Morgunblaðið - 06.05.1997, Síða 42

Morgunblaðið - 06.05.1997, Síða 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ féllst Steindór á að taka upp þráðinn að nýju og ljá gróðurkortahópnum krafta sína og sérþekkingu á sviði grasafræði og gróðursamfélaga á Suður-Grænlandi næstu fímm sumur. Sumrin með Steindóri á Græn- landi, samv'erustundir með honum á heimili hans þegar gróðurkortahóp- urinn átti leið um Akureyri, heim- sóknir hans á Rala eða þegar hann slóst í för með hópnum suður Kjöl eða í eyjarnar í nágrenni Stykkis- hólms. Þessi upptalning vekur ekki bara minningar um skemmtileg ferðalög og árangursríka vinnu, það var eitthvað meira. Jú, það var Stein- dór, þessi mikli vísindamaður og fróðleiksbrunnur. Hann var talandi skáld og ef því var að skipta var hann einnig mikill selskaps- og gleði- maður. Steindór var fæddur um aldamót- in, ólst upp á menningarheimili í sveit innan um aldrað fólk sem sumt hvað mundi vel aftur til miðrar nítj- ándu aldarinnar. Drengurinn var afburða gáfum gæddur, spurði eflaust mikið og mundi hvert einasta orð sem honum var sagt. Er það furða þótt manni hafi þótt vænt um að kynnast svona manni? Nú hugsa eflaust einhverjir sem svo, að maður- inn hafi líka átt það til að vera fast- ur fyrir og jafnvel þver og afundinn við þá sem voru honum ekki að skapi. Það má vera, en þeirri hlið á Steind- óri kynntist ég aldrei. Mín kynni af honum tengjast gróðurkortagerðinni sem hann sem vísindamaður lagði grunninn að. Þar var hann á heima- velli. Sem grasafræðingur er Steindór einn af okkar mestu vísindamönnum fyrr og síðar. Þrátt fyrir að hann hafi einungis haft tækifæri til að sinna fræðistörfunum í frístundum er hann eflaust okkar afkastamesti grasafræðingur til þessa. Hann hef- ur sett fram kenningar, skrifað fjölda ómetanlegra gróðurlýsinga viðs vegar um landið, svo ekki sé minnst á grundvallarstarf hans varð- andi flokkun íslenskra gróðursamfé- laga sem gróðurkortagerðin hefur frá upphafi byggst á. Enn þann dag í dag og eflaust í nánustu framtíð vogar sér enginn að fullyrða neitt um gróðursamfélög hér á landi án þess að vitnað sé í biblíu þeirra fræða, „Gróður á íslandi" eftir Stein- dór, sem gefin var út í bytjun sjö- unda áratugarins og nú er löngu uppseld. Steindór er hvað þekktastur sem vísindamaður fyrir svokallaða Mið- svæðakenningu. Með henni umbylti Steindór fyrri hugmyndum og leiddi líkur að því að viss svæði á landinu hafí verið íslaus á jökultímum og að þar hafi hluti flórunnar hjarað af. Áður héldu menn að landið hafi verið algjörlega hulið jökli. Það er gaman til þess að vita að nú nýver- ið hafa nýir skeljafundir og aðrar niðurstöður rannsókna jarðfræðinga skotið frekari stoðum undir kenn- ingu Steindórs. Ég var svo lánsamur að ná því að heimsækja Steindór á hjúkrunar- heimilið síðastliðið haust. Þegar ég spurði hann hvernig heilsufarið væri, sagði hann að hann væri orðinn blindur en sæi samt mun á nóttu og degi, væri Iamaður, önnur hliðin máttlaus en gæti samt gengið ef stúlkurnar styddu sig tvær og svo ætti hann svolítið erfitt með mál. Við þetta bætti hann og sagði með áherslu: „Að öðru leyti er heilsan mjög góð og mér líður bara vel.