Morgunblaðið - 06.05.1997, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 06.05.1997, Qupperneq 37
36 ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ1997 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 1997 37 IHttrgtmfrlfifrií STOFNAÐ 1913 UTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. VEIÐILEYFA- GJALD OG SKATTBYRÐI IDAG EFNIR sjávarútvegsráðuneytið til ráðstefnu á Akureyri þar sem fjallað verður um „veiðigjald og skattbyrði byggðar- laga“, en það er heiti greinargerðar, sem sjávarútvegsráðuneytið hefur látið taka saman um þetta efni. Greinargerðin er unnin af tveimur kennurum við Háskóla íslands, sem báðir hafa verið eindregnir andstæðingar þeirrar hugmyndar, að útgerðarfyrir- tæki greiði gjald fyrir réttinn til þess að nýta sameiginlega auð- lind allra landsmanna, þ.e. fiskimiðin. Markmiðið með greinar- gerðinni er að sýna fram á, að í veiðileyfagjaldi felist viðbótar- skattlagning á landsbyggðina en skattalækkun fyrir þéttbýlið á suðvesturhorni landsins. Eins og kunnugt er hafa talsmenn út- gerðarfyrirtækjanna og pólitískir samherjar þeirra árum saman haldið því fram, að í veiðileyfagjaldi felist sérstakur landsbyggðar- skattur. í greinargerð háskólakennaranna er m.a. byggt á þeirri for- sendu, að veiðileyfagjald verði lagt á, sem ákveðið hlutfall af afiaverðmæti en tekjuskattur lækkaður á móti. Þótt fram komi afar athyglisverðar upplýsingar um hvað tekjuskattur á hvern íbúa gæti lækkað mikið með því að lækka tekjuskatt á móti veiði- leyfagjaldi bregður svo við, að í greinargerð háskólakennaranna tveggja er lögð megináherzla á að sýna fram á að með því mundi skattbyrði einstakra landshluta utan suðvesturhornsins hækka en lækka að sama skapi í Reykjavík og Reykjanesi. Með þessari framsetningu er bersýnilega gerð tilraun til að skapa útgerðar- mönnum og þeim stjórnmálamönnum, sem andstæðir eru veiði- leyfagjaldi nýja vígstöðu. Háskólakennurunum tveimur, þeim Ragnar Árnasyni, prófess- or, og Birgi Þór Runólfssyni, dósent, er hins vegar bersýnilega annt um fræðimannsheiður sinn. Þess vegna vara þeir við því, að menn dragi of víðtækar ályktanir af framsetningu þeirra sjálfra og segja: „Hins vegar er rétt að vara við því að túlka þessar niðurstöð- ur, sem mælikvarða í persónulegri skattbyrði á viðkomandi stöð- um. Væntanlega yrði veiðileyfagjaldið greitt af útgerðarfyrirtækj- unum. í fyrstu umferð yrði það því skattbyrði þeirra, sem myndi þyngjast en ekki einstaídinganna á svæðinu, hvað sem síðar yrði. Einstaklingar í hópi tekjuskattsgreiðenda myndu yfirleitt njóta skattalækkunar vegna lækkunar tekjuskatts. Ofangreindar tölur um breytta skattbyrði á einstakling ber því öðru fremur að túlka, sem mælikvarða á breytingar í framlagi landshlutans í ríkissjóð til að standa undir sameiginlegum útgjöldum landsmanna skipt á þá einstaklinga, sem að baki standa.