Morgunblaðið - 06.05.1997, Page 48
48 ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 1997
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
>
>
Móöir okkar, tengdamóðir og amma,
VILBORG SVEINSDÓTTIR,
Lönguhlíð 19,
Reykjavík,
sem lést 2. maí sl., verður jarðsungin frá
Háteigskirkju föstudaginn 9. maí kl. 15.00.
Þeim, sem vildu minnast hennar, er vinsam-
legast bent á ABC hjálparstarf.
María Sigmundsdóttir, Gianpiero Venditto,
Sigfríður Védís Ásbjörnsdóttir,
Jón Gunnar Kristinsson, Svavar Knútur Kristinsson,
Vilmundur Torfi Kristinsson.
Útför föður míns, sonar okkar, bróður og
tengdasonar,
ÞÓRÐAR ARNARS HÖSKULDSSONAR,
vélfræðings,
Kambaseli 53,
Reykjavík,
fer fram í Fossvogskirkju þriðjudaginn 6. maí
kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hans, er
bent á Heilavernd, sími 588 9220.
Leifur Orri Þórðarson,
Höskuldur Þórðarson, Hafdís Guðmundsdóttir,
Höskuldur Höskuldsson, Aðalheiður Ríkarðsdóttir,
Guðjón Höskuldsson,
Kristjana Höskuldsdóttir, Viðar Karlsson,
Leifur Steinarsson, Ingibjörg Brynjólfsdóttir.
Elskuleg systir okkar,
HULDA RAGNA MAGNÚSDÓTTIR,
Starrahólum 4,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Hallgrímskirkju miðviku-
daginn 7. maí kl.13.30.
Gyða Magnúsdóttir, Guðmundína Magnúsdóttir
og aðstandendur.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
VILBORG SIGURRÓS
ÞÓRÐARDÓTTIR,
Kambsvegi 17,
sem lést laugardaginn 19. apríl sl., verður
jarðsungin frá Áskirkju miðvikudaginn 7. maí
nk. kl. 15.00
Dóra S. Jónsdóttir, Magnús Magnússon,
Edda Björg Jónsdóttir, Jón Ingi Sigurmundsson,
Ragna Kristín Jónsdóttir,
barnabörn, langömmubörn
og langalangömmubörn.
+
Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma okkar,
langamma, og systir,
PÁLÍNA VIGFÚSDÓTTIR,
frá Fiatey, Breiðafirði,
Fannborg 1, Kópavogi,
sem lést á Landspítalanum 3. maí, verður
jarðsungin frá Kópavogskirkju föstudaginn
9. maí kl. 15.00.
Rafn Ólafsson, Þóra Friðgeirsdóttir,
Ólafur Páll Rafnsson, Kristín Sif Gunnarsdóttir,
Vigfús Rafnsson, Jóhann G. Rafnsson,
Unnur Björg Jóhannsdóttir, Lilja Vigfúsdóttir,
Guðlaug Vigfúsdóttir, Fjóla Guðmundsdóttir.
+
Ástkær eiginkona min og móðir okkar,
HERDÍS FRIÐRIKSDÓTTIR,
Hrafnistu,
Hafnarfirði,
lést aðfaranótt 5. maí. Jarðarförin verður auglýst síðar.
Guðmundur Pétursson og börn.
JONINA
G UÐJÓNSDÓTTIR
+ Jónína Guð-
jónsdóttir
fæddist á Fá-
skrúðsfirði 5. nóv-
ember 1941. Hún
Iést á Salgrenska
sjúkrahúsinu í
Gautaborg 25.
apríl síðastliðinn.
Foreldrar hennar
eru Guðjón
Tryggvason (lát-
inn) og Aðalheiður
Arnadóttir, búsett
í Neskaupstað.
Hálfsystkini Jón-
ínu sammæðra eru
þijú: Sigurður Guðjónsson,
Sigríður Guðjónsdóttir og
Árni Guðjónsson.
Árið 1960 giftist
Jónina Kristjáni
Garðarssyni sjó-
manni. Þau eiga
eina dóttur, Val-
borgu Hólmfríði, f.
1960. Hún er gift
Erni Rúnarssyni og
eiga þau fjögur
börn, Kristján
Garðar, Halldór
Viðar, Jónínu Guð-
rúnu og Kristin
Orn. Þau eru bú-
sett í Hafnarfirði.
Útför Jóninu fór
fram frá Fríkirkjunni í Hafn-
arfirði 2. maí.
Það húmar að í huga mér við
helfregn kalda. Af heimi er kvödd
kær vinkona sem hafði af sannri
hetjulund og æðruieysi háð langt
stríð og strangt með einlæga lífstrú
að leiðarljósi og vonglaða vissu þess
að langþráð aðgerð og lungnaskipti
mættu megna að færa henni lífs-
kraftinn á nýjan leik.
Hún Jónína hafði lengi beðið þess
að kallið kæmi frá Svíþjóð um að
komið væri að hennar tækifæri til
að öðlast á ný heilsu og krafta og
þegar það kom var því fagnað heil-
um huga af henni og hennar fólki.
