Morgunblaðið - 06.05.1997, Page 51

Morgunblaðið - 06.05.1997, Page 51
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ1997 51 HELGA ÓLAFSDÓTTIR + Helga Ólafs- dóttir var fædd í Vestmannaeyjum 13. janúar 1925. Hún lést á Sjúkra- húsi Vestmanna- eyja 11. apríl síðast- liðinn og fór útför hennar fram frá Landakirkju í Vest- mannaeyjum 26. apríl. Er ég lít til baka minnist ég þess er við Helga kynntumst fyrst í smábamaskóla hér í Eyjum. Þar tókust strax með okkur þau góðu kynni og einlæga vinátta, sem hélst alla tíð. Eftir að við giftumst báðar Eyr- bekkingum varð samgangur okkar ennþá meiri. Hún giftist Eggert Ólafssyni, einstökum dugnaðar- manni og góðum heimilisföður, sem þá var að læra skipasmíði hjá Gunn- ari Marel og var það hans ævi- starf. Hann byggði upp fyrirtækið Skipaviðgerðir ásamt fleirum en eignaðist það síðar einn. Bjuggu þau hjónin fyrstu árin sín í sama húsi og foreldrar henn- ar, Ólafur Sveinsson go Ragnheiður Kristjánsdóttir, en hjá þeim bjó líka faðir Ragnheiðar. Ólafur var heilbrigðisfulltrúi og sá um sjóveitu og sjúkrabíl bæjar- ins, sem var nú oft og tíðum ansi erilsamt starf, og var þá gott að eiga Eggert að til þess að hlaupa í skarðið ef eitthvað óvænt kom uppá. Við vorum báðar heimavinnandi húsmæður og fórum þá ósjaldan í heimsóknir hvor til annarrar með bömin, en eftir að lengra varð á milli okkar fór heimsóknum fækk- andi, en símtölum fjölgaði að mun og töluðum við saman í síma nærri daglega. Það var gott að koma á Flatir 14 og vel tekið á móti manni, bæði hvað vinarþel og alla risnu varðaði. Helga var mikil húsmóðir og góð í allri matargerð, og sérstök hann- yrðakona og afköstin ótrúlega mik- il. Hún var ræðin og fylgdist vel með öllu, sem var að gerast í landi voru, hafði ákveðnar skoðanir á hlutunum og lét þær alveg í ljós við hvern sem í hlut átti þegar henni þótti það við eiga, og hún var vinur vina sinna. Helga hafði gaman af að taka á móti gestum 'og það var sama hve- nær komið var þar í hús, þá var slegið upp veisluborði. Við vorum báðar í Kvenfélaginu Líkn og saman í stjórn þess um árabil. Þá störfuðum við í flestum nefndum félagsins, en minnisstæð- ast er samt er við sáum um skemmtiatriði á jólafundum félags- ins með Ille Guðnason, þar kom margt spaugilegt fram, því reynt var eftir megni að koma með eitt- hvað nýtt hveiju sinni. Þá sáum við um að útbúa eftir- réttinn á þeim fundum, sem var þá ekki af verri endanum, enda upp- skriftin frá Helgu. Eftir að þau fluttu af Flötunum byggðu þau sér hús á Illugagötu 75, en 1980 missti hún mann sinn og var það mikið áfall fyrir hana, en hún tók því samt með mikilli ró og stillingu. Eigi löngu seinna missir hún svo móður sína, en þær mæðgur voru alla tíð sérlega samrýndar, og var það eigi síður erfitt er hún féll frá. „En enginn má sköpum renna“ og áfram heldur lífið sinn gang. Ragnheiður hafði þá verið búin að kaupa hús með föður sínum við hlið dóttur sinnar svo nú var fjöl- skyldan sameinuð á ný og sam- komulagið og samheldnin sem fyrr. Helga vann í fjölda ára á skrif- stofu fyrirtækisins. Eftir að hún veiktist og þurfti á hjálp að halda sýndu þau hjónin, Kristján sonur hennar og Guðný kona hans, henni einstaka umhyggju og ástúð svo eftir var tek- ið, og eiga þau mikinn heiður skilið fyrir það. Ólafur sonur hennar og hans kona, Málfríð- ur, hafa verið búsett erlendis í mörg ár og hafa því ekki átt heim- angengt eins og þau hefðu óskað. Eftir að hún veiktist og sá hvert stefndi sýndi hún einstakt æðruleysi og dugnað svo aðdáunarvert var. Hún þurfti aðeins að dvelja