Morgunblaðið - 23.04.1997, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.04.1997, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ 1997 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ LISTA97 SUMAR AKOREYRl Kammer- tónleikar KAMMERTÓNLEIKAR verða haldnir í Deiglunni í kvöld, miðviku- dagskvöldið 23. júlí, og hefjast kl. 20.30. Þeir sem leika á tónleikunum eru Þórunn Ósk Magnúsdóttir lágfiðlu- leikari, Jeroen Robbrecht fiðluleikari og Kristinn Örn Kristinsson píanó- leikari. Þórunn Ósk er fædd á Akur- eyri, þar sem hún stundaði nám við tónlistarskólann. Hún stundaði fram- haldsnám í Hollandi og Brussel og útskrifaðist þaðan með meistara- gráðu 1996. Jeroen er belgískur að uppruna en hefur starfað víða um Evrópu með kammersveitum og strengjakvartettum. Kristinn Örn er Akureyringum kunnur því hann starfaði í bænum um árabil og hefur haldið fjölda tónleika, bæði einn og með öðrum. Á tónleikunum í Deiglunni leika þau verk eftir Brahms, Mozart, Hin- demith og Áskel Másson. Söngvaka Söngvaka verður í Minjasafns- kirkjunni kl. 21 alla þriðjudaga og fímmtudaga til 29. ágúst. Hér gefst kostur á að fræðast um íslenska al- þýðutónlist frá dróttkvæðum til okk- ar daga. Rósa Kristín Baldursdóttir og Þórarinn Hjartarson flytja klukkustundar dagskrá í tali og tón- um. Dagskráin er bæði ætluð erlend- um ferðamönnum og íslendingum. Innifalið í aðgangseyri er aðgangur að minjasafninu sem er opið frá kl. 20 til 23 þessi kvöld. Ljósmyndir John Hopkins sýnir ljósmyndir í Deiglunni fram til 27. júlí. Sýningin er opin daglega frá kl. 14 ti! 18. Um helgina, á laugardag og sunnu- dag kl. 15 og 17 sýnir John þrjár stuttmyndir sem heita „mama, where are you going?“, „memory of three infinte half-spaces“ og „waking up in finland". ----♦ ♦ 4--- Ferðafélag Akureyrar Jeppa- og gönguferð- ir um helgina FERÐAFÉLAG Akureyrar efnir til þriggja ferða nú um komandi helgi. A. föstudag verður lagt af stað í jeppaferð um Brúaröræfin. Þar verða skoðaðir ýmsir markverðir staðir, og má þar m.a. nefna Hafrahvammagljúfur, en þar fell- ur Jökulsá á Dal í hrikalegu gljúfri. Tvær gönguferðir eru einnig á dagskrá Ferðafélagsins, annars vegar Ólafsfjörður, Héðinsfjörður, Siglufjörður þar sem gengið verð- ur frá Ólafsfirði um Rauðskörð í Héðinsfjörð og þaðan um Hests- skarð til Siglufjarðar. Þá verður annar hluti raðgöngu sem efnt er til á þessu sumri og er að þessu sinni gengið úr Steinskarði um Hrossadai í Víkurskarð. Upplýsingar um ferðirnar og skráning fer fram á skrifstofu fé- lagsins við Strandgötu 23 alla virka daga frá kl. 16 til 19. Þrír flytj- endahópar á fernum tónleikum FJÓRÐA tónleikahelgi Sumartón- leika á Norðurlandi verður um helg- ina en þessi tónleikaröð er óvenjuleg að því leyti að sömu helgina verða þrennir ólíkir flytjendahópar á ferð um Eyjafjarðar- og Þingeyjarsýslur. Fyrstu tónleikamir í röðinni verða í Svalbarðskirkju í Þistilfírði fimmtu- dagskvöldið 24. júlí og föstudags- kvöldið 25. júlí verða tónleikar í Raufarhafnarkirkju. Þessir tónleikar hefjast kl. 21 og koma fram á þeim Amaldur Amarson, gítarleikari, og Ásdís Arnardóttir, sellóleikari. A efnisskránni verða verk eftir Burgmúller, Zenamon, Hafliða Hall- grímsson og Gnattali. Söngvaka við Mývatn Söngvaka verður haldin í Reykja- hlíðarkirkju við Mývatn laugardags- kvöldið 26. júlí kl. 21. Hana flytja Þórarinn Hjartarson og Rósa Kristín Baldursdóttir og bjóða þau áheyr- endum í sögulega söngferð um aldir íslenskrar tónlistar, allt frá drótt- kvæðum og fornum dönsum, með viðkomu í rímum, tvísöngslögum og kirkjulegum söng til sönglaga frá 19. og 20. öld. Meðfram söngnum er sögð saga þessarar tónlistar sem og þeim kveðskap sem henni teng- ist. Söngvaka af þessu tagi hefur verið flutt í Minjasafnskirkjunni á Akureyri á síðustu árum. Síðustu tónleikamir í röðinni verða í Akur- eyrarkirkju næstkomandi sunnudag, 27. júlí, kl. 17. Flytjandi er orgelleik- arinn Sixten Enlund frá Finnlandi og flytur hann verk eftir Rheinber- ger, Bride, Kokkonen, Englund og Salonen. Hann er fæddur árið 1955 og hefur stundað nám í heimalandi sínu, í Þýskalandi, Hollandi og Ung- veijalandi. Hann hefur komið fram á tónleikum víða og leikið inn á fjölda hljómplatna. