Morgunblaðið - 06.05.1997, Síða 52
52 ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
ATVIWNU AUGLÝSINEAR
>
hAskolinn
ÁAKUREYRI
Lausar stöður
Lausar eru til umsóknar eftirtaldar stöður
við Háskólann á Akureyri:
Staða prófessors í hjúkrunarfræði.
Staða dósents í hjúkrunarfræði.
50% staða lektors í hjúkrunarfræði. Æski-
legt sérsvið: barnahjúkrun.
Starfsvettvangur ofangreindra háskólakennara
verður aðallega við heilbrigðisdeild.
Staða lektors við leikskólabraut.
Kennslu- og rannsóknarsvið er almenn leik-
skólafræði og notkun listgreina í leikskólastarfi.
Starfsvettvangur verður aðallega við leikskóla-
braut kennaradeildar.
Staða dósents í markaðsfræði.
Kennslu- og rannsóknasvið er markaðsfræði,
æskilegt sérsvið markaðsrannsóknir, sölustarf
og útflutningsverslun. Til greina kemur að ráða
í stöðu lektors. Starfsvettvangur er aðallega
við rekstrardeild.
Staða lektors í rekstrarfræði — gæða-
stjórnun.
Kennslu- og rannsóknarsvið er rekstrarfræði,
æskilegt sérsvið hagnýt notkun gæðastjórnun-
m ar í íslenskum iðnaði og þjónustu. Starfsvett-
vangur er aðallega við rekstrardeild.
Umsækjendur skulu láta fylgja umsókn sinni
rækilega skýrslu um vísindastörf þau er þeir
hafa unnið, ritsmíðar, rannsóknir, kennslustörf,
stjórnunarstörf svo og námsferil sinn og önnur
störf. Með umsóknum skulu send eintök af
þeim vísindalegu ritum sem umsækjendurvilja
láta taka tillit til.
Einnig er nauðsynlegt að í umsókn komi fram
hvaða verkefnum umsækjendur hafa unnið
^ að, hverju þeir eru að sinna og hver eru áform
þeirra, eftil ráðningar kemur. Ennfremurer
ætlasttil þess að umsækjendur láti fylgja nöfn
og heimilisföng minnsttveggja aðila sem leita
má til um meðmæli. Sæki umsækjandi um
tvær eða fleiri stöður við Háskólann á Akureyri
á sama tíma skal hann láta fullnægjandi gögn
fylgja báðum/öllum umsóknum.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Félags há-
skólakennara á Akureyri. Upplýsingar um
starfið gefa forstöðumenn viðkomandi deilda
eða rektor háskólans í síma 463 0900.
Umsóknir skulu hafa borist Háskólanum á
Akureyri fyrir 15. maí 1997.
Sumarstarfsmaður
Óskum eftir að ráða laghentan sumarstarfs-
mann til að hafa umsjón með vélum okkar og
tækjum ásamt viðhaldi þeirra.
Frekari upplýsingar fást á skrifstofu.
Fossvogsstöðin ehf.,
Fossvogsbletti 1,108 Reykjavík,
s. 564 1777, fax 5642183.
Veffang:http://www.centrum.is/fossvogsstodin
Afgreiðsla — sala
Innflutnings- og smásölufyrirtæki óskareftir
starfskrafti sem allra fyrst. Starfið felst í af-
'*•' greiðslu í verslun, tiltekt á pöntunum, aukým-
issa verkefna tengdra þjónustu og verslun.
Leitað er eftir sprækum aðila í kringum 25 ára
aldurinn sem ertil í aðvinna með fjörugu fólki
í vaxandi fyrirtæki.
Umsóknir sendist til afgreiðslu Mbl. fyrir 9.
maí nk., merktar: „A - 949".
Aakureyri
Háskólinn á Akureyri
og
Rannsóknastofnun
fiskiðnaðarins
auglýsa tvær stöður sérfræðinga á sviði
matvælaframleiðslu
Stöðurnar heyra undir Rannsóknastofnun
fiskiðnaðarins, en þeim fylgir kennsluskylda
við matvælaframleiðslubraut sjávarútvegs-
deildar Háskólans á Akureyri. Vinnustaður er
á Akureyri.
1. Staða sérfræðings í framleiðslutækni
matvæla.
Rannsókna- og kennslusvið erframleiðslu-
tækni og/eða framleiðsluferlar. Æskileg
menntun er M. Sc. eða Ph. D. í matvælaverk-
fræði eða matvælatækni.
2. Staða sérfræðings í matvælaefnafræði/
matvælafræði.
Rannsókna- og kennslusvið er matvælaefna-
fræði og skyldar greinar. Æskileg menntun
er M. Sc. eða Ph. D. í matvælafræði.
Gert er ráð fyrir að þessar stöður tengist
fiskiðnaði og öðrum matvælaiðnaði með rann-
sókna- og þróunarverkefnum, sem viðkomandi
sérfræðingur hefur frumkvæði í að afla.
Umsóknir um stöðurnarskulu hafa borist
Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins fyrir 1. júní
1997.
Upplýsingar um stöðurnar veita Hjörleifur Ein-
arsson í síma 562 0240 eða Jón Þórðarsson
í síma 463 0900.