stuttan tíma á Sjúkrahúsinu áður en hún lést, og sat þá flesta daga við handavinnu meðan kraft- arnir leyfðu, og var skýr í hugsun til hins síðasta. Með þessum orðum kveð ég kæra vinkonu, og við hjónin sendum að- standendum innilegar samúðar- kveðjur. Dóra Hanna Magnúsdóttir. Ég hef aldrei almennilega skilið hvernig ég og Helga frænka vorum eiginlega skyld. Ég veit reyndar að hún var tæknilega séð ekki amma mín, þótt öll praktísk rök hafi vissu- lega hnigið að þeirri niðurstöðu. Við erum víst bæði ættuð frá Fífl- holtsstaðahjálegu á Suðurlandi og þrátt fyrir fjölmargar tilraunir Helgu til að útskýra framhaldið fyrir mér þá þótti mér þetta bara alltof fyndið til að leggja það á mig að skilja það. Það veit ég þó fyrir víst að ég er ekki nándar nærri því nógu skyldur Helgu frænku til þess að hafa átt kröfu til allrar þeirrar væntumþykju og umhyggjusemi sem hún sýndi mér, fjölskyldu minni og vinum mínum alla tíð. Sem barn fór ég oft í heimsókn til Helgu frænku með foreldrum mínum. Þar voru borðaðar kökur og drukkin mjólk og horft út um eldhúsgluggann. Vestmannaeyjar eru hvergi fallegri en séðar út um eldhúsgluggann á Illugagötu 75; nema ef vera skyldi inn um hann, í eldhúsið sjálft, þar sem Helga frænka stóð og hellti upp á kaffi, sótti kökur í búrið og sá til þess að allir hefðu það sem allra best. Já, búrið hennar Helgu frænku. Það er einhver sú mesta völundarsmíð sem ég hef séð; alltaf sneisafullt af kökum og öðru góðgæti, sama hvað af var tekið. Og ekki var ljós- græna koffortið í þjóðhátíðartjald- inu hennar á Veltusundinu minni kostagripur. Þegar ég flutti á Seltjarnarnesið ásamt fjölskyldu minni_ breyttist samband okkar Helgu. Ég var hjá henni eitt sumar þar sem ég vann úti í Eyjum. Mikið er ég feginn að hafa fengið tækifæri til þess að kynnast Helgu sem manneskju því Helga frænka var alveg óborgan- leg. Við kepptum gjaman í þeirri ágætu íþrótt að þræta og stóðu þessar keppnir oft heilu kvöldin án þess að nokkurn árangur væri sjá- anlegur hjá hvorugu okkar. Þetta var þijóska á heimsmælikvarða og fljótlega varð með okkur þegjandi samkomulag um að láta aldrei í ljós að við værum sammála. Það var mér mjög lærdómsríkt að kynnast Helgu frænku persónu- lega og á eigin forsendum því ungt fólk heldur sig svo oft í skefjum gagnvart eldra fólki af ótta við að móðga það eða segja eitthvað vit- laust. Eg gat sagt hvað sem var við Helgu frænku og hún tók fús- lega þátt í leiknum. Þetta finnst mér merkilegt nú í dag því sjálfur skil ég ekkert í því að yngri frænd- ur mínir skuli stækka og þroskast; mér finnst svo erfitt að átta mig á því að fólk sem ég hef þekkt frá barnæsku skuli breytast. Helga átti svo auðvelt með að bregða sér úr hlutverki uppalandans og vera mér þess í stað vinur. Hún skynjaði svo furðuvel hvernig hún gat hjálpað mér að þroskast og það án þess að ég yrði þess hið minnsta var. Stundum fannst mér skoðanir Helgu frænku skrýtnar og kannski var ég ekki einn um það og ég veit ósköp vel að henni fannst skoð- anir mínar oft stórfurðulegar; en eitt er víst að allt sem Helga sagði var sagt af heiðarleika og alltaf var hún í fullkomnu samræmi við sjálfa sig. Það frnnst mér að vera vitur, og Helga frænka var vitur kona þótt ekki hafí hún komið víða eða séð sérlega margt. En það sem hún sá, það sá hún vel og kannski þarf maður ekki að sjá svo mikið af heiminum til þess að skilja hann. Ég á Helgu frænku margt að þakka. Allt spjallið, öll þau skipti sem ég fékk að gista hjá henni og það að alltaf beið mín kökudiskur og mjólkurglas þegar ég kom heim