Morgunblaðið - 23.04.1997, Síða 7

Morgunblaðið - 23.04.1997, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ 1997 7 FRÉTTIR Alftarhreiður við Olafsfjarðarvatn FJÖGUR börn fóru með afa sínum á Ólafsfírði að skoða álftarhreiður sem er í hólmanum í suðurenda Ólafsíjarðarvatns. Þeim fannst mikið til þess koma enda ekkert þeirra séð álftaregg. Að sjálfsögðu voru þau öll í björgunarvestum þegar róið var út í hólmann. Krakkarnir eru f.v.: Svavar Berg Gunnarsson, Harpa Björnsdóttir, Kristrún María Björnsdóttir og Sigur- geir Orri Alexandersson. 28. Olympíuleikarnir í eðlisfræði 18 ára írani sigur- vegari leikanna Sudbury, Kanada “MAÐUR og eðlisfræði eru eins og knapi og hestur. Hann þarf utanað- komandi þekkingu en hún þax-f þjálfun," sagði Bertram Brock- house, kanadískur Nóbelsverð- launahafi í eðlisfræði frá 1994. Hann afhenti gullverðlaun til 18 keppenda af 266 á Ólympíuleikun- um í eðlisfræði sem lauk á mánu- dag í Sudbui-y í Kanada. „Senni- lega hef ég verið valinn til að af- henda ykkur gullverðlaunin til að venja ykkur við það hvernig þeir gera þetta í Stokkhólmi. Þangað eiga einhvei’jir ykkar vafalaust eft- ir að fara og sækja Nóbelsverð- launin." Hlutskarpasti einstaklingui-inn var 18 ára Irani, Sayed Mehdi An- vari og hlaut hann 47,25 stig af 50 mögulegum. Auk gullpeningsins voi-u honum afhent tilraunatækin úr verklega hluta keppninnar, inn- i-ammað merki leikanna og ókeypis aðgangur að Laurentian Háskólan- um í Sudbury. I öðru sæti var Þjóðverjinn Norbert Schuch með 46,5 stig og í því þriðja Rúmeninn Daniel Preda með 46 stig. Meðal- stigafjöldi þeix-ra þi’iggja er skil- greindur sem 100% árangur og skil milli verðlaunahópa miðuð við hann. Einn íslendingur, Jón Eyvindur Bjaimason, nemandi í MR náði Islendingur með heiðurs- viðurkenningu rúmlega 50% ái-angri og hlaut fyi'ir það heiðursviðurkenningu. „Fræðsluhlutinn var eins og ég bjóst við og ég átti ekki von á hærri einkunn úr honum,“ sagði Jón Eyvindur, en hann fékk 14,25 stig af 30 mögulegum fyrir þann hluta. „Ég hefði fengið meira en 10,5 stig af 20 mögulegum fyrir verklega hlutann ef ég hefði fattað að láta loga á leysigeislanum. Svo var hitinn líka svo mikill að leii'inn sem ég notaði til að skorða tækin var of mjúkur til að halda þeim al- mennilega.“ I óformlegum samanburði á meðalárangri þjóðanna kemur í ljós að rússneska liðið er í efsta sæti með meðalárangurinn 42,2 stig af 50 mögulegum. í öðru sæti eru Kínverjar með 42,1 stig en ír- anir í því þriðja með 38,8 stig. Is- land lenti í 47. sæti af 56 með 14,6 stig og var neðst í flokki Norður- landanna sem öll voru með svipað- an stigafjölda nema Finnland sem var áberandi hæst. Mikill áhugi fyrir keppn- inni hér á landi Við keppnisslitahátíðina afhentu kanadísku fi'amkvæmdaaðilarnir Alan Nursall og Clarence Vii'tue, íslendingum táknskjöld og farand- pening Ólympíuleikanna í eðlis- fræði sem haldnir verða á Islandi í júlí á næsta ári. Viðar Agústsson ft'amkvæmdastjóri leikanna tók við þessum