Morgunblaðið - 23.04.1997, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 23.04.1997, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ 1997 21 LISTIR Mikill og sérstak ur listamaður Morgunblaðið/Árni Sæberg GJÖRNINGAKLÚBBURINN. Fyrstu frægðar- sporin erlendis Berlín. Morgunblaðið. Cadavre exquis á Sólon Islandus FRANSKA djasshljómsveitin Cad- avre exquis og Tríó Ólafs Stephen- sen leika á Sólon Islandus í kvöld, miðvikudag, og hefjast tónleikarnir kl.22. I fréttatilkynningu segir að Cad- avre exquis sé þekkt hljómsveit í París um þessar mundir. Hljóm- sveitina skipa fímm tónlistarmenn, Laurent Plegelatte, sem leikur á saxófón, Georges Nikolaidis, flautuleikari, Gregory Tigrid, pí- anisti, Gérard Cazenave, bassaleik- ari og Pat Goldberg, trommuleik- ari. Þeii’ félagar leika aðallega í Frakklandi, en þeir hafa einnig komið fram á tónleikum í Brasilíu, Kúbu, Grikklandi, Italíu, Tékklandi og Tyrklandi. Hljómsveitin leikur frumsamda tónlist ásamt sígildum djasslögum. Tríó Ólafs Stephensen sem skip- að er þeim Tómasi R. Einarssyni, bassaleikara og tónsmið, Guð- mundi R. Einarssyni, trommu- og básúnuleikara og Ólafi Stephen- sen, jasspíanista, leikur hefð- bundna djasstríótónlist, sem hefur stundum verið kennd við New York-borg sjötta áratugarins. Þeir bregða oft á tíðum á leik og spila þjóðlög, sálmaiög og sönglög með sveiflu, segir jafnframt í fréttatil- kynningunni frá Sólon Islandus. LIST sem hefur áhrif á drauma okkar er yfirskrift gagnrýni Aal- borg Stiftstidende um sýningu Karólínu Lárusdóttur, tveggja norski-a málara og níu myndhöggv- ara en þeirra á meðal var Kristjana Samper. Sýningin var í Lerup á Jótlandi og fékk mjög góða dóma í dagblöðum og þá ekki síst hlutur Karólínu. Litlar perlur með mikið fegurð- argildi," segir gagnrýnandi Aal- borg Stiftstidende um ætingar Kar- ólínu. Þykir honum hún draga upp myndir úr undarlegri veröld þar sem hversdagsleg fyrirbrigði eru krydduð vingjarnlegum drauma- heimi. Olíumyndirnar hafi sígilt yf- irbragð, akvarell-myndirnar demp- aðri í litum en ekki eins ki-aftmikl- ar. Hrifnastur er gagnrýnandinn af ætingunum, sem eru mjög kraft- miklar. Mótívin eru hin sömu en þau eru krydduð með yndislegum fjölda af grafískum smáatriðum, um leið og hún heldur sig sig við hina ströngu uppbyggingu ... Kar- ólína er mikill og sérstakur lista- maður.“ Listiýnir Jyllands-Posten ber lof á Karólínu, sem hann segir frum- legan listamann sem hafi skilning á hinu hversdagslega en segi þó eitt- hvað nýtt í verkum sínum. Þau séu minningar um hversdaginn og nátt- úruna, í þeim birtist saga, goðsagn- ir og góðar frásagnir. Það er ekki mikið um bros á íslandi ef marka má Karólínu Lárusdóttur. Þess í stað hefur hún vingjarnlegt og ögn kaldhæðið blik í auga þegar hún málar frásagnir sínar og líti maður eftir getur að líta líflegt látbragð í hinum risastóru höndum persóna hennar. Eins og opnun á lokaðri frásögn, mann langar afskaplega mikið að yrkja áfram og komast inn. Presturinn og engillinn, emb- ættismaðurinnn og þjónustuandinn ... Og í bakgrunni er oftast hinn fagri mikilleiki íslenskrar náttúru, sem sýna hinar einstöku myndir hennar af daglegum gjörðum manna frá ýmsum hliðum.