Morgunblaðið - 23.04.1997, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 23.04.1997, Blaðsíða 44
44 MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ MYNDBÖND/KVIKMYNDIR/ÚTVARP-SJÓNVARP Merkismynd Leiksljóri: Martin Scorsese. Tónlist: Pietro Mascagni. Kvikm.taka: Mich. Chapman. Leikarar: Robert De Niro, Joe Pesci og Cathy Moriarthy. Nautið frá Bronx Raging Bull -1980 ÞESSI kvikmynd, sem er ein af bestu myndum leikstjórans Martins Seorsese, er frábært dæmi um samvinnu hans við leik- arann Robert De Niro sem hefur skilað mörgum stórvirkjum. Myndin byggist á ævisögu hnefaleikakappans Jake La Motta. Eins og Scorsese og De Niro var La Motta úr fátækri ít- alskri innflytjendafjölskyldu _sem bjó í hverfi sem kallast Litla-ítal- ía í New York. Á ferli sínum þurfti hann að beygja sig undir lögmál mafíunnar og endaði á því að lenda upp á kant við hana eftir að hann er orðinn heims- meistari í millivikt. Seinna eign- aðist hann næturklúbb á Flórída, hljóp í spik, konan hans fór frá honum og hann náði brátt botni tilveru sinnar í fangelsisklefa. Scorsese gerði þessa mynd eft- ir að vera næstum búinn að drepa sig á eiturlyfjaneyslu og missa trúna á sjálfan sig sem kvik- myndagerðarmann. Eftir sjúkra- húsvist var það vinur hans Bob De Niro sem ýtti á hann að gera þessa mynd, þótt Scorsese skildi ekki enn hvað Bob sá í þessari sögu. „Bob sagði við mig: „Hvað er að þér? Hvað ertu að gera sjálf- um þér? Viltu ekki gera þessa mynd? Þú getur gert hana betur en nokkur annar.“ Ég sagði tja, en skildi þá um leið hvað það var; ég skildi að ég var hann (bendir á mynd af De Niro í hlut- verki La Motta). Þetta gæti ég gert, ég myndi gera mynd um sjálfan mig. Ég þurfti ekki að segja Bob að myndin væri um mig ... hann vissi það.“ (M. Scor- sese í Esquire maí ’97.) Myndinni verður seint lýst sem einfaldri ævisögukvikmynd og er afrekum La Motta lítt hampað hvorki utan hringsins né innan. Hún þykir sýna vel þá togstreitu sem myndast í hnefaleikakapp- anum, sem ítölskum Bandaríkja- manni. Hann verður að fylgja andlegri og trúarlegri hefð kaþó- likka og um leið standast þær kröfur og vonir sem fylgja því að vera Bandaríkjamaður á fimmta áratugnum. Sem kaþó- likki hefur hann sífellt samvisku- bit vegna synda sinna og sækist eftir fyrirgefningu. Hann notar hringinn óspart til þess að refsa sér og hreinsa sig. Sumir aðdáendur myndarinn- ar einblína algjörlega á ofsókna- ræðið sem Jake er haldinn og ofbeldið sem því fylgir. Þeir telja hegðun hans orsakast af leynd- um löngunum hans til karlmanna og eigi myndin að sýna hversu hroðalegar afleiðingar líkamleg- ar og sálarlegar hin almenna niðurbælda tvíkynhneigð geti haft í för með sér í nútímasamfé- lagi. Hver og einn verður því áð túlka myndina eins og honum sýnist. Öll hljóð- og myndvinnsla þyk- ir frábær. Scorsese teiknaði hvert einasta skot í hnefaleikabardög- unum og þær tóku tíu vikur í upptökum. Frank Werner sá um hljóðið og er hvert einasta högg mismunandi. Eftir vinnslulok myndarinnar brenndi hann allar upptökumar svo enginn gæti not- að þær og enginn veit hvaðan hann fékk öll þessi hljóð. Thelma Schoonmaker sem hefur klippt næstum allar kvikmyndir Martins Scorsese fékk Óskarsverðlaunin fyrir klippingu myndarinnar og átti hún það svo sannarlega skil- ið. Nautið frá Bronx er því sann- kölluð merkismynd sem flestir ættu að kynna sér. Græna mílan STEPHEN KING magnaðri cn