Morgunblaðið - 06.05.1997, Side 46
46 ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 1997
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
HELGA STELLA
JÓHANNESDÓTTIR
+ Helga Stella Jó-
hannesdóttir
fæddist í Reykjavík
26. nóvember 1918.
Hún lést á heimili
sínu í Reykjavík 12.
apríl síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Margrét Jóns-
dóttir, sem rak
heimabakarí í
marga áratugi, og
Jóhannes Mikkels-
en vélsmiður. Helga
* Stella var í mörg
ár starfsmaður í
bókaverslunum. I
tvo áratugi var hún starfsmað-
ur Happdrættis Háskóla Is-
lands. Hún giftist Jóni St. Arn-
órssyni, kaupmanni og umboðs-
manni, árið 1939. Hann lést
árið 1967. Börn þeirra eru: 1)
Margrét Elísabet fréttamaður,
f. 1940, gift Jakobi Jakobssyni
fiskifræðingi. Börn hans af
fyrra hjónabandi eru: Sólveig
kennslufræðingur, f.1958, gift
Jóni Jóhannesi Jónssyni lækni.
Börn þeirra eru Jóhanna f.
1981, Guðrún Pálína, f. 1988
> og Jón Jakob, f. 1996; Oddur
kennari, f. 1961, kvæntur Sig-
ríði Viðarsdóttur
húsmóður. Synir
þeirra eru Jakob,
f. 1990 og Viðar, f.
1995; Auðbjörg há-
skólanemi, f. 1966,
gift Sigurði Sigur-
björnssyni raf-
eindavirkja. 2)
Hifmir, vélvirki, f.
1941. 3) Stefán
jarðefnafræðingur,
f. 1942, kvæntur
Eddu Arnadóttur
hjúkrunarfræð-
ingi. Börn þeirra
eru: Harpa, arki-
tekt, f. 1967, gift Sigurjóni
Geirssyni, viðskiptafræðingi.
Dóttir þeirra er Sóley, f. 1996;
Andri jarðfræðingur, f. 1972,
kona hans er Guðný Guðlaugs-
dóttir, háskólanemi. 4) Mímir
lyfjafræðingur, f. 1948, kvænt-
ur Lovísu Kristjánsdóttur
hennara. Börn þeirra eru:
Kristján háskólanemi, f. 1972,
kvæntur Sulemu Sullca-Porta
nema; Sunna, f. 1980; Kári, f.
1992.
Útför Helgu Stellu verður
gerð frá Dómkirkjunni í dag
og hefst athöfnin klukkan 15.
Fundum okkar Helgu Stellu Jó-
hannesdóttur bar saman fyrir rúm-
um tveimur áratugum þegar ég fór
að gera hosur mínar grænar fyrir
Margréti dóttur hennar. Fljótlega
rann upp fyrir mér að ég hafði eign-
ast þá alskemmtilegustu og bestu
tengdamóður sem hugsast gat og
aldrei bar nokkurn skugga á vin-
áttu okkar. Ekki aðeins tók hún
tengdasyninum opnum örmum,
heldur líka allri nýju fjölskyldunni
og langamma Stella var ekki síst í
hávegum höfð hjá ungviðinu.
Enda þótt skólaganga Stellu yrði
ekki löng var hún ágætlega mennt-
uð í orðsins bestu merkingu. Þegar
á barnsaldri kom í ljós að hún var
óvenjuhandlagin og enn eru til agn-
arsmá brúðuföt sem hún gerði í
barnaskóla og notaði þá eldspýtur
við pijónaskapinn því að hún hafði
ekki nógu granna pijóna. Stella
lauk skyldunámi fyrir fermingu og
fór þá strax að vinna fyrir sér.
Þrátt fyrir ungan aldur var hún
ráðin til aðstoðar í Bókaverslun
N Snæbjarnar Jónssonar og þá kom
fljótt í ljós að hún hafði mikla
tungumálahæfileika. Aðalbúðar-
stúlkan var dönsk og af henni lærði
Stella að tala dönsku. Hún virtist
leggja metnað í að tala málið óað-
finnanlega og minnast á þann hátt
föður síns sem ættaður var frá Jót-
landi. Til þess að standa sig í The
English Bookshop, en það var ann-
að heiti bókabúðarinnar, fór Stella
á námskeið í Verslunarskólanum í
ensku og þýsku. Seinna lærði hún
ítölsku. Hún var einnig mjög músík-
ölsk og á unglingsárunum var hún
heimagangur hjá Sigurði Briem
tónlistarkennara og lærði hjá hon-
um að spila á fiðlu og gítar. Um
tvítugsaldur flutti hún sig um set
úr bókabúðinni í Austurstræti og
upp í Bankastræti 11 þar sem bóka-
verslun Þórarins B. Þorlákssonar
var til húsa og þar kynntist hún
mannsefni sínu, Jóni Stefáni Arn-
órssyni frá Hesti í Borgarfirði.
