Morgunblaðið - 06.05.1997, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 06.05.1997, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ1997 43 stað þeirra sem minni máttar voru eða áttu við erfiðleika að stríða. Vissulega var hann ekki alira eða óumdeildur, hvorki meðal nemenda né kennara, og væri honum enginn greiði gerður með að reyna að halda því fram. En flestir munu virða hann sem afburða sterka persónu, skóla- mann og fræðimann, sem skilaði ótrúlega dtjúgu dagsverki. Við kveðjum Steindór Steindórs- son með þakklæti og virðingu og sendum fjölskyldu hans góðar kveðj- ur. Pétur Guðmundarson, Sigurgeir Þorgeirsson. „Hvað er ianglífi? / Lífsnautnin fijóva / alefling andans / og athöfn þörf.“ Þannig kvað Bjarni Thorar- ensen. Við fáa menn eiga þessi orð betur en Steindór Steindórsson frá Hlöðum. Hann naut langlífis í árum. Miklu frekar þó í athöfnum þörfum, afrekum andans og þeirri hinni frjóvu lífsnautn, sem einkenndi ævi og störf þessa atorkusama, leiftrandi gáfaða og skemmtilega manns. Þessum manni var svo margt til lista lagt. Hæfileikarnir á svo mörgum sviðum. Vísinda- og fræðimaðurinn Steindór. Rithöfundurinn Steindór. Hinn ógleymanlegi kennari og fræð- ari. Ræðuskörungur svo vel máli farinn að hann átti fáa sína líka. Eidheitur baráttu- og hugsjónamað- ur á sviði stjórnmála. Allar þessar hliðar bjartar eins og á fægðum demanti í ljósi sólar. „Sól ég sá“ nefndi Steindór æviminningar sínar. Geislum þeirrar sólar endurvarpaði þessi ijölfróði og ieiftrandi persónu- leiki til okkar hinna frá öllum sínum ólíku og mörgu hliðum. Fáir þekktu ísland eins vel og Steindór Steindórsson. Hann ferð- aðist gangandi um þvert og endi- langt Island, um dali og fjöll, með- fram fljótum og lækjum, um gróið land og örfoka. Og hann vissi flest, sem vitað er um þetta land. Ekki bara um flóru þess heldur um sögu lands og lýðs og um fólkið, sem í landinu býr. Af gnótt þekkingar sinnar miðlaði hann okkur hinum. I vísindalegri umfjöllun um flóru landsins. í alþýðlegri umfjöllun sinni um staði og staðhætti, byggðir og bú, mannlíf og menningu, sögu og staðfræði. Þúsundir íslendinga hafa ferðast um þetta land undir leiðsögn Steindórs Steindórssonar og bóka hans. Það er með ólíkindum hvað hann afkastaði miklu í rituðu máli og hversu létt honum veittist að klæða þekkingu sína hvort heldur er hinum fræðilega búningi við 'hæfi vísindamanna eða gera hana líflega og skemmtilega við hæfi alþýðu manna. Ritverk Steindórs Steindórs- sonar, bæði frumsamin og þýdd, eru svo mikil að vöxtum og gæðum að þau ein eru heillar ævi verk og meira að segja ríflega það. Steindór Steindórsson gekk á skólaárum sínum til liðs við jafnað- arstefnuna. Þó nam hann ekki jafn- aðarstefnuna af bókum eða af við- ræðum við skólafélaga sína, heldur af vörum vinnandi fólks. Hann segir sjálfur frá því í ævisögu sinni, að hann hafi orðið jafnaðarmaður af því að kynnast kjörum fátæks fólks, þegar hann vann fyrir sér á meðal þess til þess að kosta nám sitt. Á námsárunum í Kaupmannahöfn komst hann svo í kynni við ýmsa norræna jafnaðarmenn og af kynn- um sínum þar af áróðursmönnum kommúnista gerði hann algerlega upp hug sinn í þeim deilum, sem þá stóðu sem hæst milli þeirra og sós- íal-demókrata. Steindór var mikill lýðræðissinni og manna andvígastur hvers kyns uppgerð og yfirdrepsskap og í átökunum, sem síðar urðu svo hatrömm á íslandi milli jafnaðar- manna og kommúnista, skipað hann sér hviklaust og alfarið í hóp hinna fyrrnefndu. Lá