“ Hann sagði mér einnig frá því, að hann hafi verið að veita því fyrir sér hvað yrði um forláta plöntupressu sem Stefán Stefánsson og síðar Ólöf frá Hlöðum höfðu átt á undan hon- um. Minnti ég hann þá á, að úti á Grænlandi hafi hann kennt mér vísu þar sem sagði: „Du má ha min plan- tepresse nár jeg dör.“ Minn maður raulaði þá það sem eftir var af vís- unni og kímdi góðlátlega út í annað. Þegar þetta var gat ég ekki merkt að hann væri farinn að gleyma nokkrum sköpuðum hlut og enn var kímnigáfan til staðar. Gróðurkortagerð Rala hafði á undanförnum áratug stöðugt farið minnkandi. Fyrir tveimur árum var svo komið að starfsemin var að leggjast af. Var þá brugðið á það ráð að flytja það sem eftir var af henni, ásamt öllum gögnum, tækja- búnaði og lager á Náttúrufræði- stofnun Islands þar sem starfsemin er óðum að rétta úr kútnum. Stein- dór lýsti ánægju sinni með þessa aðgerð, en þess má til gamans geta að strax eftir flutningana var teikn- ingu af Steindóri, sem gerð var af grænlenskri listakonu, komið fyrir í veglegum ramma upp á vegg á Náttúrufræðistofnun. Þar mun hún hanga um ókomna framtíð meðal mynda af öðrum stórmennum á sviði náttúruvísinda. Ég er beðinn að koma á framfæri samúðarkveðju til eftirlifenda frá forstjóra Náttúru- fræðistofnunar, Jóni Gunnari Ottós- syni. Hér hef ég tæpt á því allra helsta sem kom upp í huga minn er ég frétti um andlát þessa merka vinar míns. Hálfa ævi mína og allan starfs- aldur minn til þessa hef ég þekkt Steindór og hann er umtalsverður hluti af lífi og starfi mínu og annars samstarfsfólks úr gróðurkortagerð- inni í gegnum árin. Þegar ég kynnt- ist Steindóri var hann sjálfur þá þegar búinn að skila til samfélagsins margföldu ævistarfí venjulegs manns. Ég veit lítið um kennarann, skólameistarann, alþingismanninn, bæjarfulltrúann eða ritstjórann Steindór Steindórsson frá Hlöðum. Þar koma aðrir til sögunnar. Það eina sem ég veit fyrir víst um hagi hans utan gróðurkortagerðarinnar var það sem hann sagði mér sjálfur, að hann hafi átt góða konu og góða fjölskyldu sem hugsaðu vel um hann þegar hann þurfti þess mest við. Hvíl í friði, gamli vinur. Guðmundur Guðjónsson. Aldraður ferðalangur, Steindór Steindórsson, grasafræðingur, er lagður af stað í hinstu ferð sína. Þegar ég kvaddi þennan góða vin minn á Akureyri fyrir röskum tveim- ur vikum fann ég að hann var fullbú- inn til ferðar og hlakkaði, eins og hann gerði ævinlega og með forvitni vísindamannsins, til þess sem fyrir hendur myndi bera á nýjum, ókunn- um slóðum. Ævi Steindórs var orðin löng, hann var þreyttur en sæll, og þráði að fá að komast af stað. Og nú, við brottför hans, er mér því aðeins mikill söknuður og þakklæti en engin sorg í huga. Þegar ég reyndi að færa þessa kveðju mína í búning orða hrannast minningar og myndir upp frá nær- felit fjörutíu ára kynningu, samvist- um og samstarfi okkar Steindórs. Það var ómetanlegt lán að fá tæki- færi til að starfa með honum og reyna að nema, þótt ekki væri nema lítið brot af þeirri miklu þekkingu sem þessi, einn af síðustu fjölfræð- ingum þjóðarinnar, bjó yfir. Alhliða þekking hans á landinu og náttúru