Morgunblaðið - 06.06.1997, Side 56

Morgunblaðið - 06.06.1997, Side 56
56 FÖSTUDAGUR 6. JÚNÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ MYNDBÖND/KVIKMYNDIR/SJÓNVARP-ÚTVARP FOSTUDAGSMYNDIR SJONVARPSSTOÐVANNA Þunnur þríhyrningur PHILIP Kaufman er bandarískur leikstjóri og handritshöfundur sem á hlykkjóttan en athyglis- verðan feril að baki, ekki síst vegna þess að myndir hans eru unnar í anda bæði bandarískrar og evr- ópskrar hefðar - nánast eins og til skiptis. Það var ítölsk frönsk kvikmynda- gerð sem varð Kaufman innblástur til að gera tvær fyrstu myndimar sem sýndar voru á kvikmynda- hátíðinni í Cannes en fengu takmarkaða dreif- ingu í heimalandi hans. Þar fékk hann ekki at- hygli og almenna dreif- ingu fyrr en hann gerði vestrann.The Great Nort- hfield Minnesota Raid (1972), sem erforvitni- legt „evrópskt" tilbrigði við „amerískustu" kvikmyndahefð sem til er. Vísindahrollvekjan Invasi- on Of The Body Snatchers (1978) var fagmannleg endurgerð en hið sannsögulega geimfaradrama The Right Stuff (1983) jók hróður hans til muna. Trúlega er þó besta og metnaðarfyllsta verk Kaufmans Óbærilegur iéttleiki tilverunnar (1988) eftir sögu Milans Kundera, þar sem hann náði býsna vel munúð- arfullu andrúmslofti í mið-evrópsk- um suðupotti hennar. Þegar fréttist að Kaufman hygðist takast næst á við ástarþríhyrning bersöglisskáld- anna Anais Nin og Henrys Miller og eiginkonu hans bundu margir vonir við að hann næði nýjum tindi en Henry og June (1990, Sjónvarp- ið ►23.45) olli verulegum von- brigðum. Myndin er snoturlega tekin í venjubundnum stíl fölblárra fitl- mynda en hún nær engum tökum á persónum sínum; hún er yfirborðið eitt, þótt það sé að sönnu glans- andi. Af aðalleikurunum þremur, Fred Ward, Uma Thurman og Maria De Medeiros, er aðeins Ward skammlaus. Kaufman skrifaði hand- ritið ásamt konu sinni og sonur hans framleiddi. Þau geta því sjálfum sér um kennt. ★ ★ Sjónvarpið ►20.35 Fáir leikarar fara betur með hlutverk aldraðra hjóna en Hume Cronyn og Jessica Tandy enda voru þau í einkalífínu - á efri árum og meðan beggja naut við - öldruð hjón, en svona líka fyrirtaks leikarar í ofanálag. í sjónvarpsmyndinni Hvíti hundur- inn (To Dance With The White Dog, 1993) fara þau - eins og svo oft - með hlutverk aldraðra hjóna; þegar hún fer yfir móðuna miklu halda þau sambandi með milligöngu hvíts útigangshunds! Þetta er ekki dellugamanmynd heldur ljóðræn og falleg mynd um eilífa ást, að sögn þeirra sem séð hafa, eins og Malt- ins sem segir myndina yfir meðal- lagi og Martins og Potters sem gefa ★ ★ ★ ★ (af fimm möguleg- um). Sjónvarpið ►23.45 - Sjá til hliðar. Stöð 2 M 3.00 og 0.40 Steve Martin framieiðir, skrifar handritið og leikur aðalhlutverkið í Pabbi óskast (A Simple Twist OfFate, 1994), sem byggð er á skáldsög- unni Silas Marner eftir George Eli- ot og segir frá því hvernig munaðar- laus stúlka snýr lífi einsetumanns á hvolf. Gaman og alvara vega salt í þessari sérkennilegu mynd og er það jafnvægi ekki fullnægjandi. Leikstjóri Gillies MacKinnon. ★ ★ Stöð 2 ► 20 .55 Alan Alda er sér- fræðingur í að leika sjarmerandi og góða gæja en hefur einnig spreytt sig á hinu gagnstæða, m.a. í spennumyndinni Whispers In The Dark, og í óbyggðatryllinum Af- drifarík ferð (WhiteMile, 1994) fer hann á kostum sem illvígur drullusokkur sem dregur hóp manna í háskalega svaðilför niður fljót. Robert Butler leikstjóri skilar rennilegri