Morgunblaðið - 23.04.1997, Blaðsíða 36
36 MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
AFMÆLI
ÍDAG
FRIÐRIK
JÓNASSON
MÉR finnst hann Frið-
rik vera einn af óska-
bömum íslands. Hann
ólst upp, þegar vorhug-
ar tók að gæta hjá
þjóðinni; frelsi og full-
veldi var að verða að
veruleika. Menntun á
uppleið, skólakerfi í
mótun. Bjartsýni var
yfirleitt ríkjandi. Þjóð,
sem búið hafði við er-
lend yfirráð um aldir,
sá nú hilla undir betri
tíð, sem hlaut að koma
þegnunum til góða. Nú
var hægt að vinna að
eflingu framfara á andlegum og
efnislegum sviðum.
Friðrik var hann skírður, en for-
eldrar hans voru Helga Baldvinsdótt-
ir, ráðskona, og Jónas Eiríksson,
fyrrum skólastjóri á Eiðum., þá bóndi
á Breiðavaði. Friðrik segist hafa ver-
ið sambýlisbam, en foreldrar hans
bjuggu saman í óvígðri sambúð.
Aður var Jónas Eiríksson kvæntur
Guðlaugu Margréti Jónsdóttur,
bónda á Eiríksstöðum, Jónssonar.
Synir þeirra, og þar með hálfbræður
Friðriks, vom Halldór kennari og
cand. phil.; Jón Gunnlaugur kaup-
maður, Benedikt kaupmaður; Gunn-
laugur bankagjaldkeri; Emil Brynj-
ólfur símritari. Þeir bjuggu á Seyðis-
fírði. Þórhallur var hreppstjóri og
bóndi að Breiðavaði í Eiðaþinghá.
Helga, móðir Friðriks, var áður
gift Gunnlaugi Ólafssyni, bónda, og
átti með honum þijú böm: Björgúlf,
er vann við kaupfélagið á Norð-
fírði, látinn; Guðbjörgu, húsfreyju
og ljósmóður, dáin 1929; og Soffíu,
er dó bam að aldri.
Vegna þess að Friðrik var yngst-
ur sjö sona Jónasar á Breiðavaði,
var hann oft í æsku nefndur í gamni
Friðrik sjöundi.
Friðrik átti því láni að fagna að
eiga foreldra, sem vom áfram um
að hann nyti skólamenntunar. Þá var
nálægð Eiðaskóla nokkurs virði.
Friðrik hóf nám í þeim ágæta skóla
haustið 1923, þá 16 ára að aldri.
Þar var þá skólastjóri hinn vel
menntaði mannvinur, séra Ásmund-
ur Guðmundsson, síðar prófessor og
biskup. Honum ber Friðrik vel sög-
una, en öllum kom hann til nokkurs
þroska, eins og sagt var um annan
ágætan mann endur fyrir löngu.
Haustið 1925 innritaðist Friðrik
í Kennaraskóla íslands, sem þá var
undir stjóm séra Magnúsar Helga-
sonar. Árið áður var námstími skól-
ans lengdur um einn mánuð, í 7;
og námið aukið að miklum mun, en
frá upphafí vom námsárin þrjú, og
stóð svo þar til 1945, að þau urðu
fjögur.
Friðrik settist í fyrsta bekk skól-
ans, því skólastjórinn vildi ekki, að
hann færi hærra fyrst í stað. Ann-
ars ber Friðrik séra Magnúsi afar
vel söguna, eins og allir sem undir
hans stjóm vom. Kennaraprófí lauk
Friðrik vorið 1928, þá 20 ára að
aldri. Ásamt honum luku þá kenn-
aranámi meðal annarra: Aðalsteinn
Hallsson, Bjöm Sigfússon, Böðvar
Guðjónsson frá Hnífsdal, Sigurður
Helgason rithöfundur og Hlöðver
Sigurðsson. Ekki útskrifuðust þá
nema 19 kennarar, og em þeir nú
flestir horfnir af sviðinu.
Menntalöngun Friðriks var rík,
og þess vegna lét hann sér ekki
nægja almennt kennarapróf, en hélt
í siglingu til Danmerkur haustið
1928 og stundaði vetrarlangt nám
í leikfími við Statens Gymnastik
Institut, sem nú ber heitið Statens
Höjskole for Legemsövelser.
Að loknu þessu námi sótti Friðrik
um íþróttakennarastöðu við Bama-
skólann í Hafnarfirði og
hafði fengið hana, en
þá brá svo við allt í einu,
honum að óvömm, að
ráðherra menntamála
veitti öðmm manni
starfíð, sem að vísu var
lærður frá Statens (eins
og skólinn var oftast
nefndur í daglegu tali),
en hafði ekki almennt
kennarapróf, eins og
Friðrik. Sýnist sem
þama hafí verið um
valdníðslu að ræða, en
það er ekki nýtt gagn-
vart kennumm.
Nú vom góð ráð dýr. Ekki gat
Friðrik verið atvinnulaus lengi, bú-
inn að kosta sig til náms árum sam-
an, hér heima og erlendis. Hann
gerðist lögreglumaður á Seyðisfirði,
og var við það starf í tvö ár. En
nú hófst kennaraferill Friðriks brátt.
