Morgunblaðið - 23.04.1997, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 23.04.1997, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ 1997 5 FRÉTTIR Ný hjartarannsóknarstofa á Landspítalanum Fj ölbreyttari að- gerðir mögulegar 1 Morgunblaðið/Árni Sæberg ÞESSA dagana er unnið af krafti við framkvæmdir á gatnamótum Sæbrautar/Reykjanesbrautar og Miklubrautar/Vesturlandsvegar. Framkvæmdir ganga samkvæmt áætlun „MEÐ nýju rannsóknarstofunni skapast möguleikar á að gera fjöl- breyttari aðgerðir og vonandi verður hægt að stytta biðlista. Hversu mik- ið fer hins vegar eftir því hvort okk- ur verður gert kleift að endurnýja tækjabúnað núverandi rannsóknar- stofu og fá rekstrarfé til hinnar nýju. Þannig kemur nýja rannsókn- arstofan að fullu gagni,“ segir Þórð- ur Harðarson, prófessor á hjarta- deild Landspítalans, um nýja rann- sóknarstofu á hjartadeildinni. Vonir standa til að starfsemi í nýju rann- sóknarstofunni hefjist um miðjan ágúst. Þórður segir að rökstuðningur fyrir nýju rannsóknarstofunni sé í nokkrum iiðum. „Fyrst er að nefna að okkur hefur ekki tekist að anna nauðsynlegum æðarannsóknum í núverandi rannsóknarstofu enda hefur rannsóknum farið fjölgandi. Nú eru ekki aðeins gerðar rannsókn- ir á hjarta og kransæðum, heldur á öðrum æðum líkamans. Ég get t.d. nefnt að farið er að gera útvíkkanir og aðrar aðgerðir á æðum til gangli- manna," segir hann. Hann segir að í öðru lagi sé í vaxandi mæli farið að gera hvers kyns inngrip vegna hjartsláttartruf- lana. „í hjartanu er mjög flókið og fínlegt rafleiðslukerfi. Kerfíð getur auðvitað bilað og við því verður að bregðast. Bilunin getur falist í því að hjartað fari að slá of hratt, of Hjartaaðgerðir Tíma- bundið vandamál „EKKI hefur verið óskað eftir sérstakri aðstoð vegna bið- lista í hjartaaðgerðir enda er um tímabundið vandamál á meðan á sumarleyfum stend- ur að ræða,“ segir Ingibjörg Pálmadóttir, heilbrigðisráð- herra, í framhaldi af frétta- flutningi af löngum biðlistum eftir hjartaaðgerðum á Landspítala. Ingibjörg segir að gert hafi verið myndarlegt átak í opn- um hjartaaðgerðum á síðasta ári. Ekki megi heldur gleyma því að gerðar hafi verið 12 fleiri hjartaaðgerðir og 19 fleiri kransæðavíkkanir nú en á sama tíma og í fyrra. „Með nýrri rannsóknarstofu er stefnt að því að leysa til fram- búðar vanda hjartadeildarinn- ar. Að hægt verði að gera fleiri aðgerðir og taka upp nýjar aðgerðir. Rannsóknar- stofan kemst væntanlega fljótlega í gagnið. Til hennar hafa verið áætlaðar 140 millj- ónir og hafa 60 milljónir þeg- ar verið veittar til verkefnis- ins,“ sagði Ingibjörg. Hjá henni kom fram að um tíma- bundinn vanda væri að ræða nú. Um leið lagði hún áherslu á að allar bráðnauðsynlegar hjartaaðgerðir væru gerðar og starfsfólk sinnti öryggis- þjónustu mjög vel. Hún sagðist hafa óskað nánari skýringa forstjóra Rík- isspítala vegna frétta af bið- listum á hjartadeild. hægt eða óreglulega. Við því eru ýmis úrræði og er gangráður þekkt- astur sérstaklega ef hjartað gengur of hægt. Núna er farið að gera sérstakar aðgerðir vegna hraða taktsins. Fyrst þarf að sýna fram á af hveiju hjart- að gengur svona hratt. Oft er um meðfædda rafleiðnibraut að ræða. Þann vanda getur þurft að leysa með því að brenna hana í sundur og eru slíkar aðgerðir stundum kall- aðar brennsluaðgerðir. Framan af voru sjúklingar sendir til útlanda í aðgerðir af þessu tagi. Við höfum hins vegar aðeins verið að þreifa okkur áfram við aðgerðirnar hér á landi. Með nýju rannsóknarstofunni skapast betri aðstaða til að flytja rannsóknirnar á leiðslutruflununum og aðgerðir í framhaldi af þeim inn í landið. Þar að auki eru að koma fram úrræði til þess að lagfæra leiðslutruflanir sem áður hefur ekk- ert verið hægt að gera við, t.d. vegna gáttatifs," segir Þórður. Ýmsir þræðir eftir Hann tekur fram að í þriðja lagi gefíst með rannsóknarstofunni kost- ur á skurðaðgerðum, m.a. á æðum til ganglima. Af