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis og allir em velkomnir. Líkamsræktarstöð í stað sjóbjörgunarstöðvar Morgunblaðið/Bjöm Gíslason BREYTT hlutverk þessa húss við Strandgötu, „sjóslyssins“ svonefnda, þar sem verður líkamsræktarstöð í stað sjóbjörgunarstöðvar, kallaði á miklar umræður í bæjarstjóm Akureyrar. Sótt um leyfi til að stækka húsið SÓTT hefur verið um leyfi til bygginganefndar til að stækka hús sem stendur sunnan Strand- götu um 70 fermetra til að unnt verði að koma þar fyrir líkams- ræktarstöð World Class. Einnig hefur verið sótt um breytta starf- semi á lóðinni en hún er í sam- þykktu deiliskipulagi skilgreind sem ióð fyrir sjóbjörgunarstöð. Húsið var í eigu Kvennadeildar Slysavarnafélags íslands á Akur- eyri en var selt fyrir nokkru og verður þar líkamsræktarstöð. Erlingur Sigurðarson lagði til á fundi skipulagsnefndar að bæj- arstjórn myndi leita leiða til að ganga inn í kaupin „og koma þessu vandræðamáli þar með í höfn“, eins og hann orðaði það í bókun sinni. Miklar umræður urðu um þetta mál á fundi bæjar- stjómar nýlega og nefndi Heimir Ingimarsson, Alþýðubandalagi, að á sinum tíma hefði það sætt mikilli andstöðu að leyfa bygg- ingu á þessum stað, leyfið hafi fyrst og fremst fengist vegna þeirrar starfsemi sem vera átti í húsinu. Leitað hefði verið til bæj- arstjórnar þegar peningar kvennadeildar voru búnir og skuldastaðan orðin erfið. Mælti Heimir fyrir því að bæjarstjóra legðist gegn breyttri starfsemi í húsinu og það yrði notað í þágu hafnarinnar og eða ferðaþjón- ustu. „Þetta er ein alfallegasta lóðin í bænum,“ sagði Borghildur Blöndal, Sjálfstæðisflokki, og harmaði það mjög að Akureyrar- bær hefði ekki með myndarlegum hætti komið að rekstri þjónustum- iðstöðvar fyrir ferðamenn á þess- um stað. Úr því sem málum væri komið vænti hún þess að ekki yrði aukið á óyndisleikann með blikkandi pizzuauglýsingum á húsinu. Oddur Halldórsson, Framsóknarflokki, fagnaði því að húsið, sem gjarnan væri kallað „sjóslys", hefði fengið tilgang í lífinu og samflokksmenn hans, sem eru í meirihluta í bæjar- stjórn, bentu á að Akureyrarbær hefði ekki keypt húsið þar sem ekki lægju fyrir neinar sérstakar hugmyndir um notkun þess. „Hús við Strandgötu hafa breytt um hlutverk, vi i getum ekki látið til- finningamar hlaupa með okkur í gönur í þessu máli. Auðvitað er mörgum annt um þetta svæði, en f g held það sé ekkert slys þó þarna verði komið upp líkams- ræktarstöð í stað sjóbjörgunar- stöðvar," sagði Jakob Bjömsson bæjarstjóri. Fjölskylduhátíð fullveldisins í Hrísey Morgunblaðið/Magnús J. Mikaelsson ÞEIR sem tóku sér leigubíl í Hrísey um helgina stukku upp í dráttarvélakerru, hér em þeir Davíð Oddsson forsætisráðherra og Halldór Blöndal samgönguráðherra með eiginkonum sínum, Ástríði Thorarensen og Kristrúnu Eymundsdóttur. Um 800 gestir sóttu hátíðina HRÍSEYJARFERJAN Sævar flutti 1.853 farþega milli lands og eyjar um liðna helgi, en það er svipaður fjöldi og fluttur er á þessari leið á meðal vetrarmán- uði. Fjölmenni sótti Hríseyinga heim um helgina, enda mikið um að vera þegar eyjarskeggjar héldu fjölskylduhátíð fullveldisins í Hrísey. Flestir voru í eynni á laugardag, en aðeins einu sinni hefur feijan flutt fleiri farþega á einum degi, þegar rétt rúmlega 900 manns tóku sér far með feij- unni laugardag fyrir verslunar- ÁRNI Tryggvason og Sigurgeir Júlíusson sýndu gamlar aðferð- ir við fiskverkun á planinu við frystihúsið. mannahelgi fyrir 6 ámm. Veðrið lék við heimamenn og gesti sem nutu fjölbreyttrar dag- skrár, en Gunnar Jónsson sveit- arstjóri sagði ferðamannastraum til eyjarinnar byggjast á veðrinu. „Þessi hátíð tókst mjög vel og ég geri ráð við að við endurtökum hana, geram hana jafnvel að ár- legum viðburði," sagði Gunnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.