Morgunblaðið - 06.05.1997, Page 58
58 ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
Dýraglens
ÉS FÉtcK HU6/VIVND. flF H\/£KJO
œf&oeidtl iMEG&JN OGSVIAIDL-
Tommi og Jenni
Smáfólk
Nýtt leiktímabil! Ég stend hér eins Ekkert get- Hæ, stjóri! ... ísjaki!
Hérna á ég heima! og skipstjóri á ur sökkt Ég er tilbúin!
Þetta er mitt líf! skipi sínu! þessu skipi
nema ...
BREF
HL BLAÐSINS
Kringlan I 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329
Til eigin neyslu
Frá Krístni Snæland:
ÍSLAND fikniefnalaust innan fárra
ára eða svona árið 2002. Þetta fer
vel á prenti en gæti hæglega farið
úrskeiðis, ekki síst ef ekki tekst að
breyta þeim hugsunarhætti sem
virðist ríkjandi.
Nýlega kvartaði ung stúlka,
dæmd í afar alvarlegu fíkniefna-
máli, á þá leið, ég fæ þyngri dóm
en morðingjar. Stúlkan virðist ekki
gera sér grein fyrir því að fíkniefni
leiða til morða, sjálfsvíga og svo
ömurlegs lífs að dauði væri kær-
komin lausn. Morð getur verið
skyndigerð, óyfirveguð og óundir-
búin, reyndar jafnvel óhappaverk,
heitir þá víst manndráp. Fíkniefna-
flutningur er hinsvegar fram-
kvæmdur eftir talsverða umhugsun
og yfirvegun, eins og kom fram hjá
stúlkunni. Ekki er fráleitt að fyrir
slíkt sé kveðinn upp þyngri dómur
en fyrir morð.
Önnur hlið á fíkniefnamálum er
sú sem gjarnan kemur fram í frétt-
um og dómum. Efnið var ætlað til
eigin neyslu er sagt og þá er eins
og ekki sé þörf refsingar. Þetta seg-
ir fíkniefnasölum aðeins, ef þú versl-
ar með fíkniefni vertu þá ekki með,
eða nærri þér, stærri skammt en
svo, að þú getir staðhæft að hann
sé til eigin neyslu. Ef harkalega
væri tekið á öllum sem nást með
„neysluskammt" eða það magn sem
lögleg yfirvöld telja hæfílegt til eig-
in neyslu uggir mig að sölumönnum
dauðans reyndist erfíðara að selja.
Nú síðast varð þetta brenglaða
hugarfar, sem ég er að fjalla um,
til þess að ræðismaður Islands í
Glasgow kom brotamanni undan
réttmætum dómi. Reyndar var í því
dæmi ekki um fíkniefni að ræða en
þó bannvöru sem afskræmir útlit
og getu, veldur ofsa og kann að
valda dauða.
Trúnaðarmenn íslands eiga ekki
að mínu áliti, að vinna að því að
íslenskir brotamenn sleppi við rétt-
mætar refsingar svo sem ræðis-
maður íslands í Glasgow gerði í
þessu tilfelli. Einnig þyrfti að
breyta hugarfarinu í þá veru að
leggja að jöfnu eign fíkniefna,
hvort sem þau teljast ætluð til eig-
in neyslu eða til sölu.
Það brenglaða hugarfar, sem ég
fjalla hér um, kemur vissulega fram
á annan hátt, t.d. þann að vínveit-
ingar, drykkja og svall þykir ekki
tiltökumál og er stíft stundað í
íþróttahúsum eða félagsheimilum
íþróttafélaga. Guð láti gott á vita
að íþróttafélögin hafa skipað nefnd
til þess að vinna gegn fíkniefnum.
Skynsamlegt væri fyrir þá nefnd
að byija í eigin húsum og gera
áfengi útlægt þar.
Skólastjórnir framhaldsskóla
gætu svo tekið þátt í þessu átaki
gegn fíkniefnum með því að banna
algerlega ölvuðum ungmennum inn-
göngu á skammtanir skólanna.
Vissulea er hætt við að fámennt
yrði á þeim skemmtunum í fyrstu
en skrefíð gegn vímuefnum væri
þá stigið í fullri alvöru á helstu víg-
stöðvum ungmenna í Iandinu.
Til þess að gera þetta þarf hug-
arfarsbreytingu. Hún ein er hin
nauðsynlega undirstaða þess að í
rétta átt þokist fyrir árið 2002.
KRISTINN SNÆLAND,
Engjaseli 65,109 Rvík.
Olöf Rún Skúladóttir
fyrrverandi sjón-
varpsþulur
Frá Jens í Kaldalóni:
ÞAÐ var eins og eitt stórkostleg-
asta skýfall hefði komið úr heiðskír-
um himni þegar það allt í einu frétt-
ist að þú yrðir ekki lengur í fréttun-
um á sjónvarpsskjánum. Þar með
væri þetta elskulega andlit, blíði,
hreini og himinljómandi svipur þinn,
látlaus og einlægur horfinn. Maður
vissi alltof lítið um alla tilveru þína
fyrr en maður sá myndir af börnum
þínum og eiginmanni, maður jafn-
vel trúði því tæpast að nokkrum
manni hefði getað áskotnast svona
einlæg og elskuleg kona, en það var
nú ekki aldeilis heldur í kot vísað
þegar maður svo sá þennan stór-
kostlega glæsilega pilt þinn í skrúða
lífsins, og svo barnahópinn ykkar,
þennan mjög svo fríða söfnuð, blasa
við í myndum Dagblaðsins og víð-
ar, en ekki síður tók svo steininn
úr þegar öll hestakonuhamingjan
bjarmaði huga þinn og tilveru alla.
Það er, get ég sagt þér. mátturinn
og dýrðin í allra lífi, að geta bæði
í raunum sínum og gleði notið þeirr-
ar einstöku hamingju að umgangast
hesta og njóta þess yndis sem þeir
gefa manni. Er ekki nóg með það,
en aðdáunarverðast í öllu þínu
elskulega útliti hefur svo alltaf ver-
ið að þú sjaldan eða aldrei hefir
hengt neina skrautkoppa neðan í
eyrnasneplana, heldur haft þá í
þeim guðlega friði sem fagurlegast-
ir blika í sinni réttu og fegurstu
sköpun.
Það þarf enginn að segja mér
annað en að það séu fleiri en ég sem
sakna þín úr sjónvarpinu, þó ekki
hafi allir einurð til að láta það uppi.
En ég ætla að taka mér það bessa-
leyfi að senda þér frá öllum sjónvarp-
snotendum hugheilar kveðjur, góðar
óskir og margfaldar þakkir fyrir all-
ar ánægjustundirnar og yndis þess
sem við notið höfum við að sjá þig
í sjónvarpinu, og þótt margar séu
þar góðar og elskulegar, hefur þú
svo skarað þar framúr í einstaklega
unaðslegu útliti og yndisþokka.
Að endingu þessa vísu:
Fylgi þér í friðarskjól,
fegurst blóm í haga.
Þig svo vermi vinasól,
vegs um góða daga.
Lifðu heil í guðs friði.
JENS Í KALDALÓNI.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.