Morgunblaðið - 06.06.1997, Síða 20
20 FÖSTUDAGUR 6. JÚNÍ 1997
URVERINU
ERLEIMT
MORGUNBLAÐIÐ
Leyfilegur heildarafii næsta fiskveiðiár ákveðinn
>
I meginatriðum farið að
tillögum fiskifræðinga
Svíar og myntbandalagið
Hver verður
hornkerling?
Ákvörðun Svía að bíða með EMU-aðild hefði
fyrir nokkrum mánuðum veríð klár yfírlýsing
um að þeir yrðu homkerling í ESB. En þar
er allt í óvissu, eins og Sigrún Davíðsdótt-
ir rekur, og því erfítt að meta áhrifín.
SJÁVARÚTVEGSRÁÐHERRA
hefur ákveðið heildarafla fyrir
einstakar fiskitegundir á næsta
fiskveiðiári. Ráðherra fer í megin-
atriðum að tillögum Hafrann-
sóknastofnunar. Samkvæmt
ákvörðun ráðherra eykst leyfileg-
ur þorskafli frá yfirstandandi
fiskveiðiári um 32.000 tonn, út-
hafsrækjuaflinn hækkar um
15.000 tonn, afli af ýsu, karfa,
steinbít og humri stendur í stað,
en leyfður ufsaafli minnkar um
20.000 tonn og leyfður síldarafli
um 10.000 tonn. Þess ber þó að
gæta að líklegt er að ufsaafli á
yfirstandandi fiskveiðiári verði
ekki mikið yfir 30.000 tonn, þann-
ig að lækkun á ufsakvóta mun
lítil áhrif hafa frá því, sem nú er.
Ákvörðun um heildarafla af loðnu
verður tekin síðar.
Samkvæmt þessari ákvörðun
minnkar leyfilegur grálúðuafli á
næsta fiskveiðiári um þriðjung og
verður einungis 10.000 tonn. Grá-
lúðustofninn er sameiginlegur ís-
lendingum, Grænlendingum og
Færeyingum. Á undanförnum
árum hafa íslendingar dregið úr
veiði í samræmi við tillögur fiski-
fræðinga enda talið ljóst að
ástand stofnsins sé alvarlegt. Á
sama tíma hafa veiðar í lögsögu
Færeyja og Grænlands verið
óheftar og Grænlendingar hafa
selt erlendum aðilum, einkum
Evrópusambandinu grálúðuveiði-
heimildir. Hefur grálúðuafli
grannþjóða okkar því farið vax-
andi. Island hefur um langt skeið
reynt að koma af stað samningum
um grálúðuna, sem það hefur
gengið illa. Næsti samningafund-
ur er fyrirhugaður í júlímánuði
næstkomandi.
Hámark á sandkola og
skrápflúru
í skýrslu Hafrannsóknastofnun-
ar er lagt til að í varúðarskyni
verði settur hámarksafli á sandkola
og skrápflúru fyrir Suður- og Suð-
Vesturlandi, en þessar tegundir
hafa verið utan kvóta. Þeim tillög-
um er fylgt en veiðar utan þessara
svæða verða áfram utan kvóta.
VERKFALL skipverja á Hvanna-
bergi ÓF, sem hefjast átti í dag,
hefur verið afboðað þar sem út-
gerð skipsins hefur greitt hluta
af kröfum skipveija. Enn er þó
ágréiningur um forsendur og fjár-
hæðir í málinu og verður framhald
þess rekið fyrir almennum dóm-
stólum.
Þijár milljónir ber í milli
Skipveijar Hvannabergs ÓF
boðuðu verkfall til að knýja útgerð
sína, Sæberg hf. á Ólafsfirði, til
að leiðrétta uppgjör vegna þátt-
töku skipveijanna í kvótakaupum.
Félagsdómur úrskurðaði verkfallið
réttmætt fyrr í vikunni og ákvað
útgerðin í framhaldi af því að gera
upp við skipveija samkvæmt
meðalverði í verðtöflum Úrskurð-
arnefndar sjómanna og útvegs-
manna.
