Morgunblaðið - 06.05.1997, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 1997 31
AÐSENDAR GREINAR
Stuðningur við menningar-
fyrirtæki er að skilja og vilja
LEIKFÉLAG Reykjavíkur er
"síungt menningarfélag sem hefur
fegrað mannlífið í borginni í heila
öld og glatt unga sem aldna allan
þann tíma. Lengst af
var áhugi félags-
manna drifkraftur
starfseminnar og leik-
gleðin nánast einu
laun þeirra. Sérstakur
andi skapaðist smám
saman innan Leikfé-
lagsins sem hver ný
kynslóð nam og bar
áfram til þeirrar
næstu. Þessir leik-
hústöfrar fóru ekki
framhjá áhorfendum,
hvorki þegar listsköp-
un reis hæst í bestu
verkum heimsbók-
menntanna, né í glað-
værum „kassastykkj-
um“. Þess vegna varð
Baldvin
Tryggvason
LR í raun leikhús Reykvíkinga og
borgarbúar létu sig varða þessa
menningaruppsprettu sína.
í viðtali sem birtist við undir-
ritaðan í Morgunblaðinu sunnu-
daginn 27. apríl er greint frá áhuga
og liðsinni Geirs Hallgrímssonar,
Birgis ísleifs Gunnarssonar og
Davíðs Oddssonar við Leikfélagið
á borgarstjórnarárum þeirra og
bornar saman framkvæmdir og
stórhugur í garð Leikfélagsins
undir stjórn vinstri manna I
Reykjavík og sjálfstæðismanna.
Um það þarf í sjálfu sér ekki að
hafa mörg orð. Verkin sýna merk-
in. En í Morgunblaðinu 1. maí birt-
ist grein eftir aðstoðarkonu borg-
arstjóra og varamann í Leikhús-
ráði LR, þar sem hún kvartar yfir
því sem hún kallar „rangfærslur"
hjá mér og leggur fram talnadálka
máli sínu til staðfestingar. For-
maður LR hefur fyrir nokkru út-
skýrt þessar sömu tölur í grein hér
í blaðinu og hef ég engu við það
að bæta.
í þessu viðtali var
ég þess utan ekki með
neinar færslur, hvorki
rangar né réttar. Þeg-
ar ég tala um að dreg-
ið hafi úr stuðningi við
Leikfélag Reykjavíkur
er ég að tala um stuðn-
ing sem felst í skiln-
ingi á þörfum LR til
að geta rekið menn-
ingarlegt leikhús í
Reykjavík og vilja til
að gera félaginu það
kleift. Stuðningur við
menningarfyrirtæki
felst bæði í því að
skilja vanda þess, og
vilja til að leysa hann.
Það er þessi skilningur
sem mér finnst hafa skort á síð-
ustu árin. Þegar starfsemi LR flyst
í miklu stærra og fullkomnara hús
liggur í augum uppi að styrkur sem
dugði áður, bæði til rekstrar húss-
ins og listrænnar starfsemi, dugar
ekki lengur. Flík sem passar á
barn er heldur skjóllítil fyrir full-
vaxinn mann. Styrkur sem gerir
ekki ráð fyrir þessu þrengir mjög
hag leikhússins og stendur list-
rænni starfsemi fyrir þrifum. Vilji
menn styðja viðleitni fyrirtækis til
að standa á eigin fótum eru því
sköpuð skilyrði til að vaxa og
dafna. Forsjárhyggja er ekki til
þess fallin að búa fólki og fyrir-
tækjum lífvænleg vaxtarskilyrði.
Um það vitnar reynslan.
Allir sem eitthvað þekkja til
talna vita hversu auðvelt er að
blekkja með þeim og bregða á leik,
sé vilji til þess. Slíkt getur verið
hreinasta list. Það er til dæmis
kímilegt sjónarspil, að leggja fram
fjárhagsáætlun fyrir árið 1997, þar
sem framlag til LR er lækkað um
sjö milljónir, eins og R-listinn
gerði, og koma svo í sparifötunum
í tilefni hundrað ára afmælis fé-
lagsins og færa því fimm milljónir
í afmælisgjöf.
Þegar ég tala um að
dregið hafí úr stuðningi
við Leikfélag Reykja-
víkur, segir Baldvin
Tryggvason, er ég að
tala um stuðning sem
felst í skilningi á þörfum
LR til að geta rekið
menningarlegt leikhús
í Reykjavík.
Hvort sem menn trúa því eða
ekki, þá er skoðun mín á samskipt-
um LR og Reykjavíkurborgar ekki
af pólitískum rótum runnin. Eng-
inn gæti orðið glaðari en ég, ef
LR fengi kröftugan byr í seglin,
sama fyrir tilstilli hvers það væri.