“ Það er auðvitað hárrétt, að veiðileyfagjald og lækkun tekju- skatts kæmi þannig út gagnvart hinum almenna borgara, að útgerðarfyrirtækin mundu greiða umtalsverðar upphæðir í sam- eiginlegan sjóð, sem þau borga nú sín í milli, en skattgreiðandinn hvar, sem hann býr á landinu mundi njóta þess í lægri sköttum og verulega auknu ráðstöfunarfé. Samkvæmt þeim tölulegu upp- lýsingum, sem fram koma í greinargerðinni mundu tekjuskattar á hvern íbúa lækka um 22 þúsund krónur til 60 þúsund krónur eftir því hvað veiðileyfagjaldið yrði hátt. Þetta þýðir, að tekju- skattur mundi lækka um 88-240 þúsund krónur fyrir hveija fjög- urra manna fjölskyldu í landinu. Þær upplýsingar, sem Morgunblaðið hefur undir höndum eru drög að umræddri greinargerð og vonandi hafa háskólakennararn- ir séð að sér áður en þeir kynna hana í endanlegri mynd. Það er ekkert gamanmál fyrir Háskóla íslands, að nafn skólans skuli lagt við plagg, sem er þess eðlis, að höfundar þess sjáifir vara við því að túlka niðurstöðurnar eins og þeir þó gera sjálfir að verulegu leyti. Forystumenn LÍÚ og sjávarútvegsráðherra standa frammi fyr- ir því, að 75% þjóðarinnar eru hlynnt veiðileyfagjaldi. Þeir gera nú tilraun til að snúa þeirri stöðu við með því að halda því að landsbyggðarfólki að með veiðileyfagjaldi sé raunverulega verið að auka skattbyrði landsbyggðarinnar. En með því hafa þeir sjálf- ir opnað umræður um, að hægt væri að lækka tekjuskatt veru- lega með því að taka upp veiðileyfagjald. Með því mundu launþeg- ar almennt fá verulega aukið ráðstöfunarfé í sinn hlut. Þeir mundu ekki síður nota þá fjármuni í sinni heimabyggð en annars staðar. Stóru útgerðarfyrirtækin fjárfesta hins vegar í vaxandi mæli um land allt og utan lands, í Þýzkalandi, Bretlandi, Banda- ríkjunum, Chile, svo að dæmi séu nefnd. Þess vegna er allt sem bendir til þess að veiðileyfagjald og lækkun tekjuskatts á móti mundi efla landsbyggðina en ekki veikja hana. Og úr því að sjávarútvegsráðherra sjálfur hefur beitt sér fyrir umræðum um þessi skipti, álagningu veiðileyfagjalds og verulega lækkun tekjuskatts, er sjálfsagt að þær hugmyndir verði ræddar ítarlega. Með því að leggja á veiðileyfagjald, sem nemur 12,3% af aflaverðmæti er hægt að lækka tekjuskatt um 6 milljarða króna. Með því að leggja á veiðileyfagjald, sem nemur nálægt 33% af aflaverðmæti væri hægt að afnema nánast allan nettó tekjuskatt einstaklinga til ríkissjóðs eins og hann var á árinu 1995. Allt kemur þetta fram í greinargerð háskólakennaranna tveggja, þótt þessar upplýsingar séu ekki dregnar sérstaklega fram í dagsljósið og séu ekki þema ráðstefnunnar á Akureyri í dag! Fyrstu síldinni úr norsk-íslenska stofninum á þessari vertíð landað í gær Morgunblaðið/Pétur FULLAR lestar af síld í ísleifi í höfn á Seyðisfirði í gær. Þegar er búið að landa síld á Seyðisfirði, Neskaupstað, Raufarhöfn og Djúpavogi. FYRSTU síldinni var landað úr norsk-íslenska stofnin- um á þessu ári á Seyðis- firði, Neskaupstað, Rauf- arhöfn og Djúpavogi í gær. Pjölmörg íslensk nótaskip eru nú á landleið en búast má við að veiðar liggi niðri næsta sólarhringinn vegna veðurs. Veiði var heldur dræm á miðunum um 180 sjómílur norðaustur af Fær- eyjum aðfaranótt sunnudags og fram eftir degi en nokkur skip náðu þokka- legum köstum á sunnudaginn. Lítil veiði var einnig á miðunum í gær og fyrrinótt. Mikið var þó kastað, en oftast án árangurs, búmmað, eins og það er kallað á máli sjómanna. Sem dæmi má nefna að eitt skipið búmmaði sjö sinnum í röð á sunnu- dag. Það virtist samdóma álit skipstjóra að veiðarnar hefðu byrjað í það minnsta einni viku of snemma. Segja þeir síldina