En þrátt fyrir að allt virtist í fyrstu
ætla áfallalaust að ganga eftir erfiða
aðgerð þá urðu örlögin henni í engu
hliðholl og nú í apríllok var ósigurinn
innsiglaður, hinzta kallið var komið,
sem enginn umflýr. Það er hörmu-
lega sárt þegar svo tekst til, en enn
eiga læknavísindin langt í land að
geta við öllu brugðist á bezta veg,
þó svo sannarlega gerist þar krafta-
verk sönn í þágu heilsu og Iífs.
Jónínu skulu helguð fáein kveðju-
og þakkarorð fyrir kynni mæt og
hugurinn reikar til baka austur á
Fáskrúðsljörð, þar sem ég kynntist
þessari hóglátu en ákveðnu konu.
Sá sem í þjóðmálum þykist vasast
þarf öðru fremur á því að halda að
eiga sér ötula stuðningsmenn,
trausta og trygga sem hvoru
tveggja kunna að segja sem vinir
til vamms og gefa góð ráð. Á Fá-
skrúðsfirði átti ég því láni að fagna
að eiga marga afbragðsfélaga og
einn þeirra helztu í þeim hópi var
Kristján Garðarsson, eiginmaður
Jónínu. Einlægari félaga en þau
hjón var ekki hægt að hugsa sér.
Þangað þótti mér gott að koma og
eiga fund með þeim, finna baráttu-
gleði Kristjáns míns og staðfestu
Jónínu, þegar mér þótti eitthvað á
móti blása.
Heimili þeirra var afar smekklegt
og bar góðri húsmóður hollt vitni.
Jónína lagði sig fram við hvaðeina,
hvort sem hún sinnti heimilisstörf-
um eða hún var úti á vinnumarkaðn-
um, ákveðin kona með sínar föstu
meiningar, fálát nokkuð á ytra
borði, enda munu ekki margir hafa
fengið í innsta hug hennar að
skyggnast.
Jónína var hugguleg kona og bar
sig vel, var heillynd og skapföst,
samviskusöm og traust í hverri gerð
og átti hjartalag hlýtt og gott. Því
fékk ég bezt að kynnast er við vor-
um um skeið samtíða á Reykja-
lundi, en hún var þá hart leikin af
lungnameini, en lét ætíð sem henni
liði bara vel. Eg fékk þar nokkuð
að kynnast hinni heitu lífslöngun
hennar, miklu þolgæði í þrautum,
vongleði hennar í trú á betri og
bjartari tíð og síðast en ekki sízt
kjarki hennar og staðfastri þraut-
seigju, að allt skyldi gert til að ná
á ný til bættrar heilsu. Æðruleysi
hennar var aðdáunarvert.
Aðrir munu lýsa Jónínu sem þeirri
góðu húsmóður og móður sem hún
var, en þar átti hún fallega sögu.
Svo fór að þau hjón fluttu hingað
í Hafnarfjörð og eystra saknaði
maður vissulega vina í stað.
Harmur sár er nú kveðinn að holl-
vini mínum, Kristjáni, og öðrum ást-
vinum Jónínu og við Hanna sendum
ELÍN BIRGITTA
ÞORSTEINSDÓTTIR
+ Elín Birgitta
Þorsteinsdóttir
fæddist í Reykjavík
hinn 4. maí 1980.
Hún lést af slysför-
um í Vestmannaeyj-
um hinn 7. desem-
ber síðastliðinn og
fór útför hennar
fram frá Dómkirkj-
unni 17. desember.
Elín mín. í dag, 4.
maí, áttu afmæli og
hefðir orðið 17 ára ef
þú hefðir ekki verið tek-
in svona fljótt frá mér.
Mig langar að mæla til þín nokkur
orð. Þau eru fátækleg miðað við
þann fjársjóð að fá að eiga stað í
hjarta þínu. í dag skil ég það betur
að við vorum að bindast tryggða-
böndum vináttunnar á þeim tíma
sem við vorum að kynnast. Ekki
datt okkur í hug að hlekkur myndi
bresta í okkar vináttu. Við hefðum
ekki hlustað á það, ef einhver hefði
sagt slíkt í okkar eyru.
En allt í einu er hlekkurinn brost-
inn, elskuleg vinkona mín er tekin
frá mér alltof snemma. Elín með
sinni heillandi framkomu hafði
skyndilega verið hrifin
burt úr þessu lífi. Hún
hafði leyft mér að
skyggnast með sér inn
í framtíðarhorfin, ég
vissi hvað heillaði hana
mest. Eg vissi líka að
ástin hafði snert hana
og að hún hafði líka
gefið ást sína og um-
hyggju. Elín hafði notið
umhyggju foreldra,
fósturforeldra og systk-
ina sinna til að búa sig
undir lífið. Hæfileikar
hennar og framkoma
heillaði alla, hún var
sannur vinur sem fór
sínar eigin leiðir og lét engan leiða
sig af þeirri braut sem hún var búin
að ákveða að fara. Brautin hennar
var björt og falleg og mig langaði
að eiga þar samleið með henni. Nú
sit ég eftir og skil ekki tilgangsleysi
þessa lífs og skil ekki hvað ég á að
læra af þessum sársauka, söknuður-
inn er svo sár og mikill að ég hélt
að hann myndi yfirbuga mig, en þá
komu þessi orð upp í huga mér:
„Þegar þú ert sorgmæddur, skoð-
aðu þá aftur hug þinn og þú munt
sjá, að þú grætur vegna þess, sem
var gleði þín. “ (Kahlil Gibran.)
