Morgunblaðið - 06.05.1997, Síða 29

Morgunblaðið - 06.05.1997, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ1997 29 MENNTUN AÐSENDAR GREINAR Morgunblaðið/Golli VEL var mætt á áttunda fulltrúaráðsþing Kennarasambands íslands sem fram fór um helgina og lýkur i dag. Menntamálararáðherra á KÍ-þingi Verkstjórn skólameistara verði skýr Sjónarmið ráðuneytisins um breyting-- ar á starfstíma og fleira kynnt. Kenn- araforystan býst við átökum. MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur lagt fram fjögur áhersluatr- iði í kjaraviðræðum við framhalds- skólakennara, sem snúa að breyt- ingum á starfstíma og verkefnum. Meðal annars er rætt um sveigjan- legri tíma við upphaf og lok skóla og að viðverutími til ráðstöfunar fyrir skóla verði samkvæmt ákvörðun skólameistara eins. Þannig að verkstjórnarhlutverk og ábyrgð skólameistara séu skýr. Frá þessu skýrði Björn Bjarna- son menntamálaráðherra meðal annars við setningu áttunda full- trúaráðsþings Kennarsambands íslands sl. laugardag. Hann kvað það sitt mat að nú væri lag til að huga að þessum þáttum með öðrum hætti en áður, enda væru um fyrstu samninga að ræða eftir að ný lög voru samþykkt. Skólabyrjun 20. ágúst? Ráðherra tók fram, að ráðuneyt- ið teldi æskilegt að kennslutími á haust- og vörönn verði jafnlangur. Heppilegt væri að gera breytingar á ákvæði kjarasamninga, sem bindur vinnutíma kennara á árleg- um starfstíma skóla og opna þann- ig fyrir sveigjanlegri starfstíma. Gæti skólastarf t.d. hafist upp úr 20. ágúst og því lokið fyrr að vori. Þá nefndi hann að innan skil- greindrar vinnuskyldu teldi ráðu- neytið æskilegt að gera ráð fyrir nýjum verkefnum vegna nýrra framhaldsskólalaga. Einnig að það yrði á verksviði og ábyrgð ein- stakra skóla að ákveða hvernig að fyrirkomulagi kennslu, prófahalds, námsmats og annarra starfa í þágu skóla væri staðið, að svo miklu leyti sem það væri ekki ákveðið með lögum, reglugerðum o.fl. „í þessu sambandi er bent á, að ekki er gert ráð fyrir að yfirferð á náms- efni aukist þrátt fyrir að kennslu- dögum fjölgi frá því sem verið hefur,“ sagði Björn Bjarnason. Samræmd próf í ræðu sinni vék ráðherra einnig að samræmdum prófum. Hann kvaðst gera sér grein fyrir að þau væru viðkvæmari þáttur í skóla- starfi en áður vegna nýrrar upplýs- ingastefnu um niðurstöður. Hann fullvissaði kennara um vilja sinn til að búa þannig um hnúta að nemendur, kennarar og foreldrar gætu vel við prófin unað. Með því væri hann ekki að tala um létt og stutt próf heldur að fullrar sann- girni væri gætt. Hann vék einnig að Rannsókna- stofnun uppeldis- og menntamála (RUM), þar sem töluverðar breyt- ingar eru í gangi. Núverandi for- stöðumaður hefur fyrir nokkru sagt starfi sínu lausu og verður annar fljótlega ráðinn í hans stað. Verið er að leggja síðustu hönd á samning milli ráðuneytisins og RUM, þar sem verkaskipting og hlutverk er skilgreint með skýrari hætti en áður. Einnig er unnið að faglegri úttekt á stofnunni. Þá kvaðst Björn telja nauðsynlegt að endurskoða lög um RUM í ljósi breytinga sem orðið hafa á stjórn- sýslulögum. Einnig ræddi ráðherra um lög- verndun á starfsheiti og starfsrétt- indum grunn- og framhaldsskóla- kennara og skólastjóra. Nú væri endurskoðun á þeim lögum lokið og frumvarpið lægi fyrir á Al- þingi. Kvaðst hann hafa orðið var við að bæði kennarar og leiðbein- endur litu á hið nýja frumvarp í heild sem mikið og gott framfarar- spor. Eins og fyrr segir var setning þingsins sl. laugardag og því lýkur í dag, þriðjudag. Þegar Morgun- blaðið ræddi við Eirík Jónsson, for- mann KÍ, í gær var verið að ganga frá lagabreytingum og framundan voru umræður um stóra mála- flokka, s.s. launa- og