Morgunblaðið - 06.06.1997, Side 14

Morgunblaðið - 06.06.1997, Side 14
14 FÖSTUDAGUR 6. JÚNÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Aðalfundur Eyþings um framtíð Grímseyjar Eyjarskeggjar fái sérstaka úthlutun veiðiheimilda Lífvænlegt í eynni ef veiði- heimildirnar eru tryggðar I TILLÖGU að ályktun um framtíð byggðar í Grímsey sem lögð var fyrir aðalfund Eyþings, samtaka sveitarfélaga í Eyjafirði og Þin- geyjarsýslum sem hófst á Dalvík í gær er skorað á stjórnvöld að skapa trausan grundvöll fyrir áframhaldandi byggð í Grímsey. „Það verður best gert með því að íbúarnir njóti áfram staðsetningar sinnar í nálægð við fiskimiðin og fái sérstaka úthlutun veiðiheimilda sem geri þeim kleift að tryggja sjálfir afkomu sína og atvinnulega undirstöðu. Þetta 100 manna ey- samfélag norður við heimskauts- baug á það fyllilega skilið,“ segir í tillögunni. Byggðin mikilvæg íslenskri þjóðarheild fundinum liggja má nefna að lýst er yfir vilja til samstarfs við heil- brigðisyfirvöld um stefnumótun heilbrigðisþjónustu á landsbyggð- inni og fyrirhuguðum niðurskurði á fjárveitingum til héraðssjúkra- húsa er hafnað. Uppbyggingu Háskólans á Akureyri er fagnað, en harmað að stjórnunarsetri Sjáv- arútvegsskóla Sameinuðu þjóð- anna hafi verið valin staður í Reykajvík. Til lengri tíma liðið muni það veikja Háskólann á Ak- ureyri og rýra möguleika hans á áframhaldandi uppbyggingu kennslu og rannsókna á sviði sjáv- arútvegs. Einar lætur af formennsku Morgunblaðið/Kristján HJÓNIN Jóhann Ingólfsson oddviti og Guðný Sverrisdóttir sveit- arstjóri í Grýtubakkahreppi á aðalfundi Eyþings á Dalvík í gær. Skólastjóra- mál skýrast næstu daga BÆJARRÁÐ Akureyrar frestaði á fundi í gær ákvörðun varðandi skólastjórastöðu við grunnskóla sem til verður við sameiningu Barna- skóla Akureyrar og Gagnfræða- skóla Akureyrar. Málið var til um- fjöllunar á fundi bæjarstjórnar fyrr í vikunni og var á þeim fundi sam- þykkt með atkvæðum minnihlutans, Sjálfstæðisflokks og Alþýðubanda- lags auk Alþýðuflokks, að hafna umsækjendunum tveimur sem sóttu um stöðuna. Þrír framsóknarmenn sem eru í meirihluta í bæjarstjórn greiddu atk.væði á móti og tveir þeirra sátu hjá. Jakob Björnsson bæjarstjóri sagði að bæjarráð væri að vinna að mál- inu og myndi skýrast á næstu dög- um hvað gert yrði í stöðunni. Enn er óráðið í stöður yfirmanna við grunnskóla á Akureyri, en umsóknarfrestur um stöðu skóla- stjóra við Síðuskóla rennur út í dag og eftir helgi rennur út frestur til að sækja um stöðu skólafulltrúa Akureyrarbæjar. Einnig kemur fram að það sam- félag sem dafnar í Grímsey eigi sér ekki landfræðilega hliðstæðu á íslandi og þess vegna sé byggð- in þar íslenskri þjóðarheild afar mikilvæg í menningar- og félags- legu tilliti sem og einnig þegar litið er til öryggishagsmuna. íbú- um eyjarinnar hefur fækkað nokk- uð á undanförnum árum og segir í tillögunni að það megi rekja til þess að veiðiheimildir hafa verið skertar þar eins og annars staðar. Aðrir atvinnumöguleikar en út- gerð smábáta og úrvinnsla afla eru ekki fyrir hendi í eynni. Þá er tekið fram að ýmis þjónusta við íbúa sé eftir atvikum þokkaleg og sé þar lífvænlegt að búa verði hægt að tryggja veiðiheimildir fyrir smábátaútgerðina. Af öðrum tillögum sem fyrir Einar Njálsson bæjarstjóri á Húsavík sem verið hefur formaður Eyþings frá upphafi lætur nú af störfum og verður eftirmaður hans kjörinn á fundinum í dag. Einar sagði í ávarpi sínu á fundin- um í gær að ástæða þess að hann hætti væri sú að nýr meirihluti sem myndaður var