Morgunblaðið - 06.05.1997, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ
MIIMNINGAR
ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ1997 41
Alltaf kemur mér Halldór í hug
þegar ég minnist Steindórs frá
Hlöðum. Og öfugt. Steindór var
fáum líkur. Nema þá helzt Halldóri
Snorrasyni. Hann var svo hreinn
og beinn, svo hreinlunduð hetja og
víllaust karlmenni og svo vafninga-
laus að mönnum yfirsást stundum
hversu skarpgreindur hann var á
fíngerðustu litbrigði sálarlífs fólks.
Enginn var hann smámunamaður
er var samt undranæmur á ýmis-
legt smálegt sem öðrum yfírsást.
hann var maður gróðurhverfa frem-
ur en einstakra þúfna. Margir héldu
þess vegna að hann væri ekki mik-
ill mannþekkjari. Það var öðru
nær. Hins vegar líktist hann í því
Agli, að hann trúði að sér hefði
verið gefið það geð ... „es ek gerða
mér/vísa fjandr/af vélondum". Trú
hans á hreinlyndi sitt og um leið
mátt sinn og megin gerðu honum
reijar og klókskap ekki aðeins
óþarfan heldur fyrirlitlega tíma-
sóun.
Um það leyti sem hann háði sín-
ar hörðustu orrustur fyrir Mennta-
skólann á Akureyri var ég honum
handgengnari en aðrir og vissi vel
hvað honum leið og það eru engar
ýkjur, þegar ég segi, að hversu
hart og grimmilega sem að honum
var sótt á þeim dögum varð hann
aldrei andvaka eða svo áfram sé
haldið með orðum Gríms um Hall-
dór Snorrason.
Hvort blítt eða strítt honum bar til handa,
borðaði hann og drakk að vanda,
þó komið væri i óvænt efni,
eigi stóð honum það fyrir svefni.
Það var um haustið 1968 sem
ég réðst undir áraburð Steindórs,
sem þá hafði árið áður tekið við
stjórn MA að Þórarni Björnssyni,
hinum skarpvitra mannvini og
menningarmanni, látnum, en hann
lézt um aldur fram árið á undan.
Það var ekki auðvelt að taka við
menntaskóla á þessum árum, sízt
hefur það verið léttiverk fyrir mann
sem var að búa sig til starfsloka,
en Steindór átti aðeins fjögur ár
eftir til embættislokaaldurs. Þegar
ég eitt sinn spurði Steindór, á með-
an hríðin var hvað hörðust, hvers
vegna hann hefði tekið í mál að
taka við skólanum svaraði hann:
„Mér fannst það skylda mín. Ég
, hafði sótt áður, ég var elztur yfir-
I kennara og þess var farið á leit við
mig að ég tæki starfið að mér. Nú
svo var ég nú gamall sauðamaður
— og sauðamaður yfirgefur ekki
hjörðina í stórhríð!" og hann
hnykkti á síðustu orðunum.
Mikil ólga og umrót, svo voru í
skólum landsins á þessum tíma og
reyndar víðar um vesturlönd, fóru
að sjálfsögðu ekki hjá garði
Menntaskólans á Akureyri, sem var
| stærstur hemavistarskóli landsins
‘ og sérstæðastur um margt — ekki
sízt var það hin sterka staða skóla-
meistarans sem setti mikinn svip á
skólann og skólalífið og er svo von-
andi ennþá. Það hefur verið styrkur
Menntaskólans á Akureyri að eiga
skapmikla skólameistara, enga
veifiskata né smámenni heldur
, sterka einstaklinga, sem hafa sett
sinn svip á skólann, en jafnframt
! hlýtur alltaf að blása um slíka
menn. Og það má svo sannarlega
segja, að gustað hafi um Steindór.