Útflutningsfram-
leiðsla sjávaraf-
urða eykst um 1,5
til 2% á næsta ári
Þjóðhagsstofnun hefur lagt mat
á áhrif framangreindrar
ákvörðunar um heildarafla fyrir
næsta fiskveiðiár. Ef einungis er
litið til þeirra tegunda sem ákvörð-
unin nú tekur til og loðnunni
sleppt, felst í henni aukning um
3,4% í þorskígildum talið frá leyfð-
um afla yfirstandandi fiskveiðiárs.
Ef líklegur loðnukvóti er tekinn
með í reikninginn minnka veiði-
heimildir í þorskígildum um 0,8%
milli fiskveiðiára. Þjóðhagsstofnun
áætlar, á grundvelli fram-
angreindrar ákvörðunar og laus-
legrar áætlunar um afla af öðrum
tegundum, að útflutningsfram-
leiðsla sjávarafurða verði um 1,5
til 2% meiri á árinu 1998 en áætl-
að er í ár.
Sjómannafélag Ólafsfjarðar, í
samráði við Sjómannasamband
íslands, afboðaði því verkfallið í
ljósi þessa frumkvæðis útgerðar-
innar, en hefur ákveðið að reka
framhald málsins fyrir almennum
dómstólum þar sem verulega ber
á milli krafna skipveijanna og
þess sem útgerðin hefur boðist til
að borga. Samkvæmt heimildum
Morgunblaðsins er þar um að ræða
um 3 milljónir króna.
Notum forsendur
Ú rskurðarnefndar
Að því er segir í fréttatilkynn-
ingu frá Sjómannasambandi ís-
lands þykir ljóst að Sæberg hf.
hefur ekki notað rétta útreikninga
við leiðréttingu á uppgjöri, því
verðtöflur Úrskurðarnefndar gefí
ekki rétta mynd af raunverulegu
meðalverði á iðnaðarrækju.
Ráðgert er að gefa út reglugerð
um stjórn fiskveiða á komandi
fiskveiðiári síðar í þessum mánuði.
Ábyrg afstaða
„Þetta er í öllum meginatriðum
í samræmi við tillögur Hafrann-
sóknastofnunar um hámarksafla.
Ég jók aðeins við leyfilegan ýsu-
afla frá ráðgjöfmni og sömuleiðis
úthafsrækjuna. Að öðru leyti er
ákvörðunin í samræmi við tillög-
ur,“ segir Þorsteinn Pálsson í sam-
tali við Verið.
Það hefur ekki komið til greina
að heimila meiri grálúðuafla en
10.000 tonn? „Það eru allir sam-
mála um að grálúðustofninn sé í
mikilli hættu. Það gat hins vegar
verið álitaefni hvort við hefðum,
vegna samninga við aðrar þjóðir,
átt að hafa aflann óbreyttan frá
þessu ári. Okkur þótti það ekki
ábyrg afstaða og að óábyrg af-
staða af okkar hálfu í þessu gæti
dregið úr líkum á því að fá sam-
starfsþjóðir okkar til samninga,“
segir Þorsteinn.
Róbert Guðfinnsson, stjórnar-
formaður Þormóðs Ramma-
Sæbergs hf., segir útgerðina hafa
notað sömu forsendur við uppgjör-
ið og Úrskurðarnefnd sjómanna
og útvegsmanna. „Við eigum mjög
erfitt með að nálgast þetta á ann-
an hátt. Úrskurðarnefndin er lög-
skipuð nefnd og ef dómstólar
dæma annað fiskverð á okkur en
samkvæmt þessum forsendum, þá
verður að skoða störf nefndarinnar
í nýju ljósi. En málið er nú í hönd-
um dómstóla. Okkur leiðist að
sjálfsögðu að standa í illdeilum við
starfsfólk okkar og vonum að
þetta mál leysist farsællega,“ seg-
ir Róbert.
Hvannaberg ÓF er nú á heim-
leið af Flæmingjagrunni en skipið
hafði verði kallað heim áður en
boðað verkfall átti að skella á, að
sögn Róberts.