Haustið 1939 héldu þau til Kaup-
mannahafnar og gengu þar í hjóna-
band, Jón hélt síðan til Ítalíu en
Stella varð eftir, gekk í þekktasta
handavinnuskóla Danmerkur, Ha-
andarbejders Fremme, og lærði að
vefa hjá Júlíönu Sveinsdóttur list-
málara og vefara. Jón ætlaði síðan
að sækja konu sína til Danmerkur
en fékk ekki vegabréfsáritun fram
og aftur um Þýskaland. Tengda-
móður hans óaði við að sedna van-
færa dóttur sína eina um myrkvað
Þýskaland og fór því með. Handan
Brennerskarðs tók Jón á móti þeim
og þaðan lá leiðin til Rapallo
skammt frá Genúa. Þar var fyrsta
heimili þeirra og þar fæddist frum-
burðurinn. Eitthvað hafði Stella
kviðið því að ala barnið á Ítalíu en
maður hennar taldi að það hlyti að
vera óhætt úr því að milljónir barna
hefðu fæðst þar! Barnið var það
stærsta sem Rína ljósmóðir hafði
tekið á móti en henni brá ekki enda
röggsöm kona sem liðsmönnum
Mússólínis hafði mistekist að hella
laxerolíu ofan í! (Það var „mildasta"
pyndingaraðferðin sem ítalskir fas-
istar notuðu.)
Jón og Stella kunnu vel við sig
á Ítalíu en óttast var að ítalir yrðu
þátttakendur í heimsstyijöldinni þá
og þegar. Þau ákváðu því að nota
tækifærið þegar þeim bauðst far
með flutningaskipinu Eddu. Þar var
Jón munstraður háseti, mæðgurnar
skipsjómfrúr en hvítvoðungurinn
var laumufarþegi. Edda lá á ytri
höfninni í Genúa. Stella gleymdi
því aldrei þegar kornungur háseti
rétti henni höndina og hjálpaði
henni úr kaðalstiganum upp á þil-
farið en hún spurði hann að því
hvað þau yrðu lengi á leiðinn heim.
„Svona hálfan mánuð ef við kom-
umst þá nokkurn tíma,“ svaraði
hann.
Ferðalagið tók reyndar heilan
mánuð, reyndi á taugarnar og kost-
urinn var fábreyttur. En þrátt fyrir
saltfisk í öll mál hélt Stella mjólk-
X
Erfídrykkjur
HÓTEL
REYKJAVÍK
Sigtúni 38
Upplýsingar í síma 568 9000
H
H
H
H
H
H
H
H
H
H
Erfidrykkjur
H
H
H
H
H
H
H
H
H
H
Sími 562 0200 ..
.——J
inni og dóttirin dafnaði vel. Klakk-
laust komust þau alla leið heim,
með salt frá Torrevieja og kol frá
Port Talbot og þökkuðu bæði Guði
og Jóni Kristóferssyni skipstjóra.
Eftir heimkomuna settust þau
að í Reykjavík. Fyrstu árin sinnti
Stella eingöngu húsmóðurstörfum
en þegar Jón gerðist umboðsmaður
Happdrættis Háskóla íslands vann
hún með honum, og þegar hún varð
ekkja gerðist hún starfsmaður aðal-
umboðs Háskólahappdrættisins og
síðar skrifstofunnar. Þar vann hún
bæði skrifstofustörf og var mat-
ráðskona enda alla tíð mikil mat-
móðir.
Stella hafði yndi af að ferðast.
Hún fór mörgum sinnum til Dan-
merkur og Kanada og þar átti hún
fjölmarga ættingja og suma hafði
hún haft samband við frá barns-
aldri. Hún var ákaflega vinsæl í
íslendingabyggðum í Kanada. Vor-
ið 1983 var ég þar á ferðalagi og
var aldrei kallaður annað en Stell-
a’s son-in-low! (tengdasonur
Stellu).
