Morgunblaðið - 23.04.1997, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Forseti Islands fundar með Bandaríkjaforseta
Virðmgarvottur
við Islendinga
„ÉG MET boð Clintons Bandaríkja-
forseta um að hitta hann á fundi
mikils og tel það virðingarvott við
íslensku þjóðina. Mér gefst tækifæri
til að ræða við hann um hátíðarhöld
árið 2000 í minningu landafundanna,
og reikna einnig með að vikið verði
að nýlegum fundi leiðtoga Atlants-
hafsbandalags-ríkjanna," sagði Ólaf-
ur Ragnar Grímsson, forseti íslands,
í samtali við Morgunblaðið í gær.
Ólafi Ragnari og frú Guðrúnu
Katrínu Þorbergsdóttur var boðið í
kvöldverð til varaforsetahjónanna A1
og Tipper Gore á mánudagskvöld.
„Við ræddum ýmis málefni, m.a.
hátíðahöld árið 2000 vegna landa-
fundanna og hvemig hægt væri að
tengja þau annars vegar við umflöll-
un um mikilvægi frumkvöðla og þess
eiginleika að halda inn á ókunnar
slóðir; hvemig tengja mætti þessa
arfleifð frá landafundunum við erindi
mannkyns inn í nýtt árþúsund og
hins vegar tengingu landafundanna
og siglinga víkinga við hafíð.
Nú er vaxandi áhugi víða um ver-
öld að rannsaka hafíð betur, áhrif
þess á lífríki og loftslag jarðar. A1
Gore er mikill áhugamaður um um-
hverfismál og telur að hækkun hita-
stigs, breytt loftslag og þar með
hækkun yfirborðs sjávar sé ein al-
varlegasta ógnun sem blasir við
mannkyninu á næsta aldarfjórðungi.
Við ræddum einnig um mikilvægi
íslands í umhverfisfræðslu og hvern-
ig efla mætti hlut landsins á þeim
vettvangi. Þau hjón sýndu mikinn
áhuga á að reyna að koma til ís-
lands einhvem tímann á næstu miss-
erum til að kynnast landinu af eigin
raun, hrauninu, eldfjöllunum, jökl-
unum og ánum og hvernig við höfum
skapað umhverfísvænt mannlíf með
orkunýtingu.“
Ólafur Ragnar sagði að auk þessa
hefðu þeir Gore rætt ýmsa þætti
alþjóðamála, m.a. hvernig efla mætti
ÓLAFUR Ragnar Grímsson
heilsar Brian Lemay, aðstoð-
arforstjóra Smithsonian-
safnsins, í heimsókn sinni i
Museum of National History
I Washington á mánudag.
þróun lýðræðis og hlutverk stórra
og smárra lýðræðisríkja í þeirri þró-
un. „Við ræddum einnig stækkun
Atlantshafsbandalagsins og ég fékk
tækifæri til að ræða viðhorf Islend-
inga gagnvart framtíðarstöðu Eyst-
rasaltsríkjanna. “
Á mánudag var ákveðið að for-
seti íslands hitti forseta Bandaríkj-
anna kl. 10.15 I dag. „Ég met boð
forseta Bandaríkjanna mikils og tel
það mikinn virðingarvott við íslensku
þjóðina. Ég er ekki hér í opinberri
heimsókn í formlegum skilningi, en
mér þykir vænt um að geta rætt
beint við forsetann, sérstaklega I
ljósi yfírlýsingar hans í skeyti til
mín hinn 17. júní, þar sem fram kom
skýr vijji hans að taka þátt í hátíðar-
höldum árið 2000 með okkur íslend-
ingum.
Á fundinum með Clinton gefst
tækifæri til að ræða þetta nánar,
en að auki mun ég leggja áherslu á
hlutverk okkar íslendinga sem lýð-
ræðisþjóðar í alþjóðlegri samræðu
um lýðræði, mannréttindi og örygg-
ismál á nýrri öld og hlutverk okkar
í umhverfisvernd. Ég reikna einnig
með að vikið verði að nýlegum leið-
togafundi Atlantshafsbandalagsins
þar sem ljóst er að Clinton mat mik-
ils þá afstöðu sem ísland tók á þeim
fundi."