þess var nánast ótrúleg, en þá þekk- ingu öðlaðist hann öðru fremur með árvissum rannsóknaferðum um byggðir og óbyggðir landsins og með þeim hæfileika að lesa í náttúruna, sem aðeins fáum er gefínn. Hann var óspar á að miðla þjóðinni af þekkingu sinni í ræðu og riti, enda var hann öðrum mönnum málsnjall- ari og ritfærari. Þekking og vísindastörf Steindórs færðu honum margháttaðan hróður og viðurkenningu hér heima og er- lendis, og þau munu halda nafni hans á lofti um langa framtíð. í huga okkar, samstarfsmanna og vina hans, býr hins vegar einnig minningin um ógleymanlegan per- sónuleika, góðan og tryggan félaga og vin í blíðu og stríðu, minningin um mann sem fram á síðustu ár fylltist fjallaþrá og ólæknandi ferða- löngun þegar fór að vora og sem nánast endurfæddist þegar hann var kominn á vit náttúru síns ástkæra lands. Það var því við hæfí að hann færi í þessa síðustu ferð sína ein- mitt þegar sumarið gekk í garð. Við hjónin og samstarfsmenn hans og vinir, sem Steindór ferðað- ist og vann um langt árabil með hér heima og á Grænlandi, þökkum hon- um samfylgdina og óskum honum góðrar ferðar og heimkomu á gróð- urlendum nýrra vídda. Ingvi Þorsteinsson. Steindór Steindórsson, skóla- meistari frá Hlöðum, sameinaði í lífí sínu og starfí marga eðliskosti sem fásénir eru í einum og sama mannin- um. Kyrrláta einbeitingu vísinda- og fræðimannsins; tjáningarhæfni og þolinmæði og hlýhug hins góða kennara; eldmóð og baráttugleði hins umdeilda stjórnmálamanns. Þessa ólíku eðliskosti sameinaði hann í heilsteyptum persónuleika, sem reynst hefur þriggja manna maki að atorku og afköstum. Við erum mörg sem kynnst höfum Steindóri á ólíkum æviskeiðum eða í nánd við ólík verksvið hans og telj- um okkur standa í þakkarskuld ýmist við vísindamanninn, fræði- manninn, rithöfundinn eða hinn póli- tíska eldhuga. Við höfum kynnst því, hvert með sínum hætti, að þar var enginn meðalmaður á ferð, þar sem Steindór skólameistari fór. í meira en aldarfjórðung var Steindór Steindórsson í fylkingar- bijósti baráttusveitar jafnaðar- manna á íslandi. Hann var einn þeirra sem reyndust best þegar mest á reyndi. í stjórnmálabaráttu sinni var Steindór stefnufastur, fylginn sér, kjarkmikill og ódeigur til bar- áttu. Hann var aðsópsmikill og vopn- fimur í ræðu og riti. Andstæðingarn- ir sóttu aldrei gull í greipar hans. Þótt vissulega hafi skipst á skin og skúrir í samskiptum Steindórs og Alþýðuflokksins lét hann málstaðinn aldrei gjalda mannlegra misgjörða. Það lýsir því vel, hvern mann hann hafði að geyma. Á flokksþingi Al- þýðuflokksins 1976 var hann kjörinn heiðursfélagi flokksins. Það sýnir hvern hug ný kynslóð jafnaðar- manna bar til Steindórs. Hún fann til skyldleika við hinn síunga bar- áttumann. Það þarf ekki lengi að lesa ævi- sögu Steindórs Steindórssonar frá Hlöðum, „Sól ég sá“, til að skynja, hver gæfumaður hann hefur verið í lífí sínu og starfi, þótt vissulega hafi hann fengið sinn skammt af andbyr og mótlæti. Lengi skal mann- inn reyna. Ég spái því að þegar þeir, sem nú eru ungir, fara að rýna i söguþráð seinni hluta 20. aldar og skilja þar kjarnann frá hisminu muni vegur fræðimannsins