nokkru sinni fyrr Meistaraverk í sex bókum Bækur nr. 3 og 4 koninar iit Græna mílan CNN, fréttir og kvik- myndir LARRY King verður ekki bannað að leika sjálfan sig í kvikmynd- um. STJ ÓRNENDUR CNN hafa látið fréttamenn sína vita að þeir hafi fengið nójg að leikaradraumum þeirra. „Eg tel það ekki góða hugmynd að fréttamenn okkar séu í kvikmyndum," er haft eftir sljórnarformanni CNN Tom Johnson. Hvers vegna er Johnson með þessar áhyggjur? Jú í sumar má t.d. sjá CNN-fréttakynninn Bern- ard Shaw leika sjálfan sig í tveimur mynd- um, „The Lost World: Jurassic Park“ og „Contact". Shaw er ekki sá eini hjá CNN sem hefur heillast af Hollywood, t.d. sjást viðtals- þáttasljómand- inn Larry King og fréttamaður- inn John Holli- man jafnframt í „Contact". CNN er í eigu Time-Warner fyrirtækisins sem á einnig Warner Bros., fyrirtæk- ið sem framleiddi „Contact11. Að sögn Johnson líta þessi tengsl ekki vel út. „Það er eins og sljórnendur Time-Warner hafi ráðskast með okkar fólk.“ Kannski Johnson hafi óþarfa áhyggjur af þessu af því að Horf- inn heimur er framleidd af Uni- versal og tveir fréttamenn CNN leika í „Air Force One“ sem er á ábyrgð Sony. Þannig að frétta- mennirnir leika fyrir fleiri en Time-Warner. Johnson finnst það líka ekki alvont að CNN geri vart við sig í kvikmyndum. Hann gerir sér grein fyrir auglýsingunni sem felst í því að CNN merkið sjáist á hvíta tjaldinu þegar gervi- fréttatími er í gangi. Johnson vill bara ekki að fréttamennirnir grafi undan trúverðugleika sín- um. Hann ætlar t.d. ekki að banna Larry King að leika í aug- lýsingum eða kvikmyndum. „King hefur aldrei þóst vera fréttamaður." Ég mæli með Raunsæjar myndir af mannlegum samskiptum Berghildur Erla Bernharðsdóttir ritstjóri hjá Fróða BERGHILDUR Erla var mjög iðin við myndagláp á unglingsárum sín- um, en þá vann hún oftsinnis á vídeó- leigum, m.a. hjá foreldrum sínum. „Nú horfi ég sjaldan á myndbönd en þá helst þegar ég ætla að slappa vel af. Þær myndir sem ég hrífst einkum af eru myndir þar sem raunsæ mynd er dregin upp af mannlegum samskiptum." Steiktlr grænir tómatar Fríed Green Tomatoes - 1991 Leikstjóri: Jon Avnet. Helstu leik- endur: Kathy Bates, Jessica Tandy. „Þetta er mjög falleg mynd sem snertir gráttaugarnar. Hún er samt ekki dæmigerð „konumynd“ því ég tel hana höfða til allra áhorfenda- hópa. Persónurnar eru svo mannleg- ar að allir ættu að geta fundið til samkenndar með þeim. Myndin fjall- ar um æviskeið tveggja kvenna. Gömul kona sem leikin er af Jessicu Tandy segir söguna en áhorfandinn fær einnig að skyggnast inn í líf hlustandans sem leikinn er af Kathy Bates. Það er því hoppað á milli nútíðar og fortíðar og er það lista- vel gert. Eg varð fyrir það miklum áhrifum af myndinni að eftir að hafa horft á hana fór ég að reyna að steikja tómata en þeir urðu ekki eins lystugir hjá mér og þeir virtust vera í myndinni." Bagdad Café Bagdad Café -1987 Leikstjóri: Percy Adlon. Helsti leik- ari: Monica Carlhoun. „Einstaklega listræn mynd með grátbroslegum persónum. Hún fjallar um konu sem er á ferðalagi með eiginmanni sínum en sinnast við hann og verður eftir á kaffihúsinu Bagdad Café. Það sem er best við þessa mynd er hvað hún er frábærlega vel tekin og klippt. Hver einasti rammi í myndinni er útpældur. Það er jafnvel stundum líkt og mörgum ljósmyndum hafi verið raðað saman. Hana prýðir jafn- framt mjög falleg tónlist. Það sem lýsir hrifningu minni best er að ég spólaði til baka að henni lokinni og horfði á hana aftur.