Morgunblaðið - 06.05.1997, Síða 55
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ1997 55
______FRETTIR__
Dimmblá
jafnaði metin
SKAK
N e w Yo r k
SEX SKÁKA EINVÍGI
GARRÍS KASPAROVS OG
STÓRTÖLVUNNAR
DIMMBLÁRRAR
Teflt í New York dagana 3.-11.
maí. Þriðja einvígisskákin verður
tefld í dag og hefst kl. 19
að íslenskum tima.
ÓHÆTT er að segja að einvígi
Garrís Kasparovs og stórtölvunnar
Dimmblárrar hafi verið yndisauki
fyrir skákáhugamenn og fjölmiðla.
Þeim tveimur skákum sem lokið
er má helst líkja við dag og nótt
því Garrí Kasparov vann auðveldan
sigur í fyrstu einvígisskákinni á
laugardaginn en á sunnudag jafn-
aði tölvan metin með snyrtilegum
og stílhreinum sigri. Það eru því
spennandi skákir framundan.
Heimsmeistarinn þarf að glíma við
andlegt skipbrot eftir ósigurinn í
annarri skákinni og mun í þriðju
einvígisskákinni vafalaust beita
sömu vopnum og gáfust svo vel í
fyrstu einvígisskákinni. Dimmblá
lærir ekki af mistökum sínum í
orðsins merkingu en vafalaust
verður búið að bæta við grunn
hennar upplýsingum þannig að
sömu mistökin verði ekki gerð að
nýju. Einvígið er sex skákir og sá
keppandi sigrar sem fyrr hlýtur
þijá og hálfan vinning.
Fyrir einvígið í New York var
mikið um það rætt að meginá-
hersla við undirbúning hefði verið
Iögð á bættan skilning á stöðuein-
kennum, samspili taflmanna og
fieira sem flokkað er almennt und-
ir almennan skákskilning. Fyrsta
einvígisskákin bar ekki merki þess
að þróunin væri í rétta átt. Ka-
sparov kom greinilega vel undirbú-
inn til leiks og lagði ríka áherslu
á að forðast þekktar byrjanastöður
og flóknar stöður. Hann hóf taflið
með Reti byrjun og tefldi afar ró-
lega og yfirvegað. Dimmblá tefldi
hins vegar að því er virtist án heild-
stæðrar áætlunar, á tíðum viðvan-
ingslega og hreinlega illa. Tölvan
tefldi hvasst í rólegri stöðu og
veikti stöðu sína í stað þess að
bíða átekta. Kasparov tefldi af
miklu öryggi, hann tefldi rólega
en þegar tækifæri gafst fórnaði
hann skiptamun og veitti náðar-
höggið skömmu eftir timamörkin
við fertugasta leik.
í annarri einvígisskákinni varð-
ist Kasparov spænskum leik og
byijunin var hefðbundin. Hvítur
hafði frumkvæðið á báðum vængj-
um en svartur trausta stöðu og
leitaði uppskipta. Kasparov hefur
ekki mikla reynslu af stöðubarátt-
unni sem upp kom og í stað þess
að staðan lokaðist og baráttan yrði
þung sem Dimmblá réð illa við,
opnaðist taflið og taflmennska
hvíts var afar rökrétt og góð. Lengi
vel álitu skákskýrendur raunar að
Kasparov ætti góða jafnteflis-
möguleika einkum vegna mislitra
biskupa en staðan var margslungn-
ari en virtist í fyrstu og hægt og
sígandi þrengdi að stöðu hans.
Eftir tímamörkin við fertugasta
leik kom óvæntur hróksleikur hjá
hvítum og Kasparov sá sitt óvænna
og gafst upp þegar við blasti gleði-
snauð og gjörtöpuð staða.
Dimmblárri hefur því að nýju
tekist að vinna sigur á Garrí Ka-
sparov og sigrinum var vel fagnað
á mótsstað í New York. Augljós-
lega mistókst hernaðaráætlun
heimsmeistarans og nú bíður hans
vandi að ákvarða hvernig haldið
skuli á málum í framhaldinu. Það
er mikið sem lagt er undir, verð-
launaféð er rúmar 80 milljónir og
ennþá meiru skiptir líklega spurn-
ing sem flestir velta fýrir sér hvort
tölvur séu á leiðinni að verða betri
en sjálfur heimsmeistarinn í skák.