þeim öllum innilegar samúðarkveðj-
ur. Lífsstríði er lokið, á leiðarenda
gengið. Jónína átti um lífið göngu
góða og lætur eftir sig mætar minn-
ingar. Lífsstarf hennar var heimar-
anni helgað og trúarvissu átti hún
ríkulega sem var henni styrkur og
stoð í strangri baráttu. Megi hún
unaðar njóta á eilífðarvegum svo sem
öll hennar trú stóð til.
Blessuð sé minning Jónínu Guð-*
jónsdóttur.
Helgi Seljan.
Nú er hún Jónína horfin yfir
móðuna miklu. Mig langar með fá-
einum orðum að minnast hennar.
Fjölskyldan mín varð þeirrar
ánægju aðnjótandi að kynnast Jón-
ínu og Kristjáni, þegar þau komu
til Svíþjóðar þar sem Jónína var að
koma í lungnaskipti. Mín kynni af
henni voru þau að hún var jákvæð
kona og dugleg, ekkert vol og væl.
Hún barðist hetjulega.
Við áttum margar góðar stundir
með þeim hjónunum, en gjarnan
hefðum við viljað hafa þær fieiri.
Jónfnu er sárt saknað á kveðjustund
sem þessari.
Elsku Kristján og ijölskylda,
harmur ykkar er mikill og þungur.
Megi Guð vera með ykkur.
Gyða Marvinsdóttir
og fjölskylda, Svíþjóð.
Elsku Jónína._ Ekki bjóst ég við
að svona færi. Eg hlakkaði svo til
að fá þig heim, eins og allir aðrir.
Kristján, þinn góði eiginmaður,
var svo hugsunarsamur að hringja
til mín frá Gautaborg og segja mér
frá láti þínu. Jónína mín, ég veit
að þú vilt ekki að ég sé með „væl“
um þig. En ég þakka fyrir að hafa
kynnst þér. Við mættum samtímis
á sunnudegi á Reykjalundi 1992,
og vorum svo í sama herbergi. Ég
var alltaf þar sem þú varst. Síðan
slitnaði ekki upp úr sambandi okk-
ar. Alltaf höfðum við samband, dag-
lega eða annan hvern dag. Ég kom
til þín í Hafnarfjörðinn. Meira að
segja fékkst þú ekki frið fyrir mér
þegar þú varst hjá móður þinni á
Norðfirði, þá kom ég, Kristján og
Sveinn. Heppin varstu hvað Kristján
var þér góður eiginmaður. Svo vor-
um við saman í HL, engin miskunn
hjá Jónínu minni, dugleg varstu
heima og heiman.
Þú ert mér ævinlega ofarlega í
huga, en samt verð ég að kveðja
þig í síðasta sinn. Góður guð varð-
veiti þig. Ég þakka þér fyrir allt og
allt.
Guð styrki þína nánustu.
Jóhanna Edda.
En nú verð ég að sleppa hendinni
þinni, Elín mín, til þess að þú getir
farið að sinna þínum verkefnum, því
að ég trúi því að einhver tilgangur
sé á bak við þetta allt þó mér sé
ekki gefið að skilja hann.
Ég á bænir og óskir þér til handa.
Ég á ríka samúð sem ég vil gefa
foreldrum, fósturforeldrum og
systkinum þínum. Þrátt fyrir sárs-
auka lífsins hefur Guð gert mig ríka
að minningum um þig, ég hef öll
bréfin frá þér til að lesa þegar ég
sakna þín mest. Trygg vinátta þín
gleymist aldrei og í sársauka mínum
bið ég Guð að blessa minningu þína.
Ég trúi því að vorið og sumarið sem
bíður þín verði þér bjart og fallegt.
Nú er komið að því að kveðja, Elín
mín, ég sakna þín mikið og minnist
þinna fallegu augna sem sögðu svo
margt.
Augu þín fá dimmu í dagsljós breytt
Augu þín fá sorgarskýjum eytt.
Ljómi þau er allt svo undur bjart
að ég trúi því vart, að mér þau segi satt.
Þó eru augun þín svo full af tærri tryggð
og tállaus yfirskyggð, af ást.
Augun þín þau birta eitt og allt
segja þúsundfalt að þú ert ástin mín.
Burt rekur þú frá mér sérhveija sorg
syng ég því glaðvær um stræti og torg.
Vegsama allt sem þau tjá
og ég á, geymt í hjarta mínu
(Sigurður H. Guðmundsson/
Valdimar Cosma.)
Þín vinkona að eilífu.
Margrét Dögg
Guðmundsdóttir.