TILKYNNING Görans Perssons for-
sætisráðherra um að Svíar ætluðu
að bíða og sjá til varðandi aðild að
Efnahags- og myntbandalagi Evr-
ópu, EMU, er opið svar hvað viðvík-
ur hvenær og hvort Svíþjóð gerist
aðili. Persson lýsti efasemdum sínum
um traustleika EMU-áætlunarinnar,
en lét ekkert uppi um gildi EMU.
Svarið horfir óneitanlega öðruvísi
við núna en fyrir mánuði þegar
EMU-niðurtalningin virtist þokast
taktfast áfram. Það horfir líka öðru-
vísi við hvort sænska krónan verður
utan kjarna EMU, sem áður var
talað um, eða hvort hún verður utan
stór-EMU. En ákvörðun Svía vekur
litla hrifningu ráðamanna í ESB.
Fleiri myndir flækja mat á
sænsku ákvörðuninni
Hitasóttarkenndur ákafi í umfjöll-
un sænskra fjölmiðla undanfarið staf-
ar m.a. af því að aðstæður eru aðrar
en fyrir mánuði
og því blasa_ við
fleiri kostir. Áður
var talið að EMU
yrði föst stærð
efnahagslega
traustra kjama-
landa, en gjaldm-
iðlar utan þess
ótraustir og tilvalin bráð gjaldeyris-
spákaupmanna.
En nú eru myndirnar fleiri. Ef það
stefnir í stórt EMU, bæði með
traustum og minna traustum lönd-
um, gæti staða þeirra gjaldmiðla sem
standa utan styrkst og þá líka staða
sænsku krónunnar. Þá hugsa
kannski ýmsir eins og Davíð Odds-
son forsætisráðherra, sem nýlega
sagði að ekki hefði hann áhuga á
stór-EMU með löndum eins og Italíu
innanborðs. En allra óskýrasta
myndin er þó sú að EMU verði frest-
að því þá opnast enn margir mögu-
leikar. Matið á því hver afdrif
sænsku krónunnar og sænsks efna-
hagslífs verða eftir að stjómin hefur
opinberað hug sinn hvílir á hvaða
hvaða kostur er valinn sem bak-
grunnur í sænsku söguna.
Kjarna-EMU eða stór-EMU?
Meðan fyrsta myndin gilti máttu
Svíar biðja fyrir sér því viðleitni
þeirra til að koma ríkisfjármálunum
á réttan kjöl eftir áratuga dýrðlega
skuldaveislu til uppbyggingar vel-
ferðarkerfmu var í augum umheims-
ins ótraustvekjandi. Gengisfellingar
hafa verið dyggilega notaðar og eins
og íslendingar vita manna best tek-
ur það margra ára gengisfellingar-
bindindi að vinna sér traust erlend-
is. Danir hafa í um 15 ár lagt efna-
hagsstefnu sína þétt upp að þeirri
þýsku og því uppskorið trúverðug-
leika. Breskt efnahagslíf hefur einn-
ig blómstrað, svo bæði þessi lönd,
sem hafa ákveðið að standa utan
EMU að svo stöddu, þurftu síður
að kvíða en hin óstöðuga Svíþjóð.
En gullævintýri Þjóðvetja og kom-
andi stjórn frönsku sósíalistanna
hafa nokkurn veginn þurrkað út
fyrri mynd. Þjóðverjar eru ótraustari
en virtist og geta því slður haldið í
stífar EMU-kröfur. Frakkar vilja
sveigjanlegra EMU, þar sem póli-
tískt mat ráði ekki síður en efna-
hagsforsendurnar einar. Þeir vilja
umfram allt fá ítali með, því það
er Frökkum lítt þekkilegt að hafa
Itali í hlaðvarpanum með fljótandi
gjaldmiðil til að undirbjóða franskan
skó- og fataiðnað, að ónefndum
landbúnaðinum. Frakkar geta því
vart sofið rólegir með frankann
negldan í EMU, meðan ítalir geta
hagað seglum eftir vindi.
Með finnskri hægð, segir Paavo
Lipponen, forsætisráðherra Finna og
flokksbróðir Perssons, að sér „þyki
miður" að Svíar ætli að bíða en vís-
ast eru menn óglaðir þar á bæ.