A þessari stundu er of fljótt að
draga ályktanir um líkleg úrslit.
Næsta skák er mjög mikilvæg og
verður mjög fróðlegt að fylgjast
með þriðju einvígisskákinni sem
verður tefld í kvöld og hefst kl.
19 að íslenskum tíma.
1. einvígisskákin
Hvítur: Garrí Kasparov. Svartur:
Dimmblá Reti byijun 1. Rf3 - d5
2. g3 - Bg4 3. b3 - Rd7 4. Bb2
- e6 5. Bg2 - Rgf6 6. 0-0 - c6
7. d3 - Bd6 8. Rbd2 - 0-0 9. h3
- Bh5 10. e3 - h6?! 11. Del -
Da5? 12. a3 - Bc7?!
Byijunartaflmennskan hjá Kasp-
arov sýnir að hann stefnir á sömu
mið og í síðasta einvígi. Hann kýs
rólega stöðubaráttu án þess að
flækja taflið óþarflega. Af byijun-
artaflmennskunni að dæma hafa
endurbæturnar á tölvunni ekki
skilað nægum árangri. Hún hefur
teflt ráðleysislega og síðasta leik
hefði fáum sterkum skákmönnum
komið til hugar að tefla því
biskupinn stóð ágætlega á d6,
studdi við e5 reitinn og virtist
engin hætta búin. Útreikningar
tölvunnar hafa hins vegar sýnt
dulda ógnun við óvaldaðan
biskupinn. 13. Rh4 - g5 14. Rhf3
- e5 15. e4 - Hfe8 16. Rh2 -
Db6 17. Dcl - a5 18. Hel - Bd6
19. Rdfl - dxe4 20. dxe4 - Bc5
21. Re3 - Had8 22. Rhfl - g4.
Taflmennskan hjá tölvunni hefur
ekki verið sannfærandi, hún hefur
teflt af miklum krafti en skilið
eftir veikleika sem ekki verða
lagfærðir, f5 reiturinn er þannig
kjörinn stökkpallur fyrir hvítu
riddarana. Dimmblá teflir af sama
kraftinum áfram og raunar á tíðum
mjög skemmtilega en Kasparov er
vandanum vaxinn. 23. hxg4 -
Rxg4 24. f3 - Rxe3 25. Rxe3 -
Be7 26. Khl - Bg5 27. Re2 - a4
28. b4 - f5 29. exf5 - e4 30. f4!
- Bxe2 Kasparov fórnaði
skiptamuninum eftir skamma
umhugsun. Eftir 30. - Bxf4 31.
gxf4 - Bxe2 var hann tilbúinn
með 32. Dgl! - Kh7 33. Hel -
Bh5 34. Dh2 - Bf7 35. Rg4! h5
36. Dh4! með óveijandi hótunum.
Nú fær hann tvö samstæð frípeð
og hefur öruggan sigur. 31. fxg5
- Re5 32. g6 - Bf3 33. Bc3 -
Db5 34. Dfl - Dxfl 35. Hxfl -
h5 36. Kgl - Kf8 37. Bh3 - b5
38. Kf2 - Kg7 39. g4 - Kh6 40.
Hgl - hxg4 41. Bxg4 - Bxg4 42.
Rxg4 - Rxg4 43. Hxg4 - Hd5
44. f6 - Hdl 45. g7! Svartur gafst
upp. „Staðan er strax orðin önnur
en í Fíladelfíu fyrir ári,“ var það
fyrsta sem Kasparov sagði eftir
skákina með bros á vör. Sælan
varði hins vegar ekki fram yfir
aðra skákina á sunnudaginn.
Dxc6 46. dxc6 er hótun hvíts
að leika 47. Ha7+ - Kf8 48.
Hd7 - Be7 49. c7 Hc8 50. Bb7
og svarti hrókurinn fellur.
2. einvígisskákin
Hvítur: Dimmblá. Svartur: Garrí
Kasparov. Spánskur leikur 1. e4 -
e5 2. Rf3 - Rc6 3. Bb5 - a6 4.
Ba4 - Rf6 5. 0-0 - Be7 6. Hel
- b5 7. Bb3 - d6 8. c3 - 0-0 9.
h3 - h6 10. d4 - He8 11. Rbd2
- Bf8 12. Rfl - Bd7 13. Rg3 -
Ra5 14. Bc2 - c5 15. b3 - Rc6
16. d5 - Re7 17. Be3 - Rg6 18.