grindhoraða í ætisleit og því á mikilli ferð. Svo virðist að helst sé hægt að ná til síldarinnar undir kvöldið. íslensk skip mega á þessu ári veiða 233.000 tonn af norsk-íslenska síld- arstofninum en veiðarnar eru ekki bundnar kvóta og því er framundan mikið kapphlaup um að bera sem mestan afla á land. Telja sjómenn þetta fyrirkomulag ekki vera neinum til tekna, hvorki þeim né þjóðarbúinu í heild, þar sem búast megi við að hver einn og einasti sporður fari í bræðslu. Telja veiðarnar hafa byrjað tíu dögum of snemma Síldin þykir með eindæmum stygg, enda í ætisleit og því mikið á ferð- inni og segja skipstjórar það undir- strika enn frekar gagnrýni þeirra á fyrirkomulagi veiðanna í ár. Þannig segir Jón Axelsson, skipstjóri á Húnaröst SF 550, að veiðarnar hafi hafist að minnsta kosti tíu dögum of snemma. Átan er að hrygna á þessum tíma og því kemur síldin ekki upp, en átan hrygnir á 100 föðmum. „Við erum auk þess mjög óhressir með úthlutunina á kvótanum, segir Jón Axelsson. „Við hefðum viljað að úthlutað hefði verið á nótaflotann. Þessi úthlutun þýðir það að menn keppast um að ná sem mestu og hugsa því síður um að ganga sem best um auðlindina. Ekkert af þess- ari síld fer til manneldis vegna þess að ekki gefst tími til að láta síldina átutæma sig og annað og það er Síldin stygg og stríðin Um leið o g reglur leyfðu voru fyrstu íslensku síld- veiðiskipin byijuð veiðar hátt í 200 mílur norður af Færeyjum. Lóðningar voru yfirleitt heldur ræfils- legar og síldin stóð djúpt, en nokkur skip fengu þó góð köst um helgina. Helgi Mar Arnason fór í síldartúr með Húnaröstinni SF og komst að því, eins og sjómennirnir, að þó nóg sé af síldinni er hún brellin sem forðum. Morgunblaðið/Stefán LANDFESTAR Húnarastar losaðar á Höfn í Hornafirði fyrir helgi. Skipið var á landleið í gærkvöldi, en þá var komin norðanbræla og ekki gott veðurútlit á miðunum. undarlegt að stórfyrirtæki skuli stjórna veiðum á bræðslufiski. Það má segja að þjóðarbúið verði af 700 milljónum í beinum tekjum vegna þess að of snemma er byijað. Ennfremur þykir okkur það vera dæmalaust að senda löngu úreltan nótaflota 300 mílur út í haf í kapp- hlaup um verðlausan fisk þegar allra veðra er von. Þetta stefnir bæði skip- um og mönnum í hættu," segir Jón. Húnaröst SF var væntanleg til Hornafjarðar með morgni með full- fermi, um 750 tonn. Aflinn fékkst í tveimur köstum, auk þess sem tæp 100 tonn fengust gefins hjá Jónu Edvalds SF. I gærkvöldi voru enn fjölmörg skip á miðunum, en veður fór versnandi eftir að ijómablíða hafði verið á miðunum frá því að veiðarnar hófust. Húnaröstin hreppti þannig haugabrælu á landleið í gær, norðan 8-9 vindstig og gekk ferðin heldur seint vegna þessa. Um 50 íslensk nótaskip voru í við- bragðstöðu um miðnætti þann 3. maí þegar hefja mátti veiðar úr norsk- íslenska síldarstofninum og voru þá stödd á svæði um 180 sjómílum NNA af Færeyjum. Mjög dræm veiði var fyrstu nótt- ina. Þá köstuðu aðeins fimm íslensk skip og var árangurinn vart meiri en um 100 tonn í kasti. Þó fékk Súlan EA ríflega 200 tonna kast. Skipin kembdu svæðið og urðu vör við mikið af síld en hún var illveið- anleg að sögn skipstjóra. Heldur var léttara yfir mönnum á laugardags- morgun. Mörg skip höfðu þá kastað