farandmunum til varð- veislu í eitt ár og bauð fyrir hönd íslenska menntamálaráðuneytisins öllum 56 þátttökuþjóðunum til keppninnar að ári. Geysilegur áhugi er fyi'ir keppn- inni og hafa sex þjóðir sem ekki keppa nú á leikunum óskað eftir því að koma til leiks á íslandi. Þetta eru Indland, Mongolía, Turk- menistan, Ai-menia, Azerbadjan og írland. Alls óvíst er hvort fjái-veit- ing fæst til að verða við óvæntri ósk þessara landa um þátttöku á íslandi. Mikill fjöldi keppenda og starfsmanna 28. Ólympíuleikanna í eðlisfræði hér í Kanada hefur skráð nöfn sín á lista yfir þá sem óska að verða sjálfboðaliðar við leikana á Islandi næsta sumar. Islenska keppnisliðið kom heim í gærmoi'gun utan þriggja keppenda sem verða um vikutíma á ferðalagi um Bandaríkin nú að lokinni keppni. Morgunblaðið/Jim Smart S I veður- blíðu VEÐURBLÍÐA hefur verið á höfuðborgarsvæðinu að undan- förnu. Margir lögðust flatir til að slaka á í góða veðrinu og hugs- anlega í von um dekkra litarhaft en áður, þar á meðal Bjarki Stef- ánsson sem ljósmyndari Morgun- blaðsins kom auga á þar sem hann lá endilangur uppi á þaki við Grandagarð og naut sólar- innar. Auglýsing FRÉTTABRÉF UM HNATTREISU Vissirðu, að Hnattreisa Heimsklúbbsins í haust er stærsti viðburður í ferðasögu Islendinga fyrr og síðar? Ferðin hefst 1. nóv. nk. og stendur í 33 daga. Leiðin liggur um heimsálfurnar þrjár á suðurhveli jarðar, þ.e. Suður-Afríku, Astralíu og Suður-Ameríku að viðbættu Nýja- Sjálandi og Suður-Kyrrahafseyjum, Pólýnesíu með Tahiti og viðkomu á framandi stöðum s.s. Páskaeyju á ieið til Chile í Suður-Ameríku. Flogið er 4 sinnum yfir miðbauginn og einu sinni yfir daglínuna í austurátt, og þar með auka farþegarnir heilum degi í líf sitt, lifa 21. nóvember tvisvar, sitt hvorum megin línunnar, seinni daginn á Tahiti, sem fyrir okkur er einn mest framandi staður á jörðinni. Ferðin er farin á fegursta árstíma, þegar vor og upphaf sumars ríkir á suðurhveli og allur gróður í fegursta skrúða, en hiti hæfilegur, 20-30 °C. HNATTREISA HEIMSKLÚBBSINS HEIMSVIÐBURÐUR Ferðin er að öllu leyti frumsmíð Heimsklúbbs Ingólfs, sem gert hefur allar áætlanir, skipulag og pantanir hjá völdum hótelum og þjónustuaðilum á 12 viðkomustöðum leiðarinnar. Suðurhvel jarðar býr yfir mörgum mestu gersemum náttúrunnar, sérstæðu jurta- og dýraríki og stórbrotnu landslagi. Þetta er hinn „Nýi heimur“, sem síðast byggðist hvítum mönnum en varðveitir enn margt úr lífi og háttum frumbyggjanna, flestum norðurbyggjum ókunnugt. Ferðin vekur athygli fjölmiðla á albióðlegum vettvangi og mun verða í heimsfréttum, því að komið er í ljós að aldrei áður mun hafa verið efnt til hnattreisu með þessu móti fyrir hóp. Sérstaka athygli vekur að hópurinn stóri, 80 manns, kemur frá einni fámennustu þjóð heimsins. Bæði ljósvakamiðlar og alþjóðleg dagblöð munu fylgjast með ferðinni og birta myndir og frásagnir. Hvort tveggja vekur sérstaka athygli, stærð hópsins og leiðin sem valin er í kringum hnöttinn. Athugun hefur leitt