í bæjarstjórn Húsavíkur í nóvember síðastliðn- um óskaði eftir því að hann léti af þessu embætti. „Mér er nokkur eftirsjá að því en ég hefði kosið að gegna störfum til loka þess tíma sem ég var kjörinn til,“ sagði Einar. í dag verða á fundinum flutt erindi um skógrækt sem þáttar í byggðaþróun, umhverfismál á svæði heimamanna og land- græðslu, landnýtingu og ásýnd lands. Þá verða tillögur afgreiddar og gengið til kosninga. Ar flæddu yfir bakka sína í leysingunum Líf og fjör á Dalvík Morgunblaðið/Kristján UN GDOMURINN á Dalvík lék á als oddi í sund- lauginni í sólskininu í gær. Vinkonurnar Hjör- dís, Ingunn, Rakel og Díana voru á meðal gesta og skemmtu sér hið besta, en þær notuðu tæki- færi og stríddu honum Gunnar dálítið þegar hann átti leið framhjá heita pottinum. I anddyri sundlaugarinnar hefur nokkuð stórri skjaldböku verið komið fyrir í búri og vekur hún óskipta athygli sundlaugargesta. Skjaldbakan sem er átta ára gömul og af fróðum mönnum talin kvenkyns hefur verið til sýnis við Iaugina síðustu vikur. Hún hefur ekki fengið nafn enn en samkeppni er í gangi um þessar mundir um nafn sem hæfir þessu gæludýri Dalvíkinga. Morgunblaðið/Benjamín Varp fugla misfórst MIKLIR vatnavextir urðu víða í leysingunum í vorblíðunni á Norð- urlandi fyrri part vikunnar og flæddu ár yfir bakka sína. Eyja- fjarðará var þar engin undantekn- ing og telur Þorsteinn Þorsteinsson, fuglaáhugamaður á Akureyri, að varp á mýrunum við ána hafi mis- farist af þeim sökum. Þorsteinn sagðist hafa séð mikið af gæsapörum við Eyjafjarðará í vikunni, sem þýddi að varp fuglsins hafi misfarist. Áður hafi annar fugl- inn legið á hreiðri. Hann taldi lík- * UA eykur eignar- hlut sinn í MHF ÚTGERÐARFÉLAG Akureyringa hf. hefur aukið eignarhlut sinn í Meeklenburger Hochseefischerei í Rostock í Þýzkalandi úr 53% í 68%. Hluturinn er keyptur af fiskihöfn- inni í Rostock og segir Guðbrandur Sigurðsson, framkvæmdastjóri ÚA, að félagið hafi trú á framtíð MHF að lokinni gagngerri endurskipu- lagningu og fyrirsjáanlegri end: urnýjun skipastólsins. Guðbrandur vill ekki gefa upp hve mikið er greitt fyrir 15% hluti í hinu þýzka útgerð- arfyrirtæki. Við styrkjum stöðu okkar veru- lega og náum góðum meirihluta í fyrirtækinu og til lengri tíma litið teljum við góða möguleika á þokka- legri afkomu af rekstrinum," segir Guðbrandur. Á síðasta ári varð í ! í L ■ i C legt að varp hettumáva, anda og jafnvel fleiri fugla hafi einnig flotið upp í leysingunum að undanförnu, enda talsvert af fugli á þessu svæði. Þorsteinn segist viss um að fugl- arnir muni verpa aftur fljótlega eða um leið og þeir hafa jafnað sig eft- ir þau ósköp sem yfir þá hafa dun- ið. Eftir að kólnaði á ný á Norður- landi hefur vatnsmagnið í ám minnkað mikið. Á myndinni sést hvernig Eyjafjarðará flæddi yfir mýrar og móa á móts við Krist- nesspítala, sunnan Akureyrar. verulegt tap á útgerðinni eða um 136 milljónir króna. Guðbrandur segir að lykilatriði sé hvernig staðið verði að endurnýj- un skipaflota félagsins. MHF'1 geri út 5 skip og þau séu öll 10 til 12 ára gömul. Ætlunin sé að end- urnýja þau öll með notuðum en mun nýrri skipum og muni útgerðin verða hagkvæmari að því loknu. Nýtanlegar aflaheimildir á næsta ári gætu verið í kringum 20.000 tonn miðað við úthlutun þessa árs. það er mestmegnis karfi, en gera má ráð fyrir minni þorskk- vóta i Barentshafi á næsta ári en þessu. Auk þess hefur MHF að- gang að sameiginlegum karfa- kvóta Þýzkalands við Austur- Grænland.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.