Morgunblaðið - 23.04.1997, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.04.1997, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Loðnuverksmiðja SR-mjöls Ekki veitt starfsleyfi nema til eins árs Morgunblaðið. SigluQörður. BÆJARSTJÓRN Siglufjarðar hefur lagt það til við Hollustuvernd ríkis- ins að loðnuverksmiðrju SR-mjöls á Siglufirði verði ekki veitt starfsleyfi nema til eins árs verði ekki gerðar úrbætur á mengun þeirri sem kemur frá verksmiðjunni, þ.e. bæði sjón- og lyktarmengun, og fullkomnum mengunarvamarbúnaði komið upp við verksmiðjuna. Kristján Möller, forseti bæjar- stjómar Sigluflarðar, segir það óásættanlegt að forsvarsmenn SR- mjöls ætli sér þrjú ár í úrbætumar, þær verði að koma fyrr. Hins vegar telur Kristján vera vilja innan bæj- arstjómarinnar til að veita starfs- leyfi áfram ef framkvæmdir við mengunarvamarbúnað verði vel á veg komnar næsta vor. „Að sama skapi ef ekkert verður farið að gera að ári liðnu tel ég að erfitt verði fyrir verksmiðjuna að fá vinnsluleyfi yfír hásumarið.‘‘ Þórður Jónsson, framkvæmda- stjóri SR-mjöls, segir stefnt að því að taka nýja þurrkara í gagnið vor- ið 1999. Vonast er til að þeir muni bæta úr lyktar- og sjónmengun. Reiknað er með að þeir verði af sömu gerð og þurrkarar sem settir hafa verið upp í öðmm verksmiðjum þar sem sambærileg vandamál hafa verið til staðar. Morgunblaðið/Benjamín Baldursson SALKA með folöldunum sínum tveimur sem dafna vel. Morugunblaðið/Sigríður REYK frá Loðnuverksmiðju SR-mjöls leggur yfir bæinn og veldur lyktar- og sjónmengun. Salka kast- aði tveimur folöldum EyiaQarðarsveit. Morgunblaðið. SA fágæti atburður gerðist á bænum Bringu í Eyjafjarðar- sveit að hryssan Salka frá Kvía- bekk, ættb. nr. 9649 kastaði tveimur folöldum sem bæði lifa og eru spræk. Folöldin sem eru hryssur eru undan Víkingi frá Voðmúlastöðum í Austur-Lan- deyjum. Hjónin á bænum, Jóna Sig- urðardóttir og Sverrir Reynis- son óku með hryssuna alla leið suður i Rangárvallasýslu í fyrra og nú er árangur þeirrar ferðar kominn í ljós og verður að telj- ast mjög góður. Salka hlaut 7,88 í aðalein- kunn þegar hún var sýnd og er þar af leiðandi nánast við það að ná fyrstu verðlaunum. Geta þau hjón á Bringu því átt von á að eignast í framtíðinni miklar gæðingshryssur. Vatnsverð til Kópavogs Fyrra mat lækkað DÓMKVADDIR yfirmatsmenn hafa ákveðið að Kópavogsbær skuli greiða 11,69 kr. til Vatnsveitu Reykjavíkur fyrir hvern rúmmetra af köldu vatni. Verðið gildi frá 1. janúar 1996 til fimm ára og taki árlega breytingum, sem verða á vísi- tölu byggingarkostnaðar. Er þetta um 80% hækkun af fyrra mati en Vatnsveita Reykjavíkur hafði farið fram á 30% hækkun í viðræðum við Kópavog segir í bókun borgarráðs. Bæjarráð Kópavogs hafnaði þeirri hækkun. Bæjaryfirvöld í Kópavogi kærðu niðurstöðu undirmatsgerðar frá því í desember árið 1996 en samkvæmt henni var Kópavogsbæ gert að greiða 12,70 kr. til Vatnsveitu Reykjavíkur fyrir hvern rúmmetra af vatni. I bókun borgarráðs er því fagnað að loks sé komin niðurstaða í ákvörðun um vatnsverð til Kópavogs og telur borgarráð að yfirmatið sé vel viðunandi fyrir Vatnsveitu Reykjavíkur. Tekið er fram að borg- arráð sé ekki sammála þeirri túlkun yfirmatsmanna að með jafngreiðsl- um taki Kópavogur eðlilegan þátt í kostnaði af fjárfestingum sem verði á hverju verðtímabiii. Samkvæmt skilningi borgaryfirvalda taki Kópa- vogsbær engan þátt í afskriftum og vöxtum af þeirri fjárfestingu sem verður á milli verðákvarðana af þeim hluta sem þá varðar. -----»44---- Eldur í íbúð í Safamýri MIKLAR skemmdir urðu á íbúð í Safamýri 42 þegar eldur braust út í henni í gærkvöldi. Slökkviliðinu í Reykjavík var tilkynnt uppúr níu að reyk legði út úr íbúðinni. Það tók um eina klukkustund að ráða niður- lögum eldsins. Enginn var í íbúðinni og eru eldsupptök ókunn. Ný tilboð um byggingu yfir skautasvellið IBR mælir með tillögu Istaks Kröfhiboranir á undan áætlun þrátt fyrir töf BORGARRÁÐ vísaði á fundi sín- um í gær erindi frá íþróttabanda- lagi Reykjavíkur, ÍBR, um bygg- ingu yfir skautasvellið