Hann tók strax þá stefnu að breyta
engu í starfsháttum skólans, þar
sem hlutverk hans væri að halda í
horfinu. Hann leit svo á, að hann
hefði verið kallaður til forystu við
sviplegt fráfall bóndans og honum
bæri að koma hjörðinni undan veð-
rum og í hús. Hann var sauðamað-
ur í eðli sínu — og sauðamaður
I yfirgefur ekki hjörð sína. Tíminn
krafðist örra breytinga og ýmsir
voru þar líka í flokki sem einfald-
lega vildu hasar og hóuðu í hópinn.
Hins vegar gerði Steindór tvennt,
sem sköpum skipti og markaði djúp
spor í sögu skólans — hann kallaði
gamla nemendur sína, sem þá
gegndu æðstu embættum landsins,
til fundar við sig í Reykjavík og
tilkynnti þeim, að skólinn þyrfti lið-
veizlu þeirra til að ljúka byggingu
Möðruvalla. Hann fékk þá liðveizlu.
Þeir dugðu honum vel gömlu norð-
anmennirnir og sáu til þess að
gamla manninum yrði ekki fé-
skylft. Og Möðruvellir risu á undra-
skömmum tíma. Þar horfír högg-
myndin, sem við nafni hans fengum
Gísla heitinn Guðmann til að gera,
fránum augum til norðurs — heim
að Hlöðum.
Annað gerði Steindór í skóla-
meistaratíð sinni, sem ekki síður
skipti sköpum — hann réð marga
unga kennara að skólanum, sem
fram til þessa hafa verið burðarás-
inn í skólastarfinu og ég hika ekki
við að fullyrða, að þeir hafi allir
verið hæfir menn og margir af-
burðamenn — þótt mér sé málið
nokkuð skylt. Þetta tvennt —
Möðruvellir og kennararáðningarn-
ar 1968-70 — munu halda nafni
hans lengi á lofti.
En Steindór var ekki aðeins
skólamaður — kennari og skóla-
meistari — heldur afkastamikill vís-
indamaður og fræðaþulur. Ég held
að með honum hverfí meiri þekking
um land og lýð en áður hefur farið
með einum manni eftir að Þorvaldur
Thoroddsen var af heimi genginn.
Mér er ógleymanlegt sumarið
1973, þegar ég gerðist bílstjóri í
mýrarannsóknarferð Steindórs um
Island og við ókum við þriðja mann
8.000 kílómetra á einu sumri og
fórum að Skeiðará báðum vegum.
Oft var bílstjóri þá syfjaður undir
stýri, enda stundum vakað fram
eftir og það var eingöngu frásagn-
arlist Steindórs og forvitni bílstjór-
ans um liðna tíð — sérstaklega forn-
ar slúðursögur — að þakka, að allir
lifðu ferðina af. Ég hef engan mann
þekkt, sem gat talað viðstöðulaust,
án þess nokkru sinni að verða orð-
fall, án þess nokkru sinni að endur-
taka sig og haldið þannig samfellt
fræðsluerindi um átta þúsund kíló-
metra þessa lands — náttúru þess,
grös og steina, dýr og menn —
ekki sízt menn, menn löngu liðna
og nýgengna — sögur, bókmenntir,
kveðskap, ljóð — allt var honum
jafn greitt úr huga og lék honum
á tungu. Og minnið — þetta óbil-
andi minni. Það er ekki nema eitt
ár síðan ég síðast leitaði fanga hjá
honum um smáræði úr löngu horf-
inni þulu og stóð ekki á svörum.
Nú er þessi kempa horfin sjónum
okkar yfir til austursins eilífa.
Steindór var trúmaður og að-
hylltist núguðfræðina eins og byijar
slíkum upplýsingarmanni. Hann
varð ungur fyrir áhrifum af mönn-
um eins og Einari H. Kvaran og
Haraldi Níelssyni og gerðist spírit-
isti og má segja að það hafi verið
hið eina af áhugamálum hans sem
ég aldrei setti mig neitt inn í. Ég
virti trú hans og skildi hana en var
ekki ýkja forvitinn um hana. Ég
veit hins vegar að á yngri árum og
fram eftir aldri var hann mjög
áhugasamur um spíritisma. Hin síð-
ari árin var hann farinn að þrá frið-
inn — enda þrotinn að kröftum,
blindur og átti bágt um gang. Allt
bar hann það þó af sömu karl-
mennsku og æðruleysi sem annað
og minntist hann þá stundum á síð-
ustu vísurnar í Egils sögu. Þær vís-
ur kunnum við báðir og mátum að
verðleikum sem annað í Eglu.