“ Islandi lýst með bliki í auga“ er yfirskrift gagnrýni Thisted dag- blad. Þar eru myndir hennar sagð- ar kjarni sýningarinnar, litríkar og góðar endurminningar um afstöðu manna byggða á stórfenglegri nátt- úru. Með ástúðlegri kaldhæðni lýsi hún Islendingum sem tómeygir horfi út í þokuna og eilífðina. Öllu er lýst á hrífandi, sagna-draum- kenndan hátt en um leið svo raun- verulegan í eilíflegra nánd sem er efst á baugi; Islandi og Islending- NYSTOFNAÐUR íslenskur fjöl- listahópur sem ber nafnið „The Icelandic Phony Company" er um þessar mundir að gera landann frægan í Berlín. Meðlimir hópsins eru meðal annarra hljómsveitin Kvartett Ó. Jónson og Grjóni, Gjörningaklúbburinn, að ógleymd- um plötusnúðunum Arna og Hrönn sem eru snillingar í að leggja meist- ara íslenska poppsins á fóninn. I fréttatilkynningu hópsins er lýst vonbrigðum þeirra með að á ís- landi sé ekki að finna fólk eins og Ciint Eastwood, einmana kúreka, og brimbrettagæja. í staðinn eru til hljómsveitir eins og Kvartett Ó. Jónson og Grjóni sem framkalla tóna sem minna óneitanlega á gleymdu hetjurnar og bæta landan- um upp missinn. Áður en kvartett- inn stígur á sviðið sjá stelpurnar úr Gjörningaklúbbnum um að skapa rétta stemmningu. Þær reyna að bræða hjörtu viðstaddra með því að dreifa hamingju-, náttúru-, sem og jákvæðum orkubylgjum um salinn. Til að ná settu marki nota þær leik- ræna tjáningu, myndbönd og frum- lega leikmuni, eins og vellyktandi og eldrauða hjartalagaða límmiða. Stelpurnar í Gjörningaklúbbnum eru fjórar menntaðar listakonur sem unnið hafa saman síðastliðin tvö ár. Þær hafa komið fram í sjón- varpi, skemmt í Þjóðleikhúskjallar- anum og sett upp sýningar víðs veg- ar um Reykjavíkurborg, t.d. á Mokka-kaffi sumarið 1996 og þar til fyrir skömmu stóð yfir sýning í Gerðubergi. Tónleikar og karnival íslenskra kúreka Unga fólkið í „The Icelandic Phony Company" í Berlín notar þá hugmynd að sýna ísland frá öðra sjónarhomi en gert er í ferða- mannabransanum og ekki er hægt að finna eitt orð um jökla, heita hveri eða gjósandi á dagskránni. Hópurinn hefur nú þegar haldið eina tónleika og risaboð þar sem ætlunin var að gefa innsýn í jaðar- menningu eyjarinnar. Auk leik kvartettsins og atriða Gjörninga- klúbbsins var rakin saga íslenska rokksins frá sjötta áratugnum til dagsins í dag. Fyrstu fimmtíu gest- irnir fengu að gæða sér á íslensku brennivíni og flatkökum meðan stuttmyndir ungra íslenskra höf- unda rúlluðu á hvíta tjaldinu. Teitið var haldið á bar leikhúss í miðborg- inni sem ber nafnið Þjóðarsviðið (Volksbúhne) og státar af umdeild- ustu en jafnframt best sóttu leik- sýningum í Berlín. Það er með ólík- indum hversu vel tókst til hjá hópn- um, sérstaklega í ljósi þess að ekki er hægt að fullyrða að gestir gætu vitað að hverju þeir gengu. En for- vitnin um islenskar listir virðist mikil því staðurinn fylltist snemma kvölds. í kjölfar þess kviknaði sú hugmynd að hópurinn stæði fyrir sýningu á stóra sviði leikhússins næsta sumar. Leikstjórinn Christoph Schlingensief bauð kvart- ettinum að semja tónlist við nýjustu kvikmynd hans og eins fengu þeir tilboð um að leika lag á rokkabillíp- lötu sem kemur út á þessu ári. Unga fólkið var auðvitað himinlif- andi yfir velgengninni en þau töldu hana vera afrakstur góðs skipulags og umfjöllunar um þau í menningar- tímaritum borgarinnar. Þau vildu einnig koma á framfæri óánægju með það að enginn var tilbúinn að styrkja frumkvæði þeirra á íslandi; þessa líka nýstárlegu landkynningu er virðist hitta beint í mark. Á morgun, fimmtudag, mun fjöllista- hópurinn standa fyrir skemmtun í hinni þekktu listasmiðju Tacheles. um. Snemmklassfk í Skálholti TONLIST Skálholtskirkja KIRKJUTÓNLEIKAR Verk eftir Haydn og Mozart. Magnea Gunnarsdóttir sópran, Hilmar Örn Agnarsson og Guðmundur Sigurðsson, orgel; Kammerkór Suðurlands; Sinfóníu- liljómsveit áhugamanna. Stjórnend- ur: Ingvar Jónasson og Hilmar Ö. Agnarsson. Skálholtskirkju, laugar- daginn 19. júlíkl. 