til hennar seint að kvöldi þegar hún var búin að sigra spilastokkinn. Þórlindur Kjartansson. í dag langar mig að minnast Helgu Olafsdóttur í Vestmannaeyj- um. Helga var óskaplega hlý kona sem gott var að umgangast, koma til og þiggja góðgjörðir hjá, því gestrisni hennar var með ólíkindum. Sérstaklega minnist ég þess þegar ég var ungur að bytja til sjós og kom í land í Eyjum og leit við á Illugagötunni til Helgu. Alltaf var tekið vel á móti manni með góðu bakkelsi, glaðværð og góðum ráð- um um framtíðina. Einnig í seinni tíð þegar ég kom með fjölskyldu mína í heimsókn til Helgu og þær góðu móttökur sem við fengum og síðar sendibréf og góðar gjafír til bama. Eins hitti ég Helgu og Egg- ert móðurbróður minn þegar þau komu á Eyrarbakka að hitta fólkið hans Eggerts, en hann missti hún langt um aldur fram. Var það henni mikill missir svo og öllum sem hann þekktu. Helga hélt alla tíð miklu og traustu sambandi við systkini og venslafólk Eggerts. Ég vil þakka Helgu fyrir allt sem hún hefur gert fyrir mig og fjöl- skyldu mína. Blessuð sé minning hennar. Að lokum i þessum fátæku orðum um góða konu vil ég votta Ólafi og Málfríði, Kristjáni og Guðnýju, barnabörnum og barnabarnabörn- um mínar innilegustu samúðarósk- ir. Ari Björn Thorarensen. Komið er að leiðarlokum, en Helga Ólafsdóttir kvaddi 11. apríl sl. eftir erfíða sjúkdómsraun á 73. aldursári. Helga fæddist á Oddeyri við Flat- ir, og var gjarnan kennd við stað- inn. Helga á Flötunum ólst upp í foreldrahúsum hjá þeim sæmdar- hjónum Ragnheiði Kristjánsdóttur og Ólafí Sveinssyni ásamt Margréti systur sinni, en Kristín systir þeirra dó í frumbemsku. Þarna bjuggu þrír ættliðir og undu glaðir við sitt. Þegar Helga kynntist sínum ágæta eiginmanni, Eggerti Ólafs- syni, skipasmíðameistara frá Eyrar- bakka, var Oddeyrin stækkuð svo þarna bjuggu fjórir ættliðir undir sama þaki. Nokkuð sem þætti tíð- indum sæta í dag, þar sem sjálf- sagt þykir að stía kynslóðum sund- ur, hver á að vera á sínum bási. „ ... Inn um Flatir oft var kátt/ — æskan fór með völd- in ... “ kvað Örn Arnarson í hinum sívinsæla Eyjabrag: Manstu okkar fyrsta fund, forðum daga í Eyjum? mmw owm ad uí m tMIMTOUIi IIÓTÍl fiOHí Msmyym • (íh Upplýsingar í s: 551 1247 Og æskan leið við leik og störf í vernduðu umhverfi, þar sem mamma og amma voru alltaf á sín- um stað — heima. Fjölskyldan fór ekki varhluta af erfíðleikum þar sem Ólafur, faðir Helgu, var langtímum saman fjar- verandi til lækninga. Seinna rættist úr og starfaði hann lengi sem sjóveituvörður og ók fyrstu sjúkrabifreiðinni hér í áraraðir. Erfítt væri í dag að fínna hlið- stæðu fyrir svo fórnfúsu sjálboða- liðastarfi og þá var unnið af sam- hentri fjölskyldu. Á þessum árum bættust allar aðkomuskipshafnir og vertíðarfólk- ið í hundraðatali við bæjarbúa. Oft þurfti á skjótum viðbrögðum að halda. Verður samstarf Ólafs og Einars Guttormssonar, læknis, lengi í minnum haft. Helga og Eggert eignuðust tvo syni, ðlaf og Kristján. Nokkru fyrir gos fluttu Helga og Eggert í hús, er þau höfðu reist á Illugagötu 75. Mikill harmur var kveðinn að Helgu og fjölskyldunni, þegar Egg- ert féll skyndilega frá á heimili sínu 12. apríl 1980, langt um aldur fram, Helga syrgði ávallt sinn ástkæra eiginmann, tryggð hennar var ein- stök og átti hún oft erfítt með að sætta sig við ýmsar breytingar, sem hún lifði. Fyrr á árum tók Helga virkan þátt í stjórnarstörfum hjá félaginu Berklavörn og Kvenfélaginu Líkn. Hún var með afbrigðum hrein- lynd og lá ekki á skoðunum sínum. Éengum við vinir hennar stundum tímabæra ofanígjöf, sem