Steindór var hamingjumaður í
einkalífi sínu. Hann gekk að eiga
konu sína, Kristbjörgu Dúadóttur,
þegar bæði voru komin á fertugs-
aldur. Þeim varð ekki barna auðið
en Steindór gekk syni Kristbjargar,
Gunnari, í föður stað. Gunnar og
Guðrún Sigbjömsdóttir, kona hans,
og böm þeirra, Steindór yngri, Sig-
björn, Kristín og Gunnar yngri og
afkomendur eru einstaklega hugul-
söm og samhent fjölskylda. Stein-
dór Steindórsson frá Hlöðum var í
eðli sínu pater familias og patricius
í þokkabót. Honum var eðlilegt að
vera ættarhöfðingi. Hann var don
að eðlisfari. Hann var líka ljón og
eins og allir vita eru ljónin ráðrík
en þau eru líka örlát — ekki sízt á
ást sína. Með þeim nöfnum var ein-
stakt samband, ástríkt og hlýtt, en
hressilegt og blandið stríðni, gagn-
kvæm virðing, sterkt samband,
tryggð beggja einstök — Steindór
yngri var afa sínum svo hlýr og
umhyggjusamur að ég held að eng-
um gleymist sem því kynntist.
Með Steindóri á Hlöðum hverfur
mér úr vinahópi sá maður sem
mest áhrif hefur haft á mig að frá-
gengnum föður mínum. I rauninni
varð hann mér sem annar faðir eða
eldri bróðir. Okkur var það að sjálf-
sögðu ljóst, að vegna mikils aldurs-
munar — en Steindór gat hæglega
verið afi minn — væri líklegra, að
ég mælti eftir hann heldur en hann
eftir mig og tók hann þá heit af
mér í gamni og alvöru að ég skyldi,
þegar þar að kæmi, fara með þetta
erindi úr kvæði Jónasar:
Heiðabúar! glöðum gesti
greiðið för um eyðifjöll.
Einn eg treð með hundi og hesti
hraun - og týnd er lestin öll.
Mjög þarf nú að mörgu hyggja,
mikið er um dýrðir hjer!
Enda skal eg úti liggja,
engin vættur grandar mjer.
Það mun ég gera og þótt ég
drekki ekki síðasta full hans í þeim
miði sem okkur var kærastur forð-
um daga þá skal ég gera það í
andanum og um leið og ég bið hon-
um blessunar hins hæsta höfuð-
smiðs á þeim leiðum sem framund-
an kunna að vera segi ég að síð-
ustu: Vale amice — vale!
Bárður G. Halldórsson.
Hvar skal byija, hvar skal
standa. Þessar ljóðlínur, úr frægu
kvæði Matthíasar Jochumssonar,
komu upp í hugann þegar ég ákvað
að skrifa örfá minningarorð um vin
minn Steindór frá Hlöðum. Ævi-
starf þessarar látnu kempu er svo
yfirgripsmikið að erfitt er að ákveða
hvar bera skuli niður. Ég þykist
þess fullviss að náttúrufræðingarnir
muni rita um afrek hans í náttúru-
fræðunum. Skólamenn og nemend-
ur munu minnast kennarans og
skólameistarans. Kratar munu
skrifa um bæjarfulltrúann, alþingis-
manninn og tryggðatröllið við
stefnuna. Við þessa upptalningu
mætti svo hæglega bæta rithöfund-
inum Steindóri Steindórssyni frá
Hlöðum. Ég er stórlega efins um
að margir geri sér grein fyrir þvílík
ókjör af rituðu máli, skíru og ljósu,
liggja eftir þennan mann.