Ráðstefnur og sýningar
Á mánudag hitti Ólafur Ragnar
forsvarsmenn Library of Congress
og Museum of National History.
„Hjá báðum þessum merku rann-
sóknarstofnunum og söfnum kom
fram ríkur vilji til að kanna mögu-
leika á ráðstefnum og sýningarhaldi
í tengslum við hátíðarhöld um alda-
mótin og þá arfleifð sem íslendinga-
sögurnar og víkingaferðirnar hafa
skilað vestrænni menningu."
í gærmorgun hitti forseti íslands
bandaríska þingmenn, sem hann
hefur starfað með á alþjóðlegum
vettvangi. „Ég hitti Jim Leach, einn
helsta áhrifamann repúblikana í full-
trúadeildinni og áhugamann um nor-
ræna menningu og Tom Harkin og
fleiri öldungardeildarþingmenn.“
í gærkvöldi sat ðlafur Ragnar
kvöldverðarboð hjá Thomas Downey,
fyrrverandi fulltrúadeildarþingmanni
frá New York, og það boð sátu einn-
ig nokkrir núverandi þingmenn. „Það
er gagnlegt að hitta þessa kunnáttu-
menn um alþjóðleg málefni og mál-
efni Bandaríkjanna og koma um leið
á framfæri hvað við Islendingar vilj-
um leggja áherslu á.“
Síðdegis í dag heldur forseti ís-
lands til Salt Lake City í Utah.
Morgunblaðið/Bjöm Gunnarsson
Björgun af Akraborg
EFNT var til björgunaræfingar
á Akraborginni í gær. Björgun-
arþyrla Landhelgisgæslunnar,
TF-SIF, flaug yfir feijuna þar
sem hún var á reglulegri leið
sinni á milli Reykjavíkur og
Akraness og æfð var björgun
við skipið. Aður hefur verið efnt
til slíkrar æfingar við Akraborg-
ina.
Framkvæmdum við
Skeiðarárbrú flýtt
LOKAFRAMKVÆMDUM við
Skeiðarárbrú var flýtt á mánudag
vegna vatnavaxta í ánni. Hlýtt hef-
ur verið á þessum slóðum og á tfma-
bili hækkaði vatn í ánni um hálfan
metra á klukkustund. Að sögn
Rögnvaldar Gunnarssonar, for-
stöðumanns framkvæmdadeildar
Vegagerðarinnar, vildi Vegagerðin
ekki taka þá áhættu að bíða með
framkvæmdirnar en þegar veginum
var lokað vantaði ekki nema 20 cm
á að flæddi yfir bráðabirgðafyjlingu
sem notast hefur verið við. Óttuð-
ust menn að fyllingin færi í sundur
ef beðið væri lengur. Um leið og
veginum hafði verið lokað var hægt
að hækka fyllinguna.
Áður hafði verið auglýst lokun
frá klukkan tíu um kvöldið en grip-
ið var til þess ráðs að loka klukkan
hálfþijú síðdegis. Að sögn Rögn-
valdar tóku vegfarendur breyting-
unni með ró. Eitthvað var um að
fólk í rútum væri selflutt yfir árn-
ar. Nauðsynlegt var að loka vegin-
um til að geta tengt síðustu stálbita-
eininguna inn í brúna. Fram-
kvæmdir gengu vel og var vegurinn
opnaður sjö tímum eftir lokun
Jarðskjálftahrina fyrir norðan land
Andlát
Stærstu skjálftar HALLGRÍMUR
síðan árið 1994 BJÖRNSSON
JARÐSKJÁLFTAHRINA gekk yfir
fyrir norðan land síðdegis í gær.
Hrinan stóð yfir í um hálftíma og
voru fjórir meginskjálftar í henni.
Stærstur þeirra var rúmlega fímm á
Richter. Jarðskjálftarnir áttu upptök
sín 10-15 km út af mynni Eyjafjarð-
ar nv af Gjögri.
Að sögn Páls Halldórssonar jarð-
skjálftafræðings á Veðurstofunni
teljast jarðhræringar á þessum slóð-
um ekki til tíðinda: „Þetta er jarð-
skjálftasvæði og stöðugir smáskjálft-
ar eru á þessum slóðum." Páll segir
hins vegar að þetta séu stærstu
skjálftar þarna síðan 1994 en þá
voru miklar hreyfíngar á þessum
slóðum. Páll segir svona hreyfíngar
alltaf koma af stað róti. Jarðskjálft-
amir fundust um allt Mið-Norður-
land, á Hofsósi, í Grímsey, á Akur-
eyri, Dalvík og Húsavík.