og rithöf- undarins frá Hlöðum fara vaxandi í augum eftirkomenda. Hann hefur reynst hamhleypa til verka. Þau verk bera honum fagurt vitni um ókomna tíð. Þær eru margar ævisögurnar. En þær eru ekki margar ævisögur sam- tímamanna Steindórs, þar sem horft er yfir sviðið af jafn háum sjónarhól pg þar sem sér til allra átta. Óborinn íslendingur á nýrri öld mun eiga vandfundið annað heimildarrit jafn haldgott til skilningsauka á samtíð okkar og Sólarsögu Steindórs. Bernska Steindórs að Möðruvöll- um og Hlöðum í Hörgárdal í upp- hafi aldar á meira skylt um aldar- hátt og aðbúnað við ævisögu séra Jóns eldklerks í Skagafirði á 18. öld en uppvaxtarskilyrði unglinga í ís- lenskri sveit undir lok 20. aidar. Sóiarsaga Steindórs er saga at- gervismanns, sem vegna meðfæddra hæfileika og óslökkvandi mennta- þorsta brýst úr viðjum fátæktar til mennta, dyggilega studdur af mikil- hæfri móður. Þannig nær hann að rækta meðfædda hæfileika að því marki, að hann skipar sér í fremstu röð vísinda- og fræðimanna okkar á þessari öld. En maðurinn var ekki einhamur. Starf kennara og skólameistara við Menntaskólann á Akureyri er hveij- um manni fullboðlegt ævistarf. En Steindóri var það ekki nóg viðnám kraftanna, þótt síst hafi hann van- rækt kennslu og skólastjórn, eins og gamlir nemendur bera vitni um. Samhliða kennslustarfínu var hann einn afkastamesti vísindamaður okkar í náttúrufræði og gróðurrann- sóknum á þessari öld. Á nær hveiju sumri frá 1930 fram á áttunda ára- tuginn ferðaðist hann um landið, ýmist einn eða í góðum félagsskap annarra náttúruvísindamanna við gróðurrannsóknir og kortagerð. Þeir staðir eru fáir á íslandi, hvort heldur er í mannabyggð eða öræfatign, þar sem hann hefur ekki skilið eftir sig spor. Á veturna vann hann úr rann- sóknum sínum og heimiidum og birti í fjölda rita, ýmist í íslenskum fræði- ritum eða erlendum. Og hann lét ekki staðar numið við rannsóknir sínar á hinni íslensku flóru heldur stundaði einnig samsvarandi rann- sóknir á Grænlandi og fór rannsókn- arferð til Jan Mayen 1957. Ritverk Steindórs Steindórssonar eru mikil að vöxtum og einatt að- gengileg og skemmtileg aflestrar. Höfundareinkenni hans birtast í skýrri hugsun og einfaldleika í fram- setningu. Hann spillir lítt ritsmíðum sínum með þarflausri orðagleði en heldur hugsuninni tærri. Fyrirferð- armest eru ritverk hans um grasa- og náttúrufræði, landfræði og land- lýsingu, auk ferða- og þjóðhátta- sagna. Hann hefur einnig reynst mikilvikur við að búa til útgáfu og ritstýra öndvegisverkum á borð við Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar, Ferðabók Sveins Pálssonar og Ferðabók Ólafs Ólav- íusar, fyrir utan landkynningar- og leiðbeiningarit eins og Landið þitt og Vegahandbókina. Mitt í öllum þessum önnum fann hann tíma aflögu til að ritstýra tíma- ritinu Heima er bezt í um aldarfjórð- ung. Það var alþýðlegt tímarit sem hlaut miklar vinsældir og útbreiðslu um landið, meðan hann stýrði þar penna. Trúlega hefur sá sem þetta skrifar fyrst kynnst rithöfundinum Steindóri Steindórssyni á síðum Heima er bezt, í hléum frá heyskapn- um í Ögri forðum daga. Þegar þetta er allt tíundað, ásamt