og náði Júpiter ÞH m.a. þúsund tonna kasti. Það kveikti á ný von í bijósti sjómanna og á sunnudag voru fyrstu skipin búin að fylla sig. Brotabrot, en ekkert merkilegt Það er ekki hægt að segja annað en það hafi verið barlómur í íslensku skipstjórunum í aðfaranótt laugar- dags. Hér er dæmigert brot úr tal- stöðvarsamtali tveggja skipstjóra: - Hvað segirðu, er eitthvað að sjá? - Nei, ég fór yfir eina smá peðru hér áðan, á 20 föðmum, en hún splundraðist alveg um leið. - Jaaaaaha, það er sama sagan hér. Víða eru einhver brotabrot en ekkert merkilegt. Hún er svo stygg, það var torfa hér vestan við mig áðan en hún tók beint strik norðaust- ur um leið og ég nálgaðist. Þetta er nú meira bölvað ástandið. - Já vinur, hún er eitthvað stríðin við okkur núna ... Áfram óvissa um hvenær hvalveiðar hefjast Nokkur óvissa ríkir um möguleika íslands til að selja hval til Japans verði hvalveiðar hafn- ar hér við land að nýju. Ennfremur eru skipt- ar skoðanir um hvort hagsmunum íslands er betur borgið innan eða utan Alþjóðahvalveiði- ráðsins. Egill Olafsson skoðaði stöðu hvala- málsins í fortíð og nútíð. INNLENDUM VETTVANGI rið 1982 samþykkti Al- þjóðahvalveiðiráðið að banna hvalveiðar frá og með árinu 1986. Þjóðir sem voru andsnúnar samþykktinni áttu þann kost að mótmæla banninu. Norðmenn, Sovétmenn, Perúmenn og Japanir mótmæltu banninu og héldu áfram veiðum um hríð þrátt fyrir hávær mótmæli ýmissa verndunar- ssamtaka víða um heim. Eiður Guðnason alþingismaður bar fram þingsályktunartillögu á Alþingi um að Island mótmælti hvalveiði- banninu. Tillagan fór til umfjöllunar í utanríkismálanefnd og lagði meiri- hluti nefndarinnar til að tillögunni yrði breytt og samþykkt yrði að mótmæla ekki banninu. Mjög skiptar skoðanir voru um tillöguna og gekk afstaða manna þvert á flokkslínur. Meira að segja ríkisstjórnin klofnaði í málinu því ráðherrar Alþýðubanda- Iagsins vildu ekki mótmæla en aðrir ráðherrar vildu mótmæla banninu. Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar varð sú að 29 studdu tillögu um að mótmæla ekki hvalveiðibanninu en 28 lýstu andstöðu við tillöguna. Sjónarmið þeirra sem vildu að Is- lendingar mótmæltu ekki banninu voru að mikilvægir fiskmarkaðir væru í hættu ef við héldum áfram hvalveiðum og ennfremur að ísland hefði ávallt lagt áherslu á að hlíta alþjóðlegum samþykktum um nýt- ingu auðlinda hafsins. Þeir sem vildu mótmæla bentu á að hvalveiðibann hefði verið ákveðið þrátt fyrir að vís- indanefnd ráðsins hefði ekki lagt til bann og of mikið væri gert úr áhrif- um mótmæla hvalfriðunarsinna. Úrsögn úr hvalveiðiráðinu Segja má að stöðugar umræður hafi farið fram um hvalveiðar hér við land síðan Alþingi tók þessa ákvörð- un. í fyrstu vonuðust íslensk stjórn- völd eftir því að Alþjóðahvalveiðiráð- ið breytti um afstöðu og leyfði tak- markaðar veiðar að nýju. Ráðið skaut því stöðugt á frest að taka efnislega afstöðu til tillögu um takmarkaðar hvalveiðar og árið 1991 tók Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra þá ákvörðun að segja ísland úr Alþjóða- hvalveiðiráðinu. Um var að ræða stjórnvaldsákvörðun sem ekki þurfti að bera undir Alþingi. „Meginástæðan fyrir því að þetta skref er tekið, og sú ákvörðun að draga sig úr ráðinu, er sú að