Háskólinn á Akureyri.
Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins.
Sjálfboðaliðar
Ólympíunefnd íslands auglýsireftirsjálfboða-
liðum til að sinna ýmsum verkefnum í tengsl-
um við Smáþjóðaleikana sem haldnir verða
í Reykjavik, Kópavogi og Reykjanesbæ 2.-8.
júní nk. Við leitum að hressu fólki sem vill
vinna og takast á við spennandi og gefandi
verkefni á einstökum íþrótta- og menningar-
viðburði. Leitað er að fólki sem getur starfað
allan tímann eða hluta hans við eftirtalin verk-
efni:
Fylgdarmenn fulltrúa erlendu þjóðanna: Leit-
um að fólki með gott vald á ensku, frönsku,
spænsku og ítölsku.
Bílstjórar: Akstur á fulltrúum þjóðanna og gest-
um.
Aðstoðarfólk: Ýmis störf, upplýsingavinna á
hótelum, öryggisgæsla, vinna í stjórnstöð,
birgðageymslu o.fl.
Vinsamlegast hafið samband við Ólympíu-
nefnd íslands, Líneyju Halldórsdóttur í símum
568 7380 og 896 6941 eða Steinunni Tómasd-
óttur hjá íþróttasambandi íslands í síma
581 3377.
Skrifstofustarf
SMITH & NORLAND
leitar að starfskrafti til að annast símsvörun,
móttöku gesta, aðstod vid gjaldkera og
tengd störf, milli 13 og 18, alla virka
daga.
Góð almenn menntun ásamt góðri framkomu,
snyrtimennsku og reglusemi er algjört skilyrði.
Vegna erlendra samskipta er enskukunnátta
nauðsynleg, einhver þýskukunnátta kæmi sér
vel.
Hér er um að ræða gott framtíðarstarf fyrir ein-
stakling, sem hentar að vinna þennan vinnu-
tíma frá kl. 13-18.
Góð laun eru í boði fyrir réttan einstakl-
ing. Umsóknareyðublöð og nánari upplýs-
ingar fást á skrifstofu Guðna Jónssonar,
Háteigsvegi 7, og skal umsóknum skilað
á sama stað fyrir 12. maí.
Guðni Tónsson
RÁÐGjÖF & RÁÐNINGARÞjÓNUSTA
HÁTEIGSVEGI7,105 REYKJAVÍK, SÍMI5-62 13 22
I
> 'éu' Siglufjörður
Yfirlæknir
Laus er staða yfirlæknis við Sjúkrahús Siglu-
fjarðarfrá og með 1. september 1997 eða eftir
nánara samkomulagi. Staðan veitist til allt að
eins árs í byrjun.
Heilsugæslulæknir
Laus er ein staða heilsugæslulæknis við Heilsu-
gæslustöð Siglufjarðar.
Stöðunni fylgir hlutastarf við Sjúkrahús Siglu-
fjarðar. Staðan veitistfrá 1. ágúst 1997 eða eftir
nánara samkomulagi.
Læknir til afleysinga
Ein staða tímbundið vegna sumar- og
námsleyfa.
Hjúkrunarfræðingar
Laus er ein föst staða við sjúkrahúsið nú þegar
og einnig óskast hjúkrunarfræðingartil afleysinga.
Nánari upplýsingar um laun og önnur starfs-
kjör veitir Jón Sigurbjörnsson, framkvæmda-
stjóri, í síma 467 2100.
Lögmaður
Bifreiðastjórafélagið Frami auglýstir eftir lög-
manni í 40% starf. Þeir sem áhuga hafa vin-
samlegast sendið nöfn, símanúmer ásamt
öðrum upplýsingumtil afgreiðslu Mbl., merkt:
„Frami — 2000" í dag eða á morgun.
Grafarvogssókn
— Organisti
Staða organista við Grafarvogskirkju er laus
til umsóknar.
Umsóknarfrestur er til 22. maí nk.
Nánari upplýsingar veita sóknarprestur og for-
maður sóknarnefndar.
VIVIISLEGT
Listaverk
Óskum eftir að komast í samband við aðila
er keypt hafa eða selt listaverk í gallerí Morkin-
skinnu á árunum 1995 eða 1996. Á sama stað
óskast til kaups olíumálverk eftir Gunnlaug
Blöndal, Stúlka með fiðlu.
Upplýsingarsendist afgreiðslu Mbl., merktar:
„RLR 1995 - 1996".
AUGLYSINGA
TIL SÖLU
Heilsuræktartæki
Ljósalampar, tegund Exellent, 2 stk. í topp
ástandi, Multi Max æfingastöð, fjölnota fyrir
heilsuræktir ásamt fleiri tækjum, 2 stk. vatns-
gufuböð, trefjaplast. Allt í mjög góðu ástandi.
Nánari upplýsingar í síma 897 5306.
HUSNÆQI I BOÐI
Parhús til sölu
130 fm parhús m/bílskúrtil sölu á fallegum
stað í Fannafold í Grafarvogi. Stór garður og
fallegt útsýni. Hugsanlegt skipti á íbúð í
Háaleitishverfi. Upplýsingar í síma 567 1090.