því megi ráða að á rannsóknarstofunni geti farið saman rannsóknarstarfsemi, starfsemi röntgenlækna, lyflækna og skurð- lækna." Þórður segir að eftir sé að ganga frá ýmsum þráðum, t.d. hafi ekki fengist heimild til greiðslu launa til nýráðins hjartasérfræðings. „Ekki hefur heldur fengist nauðsynlegt viðbótarfjármagn vegna aukinnar vinnu hjartalækna og meinatækna. Aukakostnaður vegna launa á lyf- læknisdeiid er talinn nema um 7 milljónum króna á ári. Því til viðbót- ar hefur röntgendeildin verið illa mönnuð og enn er ótalinn kostnaður vegna hvers kyns rekstrarvara," segir hann og tekur fram í því sam- bandi að heilbrigðisráðherra og ráðuneytisstjóri hafí sýnt vandanum skilning. Þórður segir að fyrir 4 til 5 árum hafi verið orðið ljóst að brýn þörf væri fyrir nýja rannsóknarstofu. Formaður stjórnarnefndar Ríkisspít- alanna, Guðmundur G. Þórarinsson, hafí beitt sér til að rannsóknarstofan yrði að veruleika og hugmyndin hafi fengið góðar undirtektir hjá heil- brigðisráðherra. Kristján Antonsson, innkaupa- stjóri Ríkisspítalanna, segir að áætl- anir hafi hljóðað upp á að kostnaður við nýju rannsóknarstofuna yrði um 140 milljónir. Vegna hagkvæmra innkaupa yrði kostnaðurinn hins vegar aðeins um 120 milljónir. Af því hefði spítalinn þegar fengið um 60 milljónir. Rannsóknarstofan verð- ur í tengigangi á fyrstu hæð Land- spítalans. FRAMKVÆMDIR á gatnamótum Sæbrautar/Reykjanesbrautar og Miklubrautar / V esturlandsvegar eru nú í fullum gangi. Samkvæmt Guðmundi Nikulássyni yfirverk- fræðingi hjá gatnamálastjóra og staðgengli gatnamálastjóra ganga þær samkvæmt áætlun. Reiknað er með að umferð verði komin á þessar nýju umferðar- æðar um miðjan september. Þá er eftir vinna við frágang og snyrtingu og eru áætiuð verklok á verkinu í heild 1. nóvember. Heildarkostnaður er áætlaður 330 milljónir. Að sögn Guðmundar eru tölu- verðar lokanir framundan meðan verið er að tengja slaufurnar inn á Vesturlandsveginn þannig að vegfarendur mega búast við trufl- unum á umferð á næstunni. Þegar framkvæmdum verður lokið verð- ur öll umferð til austurs og vest- urs aðskilin og öll innkoma inn á vegina mun betri og öruggari. Samhliða þessum breytingum hef- ur verið unnið að því að beina umferð gangandi og hjólandi veg- farenda annað og er göngubrúin yfir Miklubraut hluti þeirra fram- kvæmda. Sumir dagar eru dagar EIMILISTÆKI í SÉRFLOKKI EDESA heirniiistæktmíaTáþegar sannaö gildi sitt á fslenska markaörfömT Fáguö hönnun og gæöi í framleiöslu einkenna EDESA tækln og ánægölr viöskiptavinir bera þess glöggt Viöbjóöum nú EDESAá veröi sem vert er aö skoöa vel! 13 þvottakerfi - 800 snúningar Sparnaöarkerfi - Flýtiþvottakerfi Vinduöryggi ( Þvottavél/kitkariL104Sr) Þvottavél tekur 5 kg. -1000 sn. 19 þvottakerfi - Þurrkari tekur 2,5 kg. Þéttirgufuna C Kælir/Frystir C130 ) ( Kæliskápur F 115 -—-nTaað: 146 cm 60 cm Kælir 100 L. Hæö: 85 cm Frystir 14 L. Br. 55 cm ( Eldhúsháfarávegg ~~) 3 hraðar - Kraftmiklir 500 m3/klst. : \A5ggofhH160L Blástursofn, undir- og yfirhiti, Sjálfhreínsibúnaöur - Klukka Wðerumin*«ahús'v,ð/^ ( UppþMottaMéllVPIO) Tekur 12 manna stell, lágvær - 4 þvottakerfi ( Hellubonð VI400 B ) 4 hraðsuðuhellur --------- Umboösmenn ^ Reykjanes Rafbúð Skúla Þórs, Hafnarfirði Stapafell, Keflavík Rafborg, Grindavík Vesturland Rafþjónusta Sigurdórs, Akranesi Munaöarhóll, Rifi Guöni E. Hallgrímss. Grundarfirði Vestfiröir Ástubúö, Patreksfirði Laufið, Bolungarvík Húsgagnaloftiö, ísafiröi Noröurland KVH, Hvammstanga KH, Blöndósi Rafsjá, Sauðárkróki Rafbær, Siglufiröi Ljósgjafaversl., Akureyri KÞ, Húsavík Austurland Rafey, Egilsstööum Rafaldan, Neskaupsstað Rafás, Höfn Suöurland Rafmagnsvetkstæðið KR. Hvolsvelli Árvirkinn, Setfossi Geisli, Vestmannaeyjum Rás, Þorfákshöfn VERIÐ VELKOMIN [ VERSLUN OKKAR RíirraKJflDIR/LUff ISLflMDS h - ANNO 1 929 - Skútuvogur 1 • Sími 568 8660 • Fax 568 0776

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.