Haustið 1986 lét Stella af störf-
um fyrir aldurs sakir og ætlaði þá
að dveljast eitt ár í Kanada. Reynd-
ar hafði hún fyrst viðkomu hjá
Sólveigu dóttur minni og manni
hennar í Bandaríkjunum. Enn í dag
minnast þau skemmtilegra stunda
með henni. Þegar leið á veturinn
kom í ljós að Stella gekk ekki heil
til skógar. Hún flýtti heimförinni
og greindist með þann sjúkdóm sem
að lokum varð henni að aldurtila.
Eftir aðgerð á Landspítalanum náði
hún heilsu og átti rúm tíu góð ár
þar til sjúkdómurinn tók sig upp
aftur. Hún fékk að vera heima til
síðasta dags eins og hún hafði ósk-
að sér og naut umönnunar afkom-
enda sinna og tengdabarna og fékk
frá Heimahlynningu Krabbameins-
félagsins þá hjálp sem seint verður
þökkuð til fulls.
Stella hélt reisn sinni til síðasta
dags. Daginn fyrir andlátið var hún
að hekla í rúminu og gerði að gamni
sínu. Hún sagði oft að hún vildi að
afkomendumir sæju að hún hefði
verið til og það tókst henni svo
sannarlega. Afköstin voru ótrúleg,
hvort heldur hún heklaði, pijónaði,
saumaði, óf eða málaði á postulín.
Hún er nú kvödd með miklum trega
en eftir hana eru til fjölmarir falleg-
ir gripir, unnir af listfengi og vand-
virkni, sem gera minninguna ferska
og bjarta.
Jakob Jakobsson.
Hún Stella giftist Jóni föðurbróð-
ur mínum ung að árum. Hann var
nokkru eldri og bjuggu þau í upp-
hafi á Ítalíu og hefur það verið
heldur fátítt á þeim árum. Stella
vann úti í fjöldamörg ár, fyrst í
verslun þeirra hjóna, Bókabúð Þór-
arins B. Þorlákssonar, og síðast hjá
Happdrætti Háskóla íslands. Hún
var ákaflega hress og glaðsinna
kona og myndarleg í öllu sem hún
tók sér fyrir hendur, frábær kokkur
og hannyrðakona svo af bar.
Eftir hana liggur óhemjufalleg
vinna, útsaumur alls konar, hárfínn
krosssaumur, allt úttalið og mörg
teppi gerð í bútasaum. Eg held að
mér sé óhætt að fullyrða að öll
barnabörnin hafi fengið teppi og í
hvert og eitt lagði hún sál sína til
að gera sem persónulegast, með
sérstökum litum og af sérstakri
gerð. Hún pijónaði og heklaði fram
á síðasta dag, má segja.
Stella sagði mér oft skemmtileg-
ar sögur af ferðalögum sínum til
Kanada en þar átti hún skyldmenni
og ferðaðist um vítt og breitt og
dvaldist þar oft nokkurn tíma. Eins
þótti henni ákaflega vænt um Dan-
mörku og hafði gaman af að vera
þar. Hún átti þar líka gamla og
góða vinkonu.
Mér brá mjög þegar Stefán
frændi minn hringdi fyrir nokkrum
dögum og sagði mér að móðir hans
hefði látist kvöldið áður. Þó vissi
ég að hveiju stefndi.
Ég á eftir að sakna þess mikið
að heyra ekki glaðsinna rödd henn-
ar í símanum og góðar óskir.
Elsku Stella mín, ég þakka þér
vináttu þína og hlýju til mín og
minna alla tíð. Guð geymi þig.
Þín vinkona,
Guðrún Elísabet
Halldórsdóttir.
Mig langar í fáum orðum að
minnast ömmu minnar. Um hana á
ég fjölda góðra minninga. Sterk er
minningin þar sem hún situr í stóln-
um sínum í stofunni í Barmahlíð-
inni og saumar eða pijónar eins og
hún ætti lífið að leysa. Einnig eru
mér minnisstæðir óteljandi hádegis-
verðir, en hún lagaði girnilegasta
„smorebrod" sem ég hef bragðað.
En það er annað handavinnan og
hádegisverðir sem er mér. efst í
huga á þessari stundu.