16. UNDIR yfirskriftinni „Þorláks- messa á sumri“ var efnt til hátíð- artónleika í Skálholtskirkju á laugardaginn var við góða aðsókn. Verkefnin voru öll flutt með þátt- töku lítillar strengjasveitar úr Sinfóníuhljómsveit áhugamanna, og söngverkin tvö voru flutt af Kammerkór Suðurlands, sem að líkindum mun nýstofnaður, þótt ekki hafi komið fram af tónleika- skrá. Hilmai' Örn Agnarsson org- anisti og kórstjóri lék einleik í Orgelkonsert Hob. XVIII: 5 í C- dúr eftir Joseph Haydn ásamt 12 manna strengjasveit SÁ undir stjórn Ingvars Jónassonar, ljúmannlegu litlu þinþættu verki með kammersvip, enda ekki notað fótspil frekar en í orgelkonsertum Hándels, og frá upphafsárum klassisismans (1763) eins og heyrðist m.a. af útbreiddum „trommubassa“-rithætti líkt og í eftirfarandi æskuverki Mozarts frá 1772, K 136. Strengirnir vora heldur hlédrægir, einkum í and- andeþættinum (II.), en Hilmar Örn lék létt og af öryggi. Dívertimento Mozarts í D-dúr K 136, samið á 14. aldursári, er ekki meðal eftirtektai'verðustu smíða hans og að því leyti misskipt milli radda, að fiðluhlutverkin eru stór- um kröfumeiri en önnur, enda ginnti tilbreytingarlítill trommu- bassinn oftar en einu sinni dýpri strengina fram úr fiðlum í tempói, sem á móti höfðu tilhneigingu til að hægja á í mesta flúrinu, og reyndi þar ítrekað á röggsemi stjómandans, Ingvars Jónassonar. 13 manna Kammerkór Suður- lands (SATB: 2-3-4-4) söng hina yndislegu Litlu orgelmessu Ha- ydns (Missa brevis St. Joannis de Deo) frá 1775 ásamt SÁ af þokka undir stjórn Hilmars Amar. Há- punktur messunnar er í Benedict- uskaflanum, þar sem Guðmundur Sigm-ðsson lék einleik á orgel og kórfélaginn Magnea Gunnarsdótt- ir söng einsöng. Skiluðu bæði hlutverkum sínum með prýði. Magnea er ung og efnileg söng- kona með bjarta drengjasóprans- lega rödd sem skein einnig yfir öllu í kórköflunum, enda kven- raddir í KS (aldrei þessu vant!) fá- liðaðri en karlarnir. Burtséð frá því ójafnvægi, svo og svolítið hrá- um tenórum og fremur grunnum bössum, söng kórinn af ögun og innlifun, ekki sízt í undurfallega Agnus Dei lokaþættinum, þar sem SÁ strengirnir sýndu einnig sína beztu hlið. Kirkjusónata Mozarts í D-dúr K 144, frá sama ári og Diverti- mentoið, var að mörgu leyti vel spiluð undir stjórn Ingvars, en þó bar hér hlutfallslega mest á slakri inntónun, sem oft hefur verið betri en við þetta tækifæri. Að lokum fluttu kór og strengir hið litla Graduale eftir Mozart frá 1777, Sancta Maria, mater Dei, með miklum ágætum undir stjórn Hilmars Arnar Agnarssonar. Ríkarður Ö. Pálsson 25.-27. jlílí Sumarkvöld i Neðstakaupstað FurðuFleyjakeppní Linudans á Núpi, Dýrafirði Lúðrasveit frá Linköpincf Bryáðjuball i Sundahöfn Pétur Pókus Karius ocj Baktus Dorcjkeppni Götukörfubolti Jasstríó Ólafs Stephensen Fiskmarkaður Gönðuferðir - Sigjlinðar VESTFIRÐIR ERU NÆR EIM ÞIG GRUIMAR, VELKOMIISI VESTUR. Isafjarðarbær

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.