HALLGRÍMUR
Björnsson, efnaverk-
fræðingur og fyrrver-
andi forstjóri Nóa og
Síríusar, er látinn á 85.
aldursári. Hallgrímur
fæddist 22. júlí 1912
og lést á Landspítalan-
um aðfaranótt 19. júlí
sl.
Hallgrímur fæddist
á Ytri-Másstöðum í
Svarfaðardal, sonur
Bjöms Jónssonar
bónda og konu hans,
Guðrúnar Jónsdóttur.
Hann varð stúdent frá
Menntaskólanum á Akureyri árið
1937 og lauk prófi í efnaverkfræði
frá NTH í Þrándheimi árið 1942.
Hallgrímur var aðstoðarmaður
við kennslu í efnaverkfræði við
Institut for tekniskorganisk kjemi
við NTH 1942-1946 og vann þá
jafnframt að rannsóknum á feitum
olíum úr sjávardýrum. Hann starf-
aði við undirtmning að hersluverk-
smiðju á íslandi og var fram-
kvæmdastjóri síldarverksmiðjunnar
í Krossanesi á árunum 1947-1953.
Hallgrímur var verkfræðingur við
Iðnaðarmálastofnun íslands frá
stofnun hennar 1953-1955 og
framkvæmdastjóri Hreins hf. Nóa
hf. og Siríusar hf. frá
1955 til 1981.
Hallgrímur gerði
frumáætlun um verk-
smiðju til vinnslu alg-
insýru úr þörungum á
vegum Rannsóknar-
ráðs ríkisins árið 1950.
Hann kenndi við Iðn-
skólann á Akureyri
1948-1950, við Gagn-
fræðaskólann á Akur-
eyri 1949-1950 og var
prófdómari við stúd-
entspróf við Mennta-
skólann á Akureyri
1948-1953 og við
Menntaskólann á Laugarvatni
1954-1970 auk þess var hann
stundakennari við Menntaskólann í
Reykjavík frá 1958-1970. Hann
átti sæti í ráðgjafanefnd og stjórn
Rannsóknarstofnunar iðnaðarins
1965-78.
Hann átti_sæti í stjórn Verkfræð-
ingafélags íslands 1960-1962 og
var formaður Stéttarfélags verk-
fræðinga árið 1954. Hann var í rit-
stjórn Iðnaðarmála 1954-1955 og
í stjóm Iðnaðarmálastofnunar ís-
lands 1966-1970.
Eftirlifandi eiginkona Hallgríms
er Ingrid Bjömsson og fóstursonur
þeirra er Bjami Jónsson.
Árekstur
á loðnu-
miðunum
LOÐNUSKIPIN Guðrún Þor-
kelsdóttir frá Eskifirði og Örn
frá Keflavík rákust saman á
loðnumiðunum fyrir norðan
land sl. sunnudag. Einhveijar
skemmdir urðu á Guðrúnu
Þorkelsdóttur, en þó ekki það
miklar að þær valdi töfum frá
veiðum. Sjópróf voru haldin,
vegna óhappsins, á Eskifirði
í gær.
Skipin köstuðu í stóra
loðnutorfu, en af einhveijum
orsökum keyrðu þau saman.
Perustefni Arnar kom á
skrokk Guðrúnar Þorkels-
dóttur, en skipið var nýlega
lengt og kom höggið á stað
sem hafði verið sérstaklega
styrktur.
Sævar Brynjólfsson, skip-
stjóri á Erni, sagði að þetta
hefði verið lán í óláni.
Skemmdir hefðu getað orðið
meiri ef höggið hefði komið
annars staðar á skipin.
Óhappið truflaði skipin
ekki frá veiðum og þau héldu
bæði til lands með fullfermi,
Örn til Seyðisfjarðar og Guð-
rún Þorkelsdóttir til Eski-
fjarðar.
I
i
)
)
I'
í
í
i
I
I
I
l
S
I
i
I
I