Morgunblaðið - 06.06.1997, Qupperneq 55
MORGUNBLAÐIÐ
★ STAFRÆNT HLJÓÐKERFI í ÖLLUM SOLUM! ★ ALVORU BIO! ★
75 mpo|y
STffRSTfl TJALBÍD MEÐ
Thx
Þessi mynd David Cronenberg
hefur vakiö fádæma athygli og
harðar deilur í kvikmynda-
heiminum. Komdu ef þú þorir aö
láta hrista ærlega upp í þér!!!
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
Stranglega bönnuð innan 16 ára.
Dýrlingurinn (Val Kilmer, Batman Forever) er maður þúsund dulargerva, segir aldrei til
nafns og treystir engum. Þangað til hann kynnist Emmu Russell (Elisabeth Shue,
Leaving Las Vegas). Föst í Rússlandi með mafíuna, herinn og alþjóðalögregluna á
eftir sér.... engin undankomuleið og enginn tími til stefnu!
Mögnuð spennumynd!!
Sýnd kl. 4.40, 6.50, 9 og 11.15. B.i. 12.
Jim Carrey leikur Fletcher Reede, lögfræðing og forfallinn lygalaup
sem verður að segja sannleikann í einn dag. Þarf að segja meira? Ja,
því má kannski bæta við að þetta er auðvitað langvinsælasta myndin
í Bandaríkjunum í dag, sú allra fyndnasta með Jim Carrey og hún er...
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
Carrey í réttu er sannkallaður
gleðigjafi sem kemur með góða
skapið
★ ★★ SV Mbl
Fjölþætt hátíöahöld
í Grundarfirði
HÁTÍÐAHÖLD tengd sjómannadeginum í
Grundarfirði hófust á laugardeginum kl. 14
við sundlaugina með skemmtidagskrá fyrir
börnin. Daginn eftir, á sjálfan sjómannadag-
inn, voru fánar teknir að blakta um alla
byggðina þegar dagskráin hófst með skrúð-
göngu til kirkju kl. 10.30 þar sem sóknar-
presturinn, sr. Karl V. Matthíasson, þjónaði
og sjómannakórinn söng. í þessari guðsþjón-
ustu var lítil stúlka skírð, Dóra Lena Áðal-
steinsdóttir. í Grundarfirði hefur sjómanna-
dagurinn verið vinsæll skírnardagur.
Að guðsþjónustu lokinni heiðraði Sigurður
Ólafur Þorvarðarson, formaður sjómanna-
dagsráðs, tvenn fyrrverandi sjómannshjón,
þ.e. Kristján Torfason og konu hans, Vigdísi
Gunnarsdóttur, og Sigurð Lárusson og konu
hans, Elínu Valdimarsdóttur.
Eftir hádegið voru svo hátíðahöld við höfn-
ina. Ingi Hans Jónsson í framkvæmdastjórn
Slysavarnafélags íslands flutti ræðu og þar
á eftir hófst hefðbundin skemmtidagskrá,
svo sem reiptog, koddaslagur, „fiskikaratog“
í höfninni og margt fleira.
í Samkomuhúsinu stóð kvenfélagið
Gleym-mér-ei síðan fyrir kaffísölu sem mjög
margir notfærðu sér. Á þeim sama stað var
sýning_ á litlum landslagsmálverkum eftir
Rafn Ólafsson. Voru menn ánægðir með
þessa sýningu sem því miður stóð aðeins
þennan dag. Dagskrá sjómannadagsins lauk
svo með sjómannadagshófi í samkomuhúsinu
þar sem menn skemmtu sér í hófi fram eft-
ir nóttu.
Að lokum skal þess getið að „Pjakkur",
sem er unglingadeild í Slysavarnafélgi ís-
lands, stóð fyrir áheitasundi á sjómannadag-
inn. Syntu unglingarnir frá Melrakkaey í
mynni fjarðarins til Grundarfjarðarhafnar
og tókst það mjög vel. Tólf tóku þátt í þessu
sundi og syntu sex og hálfan kílómetra.
Safnaðist vel á annað hundrað þúsund króna.
Morgunblaðið/Karl V. Matthíasson
ÝMISLEGT var til gamans gert á sjómannadaginn í Grundarfirði.
FÖSTUDAGUR 6. JÚNÍ1997 55
www.skifan.com sím/ 5519000
<;ALLERÍ RE6NBO6ANS
MALVERKASÝNINC SICURÐAR ÖRLY6SSONAR
EINNIG SÝND
I D.K .llfl)lt
David Neve Courteney Matthew Rose Skeet JflMIE
flRQUETTE CflMPBELL COX LlLlflRD McGOWflN llLRICH KENNEDY
Drew
BflRRYMORE
SOUHDTRACK AVAILABLE ON <
http://www.dimensipnfilms.com/scream
Óbærileg spenna og húmor sem fær hárin til að rísa
Sýnd kl. 4.40, 6.50, 9 og 11.15. B. i. 16 ára
BRUCE WILLIS LUC BESSOIU
Wai HASKOLABIO j
Alfabakka
íslensk heimasíða: xnet.is/5element
Nýtt í kvikmyndahúsunum
Kvikmyndin
Dýrlingurinn
frumsýnd
KRINGLUBÍÓ og Laugarásbíó hafa tekið til
sýninga myndina Dýrlingurinn eða „The Sa-
int“ með Val Kilmer, Elisabeth Shue og Rade
Serbedzija í aðalhlutverkum. Leikstjóri er
Philip Noyce.
Simon Templer, heiðursmaður og meistar-
þjófur er maður þúsund dulargerva. Honum
hefur auðveldlega tekist að sleppa undan Int-
erpool, alþjóðafyrirtækjum og spilltum auðjö-
frum. Erfiðir samningar eru honum lítið mál,
hann heillar fallegar konur og hann brýst inn
hvar sem er, hvenær sem er, en hann er
meira en bara meistaraþjófur, hann er Dýrl-
ingurinn sem berst fyrir réttlæti sem lögin
geta ekki eða vilja ekki berjast fyrir.
Simon Templar (Kilmer) er ríkur, siðmennt-
aður og óvenju hæfileikaríkur í að stela best
varðveittu fjársjóðum heims. Hann er líka
kaldlyndur og fjarlægur þangað til hann kynn-
VAL Kilmer í hlutverki sínu
sem Dýrlingurinn.
ist Emmu Russel (Shue), ungri vísindakonu
sem er í lífshættu. Emma hefur uppgötvað
lykilinn að framtíðardraum rússneska millj-
arðamæringsins Ivan Tretiaks að krýna sjálf-
an sig Czar yfir rússnesku keisaravaeldi og
hann er tilbúinn að gera hvað sem er til að
útrýma hættunni sem stafar af Emmu.
Dýrlingurinn stofnar sér og sínu gervi í
mikla hættu þegar hann berst við að reyna
að vernda Emmu og uppgötvun hennar. Fast-
ur í Rússlandi með rússnesku mafíuna, herinn
og Interpool á eftir sér og engin undankomu-
leið, enginn tími til stefnu.