ráðið hefur að okkar mati ekki sinnt þeim skyldum, sem á því hvíla samkvæmt stofn- samningi,“ sagði Þorsteinn þegar hann rökstuddi ákvörðun sína. „Þar [í sáttmálanum] er með skýr- um hætti kveðið á um að ráðið eigi að vinna að verndun og nýtingu hvalastofnanna. Á undanförnum árum hefur ráðið smám saman verið að breytast í hreinræktuð verndunar- samtök og við lítum svo á að það stríði gegn megintilgangi Alþjóða- hvalveiðisáttmálans og sé þar af leið- andi ekki í samræmi við stefnu Is- lands og íslenska hagsmuni“, sagði Þorsteinn ennfremur. Samstaða var um þessa ákvörðun innan ríkisstjórnarinnar og fáir urðu til að mótmæla henni. Morgunblaðið mótmælti henni þó í leiðara og sagði: „í samskiptum milli þjóða heims er smáþjóðum mikill styrkur að þátttöku í starfi alþjóðasamtaka. Stærri þjóðir geta í krafti fjölmennis, auðæfa og stundum hervalds farið sínu fram á alþjóðavettvangi. Smærri þjóðir leita styrks í alþjóðalögum og reglum og alþjóðlegu samstarfi. Stundum þróast starf alþjóðasamtaka um skeið á þann veg, að einstökum aðildarríkjum hugnast ekki þau vinnubrögð en það varir sjaldnast til lengdar. Sú ákvörð- un að hverfa frá samstarfi innan hvalveiðiráðsins er í engu samræmi við þá starfshætti, sem einkennt hafa þátttöku okkar í alþjóðlegu samstarfi til þessa.“ Ágreiningur um NAMMCO Áður en ákvörðun var tekin um úrsögn úr Alþjóðahvalveiðiráðinu var talsvert rætt um að Norðmenn og fleiri þjóðir myndu hugsanlega fara eins að, en þegar á reyndi fylgdu aðrar þjóðir okkur ekki úr ráðinu. íslendingar beittu sér hins vegar fýr- ir stofnun Norður-Atlantshafsspen- dýraráðsins, NAMMCO, og vonuðust íslensk stjórnvöld eftir að með því yrði skapaður lögformlegur vettvang- ur fyrir því að við gætum hafið hval- veiðar að nýju. Stofnaðilar að NAMMCO urðu ísland, Noregur, Færeyjar og Grænland. Ekki hafa fleiri ríki bæst í þennan hóp síðan. Árni Ragnar Árnason, alþingis- maður og formaður hvalanefndar, sagði að NAMMCO væru enn veik samtök og óvíst væri hvort þau væru sá lögformlegi vettvangur sem að var stefnt með stofnun þeirra. Þau hefðu hins vegar líklega haft einhver já- kvæð áhrif á starf hvalveiðiráðsins. Björn Bjarnason lýsti því yfir á Alþingi í ársbyijun 1994, en hann var þá formaður utanríkismálanefnd- ar, að aðild okkar að NAMMCO full- nægði ekki þjóðréttarlegum skuld- bindingum íslendinga sem aðilar að hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóð- anna. Áhugi á inngöngu í hvalveiðiráðið að nýju í byijun þessa árs skilaði nefnd um hvalamál áliti, en hún var skipuð af sjávarútvegsráðherra. Nefndar- álitið hefur enn ekki verið birt opin- berlega þar sem ríkisstjórnin hefur ekki lokið umijöllun um skýrsluna. Stjórnin hefur verið með hana til skoðun- ar í þijá mánuði. Ekkert liggur fyrir um hvenær rík- isstjórnin tekur ákvörðun í þessu máli. Málið tengist einnig því hvernig stjórnvöld eiga að bregðast við sífellt háværari kröfum um- hverfissamtaka um að friðun hvala nái til fleiri fiskistofna. Um síðustu helgi kom Davíð Oddsson inn á hvalamálið í ræðu sem hann hélt hjá Samtökum um vest- ræna samvinnu. Hann benti á að úrsögn íslands úr hvalveiðiráðinu hefði byggst á forsendum um að önnur hvalveiðiríki myndu fylgja okkar fordæmi og að hvalveiðiráðið yrði