Morgunblaðið - 06.06.1997, Síða 57

Morgunblaðið - 06.06.1997, Síða 57
MORGUNBLAÐIÐ í í í i i 1 1 < I i i \ ( i < < < FÖSTUDAGUR 6. JLJNÍ1997 57 MYNPBONP/KVKMYMPIR/SJOMVARP-UTVARP Áhrifamikið sjúkdómsdrama Eigi skal skaða (First Do No Harm)_____________ D r a m a ★ ★ ★ Framleiðandi: Jim Abrahams. Leik- stjóri: Jim Abrahams. Handritshöf- undur: Ann Beckett. Kvikmynda- taka: Pierre Letarte. Tónlist: Hummie Mann. Aðalhlutverk: Meryl Streep, Fred Ward, Seth Adams. 95 mín. Bandaríkin. Há- skólabíó 1997. Útgáfudagur: 27. maí. Myndin er öllum leyfð. Reymuller hjónin og börnin þeirra þtjú falla inní mynstur hinn- ar dæmigerðu bandarísku kjarna- fjölskyldu, en harmleikurinn er skammt undan. Yngri sonur þeirra hjóna veikist, að því er virðist, af ólæknandi sjúkdómi og það eina sem læknarnir gera er að láta hann gangast undir nýjar lyfjagjafir, sem gera bara illt verra. En með andlegum styrk, skapfestu og að- stoð dyggra vina, hjálpa hjónin hvort öðru í gegnum þetta erfiða tímabil. Titill þessarar ágætis sjónvarps- myndar er tilvitnun í Hippókrat- esareiðinn, sem læknar eru látnir sverja. í eiðnum felst hið mikla ábyrgðarhlutverk læknisins í garð sjúklinga sinna o.fl. „Eigi skal skaða“ bendir á áhrifamikinn hátt á að stundum virðist sjúklingurinn vera lítið annað en tölfræðileg staðreynd í skýrslum læknanna, en ekki holdi klæddur einstakling- ur. Meryl Streep er ein af fremstu leikkonum Bandankjanna og sann- ar það enn á ný með þessari mynd. Hún sér til þess að persóna Lori verður aldrei væminn vælukjói, heldur móðir sem ber raunveruleg- ar tilfinningar til barns síns. Fred Ward er einnig mjög traustur í hlutverki eiginmannsins. Jim Abrahams, sem er betur þekktur fyrir að vera hluti af ZAZ (Zuc- ker, Abrahams, Zucker) genginu, sem hefur sent frá sér myndir eins og „Airplaine" og „Naked Gun“, sýnir að hann getur gert gamni og alvöru jafn góð skil. Þetta er mynd sem unnendur vel leikinna dramatískra mynda ættu ekki að láta fram hjá sér fara. Ottó Geir Borg Klikkaður kærasti ■ Hilmar Sverrisson heldur uppi léttri og góðri stemningu á Mímisbar. Einstakt tækifæri Ótti (Fear)__________________________ D r a m a ★ ★>/2 Framleiðendur: Brian Grazer og Rick Kidney. Leikstjóri: James Fol- ey. Handritshöfundur: Christopher Crowe. Kvikmyndataka: Thomas Kloss. Tónlist: Carter Burwell. Að- alhlutverk: Mark Wahlberg, Reese Witherspoon, William Petersen, Amy Brenneman, Alyssa Milano. 93 mín. Bandaríkin. Háskólabió 1997. Útgáfudagur: 27. Maí. Myndin er bönnuð bömum innan 16 ára. NICOLE heldur að hún hafí hitt hinn eina rétta í formi David (Mark Wahlberg öðru nafni Marky Mark). Hann er töffari sem ekki er feiminn að sýna tilfínningar sinar. Faðir hennar, sem ofverndar hana, er tortrygginn í garð Davids og þó að grunsemdir hans séu af ofsóknarbijálæðislegum toga reynast þær réttar. David er ekki þessi engill sem hann í fyrstu virtist vera heldur snarklikkaður ofbeldisseggur sem er hættulegur Nicole og hennar nánustu. Þetta er prýðisgóð spennumynd, sem byijar eins og ósköp venjuleg mynd um fyrstu ástina, en þegar líður á myndina breytist tónn henn- ar og verður dökkur og óhugnanleg- ur. „New Kids on the Block“ stjam- an Mark Wahlberg leikur David og er ekkert mjög eftirminnilegur í hlutverki hans. Sömu sögu er að segja um flesta leikarana í þessari mynd að Reese Witherspoon undan- skilinni, en hún er afbragðsgóð í hlutverki _ hinnar uppreisnargjörnu Nicole. „Ótti“ er ekki raunsæ kvik- mynd og mörg atriði í henni eru ótrúverðug og sumar persónur hennar eru fjarstæðukenndar, en spennandi er hún og er það fag- mannlegri leikstjórn James Foley mest að þakka. Ottó Geir Borg Við flutningana í Skeifuna 6 kom ýmislegt eigulegt í ljós úr kjallaranum; stólar, lampar, sófar, borð, efnisbútar o.fl. Allt selt á ótrú- lega hagstæðu verði. Föstudag, opið kl. 9-18, laugardag kl. 10-14 «pol Skeifunni 6, sími 568 7733. 398k BLUE CORAL «17 Offf. Verð áður 558 kr. OM FRÓN KREMKEX OOb « Verð áður 147kr.^wMTe ncmc39k Verð áður 55 k 39kr. CILLETTE RAKVELJBJTJTe blöð og aftershave "fvvn KODAK einnota myndavél HH0 m. flassi „Fun" jrjrOltV* verð áður 1.450kr. ■ sérvara 50 frikortspunktar fyrirhverjar JOOOkr. Shellstöðvarnar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.