“ Morgunblaðið/Ámi Sæberg BERGHILDUR segist horfa á myndbönd þegar hún ætlar að slappa af. Hættulegt samband Dangerous Liaisons - 1988 Leikstjóri: Stephen Frears. Helstu leikendur: Glenn Close, John Malcovich, Michelle Pfeiffer. „Mynd- in er óvenjuleg að mörgu leyti. Hún er t.d. uppbyggð eins og leikrit þar sem samtöl eru aðaluppistaða henn- ar. Öll umgjörð myndarinnar, eins og búningar og leikmunir, er hin fegursta. Söguþráðurinn er frábær- lega uppbyggður og þó að myndin sé mjög hæg er hún ótrúlega spenn- andi. Hinn óaðlaðandi Malcovich leikur mann sem tælir allar konur sem hann kemst í kynni við með orðaflaumi og skrúðmælgi. Manni verður spurn að áhorfi loknu hvort konur séu í raun jafn auðginntar og kemur fram i myndinni?" Guöfaðirlnn The Godfather -1972 Leikstjóri: Francis Ford Coppola. Helstu leikarar: Marlon Brando, A1 Pacino. „Sígild mafíumynd. Sögu- þráðurinn er vel uppbyggður og leik- urinn frábær. Þetta er ein af þeim myndum þar sem hvergi hefur verið til sparað, hvorki í leikaravali, leik- stjórn né annarri umgjörð. Útkoman er sérdeilis vel heppnuð. Tónlistin í myndinni er mjög falleg og undir- strikar mörg atriðanna einkar vel. Mér finnst alitaf eitthvað heillandi við myndir af þessu tagi. Sennilega eru það hin órjúfanlegu fjölskyldu- og vinabönd, sem mafiumyndir lýsa svo vel, sem heilla." það fyrirtæki er í eigu Disney. Sú fyrstnefnda er ævintýramynd og aðsókn að henni fór fram úr björt- ustu vonum aðstandenda, en markaðskannanir höfðu gefið til kynna að tekjurnar yrðu aðeins 6-7 millj. dollara. Aðalhlutverk myndarinnar „Nothing to Lose“ eru í höndum Tims Robbins og Martins Lawr- ence og sögðust Disney-menn einnig vera ánægðir með aðsókn að henni. Hins vegar voru Mir- amax-menn ekki mjög hamingju- samir með dræma aðsókn að Jackie Chan-myndinni „Operation Condor“, en aðsókn að myndum Chans hefur farið dvínandi vestra. hún skili meiri tekjum en best sótta mynd ársins til þessa, Horfinn heim- ur, sem hefur skilað 222 milþ'ónum dollara. Menn í svörtu hafa skilað rúmlega 172 milljónum og nálg- ast nú óðum myndina í öðru sæti, „Liar Liar“, sem státar af 176,3 milljónum dollara í að- gangseyri. Þijár myndir voru frumsýndar um helgina, allt Disney-myndir; „George of the Jungle“, „Nothing to Lose“ og „Operation Condor“, sem er reyndar frá Miramax, en MYNDIN „Men in Black“ eða Menn í svörtu siðustu helgi og var best sótta kvik- myndin vest- anhafs. Þar með varð hún fyrsta myndin í sumar til að halda toppsæt- inu þijár vikur i röð og nú er talið ör- uggt að VINSÆLDIR Jackie Chan frá Hong Kong fara minnkandi í Bandaríkjun- um. BÍÓAÐSOKN Bandaríkjunum BÍÓAÐSÓKN í Bandaríkjunum BIOAÐ í Bandar AÐSÓKN iaríkjunum Tltlll Síðasta vika Alls 1. (1.) MeninBlack 1.349,0 m.kr. 19,0 m.$ 172,1 m.$ 2. (-) George of the Jungle 1.171,5 m.kr. 16,5 m.$ 22,9 m.$ 3. (2.) Contact 1.143,1 m.kr. 16,1 m.$ 47,4 m.$ 4. (-) Nothing to Lose 823,6 m.kr. 11,6 m.$ 11,6 m.$ 5. (3.) Face/Off 631,9 m.kr. 8,9 m.$ 86,3 m.$ 6. (5.) My Best Friend's Wedding 461,5 m.kr. 6,5 m.$ 94,7 m.$ 7.(4.) Hercules 369,2 m.kr. 5,2 m.$ 76,8 m.$ 8. (-) Operation Condor 333,7 m.kr. 4,7 m.$ 4,7 m.$ 9. (6.) Out to Sea 227,2 m.kr. 3,2 m.$ 20,1 m.$ 10.(7.) Batman & Robin 127,8 m.kr. 1,8 m.$ 102,8 m.$ Ennþá svartur toppur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.