Ef það yrði fyrir tilstilli R-listans
þætti mér það álitsauki fýrir þá
sem þar ráða ferð.
Borgarleikhúsið er glæsilegur
rammi utan um listsköpun og Leik-
félag Reykjavíkur verðskuldar
sannarlega að sýna hvað það getur
undir fullum seglum.
Höfundur er fyrrverandi
sparisjóðsstjóri SPRON.
Leiðin að lifa
með reisn
LÍ FEYRIS SJOÐ-
IRNIR eru mjög í um-
ræðunni um þessar
mundir. Við búum við
tvöfalt lífeyriskerfi,
bæði uppsöfnunarkerfi
og gegnumstreymi-
skerfi. Þetta er að
mínu mati skynsam-
legt að aðskilja. Líf-
eyriskerfi sem er jafn-
framt samhjálparkerfi
ætti alfarið að vera
gegnumstreymi. Ein-
staklingarnir greiði
sjálfir í sjóðinn miðað
við þau laun sem líf- Páll V.
eyrissjóðurinn mundi Daníelsson
greiða, t.d. 100 þúsund
krónur á mánuði til hvers einstakl-
ings. Sjóðurinn stæði undir ellilíf-
eyri, örorkulífeyri, sjúkralaunum,
launum fyrir heimilisstörf, meðan
börn eru 6 ára og yngri, einnig
þurfi heimilin að annast fólk sem
þarf sérstakrar umönnunar við.
Laun fyrir heimilisstörf nái til t.d.
þriggja mánaða af meðgöngutíma.
Þetta yrði mikil einföldun frá nú-
verandi kerfí.
Frjálsir sjóðir
Séreignarlífeyrissjóðir sem
myndaðir yrðu væru að fullu eign
þeirra, hvers fyrir sig, sem í þá
greiða. Engin ástæða er til að opin-
berir aðilar séu að skipta sér af
starfsemi þeirra.
Háar greiðslur
Greiðslur í gegnumstreymislíf-
eyrissjóðinn yrðu miklar, e.t.v. um
þriðjungur launaupphæðar eins og
sjóðurinn greiðir. Allir greiði í sjóð-
inn til æviloka. Allir hafi jöfn rétt-
indi í sjóðnum. Til að standa undir
þessum greiðslum þyrftu laun að
Rammalög um háskóla, forsenda
markvissrar þróunar íslenskra háskóla
MENNTAMALA-
RÁÐHERRA Björn
Bjarnason hefur nýver-
ið lagt fram á Alþingi
frumvarp til laga um
háskóla. Með þessu
frumvarpi er bortið blað
í íslenskum skólamál-
um. í frumvarpinu
kemur fram langþráð
stefna íslenskra
menntamálayfirvalda
um íslenskt háskóla-
stig.
Þróun háskóla
á Vesturlöndum
Eftir síðustu heims-
styrjöld átti sér stað
stóraukin ásókn í há-
skólanám eða „Higher Education" á
Vesturlöndum. Erlend menntamála-
yfirvöld tóku skipulega á þessari
aukningu fyrir löngu. Á áttunda
áratugnum tví- eða þrískiptu margar
þjóðir háskólastiginu eða „Higher
Education" (Community College,
College, University, högskola, uni-
versitet o.s.frv.). Þessum mismun-
andi stofnunum voru mörkuð ólík
verksvið, til dæmis með tilliti til
rannsókna og heimilda til að veita
háskólagráðu, og var það í fyrstu
verksvið „Universitetanna". Síðast-
liðinn áratug hefur þessi skipting
háskólastigsins hins vegar þróast og
hefur bilið minnkað á milli þessara
aðgreindu stofnana.
Þróun háskóla á íslandi
Á íslandi átti sér stað svipuð þró-
un. Nemendum með stúdentspróf
fjölgaði. Skólum sem taldir hafa
verið á háskólastigi hefur einnig
fjölgað og eru þeir nú þrettán. Rétt
Gyða
Jóhannsdóttir
er að gera þess að þó
að skólar hafi verið
taldir á háskólastigi
hefur formleg staða
margra þeirra verið
ákaflega óljós og nefni
ég þá sem ég þekki
best, það er að segja
Fósturskóla íslands,
íþróttakennaraskóla
íslands og Þroska-
þjálfaskóla Islands. ís-
lensk menntamálayfir-
völd hafa ekki fyrr en
nú markað afdráttar-
lausa stefnu um þetta
skólastig. Þessi stefna
birtist nú í frumvarpi
til laga um háskóla.
Mikilvægi rammalög-
gjafar fyrir háskóla
Um er að ræða frumvarp til
rammalaga fyrir háskóla í landinu.