Frumsamdar greinar hans, um
margvísleg málefni, skipta mörgum
hundruðum. Hann skrifaði vísinda-
greinar um sérgrein sína, grasa-
fræðina, bæði á ensku og íslensku.
Hann þýddi fjölmargar stórmerki-
legar bækur um horfna starfsbræð-
ur sína. Hann samdi bækur um
náttúru og staðhætti þessa lands
og skrifaði ævisögu í tveim bindum.
Við bætast svo ritlingar um söguleg
og náttúrufræðileg efni. Og svo
allar frumsömdu og þýddu grein-
arnar í tímaritinu Heima er bezt.
Ég hef aldrei skilið þann ofurmann-
lega kraft sem fylgdi honum í öllum
störfum. Ritstörfin þekkti ég best.
Ég sagði eitt sinn við Gunnar son
hans að ég yrði ekkert hissa á því
þótt rithöfundurinn yrði langlífari í
sögunni en náttúrufræðingurinn.
Ég lifi það ekki að sjá hvort þetta
hugboð mitt rætist. Tilgangur minn
með þessum minningarorðum er
fyrst og fremst að þakka honum
fyrir kynnin og tryggðina. Kynnin
hafa staðið í 28 ár eða þegar ég
hóf starf sem aðstoðarmaður við
tímaritið Heima er bezt (HEB).
Hann var ritstjórinn og Geir S.
Björnsson ábyrgðarmaður. Heima
er bezt, undir ritstjórn Steindórs,
var eitthvert sérkennilegasta tíma-
rit í heiminum. Lesendurnir lögðu
sjálfir til meginhlutann af efninu.
Mér er til efs að nokkurn tíma verði
til annað eins blað.
Steindór skrifaði auðvitað sjálfur
ritstjórnargreinarnar og fór aldrei
í launkofa með skoðanir sínar á
mönnum og málefnum. Aldrei varð
ég var við óánægju frá lesendum
þótt margir þeirra hafi eflaust verið
ósammála honum í skoðunum.
Hann skrifaði einnig um bækur.
Aldrei voru bækur, t.d. ungra rit-
höfunda, brotnar til mergjar eða
hakkaðar niður eins og nú tíðkast.
Miklu fremur var hvatt til áfram-
haldandi skrifa ef hann taldi rithöf-
undinn efnilegan.
Fyrst þegar ég kynntist Stein-
dóri fannst mér hann frekar hijúfur
í viðmóti. En þegar við fórum eitt
sinn saman í ferðalag á vegum HEB
vestur í Dali uppgötvaði ég að und-
ir hinum harða hjúpi leyndist heitt
og tilfinningaríkt hjarta. Um þá
opinberun verður ekki sagt meir.
Það væri ekki að ósk hins látna
heiðursmanns.
Marga skemmtilega stund átti
ég á heimili hans, fyrst að Munka-
þverárstræti 40 en síðar í Hamborg
í Hafnarstræti. Hann var höfðingi
heim að sækja og hafði gaman af
því að fá gesti og á merkum tíma-
mótum í lífi sínu hélt hann stórar
veislur og göfugar að fornum sið.
Þessari látnu kempu á ég ótalmargt
að þakka, fróðleik og lífsspeki og
við urðum vinir þótt við værum
harla ólíkir og ekki alltaf sammáia
um menn og málefni.
Eins og gefur að skilja var Stein-
dóri sýndur margs konar sómi fyrir
störf hans á lífsleiðinni. Stundum
fannst mér heiðurinn koma full
seint eins heiðursborgaraútnefning-
in hjá Akureyrarbæ. Hann fékk
verðlaun úr Asu Wright-sjóðnum
fyrir vísindastörfin. Einnig var hann
gerður að heiðursdoktor við Há-
skóla íslands. Sömuleiðis fékk hann
verðlaun úr menningarsjóði Akur-
eyrarbæjar o.fl. Honum þótti gam-
an að þessum viðurkenningum og
tók á móti þeim með gleði. Og allt
þetta átti hann svo sannarlega skil-
ið því hann átti mikinn þátt í því
að gera Akureyrarbæ að þeim
menningarbæ sem hann er.