Þótt fjöldi ára skildi okkur að
þá sannaðist í samræðum okkar,
sérstaklega hin síðari ár, hversu
nálægt hún var mér í tíma. Við
ræddum saman um heima og geima
en sjaldan minntist hún á erfiðleika
sína. Hún tuktaði mig til og lagði
mér lífsreglurnar. Hún kunni það
og skildi þó maður segði ekki neitt.
Við fráfall ömmu minnar missti ég
og fleiri, góðan vin sem gott var
að leita til þegar manni lá eitthvað
á hjarta.
Hún amma mín var ein lífsglað-
asta og kátasta manneskja sem ég
hef kynnst. Hún var alltaf til í að
sprella og gera að gamni sínu, en
um leið var hún hlý og innileg.
Þegar fólk talar um hversu mikil-
vægt sé að varðveita barnið í sjálf-
um sér verður mér hugsað til ömmu
minnar. Ég held að það sé ekki
algengt að kona á sjötugsaldri bjóði
unglingi í slag, eins og hún gerði
eitt sinn við mig eða hringi og bulli
í símann svona rétt til að stríða
manni.
Þó að söknuðurinn sé sár er ég
viss um það, að amma vill láta
hugsa til sín með bros á vör. Það
voru forréttindi að fá að kynnast
henni og eiga stað í hjarta hennar.
Þakka þér fyrir allt. Guð geymi
þig, elsku amma.
Andri Stefánsson.
í dag er hún amma mín, amma
Stella eins og við barnabörnin köll-
uðum hana, til moldar borin. Ég
var fyrsta barnabarnið hennar. Ég
kom á heimili ömmu minnar í
Barmahlíðina með foreldrum mín-
um nýfædd og bjó þar fyrsta sumar-
ið. Ég dvaldi oft hjá ömmu sem
barn, stundum dögum saman og
kunni vel við mig þar sem þijár
kynslóðir kvenna, amma, lang-
amma og Púppa frænka, stjönuðu
við mig. Ég fékk uppáhaldsmatinn
þegar ég kom þangað, kjúkling og
heimatilbúinn ís. Einu sinni um
páska var ég hjá ömmu í nokkra
daga og við fórum í mat til mömmu
og pabba. Að honum loknum spurði
ég ömmu hvenær við færum heim
aftur, svo vel kunni ég við mig.
Amma var eins góð amma og
ömmur geta orðið. Hún var mikið
fyrir sitt fólk, ekki síst barnabörn-
in. Samband hennar við hvern og
einn var með sínum hætti. Við
amma áttum mörg sameiginleg
áhugamál. Hún var mikill fagurkeri
og hafði dálæti á fallegum hlutum.
Hún hafði gaman af því að sýna
mér gamla hluti á heimilinu af því
ég hafði auga fyrir því sem vel var
gert eins og hún. Heimili hennar
var óvenju glæsilegt, útbúið göml-
um fallegum húsgögnum og hún
átti mikið af fallegum hlutum enda
bar hún mikla virðingu fyrir þeim.
Og hjá henni var allt í nákvæmri
röð og reglu. Hennar helsta iðja var
hannyrðirnar, sem hún hafði ótak-
markaðan áhuga á. Þegar ég var
unglingur bjuggum við stundum
saman til jólaskraut, fínt skraut
saumað og bróderað sem er eigu-
legt í mörg ár. Strax í janúar byij-
aði hún að skipuleggja jólagjafir
næstu jóla og pijóna, sauma og
mála handa fjölskyldunni, því hún
gaf nánast allt sem hún bjó til. Hún
hafði mest gaman af krosssaumi,
en prjónaði einnig, heklaði og saum-
aði ljölmörg handsaumuð búta-
saumsteppi. Framleiðsla hennar var
svo mikil að sá sem ekki þekkir til
hennar getur vart ýmyndað sér.
Eftir hana liggja svo mörg lista-
verkin að fyllt gætu heilu sýningar-
salina. Handbragð hennar var full-
komið. Þegar hún komst á eftirlaun
var hún í essinu sínu því þá hafði
hún nógan tíma til að sinna handa-
vinnunni, hún saumaði og pijónaði
frá morgni til kvölds eins og hún
væri í akkorði. Síðar fékk hún einn-
ig áhuga fyrir postulínsmálun. Sjón
hennar var góð og handstyrkur
mikill. Um jólin þá 78 ára sýndi
hún mér styttu, á hana hafði hún
málað gyllt letur með pensli, svo
fíngert að fáir geta leikið það eftir
henni þó ungir séu.