í ljós, að ekki er vitað um jafnstóran hóp í hnattreisu nokkru sinni fyrr, né nokkurn skipuleggjanda, sem valið hefur þessa leið um álfurnar þrjár á suðurhveli, þar sem Suður-Afríka, Suður-Ameríka og Suður-Kyrrahafseyjar tengjast saman í einni ferð auk Astralíu. Líkur eru á að ferðin verði skráð í heimsmetabók Guinness. Ekki er enn vitað um áhuga íslenskra fjölmiðla á ferðinni, enda varla að vænta miðað við þá mismunun og áhugaleysi, sem ríkir í íslenskum fréttaflutningi um ferðalög. MARGIR MENNINGARHEIMAR I fyrsta áfanga er flogið með British Airways til Suður-Afríku og ekið eftir „Blómaleiðinni“, einni fegurstu akstursleið heimsins til Cape Town, en þar þykir eitt fegursta borgarstæði í veröldinni og allt umhverfið undurfagurt. Ferðast verður um hin frægu vínlönd og suður á Góðrarvonarhöfða, þar sem hópurinn verður sérstaklega myndaður. I allri ferðinni er gist á fyrsta flokks hótelum, og það ber til nýlundu bæði í Cape Town og Sydney að farþegamir fá nýjar hóteiíbúðir til afnota til aukinna þæginda, hvíldar og frelsis, þar sem gist er í 4 nætur á sama stað. Eftir vikudvöl í S-Afríku er flogið beint til Perth á vesturströnd Astralíu, og mun það vera fyrsta hópferð íslendinga þangað, en borgin þykir nýtískuleg, frjálsleg og skemmtileg. Oflug Islendingafélög í Perth og Sydney munu efna til sérstakrar móttöku í tilefni af heimsókninni. Sydney býr sig af kappi undir Ólympíuleikana árið 2000, en borgin er margverðlaunuð og valin skemmtilegasta borg heimsins í skoðanakönnunum. Frá Astralíu liggur leiðin til Nýja-Sjálands, sem þykir eitt búsældarlegasta land heimsins og höfðar sterkt til íslendinga vegna landkosta og líkingar við sumt í náttúrufari íslands. Dvalist er bæði í Auckland og höfuðstað frum- byggjanna, Maoríanna. Eftir 6 daga dvöl á Nýja-Sjálandi er flogið til Papeete á Tahiti og töfra Suðurhafseyja notið í 4 daga í paradísarfegurð umhverfisins og við ljúflyndi íbúanna, þar sem tíminn er varla til. A Ieið til Chile í Suður-Ameríku er lent á Páskaeyju, sem fræg er fyrir afar sérstæða frumbyggjalist. I lokin taka við fegurstu borgir S-Ameríku, Santiago de Chile, Buenos Aires og Rio de Janeiro, hver með sitt sérstaka yfirbragð og glæsibrag, sem bar af öðrum borgum heimsins á fyrri hluta 20. aldar. Allar hafa þær varðveitt stemmninguna og kúltúr, sem á uppruna sinn að verulegu leyti í Evrópu millistríðsáranna og er ekki lengur að flnna annars staðar. Búið er á glæsilegum hótelum, s.s. Claridge í Buenos Aires og lúxushóteli við Copacabana ströndina í Ríó, og þaðan haldið heimleiðis um London en hægt er að framlengja dvöl í S-Ameríku. Afar hagstætt verð ferðarinnar hefur vakið sérstaka athygli, enda alls staðar samið um bestu kjör milliliðalaust, og undirtektirnar voru að sama skapi. Ferðin seldist upp á mettíma, en nú geta 4 farþegar bæst við. Verið velkomin. Austurstræti 17, 4. hæð, 101 Reykjavík, sími 562 0400, fax 562 6564 PRIMA" HEIMSKLUBBUR GOLFS

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.