þar ekki á liði sínu. Sparaði sig hvergi. Hina pólitísku eldskírn sína hlaut Steindór Steindórsson í framboði til bæjarstjórnar á Akureyri árið 1946, en þá hvarf Erlingur Friðjónsson, sem lengi hafði leitt Alþýðuflokkinn í bænum, úr efsta sæti framboðslist- ans. Við þvi sæti tók Friðjón Skarp- héðinsson, síðar dómsmálaráðherra, en Steindór skipaði annað sætið. Á árunum þar áður hafði verið mikill uppgangur hjá kommúnistum í bæn- um en Alþýðuflokknum hafði ekki gengið sem skyldi. í kosningunum 1946 urðu gerbreytingar þar á. Al- þýðuflokkurinn uppskar stórsigur, fékk tvo bæjarfulltrúa kjörna og munaði minnstu að þrír yrðu kjörn- ir. í þessum kosningum nutu sín fyrst á opinberum vettvangi hinir frábæru ræðuhæfileikar Steindórs Steindórssonar, sem áttu eftir að verða meðal hans aðalsmerkja. Það var í þessum kosningum, sem fram- sókn kommúnista á Akureyri var stöðvuð. í ævisögu sinni segir Stein- dór svo frá, að morguninn eftir kosn- ingasigurinn hafi hann komið of seint til kennslu og hafi það verið í fyrsta og eina skiptið á ævinni, sem hann mætti of seint í tíma. Eftir þessar kosningar átti Stein- dór sæti í bæjarstjórn Akureyrar í 12 ár samfleytt. A því tímabili var hann einnig um skeið varaþingmað- ur Alþýðuflokksins og kom þá einu sinni inn á þing árið 1947. Þótti víst ekki mikið til þess koma. En stjórnmálaferill Steindórs var þó hvergi nærri allur. Gengið var til kosninga árið 1959 til þess að stað- festa stjórnarskrárbreytingar, sem gerðar höfðu verið til þess að inn- leiða nýja kjördæmaskipan og auka jafnvægi atkvæða. Skömmu áður höfðu þau stórtíðindi gerst, að Hannibal Valdimarsson, sem ekki hafði náð endurkjöri sem formaður Alþýðuflokksins, hafði sem forseti ASI gengið til liðs við Sameiningar- flokk alþýðu - Sósíalistaflokkinn, og stofnað nýtt kosningabandalag, Alþýðubandalagið, sem hugðist nú bjóða fram í fyrsta sinn. Á bak við þá ákvörðun er mikil saga, sem ekki verður sögð hér. ísafjarðarkaupstaður hafði þá lengi ásamt Hafnarfirði verið annað af tveimur höfuðvígjum Alþýðu- flokksins á íslandi. Foringi ísafjarð- arkrata og þingmaður þeirra var Hannibal Valdimarsson. Nú var hann orðinn formaður nýs flokks og Alþýðuflokkurinn á Isafirði í sárum. Á almennum fundi í Alþýðuhúsinu á ísafirði, þar sem Hannibal kynnti brotthvarf sitt úr Alþýðuflokknum við húsfylli, hafði hann m.a. látið svo um mælt, að eftir af Alþýðu- flokknum á ísafirði væru nú aðeins tveir og hálfur maður. Það var því dapur, sár og lítið baráttuglaður hópur, sem saman kom á ísafirði undir merkjum Alþýðuflokksins til þess að undirbúa framboð vorið 1959. Enginn þeirra vissi hve stór hópur hins áður svo öfluga fylgis á ísafirði myndi halda tryggð við flokkinn fýrst foringinn var farinn og hvatti alla gamla vopnabræður til þess að gera slíkt hið sama. Eng- inn þeirra forystumanna, sem eftir stóðu, var tilleiðanlegur til fram- boðsins. Og tíminn fram til kjördags styttist óðum. Steindór Steindórsson frá Hlöðum hafði þá setið í flokksstjórn Alþýðu- flokksins frá árinu 1948. Þar hafði hann getið sér orð sem einstakur málafylgjumaður og ræðumaður með afbrigðum. Slíkan frambjóð- anda þurfti nú á ísafjörð. Að höfðu samráði við Gylfa Þ. Gíslason beindu Alþýðuflokksfélögin á ísafirði þeim eindregnu tilmælum til Steindórs að hann leysti þennan vanda. Færi í framboð á ísafirði. Og Steindór sló til. Eg var á fimmtánda ári þegar þessir atburðir gerðust og man vel þegar Steindór kom í víking á ísa- fjörð og lét verða