Tengsl Svía og Finna eru ekki ósvip-
uð og Frakka og ítala að því leyti
að þeir keppa á sömu mörkuðum í
skógar- og hátækniiðnaði. Með Svía
með allt sitt fljótandi handan Eystra-
saltsins má Finnum vera órótt.
Stór-EMU, sem allir sem vildu
gætu verið með í, átti að hindra að
til yrðu tvær andstæðar blokkir í
Evrópu. En ef EMU verður ekki mjög
sterkt og sænska krónan ásamt
sterkum gjaldmiðlum eins og pundinu
og dönsku krónunni verða fyrir utan
þá stefnir í sam-
keppni. Ef gjald-
eyrisstraumurinn
lægi þá frá EMU
gæti hann leitað í
gjaldmiðla utan
EMU og svo auð-
vitað Bandaríkja-
dal. Eftir því var
tekið að sænska krónan styrktist lítið
eitt við tilkynningu Perssons.
Þykkjuþungi í Brussel
Það er hins vegar reginmunur á
því að Bretland og Danmörk standi
utan EMU og svo Svíar, því að fyrr-
nefndu þjóðirnar tvær hafa blessun
ESB, meðan Svíar hafa bara tekið
það upp hjá sjálfum sér að bíða.
Persson bendir á að þegar sænska
stjórnin skrifaði undir aðildarsátt-
málann 1994 hafi hún sagst ætla
að leggja EMU-aðild sérstaklega
fyrir þingið. Ákvörðunin nú er þó
að teygja nokkuð á þessari óform-
legu forsendu, því að í þinginu væri
meirihluti fyrir aðild, þó almenning-
ur sé andsnúinn.
Frá ESB hafi borist viðvaranir og
þá eins eftir tilkynninguna nú. Tals-
maður Jacques Santers, forseta fram-
kvæmdastjómar ESB, segir það leið-
togafundar ESB að ákveða hvort
Svíar geti staðið utan EMU. Ekkert
land hafi rétt til að standa utan og
ESB hafí heilt vopnabúr refsinga
gegn löndum sem bijóti ESB-
ákvæði. En auðvitað dettur engum í
hug að draga land nauðugt viljugt
með í EMU.
Ákvörðun Svía vekur einnig erg-
elsi hinna, sem stefna á EMU, því
að í þeirra augum eru Svíar heiglar
sem ætla sér að láta aðra gera
áhættusama tilraun fyrir sig. En
kannski munu hornkerlingarnar
brátt drífa sig fram á gólfið. Persson
segir vinstriöldu ríða yfir Evrópu.
Og hinn kröftugi flokksbróðir hans,
Tony Blair, forsætisráðherra Breta,
ætlar að leggja áherslu á jarðbundn-
ara og sveigjanlegra ESB sem sinni
frekar atvinnumálum en EMU.
Sænska ákvörðunin sýnir best að
það er allt afstætt í henni veröld.
Það hefur valdið mörgum Svíum
áhyggjum að bið með EMU-aðild
yrði til þess að Svíar yrðu hornkerl-
ing I ESB, líkt og Bretar og Danir
hafa verið. Við núverandi aðstæður
fer að verða erfítt að sjá hver er
hornkerling í hveiju og hver tapar
og hver græðir.
Leyfilegur heildarafli
næsta fiskveiðiár
TiIIaga
Hafrannsókna- Leyfilegur
stofnunar heildarafli
Tegundir lestir lestir
Þorskur 218.000 218.000
Ýsa 40.000 45.000
Ufsi 30.000 30.000
Karfi 65.000 65.000
Grálúða 10.000 10.000
Skarkoli 9.000 9.000
Langlúra 1.100 1.100
Steinbítur 13.000 13.000
Síld 100.000 100.000
Hörpuskel 8.000 8.000
Humar 1.500 1.500
Innfjarðarrækja 7.150 7.150
Úthafsrækja 70.000 75.000
Sandkoli 7.000 7.000
Skrápflúra 5.000 5.000
Skipveijar Hvannabergs ÓF afboða verkfall
Framhald málsins verður
rekið fyrir dómstólum