í Laugardal til umhverfis- og skipulagsnefnd- ar. Alútboð fór fram um þetta verkefni og skiluðu þrír verktakar inn tilboðum sem öll reyndust vera of há. ÍBR tók síðan upp viðræður við verktakana um hvort einhveij- ir ódýrari kostir væru fyrir hendi. Nú hefur stjórn ÍBR ákveðið að f;anga til samningaviðræðna við stak um byggingu skautahallar í Laugardal fáist til þess öll nauð- synleg leyfi. Ármannsfell afhenti nýtt tilboð sem féll nær þeim fjárhagsramma sem unnið hefur verið eftir og ís- tak lagði fram tilboð sem fyrirtæk- ið sendi ekki inn í upphaflegum tilboðsfresti vegna mistaka. Bygg- ingamefnd skautasvellsins fór yfir tilboðin og voru niðurstöðurnar þær að heildarkostnaðarverð bygginganna væri svipað, eða 185-190 milljónir króna. Bygging ístaks var talin vera vandaðri og skipulag innanhúss betra. Var til- laga fyrirtækisins talin falla betur að þeim hugmyndum sem eru um rekstur hússins. Borgin eignast húsið Yfírbyggingin á að vera um 3.300 fermetrar að stærð og á að geta hýst margvíslegar kynningar og sýningar auk þess sem skauta- íþróttamenn eiga þ&r skjól. Sam- kvæmt samningi IBR við Reykja- víkurborg skal fjallað um málið fyrir borgarráði. ÍBR fjármagnar framkvæmdina en samkvæmt samningnum eignast Reykjavíkur- borg húsið á 15-20 árum og legg- ur fram 15 milljóna króna framlag til framkvæmdarinnar á ári. Erindið fer nú fyrir fund um- hverfis- og skipulagsnefndar og standa vonir til að það verði síðan endanlega afgreitt frá borgarráði næstkomandi þriðjudag. Reynir Ragnarsson, formaður IBR, telur að framkvæmdir geti hafist upp úr mánaðamótum fáist öll nauð- synleg leyfi og þeim verði lokið í febrúar á næsta ári. Forsetinn til Finnlands Með Fokk- er-flugvél Gæslunnar ALLAR líkur eru á því að for- seti íslands og fylgdarlið hans fari með Fokker-vél Land- helgisgæslunnar í opinbera heimsókn forsetans til Finn- lands í lok ágúst nk., að sögn Kornelíusar Sigmundssonar, forsetaritara. „Ef það verður ákveðið verður það alfarið gert af hagkvæmniástæðum," segir hann. „Landhelgisgæslan gerði okkur tilboð í flugið og með tilliti til farangurs og farþega sýnist mér að það sé ódýrara að fara þannig en með venju- legu áætlunarflugi Flugleiða, SAS og Finnair," segir Korn- elíus. Þá segir hann að auk þess sem margir farþegar muni verða með í för verði tekinn með allur matur á þær samkomur sem forsetinn mun halda í heimsókninni. Aðspurður telur Kornelíus að ekki verði endanlega geng- ið frá þessu máli fyrr en um miðjan ágúst næstkomandi. VERIÐ er að ljúka borun á annarri af þremur nýjum holum við Kröflu sem boraðar verða í sumar en auk þeirra á að gera við tvær aðrar hol- ur. Er ætlunin með þessu að fá meira gufuafl fyrir virkjunina. Verk- ið tafðist um nokkra daga þar sem borinn sat fastur en I gær tókst að losa hann. Ásgeir Margeirsson, tæknistjóri Jarðborana hf. sem annast borunina fyrir Landsvirkjun, segir borinn hafa fest á um tvö þúsund metra dýpi en öllu lengra verður ekki borað. Beita hafi þurft ýmsum brögðum til að losa borinn. Holan er svokölluð skáhola, þ.e. borað er fyrst lóðrétt niður 300-1.000 metra eftir aðstæð- um, síðan á ská og segir hann hægt að beygja í allar áttir og bora upp eða niður. Segir Ásgeir að meðal annars sé beitt nýrri tækni við bor- unina og fengnir hafí verið tækni- menn frá Noregi, olíubormenn, sem vanir eru að bora skáholur, en einn- ig þarf ýmsan flóknari búnað og dýrari en notaður var við fyrri ská- holur fyrir einum 15 árum. Er þetta nýjung hér að sögn Ásgeirs og hef- ur borunin gengið vel, verkið er í heild á undan áætlun þrátt fyrir töfina nú. Um árangur af gufuöflun verður ekki hægt að segja neitt ákveðið fyrr en búið er að ganga frá holunni og prófa. 13 ára kærði nauðgun ÞRETTÁN ára stúlka kærði tvo menn fyrir nauðgun á tjaldstæði á Bíldudal um helg- ina. Þórólfur Halldórsson, sýslumaður á Patreksfirði, sagði síðdegis í gær að málið væri í rannsókn. Hann sagði að enginn væri í haldi lög- reglu vegna málsins, en varð- ist að öðru leyti fregna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.