eitt af sínum fyrstu verkum að sækja föður minn heim. Hvílíkur gustur stóð af þessum manni! Teinréttur, hávaxinn og þreklegur, með gleraugu og arnar- nef. Og það sópaði af honum þegar hann gekk um göturnar á ísafirði, sveiflandi um sig með stafnum, sem hann skildi næstum því aldrei við sig. Steindór Steindórsson þekkti fáa þegar hann kom á ísafjörð. Og þrátt fyrir þekkingu sína, greind og gáfur - eða ef til viil vegna þess — gerði hann sér grein fyrir því, að sem frambjóðandi yrði hann nú að ganga í smiðju tii annarra. Sest var yfir hernaðaráætlunina í innsta hring. Hveija þurfti Steindór að heimsækja og hvernig átti að ræða málið við hvern og einn. Og hann fór og gerði það. Eins og honum einum var lag- ið. Og hvernig átti að taka á honum Hannibal? Alls ekki með skömmum, heldur vel en með sorg og söknuði - eins og um kæran ættingja, sem orðið hefði fyrir barðinu á grimmum örlögum. Og hvernig átti að mæta honum Jónasi Árnasyni, frambjóð- anda Hannibals, orðheppnum grín- ista að sunnan? Halda honum sem mest við kærustu umræðuefnin, sléttur Ungveijalands og Lauritz Norstad, yfírhershöfðingja Atlants- hafsbandalagsins, sem kjósendur á ísafirði þekktu ekki einu sinni af afspurn og kom þeim nákvæmlega ekki neitt við. Hvert smáatriði skipu- lagt. En það var samt ekki skipulag- ið, sem vann kosningarnar, heldur Steindór sjálfur. Kannski gerir fjar- lægðin fjöllin blá en ég minnist þess ekki að hafa orðið vitni að svo kynngimögnuðum málflutningi eins og hjá Steindóri þegar hann hóf upp raust sína á framboðsfundi á sviði Alþýðuhússins. Þetta var orðsins list - list þess manns, sem hefur orðið fullkomlega á valdi sínu og leikur á litbrigði mælskunnar eins og hörpu- leikari á strengi hörpu sinnar. „Þetta er eins og að endurlifa hann Vil- mund,“ sagði eldra fólkið. Og ísa- fjarðarkratar fengu aftur blik í augu. í þessum kosningum vann Stein- dór Steindórsson kraftaverk. Þeir tveir og hálfi Alþýðuflokksmaður, sem Hannibal sagði að stæðu eftir af sínum gamla flokki á ísafirði, reyndust þegar upp var staðið vera hundrað sinnum fleiri. Og dtjúgt betur. Steindór fór á þing. Frambjóð- andi Alþýðubandaiagsins fór líka suður - en heim. Og kosningastjóri hans, ungur og djarfhuga stjórn- málamaður, sem síðar átti eftir að verða formaður Alþýðuflokksins, hreifst svo af Steindóri, að eftirleið- is varð Steindór frá Hlöðum í vitund hans í hópi þeirra manna, sem hann bar mesta virðingu fyrir og væntum- þykju til. Nú að leiðarlokum vil ég fyrir hönd Alþýðuflokksins á Isafirði þakka Steindóri það kraftaverk, sem hann vann fyrir okkur vorið 1959. Hann kom, þegar okkur lá allra mest á. Hann reisti við rústirnar svo hægt var að byggja á ný. Hafðu fyrir heila þökk. Leiðir okkar lágu síðar saman, fyrst á öðrum vettvangi, síðan aftur hjá Alþýðuflokknum. Steindór var einn af kennurum mínum í Mennta- skólanum á Akureyri. Þau ár var hann yfirkennari við skólann en tók ekki við skólastjórninni fyrr en nokkrum árum eftir að ég útskrif- aðist. Sem kennari var Steindór ekki harður húsbóndi. Hann hafði góðan aga í tímum, en barði engan til bók- ar. Þeir lærðu hjá honum, sem vildu læra. Kennslustundir hans voru með fyrirlestrarsniði en engir yfirheyrslu- tímar. Með meitluðum setningum, á hreinu og tæru móðurmáli, flutti hann fræði sín - oft standandi uppi við töfluna, teinréttur og tíguiegur eins og jafnan, iðulega með iygnd aftur augun. Kröfur sínar á hendur nemendum í námsefninu gerði hann svo á prófum. Þeir, sem vildu