Þegar við Siguijón maðurinn
minn fórum að vera saman líkaði
ömmu svo vel við hann að hún vildi
vera amma hans líka. Við fluttum
til Noregs og hún heimsótti okkur
oft og dvaldi vikutíma í hvert sinn
um leið og hún fór til sinnar uppá-
haldsborgar Kaupmannahafnar.
Við eigum margar góðar minning-
ar frá þessum heimsóknum ömmu.
Hún stjanaði við okkur, bakaði
pönnukökur, bjó til fiskibollur og
kæfu, við saumuðum og pijónuð-
um, borðuðum góðan mat og vín.
Amma talaði reiprennandi dönsku,
enda hafði hún búið í Danmörku
sem ung og gengið í hannyrða-
skóla. Amma ferðaðist mikið. Hún
lét það ekki hindra sig þó hún
væri ein á ferð. Hún var mjög næm
fyrir tungumálum. Auk dönskunn-
ar talaði hún einnig góða ensku
og svolítið í ítölsku. Hún hafði einn-
ig verið um tíma á Ítalíu sem ung
kona. Stundum sagði hún við mig
í gamni að væri hún ung í dag
hefði hún getað orðið tungumálas-
éní. Á sínum efri árum fór hún til
skiptis til Kanada og Kaupmanna-
hafnar. Stundum dvaldi hún í
Kanada mánuðum saman hjá
skyldmennum, Vestur-íslending-
um. Hún talaði mikið um ferðalög-
in og fólkið sem hún heimsótti.
Amma minnti á danskar eldri döm-
ur á götum Kaupmannahafnar.
Hún fór aldrei út fyrir dyr nema
vel til höfð. Það var ákveðin gerð
af skóm, kápu og veskjum, í vesk-
inu var oft bijóstsykur í dós. Hún
átti marga fallega hatta sem hún
notaði til skiptis og ilmvötnin henn-
ar verða í minningunni ömmulykt.
Við Siguijón fluttum heim frá
Noregi í Barmahlíðina og urðum
nágrannar ömmu. Þá var stutt að
skjótast á milli. Síðastliðið sumar
fæddist Sóley okkar og amma varð
langamma. Minnisstæður er fyrsti
göngutúrinn með Sóleyju í vagnin-
um nýkomin heim af fæðingardeild-
inni. Amma og Hilli komu út á stétt
til að líta á dýrgripinn. Amma hafði
yndi af börnum. Það gladdi hana
alltaf mikið að sjá Sóleyju og fylgj-
ast með henni vaxa og dafna. Hún
taiaði alltaf mikið um börnin og
nýjustu afrekin þeirra á þroska-
brautinni. Það gladdi hana mikið
að Sóley skyldi vera í um jólin fyrstu
kjólunum sem hún pijónaði og gaf
mér og að þeir skyldu hafa verið
geymdir í öll þessi ár. Og að ég
skyldi gera upp dótahúsið sem hún
teiknaði og lét smíða fyrir mig þeg-
ar ég var barn. Þegar ég sagði
henni frá því fyrir fáeinum dögum
spurði hún af kímni, því hún hafði
góðan húmor, hvort ég hefði málað
á það glugga og hurðir. Það eru
ekki nema örfáir dagar síðan við
ræddum saman um heima og geima
því amma var skýr í kollinum fram
til síðasta dags þó að h'kaminn
' væri farinn að gefa sig. Á sunnu-
daginn hlýjaði hún mér á höndunum
í síðasta sinn þegar ég kom hlaup-
andi inn úr kuldanum. En ég vissi
það ekki þá að það var í síðasta
sinn. Og nú getum við Sóley ekki
lengur heimsótt ömmu og
langömmu á eftirmiðdögunum og
ekki lengur gengið framhjá húsinu
hennar og sent henni hugskeyti
heldur horfum aðeins á tómlega
gluggana úr fjarlægð því nú er
amma farin í aðra veröld. Við kom-
um öll til með að sakna ömmu og
langömmu sárt og lengi.
Harpa.
Það er einkennileg árátta al-
mættisins að taka skrokkinn frá