afþreyingu að vanda og meðal annarra leikara eru Peter Gallagher og Robert Loggia. ★ ★ 'h Stöð 2 ►23.20 Yahoo Serious er ástralskur grínisti sem annað slagið spreytir sig á kvikmyndagerð en virðist þá gleyma því að hann er grínisti. í það minnsta er voða lítið fyndið við skopfærslu hans á ævi útlagans sannsögulega Neds Kelly í Bíræfinn bankaræningi (Reckless Kelly, 1994). Myndin er þó ekki illa gerð. í aðalhlutverkum er Serious sjálfur, Hugo Weaving, Alexei Sayle og Melora Hardin. k'h Sýn ►21.00 Bamastjaman Mac- auley Culkin hefur gjarnan leikið misvel innréttaða pörupilta en aldr- ei stórhættulegan geðsjúkling fyrr en í Fanturinn (The Good Son, 1993), enda er hann þar í höndum spennumyndaleikstjórans Josephs Ruben, sem m.a. gerði Stepfather. Þessi mynd er á ýmsan hátt ógeð- felld en ekki verður af henni skafið að hún á sín mögnuðu augnablik. ★ ★ Sýn ►22.25 Undirþví lummu- lega nafni Allt á fullu í Beverly Hills (Less Than Zero, 1987) leyn- ist myndgerð Mareks Kanievska á metsölubók Brets Easton Ellis um uppa á ystu nöf í Los Angeles. Aðdáendur bókarinnar verða fyrir vonbrigðum en margt er hér gert, ekki síst af hálfu leikaranna James Spader og Roberts Downey. ★ ★ 'h Árni Þórarinsson Fúklæddir <arlar Hefur þú áliuya á myndarlegum mönnum? Eínbirn kostir og gallar MYNDBOND SÍÐUSTU VIKU Skólabílsránið (Sudden Terror Hijacking of School Bus 17)-k Vélrænir böðlar (Cyber Trackers)-k 'h Hann heitir Hatur (A Boy Called Hate)~k 'h Þrumurnar (Rolling Thunder)k'h Glæpastundin (Crime Time)k k 'h Aftökulistinn (The Assassination File)k k Þytur í laufi (Wind in the Willows)k k Moll Flanders (MoII Flandersjk k k Draugurinn Susie (Susie Q)k'h Jólin koma (Jingle All the Way)k k Leyndarmái Roan Inish (The Secret ofRoan Inish)k k 'h MADONNA ætlar að halda áfram að syngja í söngleikja- kvikmyndum. f kjölfar „Evitu“ kemur „Chicago". Kvik- mynda- fréttir SÖNGLEIKURINN „Chicago“, sem hlaut sex Tony-verðlaun nýverið, verður kvikmyndaður á næstunni með Madonnu, og Goldie Hawn í aðalhlutverkunum. Kannski verður John Travolta með líka en hann hefur sýnt áhuga á syngja með Madonnu og Hawn. Maya Angelou hefur snúið sér að því að leikstýra. Mynd hennar bertitilinn „Down in the Delta“ og fjallar um baráttu ijölskyldu við að sleppa frá eiturlyfjum og fátækt í Chicago. Wesley Snipes og Alfred Woodard fara með helstu hlutverk en myndin verður sýnd á Showtime- sjónvarpsrásinni. Leikstjóri „Clueless", Amy Hec- kerling, ætlar að framleiða og leik- stýra sinni næstu mynd, „Molly“. Að sögn er myndin byggð á sönnum atburðum en hún segir frá ungri einhverfri stúlku sem fer í aðgerð sem gefur henni snilligáfu. Lisa Kudrow, Cristina Ricci, Martin Donovan, og Lyle Lovett leika saman í „The Opposite Sex“. Þetta er vegamynd um unga stúlku sem þvælist um með bróður sínum og elskhuga hans. Leonard DiCaprio og Drew Barrymore hafa tekið tilboði Woody Allen um að leika með Kenneth Branagh í næstu mynd litla New York-búans. DiCaprio er jafnframt að hugleiða tilboð frá kvikmyndaleikstjórunum Ang Lee, Michael Mann og Scott Hicks. Konur o • / traust Lísa Páls og hlppatímínn L Vinnið gegn fíla- penslum og bólum mmm sílicoi skin iiiícolikln liÉ ’’ Endurteknar rannsóknir hafa staðfest árangur Silicol skin í baráttunni gegn fílapenslum, bólum og feitri húð. íslenskar leiðbeiningar fylgja. Fæst í flestum apótekum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.