Nú hefur þessi höfðingi safnast
til feðra sinna háaldraður og feginn
hvíldinni. Ég varðveiti minninguna
um hann á réttum stað. En helst
vildi ég hafa hana eins og þegar
við forðum ferðuðumst saman und-
ir Dalanna sól.
Blessun fylgi fjölskyldu hans á
ókomnum árum.
Eiríkur Eiríksson.
Steindór Steindórsson frá Hlöðum
var umfram annað óvenjulegur. Fyr-
ir margra hluta sakir átti hann fáa
sína líka.
Hann var gæddur miklum gáfum
og fjölbreyttum, hafði bæði hvasst
næmi og þó ekki síður svo trútt
minni, að með ólíkindum var. Það
minni bilaði seint eða ekki.
Hann kunni að leggja rækt við
hæfileika þá sem hann fékk í vöggu-
gjöf, enda lá hann aldrei á liði sínu.
Engan mann vissi ég fyrr því að
vera landeyða. Hann kunni ekki að
slæpast. Ég kom aldrei að honum
óvinnandi, meðan þrek entist. Af-
köst hans eru og slík að hann er
með réttu talinn margra manna
maki. Hann var fæddur vísindamað-
ur, og afrek hans á sviði náttúruvís-
inda hefðu ein dugað honum til
frægðar, enda var hann heiðursdokt-
or frá Háskóla íslands þeirra vegna.
Hann var merkilegur kennari. Mér
er í minni, þegar ég hitti hann fyrst.
Var þá fákænn og hræddur sveita-
strákur að taka próf upp í frægan
skóla. Hann tók mér af mikilli vel-
vild. Gætti þess að láta sem minnst
bera á vankunnáttu minni, en dvaldi
við þau efnisatriði sem hann fann
að ég vissi eitthvað um. Lengi býr
að fyrstu gerð. Kynni okkar urðu
löng og nokkuð náin og mótuðust
ætíð af sömu velvild í minn garð,
enda var trygglyndi ein af höfuðein-
kunnum Steindórs.
Steindór hafði mjög róttækar
skoðanir á skólamálum. Hann vildi
fræða, kenna og skemmta, en taldi
þeim tima ekki vel varið sem fór í
próflestur, próf og einkunnagjöf.
Honum var ákaflega ótamt að stöðva
menn á skólagöngu, þótt eitthvað
brygði út af, og var velvild hans í
garð nemer.da stundum talin við of.
í skólastjórn var hann fijálslyndur
og nýjungagjarn, en fastur fyrir, og
er frægt hvílíkan sigur hann vann
fyrir sig og skóla sinn í uppreisnartil-
raun sem varð í ólátabylgjunni
kringum 1970. Óstýrilátir nemendur
reyndu ekki öðru sinni að taka stjórn
skólans í sínar hendur. Uppi í skóla
hefur Steindór reist sér bæði sýni-
lega og ósýnilega minnisvarða.
Steindór Steindórsson hafði mik-
inn bókmenntaáhuga og þekking
hans í þeim efnum var ótrúleg, enda
einskorðaði hann sig aldrei við sína
helstu vísindagrein. Hann var ekki
greinargapi. Mér reyndist oft miklu
fljótlegra að hringja til hans og
spyija hann hvar þetta eða hitt
væri, einkum í efni 19. aldar, heldur
en leita í bókum. Og ekkert var
honum ljúfara en fræða.
Steindór átti sér mörg áhugamál
önnur en fræði skólanna. Hann hafði
brennandi áhuga á stjórnmálum og
hvikaði þar aldrei frá því besta sem
fundið verður í stefnu lýðræðisjafn-
aðarmanna. Vann hann á því sviði
ótrúleg afrek í kosningum, og verð
ég að segja að betur reyndist hann
flokki sínum en flokkurinn honum.
En hann bilaði aldrei. Trúnaðurinn
við hugsjónina var langt ofan við
persónulegan metnað, og smámuna-
semi varð ekki fundin í fari Steind-
órs Steindórssonar.