við áttum skilið. Sá er vinur sem til vamms segir. Þegar kom fram á síðasta ár greindist alvarleg meinsemd hjá Helgu, og urðu síðustu mánuðir henni erfiðir. Kom þá best í ljós, hve Helga var vel gerð, og tók sínum örlögum með einstöku æðruleysi. Það var Helgu ómæld blessun að eiga Guðnýju og Kristján sér við hlið. Þegar sjúkdómurinn herti tökin, gat hún því verið á heimili sínu, þar til fyrir páska, að hún lagðist á sjúkrahúsið og átti ekki afturkvæmt. Af alhug þakka ég Guði vináttu Helgu, allar góðu stundirnar á henn- ar rausnarheimili, sem svo margir hafa notið gegnum árin. Helga var verðugur fulltrúi þeirra stórmyndarlegu húsmæðra, sem aldrei féll verk úr hendi, en fyrst og fremst var hugurinn hjá fjölskyld- unni og vinaíjöld. Þeirra velferð var henni allt. Mínar innilegustu samúðarkveðj- ur sendi ég fjölskyldunni. Guð blessi minningu Helgu Ólafsdóttur. Jóhann Friðfinnsson. í dag er kvödd frá Landakirkju sómakonan Helga Ólafsdóttir. Ég kynntist Helgu árið 1975 þegar við Kjartan, eiginmaður minn, fluttum til Vestmannaeyja. Kjartan átti ætt sína að rekja til Eyjanna og nutum við alla tíð góðs af því. í frændgarði Kjartans var Helga frænka sem ég nú minnist með virð- ingu og þakklæti. Þau hjónin Helga og Eggert tóku okkur, ungum og óreyndum, strax vel og opnuðu , okkur heimili sitt og hjarta. Þegar sú staða kom upp að koma þurfti nýfæddri dóttur okkar í fóst- ur - kom Helga og bauð okkur aðstoð þeirra hjóna. Hjá þessu fólki upplifði dóttir okkar eflaust sína fyrstu „sælu- viku“. Lítil prinsessa þar sem allt snerist um hana eina. Trúlega hafa þau hjónin ekki sofið mikið þá vikuna. Én það var einmitt þá sem Eggert mætti í fyrsta og eina sinn of seint til vinnu - svo hugfanginn var hann af fóst- urbaminu unga. Eggert lést langt um aldur fram árið 1980. Blessuð sé minning hans. Helga var stolt og stórbrotin * kona. Hún hafði ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum og fylgdist alla tíð með gangi þjóðmála og sagði meiningu sína umbúðalaust. Alla tíð átti fjölskyldan og heimil- ið hug hennar allan. Á öllu var þar mikill myndarbragur. Allt lék í höndum Helgu - bæði hannyrðir og matargerð - og eru þeir ófáir sem nutu velgjörða hennar í gegn- um árin. Með æðruleysi tók Helga veikind- um sínum. Vissi þó vel að hveiju fir stefndi. Síðast hitti ég Helgu á heimili Grétu systur hennar. Þrátt fyrir veikindin var hún sjálfri sér lík þegar hún kallaði: „Gréta, ætl- arðu ekki að gefa fólkinu kaffí og meðlæti?“ Ekkert vol né veikinda- tal. Það var slegið á létta strengi og þær systur riijuðu upp minning- ar æskuáranna og var greinilega margs góðs að minnast. Áfram munum við heimsækja Eyjarnar en án Helgu verða þær vissulega fátækari heim að sækja. Með þakklæti kveðjum við fjöl- skyldan Helgu frænku sem var okkur öllum svo kær. Guð blessi minningu hennar. Katrín Þórlindsdóttir. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, UNNUR BJÖRG GUNNLAUGSDÓTTIR, Miðvangi 22, Egilsstöðum, áður til heimilis í Odda, Reyðarfirði, andaðist á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 1. maí sl. Þórunn Magnúsdóttir, Kristján Gissurarson, Yngvi Magnússon, Helgi Magnússon, Gunnþóra Guðmundsdóttir, Harpa Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, ÞÓRÐAR M. KRISTENSEN, Bogahlíð 22. Sérstakar þakkir fær starfsfólkið á hjúkrunar- heimilinu Kumbaravogi og Hlíðabæ í Reykja- vík. Kristfn Eiríksdóttir, Kristján Þórðarson, Ásdfs Þórðardóttir, Ellert Karlsson, Anna Marfa Þórðardóttir, og bamabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.