bókmennta- gagniýni, greinum í tímaritum og blöðum og þýðingum á ritverkum erlendra fræðimanna, sem gistu ís- land fyrr á tíð, - skilst mér að Stein- dór skilji eftir sig á sjöunda hundrað ritverk. Geri aðrir betur. Þetta eitt útaf fyrir sig væri hveij- um vísinda- og fræðimanni fullboð- legt ævistarf. En því fer fjarri að þá sé allt talið, sem Steindór hefur haft fyrir stafni um dagana. Hann var lífið og sálið í margvíslegum félagsskap þar sem sjálfboðaliðar lögðu rækt við góðan málstað eins og t.d. í Skógræktarfélagi Eyjafjarð- ar, Ræktunarfélagi Norðurlands, Sögufélagi Akureyrar, Ferðafélagi Akureyrar og Norræna félaginu. Sérstök ástæða er til að minnast verka hans við að rækta frændsemi við Vestur-íslendinga t.d. með Vest- ur-íslenskum æviskrám. Við jafnaðarmenn, sem erum ekki allir eins og Össur innvígðir í töfra- heim náttúruvísindanna, kynntumst annarri hlið hins mikilvirka eldhuga: stjórnmálamanninum Steindóri Steindórssyni frá Hlöðum. Sjálfur hefur Steindór lýst því í ævisögu sinni, hvernig kjör sveitunga hans á uppvaxtarárum beindu huga hans að hugsjón og úrræðum jafnaðar- stefnunnar, sem mannúðar- og mannræktarstefnu. Hafnarstúdent- inn mun hafa kynnst betur verklagi og árangri jafnaðarmanna í Dan- mörku á námsárunum. Alla vega var hann sannfærður jafnaðarmaður að lífsskoðun þegar hann sneri heim frá Kaupmannahöfn og tók til starfa við Menntaskólann á Akureyri árið 1930. Þeirri hugsjón hefur Steindór reynst trúr í gegnum þykkt og þunnt til hinsta dags. Hann lét fyrst að sér kveða sem frambjóðandi í bar- áttusæti við bæjarstjórnarkosning- arnar á Akureyrir 1946. Hann vann þá góðan kosningasigur og vakti athygli annarra jafnaðarmanna um land allt fyrir vasklega framgöngu. Steindór var bæjarfulltrúi jafnaðar- manna á Akureyri 1946-58 og í bæjarráði lengst af, auk þess sem hann starfaði lengur eða skemur í fjölda nefnda á vegum Akureyrar- bæjar. Náttúrufræðingurinn lét mik- ið að sér kveða í virkjunarmálum, bæði í rafveitustjórn og í stjórn Lax- árvirkjunar. Reyndi þá mjög á stað- festu hans í illvígum deilum í héraði við óbilgjarnt landeigendavald. Steindór var landskjörinn vara- þingmaður 1946-49 og alþingis- maður Ísfirðinga á sumarþinginu 1959 þegar kjördæmabreytingunni var ráðið til lykta, en hún var að- dragandi viðreisnarstjórnanna 1960-1971. í meira en aldarfjórð- ung var Steindór virkur í forystu- sveit Alþýðuflokksins og lét jafnan að sér kveða svo eftir var tekið í flokkstjórn og á flokksþingum. Það sem hér hefur verið tíundað af störfum kennarans, skólameist- arans, vísindamannsins, fræði- mannsins, ritstjórans og stjórnmála- mannsins Steindórs Steindórssonar frá Hlöðum nægir til að sýna að hann hefur á langri og farsælli ævi verið margra manna maki til verka - og hefur þó hvergi nærri öllu ver- ið til skila haldið. Öll þessi störf vann hann með þeim hætti að fáir hefðu betur gert. Verk hans munu lengi halda nafni hans á loft, löngu eftir að hann er nú allur. Frá því ég tók við formennsku í Alþýðuflokknum 1984 hef ég oft átt leið um Akureyri og aðrar byggðir í Norðurlandi eystra, ýmist til funda við félaga okkar þar eða til