þar með óstarfhæft. Þetta hefði ekki gengið eftir og þess vegna hefði ákvörðun okkar ekki verið nægilega vel ígrunduð. Hann hvatti til þess að það yrði skoðað af fullri alvöru að Island gengi aftur í hvalveiðiráð- ið. Halldór Ásgrímsson utanríkisráð- herra sagðist ekki ætla að kveða upp neinn dóm um hvort sú ákvörðun síðustu ríkisstjórnar, að segja ísland úr Alþjóðahvalveiðiráðinu hefði verið rétt. „Sú ákvörðun var tekin á grund- velli álits nefndar sem _ þáverandi stjórnarflokkar skipuðu. Ég vil ekk- ert mat leggja á hvernig að því var staðið, en ég tel að úr því að þetta var gert höfum við ekkert að gera inn í Alþjóðahvalveiðiráðið nema að við verðum þess áskynja að þar verði um einhveija stefnubreytingu að ræða. Það að ganga inn í Alþjóða- hvalveiðiráðið án þess að neitt gerist þar er ekkert annað en að eyða pen- ingum í ekki neitt.“ Halldór sagðist vera þeirrar skoð- unar að ísland gæti hvenær sem er tekið ákvörðun um að hefja hvalveið- ar að nýju. Aðild að Alþjóðahvalveið- iráðinu væri ekki forsenda fyrir því að slík ákvörðun væri tekin. Hann sagðist hins vegar gera sér grein fyrir að ýmsar þjóðir væru ósammála þessu mati. „Alþjóðahvalveiðiráðið var stofnað til að stjórna nýtingu á hvölum og það er lágmark að ráðið sýni einhvern minnsta vilja til að fara eftir stofnskrá sinni áður en við göngum inn í það á nýjan leik.“ Kristján Loftsson sagði að það hefðu verið mikil mistök að mótmæla ekki hvalveiðibanninu á sínum tíma. Ekkert hefði komið út úr starfi hval- veiðiráðsins síðustu árin og þess vegna vandséð hvað við hefðum þar að gera. Kristján útilokaði þó ekki að við gengjum áný í nýju og sagði hugsanlegt að við kæmust þannig framhjá þeirri ákvörðun sem við tók- um 1983, að mótmæla ekki hvalveiði- banninu. Hann benti á að í Alþjóða- hvalveiðiráðinu væru núna tveir hóp- ar, ríki sem mótmæltu hvalveiðibann- inu á sínum tíma og þau sem gerðu það ekki. Kristján sagðist vera þeirr- ar skoðunar að ísland gæti valið um hvorum hópnum landið tilheyrði ef það gengi í hvalveiðiráðið aftur. Árni Ragnar sagðist ekki vera sammála því sjónarmiði að við gætum gengið í hvalveiðiráðið aftur og látið sem við hefðum aldrei tekið ákvörðun um að mótmæla ekki hvalveiðibann- inu. Við gætum haldið því fram að við séum ekki bundin af samþykktum hvalveiði- ráðsins vegna þess að við værum ekki í því, en það væri hins vegar ekki ábyrg afstaða. Óvissa um sölu á afurðum til Japans Forsætisráðherra hvatti talsmenn hvalveiða á Alþingi til að segja með skýrum hætti hvort þeir væru að tala um hvalveiðar til innanlands- neyslu eða útflutnings. Guðjón Guð- mundsson alþingismaður svaraði þessum ummælum í fjölmiðlum um helgina og sagði að það væri ekki hlutverk Alþingis að selja hvalkjöt frekar en aðrar afurðir heldur að skapa aðstæður fyrir fyrirtæki til að starfa og selja sínar afurðir. „Þó að það séu ekki sérstök lög eða reglugerðir í Japan um þetta er alveg ljóst að þar eru til stjórnvalds- fyrirmæli sem eru byggð á aðild þeirra að Alþjóðahvalveiðiráðinu. Þessi fyrirmæli eru um að þeir flytja ekki inn hvalaafurðir frá ríkjum sem stunda þær veiðar í bága við sam- þykktir Alþjóðahvalveiðiráðsins. Þetta eru þau svör sem við höfum fengið frá Japan. Mér finnst menn sniðganga þessi