kjaramál, skólamál og félagsmál, þ.e. væntanlega sameiningu Kennara- sambands íslands og Hins íslenska kennarafélags. Átök framundan? Aðspurður um viðbrögð við áhersluatriðum menntamálaráðu- neytis í kjaraviðræðunum, sagði Eiríkur að þetta væru allt punktar sem brugðist hefði verið við við samningaborðið. „Þetta er til um- ræðu en er auðvitað bara hluti af lausn heildarpakkans. Staðreyndin er sú að menntamálaráðuneytið hefur ætlað að fá kennsludaga og breytingar sem verða í kjölfar framhaldsskólalaganna fyrir ekki neitt. Nú eru að opnast augu þeirra fyrir því að það er ekki hægt,“ sagði hann. Eiríkur sagði að miðað við stöð- una í kjaramálum nú væri ekki ólíklegt að til átaka kæmi í haust. „Það er alfarið á ábyrgð ráðuneyt- anna, vegna þess að starfsmenn þar breyttu starfsskilyrðunum með lögum. Þetta eru þvingandi aðgerð- ir löggjafans, þannig að þeir kalla þetta yfir sig.“ Góðan daginn, Ameríka - Góða nótt, Island MIKIÐ er nú gott að heyra að íslenskir ráða- menn skuli af og til sýna framsýni og djörf- ung, pínulítið hugrekki og þor. Það er eins og að tilkoma aldamóta lyfti mönnum á hærri stig og svo virðist sem áræði síðustu aldamó- takynslóðar hafi gengið aftur til hæstráðenda í okkar þjóðfélagi, nú þegar fregnir berast af 15 milljóna króna fram- lagi ríkisins til amerí- skrar sjónvarpsstöðvar. Við hjá Landssam- bandi íslenskra akst- ursfélaga erum stoltir af, og teljum okkur eiga þátt í því, að augu okk- ar manna hafa opnast fyrir áhrifa- mætti sjónvarps. Á síðustu árum hefur LIA barist með oddi og egg fyrir því að koma ráðamönnum í skilning um þetta og þegar fréttir bárust um að ABC ætlaði að búa til sjónvarpsþátt um ísland, að vísu gegn smávægilegu gjaldi, urðu eng- ir glaðari en við. LÍA hefur á undanförnum árum gengið á fund allra hæstráðenda á Islandi; forseta, ráðherra, fjárlaga- nefndar, alþingismanna og opin- berra embættismanna, án teljandi árangurs hvað okkar framleiðslu varðar. Við báðum ijárlaganefnd um styrk, að sömu upphæð og ABC er nú að fá, til okkar framleiðslu, en blessaðir þingmennirnir í þeirri nefnd hafa víst svo mikið að gera að þeir hafa ekki einu sinni svarað beiðni okkar. Hins vegar er víst að þrautseigja okkar við að kynna þá miklu möguleika sem felast í sjón- varpsþáttagerð, fyrir erlendan markað, hefur skilað sér til kollega okkar, þ.e.a.s. ABC. íslendingar eru góðir, en útlendingar alltaf betri. Til fróðleiks fyrir almenning fylg- ir hér samanburður á því efni sem LÍA framleiðir fyrir erlendan mark- að og á einum þætti ABC sjónvarps- stöðvarinnar um ísland. „Icelandic Motorsport" þættirnir og fram- leiðsla þeirra er hluti samnings við Fox Sports International, fyrirtækis í eigu News Corp., sem er aftur í eigu Ruberts Murdochs, þess kunna fjölmiðlagúrús. Fjöldi þátta 97: ABC 1. Mótor- sport 10. Tímalengd þátta: ABC 2 tímar, Mótorsport 1 timi hver. Útsending samtals: ABC 2 tímar, Mótorsport 10 tímar. Fjöldi endursýninga: ABC 0, Mótorsport 5 hver. Útsendingar endursýninga: ABC 0, Mótorsport 50 tímar. Fjöldi landa: ABC 1, Mótorsport 110. Fjöldi heimsálfa: ABC 1, Mótor- sport 6. Fjöldi starfsmanna: ABC 200, Fylgstu meb í Kaupmannahöfn Morgunblabib fæst á Kastrupflugvelli og Rábhústorginu -kjarni máisins! Mótorsport 4. Þjóðerni starfs- manna: ABC USA, Mótorsport ísland. Áhorfendur, stærsti hluti: ABC, konur, börn. Mótorsport, karlar, börn. Áhorf 97 samtals: ABC 23 miiljónir. Mót- orsport 400 milljónir. Mögulegt áhorf: ABC 260 milljónir. Mótorsport 1,5 millj- arðar. Mögulegt áhorf árs- ins: ABC, 260 milljón- ir. Mótorsport 15 millj- arðar. Efni þátta: ABC íslensk hámenn- ing, hljómar spennandi ekki