læra, stóðu sig. Aliir gátu lært hjá Stein- dóri. Hann gaf nemendunum sjálfum valið. Steindór fylgdi okkur svo á skóla- ferðalaginu. Hann átti hægt með að umgangast ungt fólk. Fræddi þá, sem vildu fræðast, og var skilnings- ríkur og umburðarlyndur. Það kom svo síðar í hans hlut að taka við skólameistaraembætti í Menntaskól- anum á Akureyri á einhverju erfið- asta tímabili í sögu íslenskra fram- haldsskóla; þegar svokölluð ’68 kyn- slóð kom fram á sjónarsviðið til þess að frelsa heiminn - þ.e.a.s. allt, nema sitt nánasta umhverfi. í henn- ar nánasta umhverfi var hins vegar hvorki frelsi né friður. Þau ár hljóta oft að hafa verið mínum gamla og góða kennara erfið. „Skólinn drap Þórarin," sagði Steindór einu sinni við mig um fyrirrennara sinn á skólameistarastóli, Þórarin Björns- son, þann tilfinninganæma mann, sem andaðist langt um aldur fram. Uppreisnarkynslóðinni í Mennta- skólanum á Akureyri tókst ekki að bijóta hinn sterka mann, Steindór, en án efa hefur sá gildi stofn ein- hvern tíma svignað, þó ég viti það ekki. Steindór Steindórsson sat í flokks- stjórn Alþýðuflokksins allt til ársins 1972. Þar lágu leiðir okkar oft sam- an. Einnig sat hann mörg flokksþing eftir að hann hafði að mestu dregið sig í hlé frá stjórnmálaumsvifum. Heiðursfélagi í Alþýðuflokknum var hann kjörinn árið 1976, ef ég man rétt, og var vel að þeim heiðri kom- inn. Steindór Steindórsson hvarf af sjónarsviðinu eins og Bretar segja um gamla hermenn, að þeir deyi ekki heldur líði á braut. Aldurinn færðist yfir hann smátt og smátt og smátt og smátt eins og liðu burtu með aldrinum sú atorka og þeir fjöl- breyttu hæfileikar, sem þessi maður bjó yfir. Ótrúlega lengi gat hann samt sinnt ritstörfum en svo fór sjón- depran að þjá hann og loks fór svo, að hann gat ekki lesið. Andlegu at- gervi sínu hélt hann lengst en loks fór svo, að minnið brast líka. Og nú er hann Steindór allur. Að fullu og öllu horfinn á braut til þeirrar sólar, sem hann sá. Lífinu lokið, langt og mikið ævistarf að baki. Ég kynntist honum Steindóri þeg- ar hann stóð í blóma lífsins. Átti við hann samskipti alit fram á síðustu æviár hans. Mér þótti vænt um þenn- an gamla mann. Svo var um marga fleiri. í nafni Alþýðuflokksins - Jafn- aðarmannaflokks íslands þakka ég þessum heiðursfélaga flokksins störf hans í þágu flokksins og jafnaðar- stefnunnar. Ég votta syni hans, Gunnari, barnabörnum og fjölskyld- um þeirra einlæga samúð. Steindór Steindórsson var heiðursmaður. Nú fer hann í friði og fær góða heim- komu. Sighvatur Björgvinsson, formaður Alþýðuflokksins - Jafnaðarmannaflokks Islands. Steindór Steindórsson frá Hlöð- um, fyrrum skólameistari Mennta- skólans á Akureyri, er látinn á Ak- ureyri, hálftíræður að aidri. Með honum er genginn einn af mikilhæf- ustu mönnum samtíðar okkar. Steindór Jónas Steindórsson fæddist að Möðruvöllum í Hörgárdal 12. ágúst 1902 en ólst upp á Hlöð- um, hinum megin Hörgár, og kenndi sig lengst af við þann bæ. Móðir hans var Kristín Jónsdóttir af eyf- irskum ættum, mikilhæf kona og lengi matráðskona við Möðruvalla- skólann í tíð Jóns A. Hjaltalíns skólameistara. Faðir Steindórs var Jónas Steindór Jónasson frá Þrast- arhóli af skagfirskum ættum, síðast verslunarmaður á Akureyri, en hann lést nokkrum mánuðum áður en Steindór fæddist. Steindór Steindórsson braust til mennta af miklum dugnaði en litlum efnum, sonur einstæðrar móður þótt hann ætti góða að. Eftir nám í einkaskóla innritaðist hann í annan bekk Gagnfræðaskólans