svör þeirra þegar menn halda því fram að þarna séu allar dyr opnar,“ sagði Árni Ragnar. . Kristján Loftsson, framkvæmda- stjóri Hvals, sagðist treysta sér til að selja hvalaafurðir til Japans ef íslensk stjórnvöld tækju ákvörðun um að heimila hvalveiðar að nýju. Það lægi fyrir að það væri ekkert í jap- önskum lögum eða reglugerðum sem bannaði innflutning á hvalkjöti. Hann vildi ekki gera mikið úr yfirlýsingum japanskra stjórnvalda. Það kæmi ekki í ljós hvort einhveijar hindranir væru í vegi fyrir því að selja hval til Jap- ans fyrr en á það yrði látið reyna. Á sínum tíma hefðu menn sagt að það mætti ekki flytja inn kalkúnalappir til íslands, en þegar á reyndi hefði komið í ljós að það var heimilt. „Við viljum fá að láta á þetta reyna, en ég reikna líka með að ef upp koma vandamál þá standi íslensk stjórnvöld við bakið á okkur. ísland er aðili að GATT og WTO og aðildin veitir okkur ákveðin réttindi sem stjórnvöld hljóta að nota þegar þau gæta hagsmuna íslands í þessu máli,“ sagði Kristján. Norðmenn hafa ekki selt hvalkjöt til Japans, en Kristján sagði að það væri vegna þess að norsk stjórnvöld hefðu tekið pólitíska ákvörðun um að leyfa ekki útflutning á hvalaafurð- <. um.. Halldór sagðist ekki vera sammála því sjónarmiði að innganga okkar í Alþjóðahvalveiðiráðið væri trygging fýrir því að Japanir vildu kaupa af okkur hvalaafurðir eins og markaðs- mál Norðmanna gæfu til kynna. „Ég tel að það sem skipti mestu máli sé hvernig Japanir meta áhrif þess gagn- vart Bandaríkjamönnum. Ég treysti mér hins vegar ekki til að meta hver afstaða Japana verður. Þróunin í Al- þjóðahvalveiðiráðinu skiptir miklu máli í þessu sambandi. Ef það verður stefnubreyting hjá ráðinu þá finnst mér sjálfsagt að við göngum þar inn. Ef engin stefnubreyting verður þar tel ég að það muni leysast upp og deyja drottni sínum.“ Nóg til af hval Ámi Ragnar sagði ljóst að hval- veiðum fylgdi sú hætta að aðrir við- skiptahagsmunir okkar yrðu fyrir skaða. Hann sagðist telja að allir gerðu sér grein fyrir þessu, en erfítt væri að meta hvað sú hætta væri mikil. Menn yrðu hins vegar að ganga að þessu máli með opin augu vitandi um þann möguleika að við gætum tapað meiri fjármunum en menn öfluðu með hvalveiðum. Árni Ragnar sagði að frá líffræðilegu sjónarmiði væri engin spurning um að okkur væri óhætt að hefja hvalveiðar. Hrefnu- stofninn við ísland væri í algjöru hámarki og hvalastofnar sem við veiddum fyrir hvalveiðibann hefðu ekki verið í útrýmingarhættu þegar við hættum hvalveiðum 1985 þrátt fyrir 40 ára samfelldar veiðar. Við hefðum því umgengist þessa auðlind af varfærni þó aðrar þjóðir hefðu ekki hrósað okkur fyrir það. Það lægi jafnframt fyrir að hvalir tækju meiri fisk úr sjó en við mennirnir. Árni Ragnar sagði að Islendingar yrðu að gera sér ljóst að þeir væru. ekki í aðstöðu til að segja öðrum þjóð- um fyrir verkum. Þeir ættu ekki ann- an kost en að vinna hagsmunamálum sínum fylgi innan alþjóðlegra sam- taka. Hann sagðist þess vegna vera fylgjandi því að við gengjum í hval- veiðiráðið að nýju með það að markm- iði að vinna sjónarmiðum íslendinga fýlgi þar. IMóg ertil af hval í hafinu við ísland Aðild tryggir ekki sölu hvalaafurða
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.