleikanna, utan það fyrsta, Der Wanderer, hefur trúlega heyrst hér á landi fyrr og voru þau flest- um tónleikgestum mikið nýnæmi. Undirritaður, sem þó telur sig hafa rýnt nokkuð í söngverk Schuberts, man ekki eftir að hafa heyrt eða leikið þessi lög en það er svo með aila góða list, að hún er lengi á leiðinni og hafin yfir tíma og tískur, kemur hún um SONGSVEITIN Víkingar fyllti samkomuhúsið af fólki sl. föstudag en þá héldu þeir vortónleika sína. Auk þeirra komu fram Kammer- sveit kórs Keflavíkurkirkju og ung söngkona, Birta Rós Arnórsdóttir, sem er að stíga sín fyrstu spor í klassískum söng. Víkingarnir hófu efnisskrána með miklum krafti og sungu 6 lög. Þá söng Birta Rós 3 lög en hún er Garðbúum ekki óþekkt því hún hefir sungið fyrir þá í ein 10 ár þótt hún sé ung að árum en hún hefir sungið með hljómsveitinni Grænum vinum í 5 ár. Var henni síðir og er þá sem alnýr og feskur andblær hins guðdómlega. Síðustu sjö viðfangsefni lista- mannanna voru úr seinni hluta Svanasöngva Schuberts og að undanteknu fyrsta laginu, sem er það síðasta í Svansöngvunum, Die Taubenpost, voru það Heine-lögin sem flutt voru að þessu sinni. Þessi söngverk eru ótrúleg galdra- verk og einstæð í allri sögu ljóða- söngs. Það er í raun óþarfi að til- greina eitthvað sérstakt en það einfalda lag, Ihr Bild, var mjög áhrifamikið. Robert Holl er mikill listamaður og er túlkun hans sérlega sterk og bæði lifuð í gegnum textann og tónmál söngvanna en ekki til að sýna sig og í því verki átti hann hauk í horni, það sem Gerrit Schuil lagði með sér til þessarar einstæðu listveislu. Það rekur hver stórviðburðurinn annan á Listahá- tíð Garðabæjar og það er fyrst og fremst Gerrit Schuil sem er smiður hátíðarinnar og hefur gefið henni þann heildarsvip að lengi verður minnst. Vonandi hefur Ríkisút- varpið og aðrir fjölmiðlar, komið auga á hvað er að gerast því hér hafa stórir atburðir átt sér stað. Jón Ásgeirsson vel tekið sem og söngsveitinni. Eftir kaffihlé söng kammerkór- inn nokkur lög og Víkingarnir luku svo þægilegri kvöldstund með söng og harmoníkuundirleik Ásgeirs Gunnarssonar. Söngstjóri tónleikanna var Einar Örn Einarsson en hann kemur víða við í söngmennt Suðurnesjamanna. Einar fór á kostum og lék við hvern sinn fingur en hann er stjórnandi kóranna og Birta Rós er í læri hjá honum. Söngfólkinu voru afhent blóm í lok tónleikanna. Formaður söngsveitarinnar Víkinga er Guð- mundur Knútsson. Fyrri pantanir óskast .* endurnýjaðar CAPACirr: 6.C to 200 Ittera. ■ílf > • 1 ”1" .a ~ ypjr . Takmirkdðar; birgðir Heildverslunin gmann sími 567 6799, fs» 567 8799 Kraftaverka- maðurinn Morgunblaðið/Arnór SÖNGSTJÓRINN, Einar Örn Einarsson, stýrir Víkingunum í léttri sveiflu. Yíkingarnir fylltu samkomuhúsið Garði. Morgunblaðið. Missti sjónar á anda verksins

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.