Samkvæmt 3. gr. er kveðið á um
að ríkisreknir háskólar skuli vera
Sá rammi, sem kveðið
er á um í frumvarpinu,
segir Gyða Jóhanns-
dóttir, er eðlilegur um
störf háskóla á íslandi.
sjálfstæðar ríkisstofnanir sem heyra
stjórnarfarslega undir menntamála-
ráðherra og lúta stjórn samkvæmt
sérstökum lögum um hvern skóla.
Að mati undirritaðrar fellur sá
rammi sem kveðið er á um í frum-
varpinu vel inn í aiþjóðlega þróun
háskólasstigs. Þessi rammi er einnig
eðlilegur rammi utan um störf há-
skóla á íslandi. Ákvæðið um að ríkis-
reknir háskólar séu sjálfstæðar ríkis-
stofnanir sem lúti stjórn samkvæmt
sérstökum lögum um hvern skóla
tryggir nauðsynlegt svigrúm hvers
skóla til þess að þróast eðlilega mið-
að við þá starfsemi sem honum er
ætluð.
Með samþykkt þessa frumvarps
verður starfsemi íslenskra háskóla
mun markvissari en áður. íslenskt
háskólastig verður sambærilegt því
sem gerist á alþjóðvavettvangi og
auðveldar það alþjóðlegt samstarf
íslenskra háskóla. Það er von mín
að þetta frumvarp verði að lögum.
Höfundur er skólastjóri
Fósturskóla Islands.
hækka verulega. Það
gæti gerst með því að
ýmis launatengd gjöld
í atvinnurekstri féllu
niður á móti launa-
hækkunum. Ennfrem-
ur að tekjuskattar
yrðu ekki lagðir á þá
launaupphæð sem
sjóðurinn greiddi. Aðr-
ar tekjur hefðu engin
áhrif á lífeyristekjurn-
ar. Þar með féllu jað-
arskattar niður.
Almannatrygg-
ingar óþarfar
Með þessari breyt-
ingu féllu niður
greiðslur almannatrygginga. Þá
losnar fólk við niðurlægjandi og
margþætt betlikerfi þar sem verð-
ur að útfylla eyðublöð á eyðublöð
ofan og útvega tilheyrandi vottorð
Við búum við tvöfalt
lífeyriskerfi, segir Páll
V. Daníelsson, í
uppsöfnuðu kerfí og
gegnumstreymiskerfi.
til að fá aura út úr ómanneskju-
legu bótakerfi sem býður spillingu
og ranglæti heim.
Að snúast í and-
hverfu sína
Ég held að fólk geri sér ekki
grein fyrir þvi að uppsöfnun fyár í
samtryggingarlífeyrissjóð verður
mjög mikið fé. Það verður hörð bar-
átta milli fólks um að komast til
valda í slíku kerfi enda mundu þeir
kjötkatlar geta orðið aðalatriði í
þjóðfélagsbaráttu og það svo að eig-
endurnir mundu gleymast og sjóður-
inn snúast í andhverfu sína. Sjóður-
inn yrði fyrst og fremst ein þeirra
auðlinda sem þeir auðugu legðu
undir sig. Ávöxtun sjóðsins færi
m.a. fram í fyrirtækjum og þannig
gæti hann reynst öflugt tæki til að
ná völdum á ýmsum sviðum.
Eðlilegt að skoða málið
Ég skrifaði grein sem birtist í
Morgunblaðinu 30. nóv. sl. þar sem
ég ræddi þessi mál. E.t.v. er að
bera í bakkafullan lækinn að koma
þessari skoðun minni enn á fram-
færi. Ég tel að ástæða sé til að
athuga þessi mál nánar og þá ekki
síst með tilliti til þeirra sem minna
mega sín í þjóðfélaginu.
Höfundur er viðskiptafræðingur.
AHRIFARIK HFTT.SIIFFNT
Auka orku, úthald og einbeitingu
BIO QINON Q-10
Eykur orku og úthald
Elizabeth Arden
Snyrtifræðingur frá Elizabeth Arden kynnir
Exceptional varalitina og nýja 5th Avenue
ilminn frá Elizabeth Arden
í dag þriðjudaginn 6. maí.
BREIÐHOLTSAPÓTEK
Sími 587 3720
Super
Bio-Qinon
QIO kapslcT
URTE PENSIL PROPOLIS
Sólhattur
og Propolis
virka vel saman
Gæðaefni
Skallin Plus
vinur magans
Bio Silica,
járn í melassa
Gæðaefni
frá Healthilife
Sterkir Propolis
belgir (90 stk)
virka vel.
Gott verð.
Þú getur treyst heilsuefnum
frá Parma Nord 100%
Bio-Biloba Ginkgo
Bio-Selen + Zink
Bio-Chróm Bio-Zink
Bio-Glandin Bio-Caroten
Bio-Calcium Bio-Magnesium
Bio-Fiber Bio-E-vítamín
BíO-SELEN UMBQÐIÐ
Sími 557-6610.