Dd2 - Rh7 19. a4 - Rh4 20.
Rxh4 - Dxh4. Skákin fylgir hefð-
bundnum slóðum. Byijunarvalið
hjá Kasparov kom raunar á óvart,
hann kýs að leika kóngspeðinu
fram í fyrsta leik en venjulega
beitir hann sikileyjarvörn og gerði
það raunar í síðasta einvígi gegn
Dimmblárri. 21. De2 - Dd8 22.
b4 - Dc7 23. Hecl - c4 24. Ha3
- Rec8 25. Hcal - Dd8 26. f4
Nf6 27. fxe5 dxe5. Hvítur hefur
ótvírætt frumkvæðið. Hann hefur
meira rými á borðinu, undirbýr
sókn eftir a-línunni og hefur mögu-
leika á peðaframrás á kóngsvæng.
Taflmennska tölvunnar er athygl-
isverð, flestir hefðu kosið að bíða
með uppskiptin á e5 en tölvan er
lítið um óþarfa bið gefin. 28. Dfl
- Re8 29. Df2 - Rd6 30. Bb6 -
De8 31. H3a2 - Be7 32. Bc5 -
Bf8 33. Rf5! - Bxf5 34. exf5 -
f6. Hvíta staðan er auðvitað rýmri
og þrátt fyrir veikleika í peðastöð-
unni á kóngsvæng virðist svarta
staðan traust. Dimmblá notaði 13
mínútur fyrir næsta leik og fann
mjög sterkt framhald þar sem mi-
slitir biskupar tryggja yfirburði
hvíts. 35. Bxd6! - Bxd6 36. axb5
- axb5 37. Be4 - Hxa2 38. Dxa2
- Dd7 39. Da7 - Hc7 40 Db6 -
Hb7 41. Ha8+ - Kf7 42. Da6 -
Dc7 43. Dc6 - Db6+ 44. Kfl -
Hb8 45. Ha6!
FYRIR GARÐA
OG SUMARHÚS i
^^^YGirSingarefni • Þakefni • Grasfræ
\ Áburður • Garðáhöld
u ^ V/ð leggjum rœkt við ykkar hag
MR búðin • Laugavegi 164
Símar: 551 1125 • 552 4355 • Fax: 581 4450
MARBERT kynnir nýjan útsölustað,
Hygeu í Kringlunni
<>► Glæsileg tilboð t.d. svarta
hliðartaskan að gjöf þegar keypt
er fyrir kr. 3.100, eða
O-*- snyrtibudda m/einverju
spennandi í frá MARBERT með
öllum 50 ml. kremum.
1
H Y G E A
jnyrtivöruvcrjlun
k r i n g I u n n i
■ ............——1■——
AÐALFUNDUR
VSÍ1997
Aðalfundur vinnuveitendasambands
islands verður haldinn þriðjudaginn
6. maí nk. á Hótel sögu, súlnasal.
Dagskrá:
Kl. 12.00 Setning aðalfundar.
Kl. 12.10 Ræða formanns VSÍ, Ólafs B.
Ólafssonar.
Kl. 12.30 Hádegisverður
aðalfundarfulltrúa og gesta.
Kl. 13.10 Ræða forsætisráðherra,
Davíðs Oddssonar.
Kl. 13.30 Sjónarmið í samkeppnismálum.
Stefna Evrópusambandsins í
samkeppnismálum.
John Steele, fyrrv. framkvstj.
samgöngudeildar
framkvæmdastjórnar ESB.
Á sama stefna í samkeppnismálum
við um litla markaði og stóra?
Georg Ólafsson forstjóri
Samkeppnisstofnunar,
Árni Vilhjálmssonar hrl.
Kl. 14.45 Aðalfundarstörf
skv. 30. gr. laga VSÍ.
Kl. 15.15 Fundarslit.
LITIR A
STOFUNA
800S
Fjölmörg fyrir-
TÆKI OG VERSLANIR
bjóða þér að hringja ókeypis og panta
eða spyrjast fyrir um vörur og þjónustu.
Nýttu þér þá þjónustu
sem býðst í gegnum
8oo númerin. póstur OG sími hf