satt? Mótorsport, íslensk torfæra, einstök í heiminum. Ritstjórn þátta: ABC, bandarísk. Mótorsport, íslensk. Efnistök þátta: ABC, bandarísk. Mótorsport, íslensk. Enginn er spámaður í sínu föðurlandi. Ólaf- ur Guðmundsson gagnrýnir áhugaleysi íslenskra ráðamanna á íslenskum aksturs- íþróttum. Beinar gjaldeyristekjur: ABC, 0. Mótorsport 20-100 milljónir. Óbeinar gjaldeyristekjur: ABC, 1 milljarður. Mótorsport, a.m.k. það sama. Þáttategund: ABC, ein bein út- sending. Mótorsport, framhalds- þættir. Fjöldi þátta 98 og 99: ABC, 0. Mótorsport, 10 á ári. Viðskiptatækifæri í kjölfar þátta: ABC, ferðamenn. Mótorsport, ferðamenn, íþróttaatvinnu- mennska, leikfanga- og sjónvarps- þáttaframleiðsla, myndbandafram- leiðsla, umboðsmennska, tölvuleik- ir, alþjóðlegt keppnis- og sýningar- hald. Framleiðendur: ABC sjónvarps- stöðin. Landssamband íslenskra akstursfélaga. Þjóðfélagsstaða: ABC, eitt virt- asta og stærsta fyrirtæki USA. Mótorsport, águgamannasamtök á íslandi. Fjárhagsleg staða: ABC, mold- ríkir. Mótorsport, blankir. Fjárhagsstuðningur íslands: ABC, 15 milljónir. Mótorsport, 0. PS: Þetta með íjárhagsstuðning er ekki alveg rétt. Til eru aðilar, m.a.s. opinberir, sem hafa stutt LÍA. Það skal hér skýrt tekið fram að ekki er á nokkurn hátt verið að efast um dómgreind ráðamanna okkar, þvert á móti. Það er deginum ljósara að ameríski þátturinn er lík- lega einhver ódýrasti kynningar- möguleiki sem boðinn hefur verið og áhrif hans verða vonandi í sam- ræmi við væntingar. Segið svo að það séu ekki peningar í alþjóðlegu sjónvarpi. Norðurlöndin ætla að greiða ABC hvorki meira né minna en 80 milljónir fyrir þessa kynn- ingu. Fox Sport International hefur spurst fyrir um möguleika LÍA á beinum útsendingum frá íslensku torfærunni, þriggja til fjögurra klukkustunda löngum þáttum, því eins og flestir vita er gjarnan svo að almenningur vill horfa beint á íþróttaviðburði. LÍA svaraði því náttúrlega, eins rétt er, að engin væri reynslan eða fjármunirnir fyr- ir því, en sá möguleiki myndi von- andi verða raunhæfur innan tíðar. Nú þegar íslensk yfirvöld hafa gert sér grein fyrir kynningarhæfni sjón- varps er kannski styttra í það en margan grunar. Við hjá LÍA munum halda ótrauðir áfram á okkar torfæru braut, því líkt og Bókin segir, þá skal það svo vera til að vel gangi. Það er ekki það eina, því fyrir skömmu barst LIA fyrirspurn frá ísraelskum blaðamanni um hvort það væri virkilega rétt að við gæt- um keyrt á'vatni. Hann benti á að samlandi hans hefði, fyrir um 2000 árum, gengið á vatni og öðlast heimsfrægð fyrir og líkt færi með okkur ef rétt reyndist. Það verður hins vegar að hafa hugfast að eng- inn er spámaður í sínu föðurlandi. Að lokum eitt heilræði vegna reynslu LÍA frá útsendingum sjón- varpsefnis á erlendri grund frá Is- landi. Þeir sem eru ábyrgir fyrir þessu verða að vera viðbúnir þeim áhrifum sem af þessu verða. Síma- stormur eru líkleg fyrstu viðbrögð og síðan óhemju fjöldi bréfa, faxa og fyrirspurna. Er búið að gera ráðstafanir til að mæta þessu og vera með réttu svörin? Það reyndist ekki vera þegar BBC sýndi þáttinn Motorworld þar sem fjallað var um íslensk ökutæki, svo sem torfæru- bifreiðar og fjallatröllin okkar, fyrir tveim árum. Sá þáttur var unninn í samvinnu við LÍA og fékk metá- horf á Bretlandseyjum. Bæði ferða- málayfirvöld og sendiráð Islands biðu eftir því að ónæðinu linnti. Höfundur er forseti LIA. Sumartími hjá Lánasýslu ríkisins Skrifstofur Lánasýslu ríkisins verða opnar frá kl. 08:00 til 16:00 á tímabilinu frá 6. maí til 12. september. LÁNASÝSLA RÍKISINS Framkvæmdasjóbur íslaiulv Ríkisábyrgbasjóbur Ólafur Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.