al- mennra fundahalda. Oftar en ekki hefur hinn aldni skóiameistari kvatt sér hljóðs og skilið eftir í huga mín- um meitlaða hugsun, sem bar vott mannviti hans og sívökulum áhuga. Fyrir þá fundi er ég þakklátur. Maður sem svo margt hefur iifað og svo miklu hefur áorkað öðrum til hagsbóta og ánægju - slíkur maður er gæfumaður. Við jafnaðarmenn um land allt minnumst okkar mikilhæfa baráttu- félaga að leiðarlokum og sendum ættingjum hans, vinum og vanda- mönnum samúðarkveðjur norður yfír heiðar. Ég kveð hann með orðum annars víðfrægs Hafnarstúdents, Skúla fógeta, sem sagði: Ljúft er hrós fyrir liðna stund, lifð eg í Höfn með gleði. Hafðu heila þökk fyrir allt og allt. Jón Baldvin Hannibalsson. Nú eru tæp 25 ár liðin síðan Stein- dór Steindórsson kvaddi sína síðustu stúdenta í Akureyrarkirkju. Hann sagði þá m.a. í lokaorðum kveðju sinnar: „Nú skiljast leiðir með okkur. Ljós og vor kallar yður til starfa, um leið og ég hverf inn í skuggann og feta síðustu skrefin í áttina að tjaldinu mikla, sem vér öll hverfum innfyrir fyrr eða síðar. Ég kveð yður með þökk fyrir samskiptin og bið yður allrar blessunar í framtíð yðar og starfí." Steindór er nú horfínn innfyrir tjaldið og með þessum orðum viljum við þakka honum samskiptin, þau góðu kynni sem hófust við hann og fjölskyldu hans meðan við vorum nemendur í MA og vináttu þeirra síðan. Sennilega hefur Steindór ekki órað fyrir því, þegar hann flutti sína síðustu skólaslitaræðu, að enn ætti hann 25 ára göngu að „tjaldinu mikla“. Sú ganga var honum lengst af gleðiganga og þjóðin má vera þakklát fyrir þessi ár, því að eftir opinber starfslok skiiaði Steindór fræði- og ritstöi'fum, sem margir mættu vel við una á heilli æfi. Þetta er þó auðvitað ekki annað en búast mátti við af Steindóri. Sá óbilandi kraftur og áhugi, kjarkur og þrek, sem maðurinn bar með sér alla tíð, gleymist aldrei þeim sem kynntust honum. Á þessa eiginleika reyndi, þegar Steindór tók við stjórn MA hálfsjötugur og framundan voru mikil óróleikaár meðal æskufólks um allan hinn vestræna heim. íslenskir skólar fóru ekki varhluta af þeirri bylgju og það var ekki heiglum hent að stjórna menntaskólum á þessum árum. Róttæk sjónarmið voru ríkj- andi meðal nemenda, pólitískur áhugi mikill, nemendur gagnrýnir á allt skipulag og starfshætti og engin lognmolla yfír skólalífinu. Steindór trúði á vestrænt lýðræði og menningargildi og varði þau. Hann var í eðli sínu fijálslyndur maður og í ræðum sínum um skóla- mál og menntastefnu talaði hann fyrir mannrækt og almennri mennt- un en varaði við því að menntaskól- arnir yrðu þröngir sérhæfingarskól- ar. Hann lagði áherslu á aga og hófsemi en trúði ekki á ofstjórn eða refsigleði. Hann setti mönnum fáar reglur og einfaldar og vildi bera traust til nemenda, en það gat hvesst ef menn brugðust því trausti. Ár okkar í MA voru góð ár og ekki verður annað af sanngirni sagt en Steindóri hafi farist skólastjórnin vel. Hann stóð eins og klettur úr öldurótinu, skörulegur og stórbrot- inn í fasi, gat verið úfinn og ekki alltaf þolinmóður en á hinn bóginn manna sanngjarnastur og tók mál-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.