Hann var mikilmenni í öllum
skilningi. Ég vil ekki nota um hann
orðið hetja, því að það er rótskylt
orðinu hatur, en garpur var og
kempa og hinn ernlegasti til allrar
karlmennsku. Hann var hugrakkur,
vígreifur og giaðlyndur. Hann ól
ekki sút né víl. Hann kom til dyr-
anna eins og hann var klæddur,
kunni ekki og vildi ekki leynast né
fara með vél. Hann var afskaplega
„heill í fæð og vild“. Raungóður og
úrræðasnjall, veitull og höfðingi
heim að sækja, og felldi þá því niður
vinnu, að gesti bæri að garði eða
farið var í ferðalög til að fræða sjálf-
an sig og þó einkum aðra. Fjarstæð-
ast af öllu fáránlegu væri að sjá
fyrir sér Steindór Steindórsson liggj-
andi á sólarströnd eða með öðru slíku
iðjuleysishátterni.
Steindór var auðkenndur í mann-
fjölda. Hár maður vexti og vel gildur
á manndómsárum sínum, sterkur og
myndarlegur. Ekki smáfríður í and-
liti, en glæsimenni. Dökkur yfirlit-
um, og þynntist hárið með aldrinum.
Nefið hátt og liður á, svo að konung-
legt mátti kalla, svipmótið allt svo
sem hæfði mikilmenni. Hann var
geðsmunamaður mikill, en því gætn-
ari og grandvarari sem mál voru
stærri. Hann var gleðimaður á góðri
stund, söngvinn og reifur, samdi
jafnvel lög við löng eftirlætiskvæði
sem fáir kunnu nema hann sjálfur.
Slík var fjölhæfni hans.
Það vita þeir best, sem næst hon-
um stóðu, hver umhyggjumaður
hann var, en sú umhgyggja náði
langt út fyrir fjölskylduhópinn, og
margur er maðurinn sem nú kveður
hann með þakklæti. Sá sem þetta
ritar, er í þeim hópi og eykur við
þakklætið aðdáun og virðingu.
Steindór Steindórsson hafði að
vísu mikinn mátt og ærið megin, en
þótt ekki hjalaði hann margt um það
sem trúði mest á, veit ég að allt sitt
far lagði hann í vald guðlegrar for-
sjónar, enda áttaði hann sig snemma
á því að guði eiga menn að treysta
fremur en mönnum, þótt góðir séu
og stórbrotnir.
Eftir langan ævidag og ótrúlegt
starf fer Steindór Steindórsson nú í
friði með hvers manns virðingu og
lof í veganesti. Ekki verður um
meira beðið.
Gísli Jónsson.
Þótt 50 ár hafi skilið okkur Stein-
dór Steindórsson frá Hlöðum að í
aldri þegar við hittumst fyrst fyrir
tveimur áratugum upphófst þar góð-
ur kunningsskapur sem enst hefur
og ég er þakklátur fyrir að hafa
orðið aðnjótandi. Ég hóf störf við
gróðurkortagerð í 10 manna hópi
Ingva Þorsteinssonar hjá Rann-
sóknastofnun landbúnaðarins (Rala)
sumarið 1976. Það sumar ákvað
Steindór „gamli“, eins og við kölluð-
um hann, að rifja upp gamlar minn-
ingar og slást á ný í för með hópnum
í kortlagningarferð á Melrakka-
sléttu. Hann hafði verið með í gróð-
urkortahópnum frá upphafi árið
1955 þar til all nokkrum árum fyrir
þennan tíma. Þarna á Sléttu kom í
ljós að Steindór var ekki gamall og
langt frá því að vera dauður úr ölium
æðum. Hann var hrókur alls fagnað-
ar og fróðleikurinn streymdi frá
honum, hvort sem um var að ræða
vísindi, þjóðfræði, skáldskap, stjórn-
mál eða málefni líðandi stundar.
Hvergi var komið að tómum kofun-
um hjá Steindóri. Eftir þessa ferð
SJÁ NÆSTU SÍÐU