á Akur- eyri, nú Menntaskólinn á Akureyri, haustið 1920 eftir inntökupróf þá um vorið. Árið 1922 lauk hann gagnfræðaprófi með miklum ágæt- um og settist þá í Menntaskólann í Reykjavík. Þaðan lauk hann stúd- entsprófi utanskóla vorið 1925 og sigldi um haustið til Kaupmanna- hafnar og nam náttúrufræði. Tók hann fyrri hluta magistersprófs i grasafræði við Kaupmannahafnar- háskóla 1930 en hafði þá veikst af berklum og lauk ekki lokaprófi í grein sinni en réðst kennari að Menntaskólanum á Akureyri haust- ið 1930. Starfaði Steindór við skól- ann 42 ár, síðustu sex árin sem skólameistari. Steindór Steindórsson frá Hlöð- um var engum manni líkur. Hann var hamhleypa til verka og má segja að eftir hann liggi þijú æviverk. í fyrsta lagi vann hann verk sem grasafræðingur sem hver vísinda- maður væri sæmdur og skipa rann- sóknir hans og vísindarit honum í fremstu röð íslenskra náttúrufræð- inga. Þá vann hann mikið verk sem þýðandi, rithöfundur og ritstjóri og liggja eftir hann um eitt hundrað bækur og rit, þýdd og frumsamin. Síðast en ekki síst var Steindór Steindórsson svipmikill kennari og skólameistari meira en fjóra áratugi auk þess sem hann tók virkan þátt í þjóðmálum og stjórnmálum um langt skeið, sat í bæjarstjórn Akur- eyrar 12 ár og á Alþingi íslendinga um hríð. Steindór var fylginn sér, harð- drægur og jafnvel óvæginn en trygglyndur, góðviljaður og vinfast- ur og undir hijúfu yfírborði sló heitt hjarta. Hann var bæði margfróður og svo minnungur að af bar og hef ég engum manni kynnst minnugri honum. Steindór var hrífandi ræðu- maður og skrifaði afbragðs stíl og er hann sennilega einn síðasti full- trúi fjölfræðinga sem spruttu upp úr evrópskri fræðahyggju 19. aldar pg lengi settu svip sinn á þjóðlíf íslendinga. Haustið 1966 var Steindór settur skólameistari Menntaskólans á Ak- ureyri í veikindaforföllum Þórarins skólameistara Björnssonar og þegar Þórarinn lést 1968 var Steindór skipaður skólameistari og gegndi því starfi tii 1972. Þessi ár voru erfið skólahaldi víða í Evrópu og skall flóðbylgja frelsisbaráttu ungs fólks harkalega á Menntaskólanum á Akureyri. Eimdi raunar lengi eftir af því flóði. Þessi ár voru Steindóri erfið. Ofan á veikindi konu hans, Kristbjargar Dúadóttur, bættist barátta nokkurra nemenda skólans sem vildu auka frelsi sitt með því að ganga á rétt annarra og kunni Steindór ekki ávallt ráð við þessu, sem varia var von. Nú, þegar litið er um öxl, aldarfjórðungi eftir þessa atburði, sýnist mér hlutur Steindórs góður og þrátt fyrir átök bera nem- endur hans hlýjan hug til karlmenn- isins. Að leiðarlokum vil ég þakka Steindóri Steindórssyni frá Hlöðum góð viðkynni. Mér er að því mikill fengur að hafa kynnst honum sem kennara, vísindamanni og sem vini og spor hans sem skólameistari Menntaskólans á Akureyri mást ekki burt. Hann setti svip á um- hverfi sitt og vann skólanum vel. Blessuð sé minning Steindórs Steindórssonar frá Hlöðum. Tryggvi Gíslason. • Fleiri minningargreinar um Steindór Steindórsson bíða birt- ingar ogmunu birtast í blaðinu næstu daga. Krossar d íeiði Ryðfrítt stáC - varaníegt efrti Krossamir erufiamíeiddir úr fmthúðudu, ryðfríu stáfi. Minnisvarði sem endist um ókomna ttð. Sdífeross (tóknar cifíft ííf) Hœð 100 smfrdjörðu. Hefðóundinn kross m/munstruðum endúm. Hceð 100 smfrájörðu. Hringiö í síma 431-1075 og fáiö litabækling. BLIKKVERK Dalbraut 2, 300 Akranesi. 11 Sími 431 -1075, fax 431 -3076
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.