Hann fékk stöðu við Bamaskólann
á ísafirði haustið 1931. Þaðan hélt
hann til Reykjavíkur og gerðist
kennari við Melaskóla haustið 1947,
en sá skóli hóf starf árið áður í
glæsilegum húsakynnum. Við Lang-
holtsskóla kenndi Friðrik frá 1952
til 1958; við Vesturbæjarskóla til
1969; og loks við Laugarnesskóla
til 1972. Ekki vildi Friðrik kenna
íþróttir eingöngu, þótt hann væri
íþróttakennari; fannst það um of
einhliða og fábrotið. Hann starfaði
hjá Samvinnutryggingum og Lands-
banka íslands um skeið.
Þá var Friðrik bókavörður við
Bókasafn Elli- og hjúkmnarheimili-
sins Gmndar um langt árabil, og
hjá ónefndu félagi, sem hafði yfír
stóm bókasafni að ráða. Bókband
hefur Friðrik stundað lengi, og er
margt bókanna í hinu yfirgripsmikla
og fagra bókasafni hans bundið af
honum með snilldarbrag.
Þetta em ærin störf, og em þau
þó ekki nándar nærri upp talin hér,
enda má Jesa um þetta allt í Kenn-
aratali á íslandi og í Bókavarðatali.
Friðrik er þríkvæntur. Fyrsta
kona hans var Hólmfríður Hem-
mert, kennari, og í því hjónabandi
fæddist dóttirin Jóhanna Amljót,
BA, menntaskólakennari, sem gift
er Baldri Þorsteinssyni, skógfræð-
ingi, frá Sauðlauksdal. - Önnur
kona Friðriks var Sigríður J. Magn-
úsdóttir. Áttu þau saman dótturina
Björk Helgu, húsfreyju í Reykjavík.
Hjónabönd þessi enduðu bæði með
skilnaði. - Þriðja kona Friðriks var
Magnea Hjálmarsdóttir, kennari,
sem lést 1995. Allra eiginkvenna
sinna minnist Friðrik með ást og
virðingu. Þær em sofnaðar svefnin-
um langa.
Friðrik verður á afmælisdegi sín-
um suður á Spáni, ásamt dóttur
sinni, Björk. Hann getur litið yfir
langan og farsælan ævidag. Níutíu
ára lítur hann út eins og maður um
áttrætt, og það vel farinn. Getur
hugsast, að íþróttakennarar endist
öðmm mönnum betur? Mér sýnist
það.
Mér verður minnisstætt það, sem
Friðrik segir um lífíð. Hann lætur
svo um mælt: „Ef þú sendir eitthvað
fagurt frá þér, færðu það til baka,
á sama hátt og bergmálið. Sama
er að segja um hið illa. Það færðu
framan í þig í sama mæli og þú
sendir það frá þér.“ Þetta er mikil
lífsspeki, og Friðriki lík, sem ætíð
hefur leitað sannleikans. Hann er
guðspekisinni eða guðspekinemi, og
andans maður. Til hamingju með
níu áratugina, vinur! Lifðu heill sem
lengst!
Auðunn Bragi Sveinsson,
fyrrum kennari
og skólasljóri.
Sýníng um samsíæður
og andstæður Norðmanna
05 íslendinga á miðöldum.
Þjóðmínjasafn íslands
SKÁK
Umsjón Margeir
Pétursson
STAÐAN kom upp í ár-
legri keppni bestu kvenna
í heimi við nafntogaða öld-
unga. Kínverska stúlkan
Zhu Chen (2.515) hafði
hvítt og átti leik, en gamla
kempan Mark Taimanov
(2.425), Rússlandi, var með
svart. Sú kínverska fann
gríðarlega sterkt framhald
í stöðunni:
31. Hxc7! - Bxc7 32.
Hxc7 - Bc8 33. h4 -
Hgh5 34. Bf3 - H5h7
(Engu betra virðist 34. —
Ra8 35. He7! - Kf6 36.
d6 - Hd8 37. Bxh5 -
Hxd6 38. He8! Og hvítur
vinnur.) 35.
Rxe5 - Kf6
36. Rd3 -
Hd8 37. e5+
- Kg7 38. e6
- Kf6 39. Rf4
- Ra8 40. e7
- He8 41.
Hxc8! -
Fórnar öðr-
um skiptamun
og tryggir sig-
urinn, því tvö
samstæð frí-
peð á d6 og e7
munu kosta
svart mikið lið.
Lokin urðu:
41. — Hxc8
42. d6 - Rb6
43. Bxb7 - Hhh8 44. Re3
- Hb8 45. Bc6 - Ke5 46.
d7 - Rxd7 47. Bxd7 -
Kd6 48. e8D - Hhxe8 49.
Bxe8 — Hxe8 50. Rc4+ —
Kc5 51. Rxa5 - Kb4 52.
Rb7 - Kxb3 53. a5 -
Hel+ 54. Kg2 - Hal 55.
Rd6 - Hxa5 56. Rxf7 -
Hf5 57. Rh6 - Hf6 58.
Rg4 - Ha6 59. Re5 og
Taimanov gafst upp.
Laglegt handbragð hjá
þessari tvítugu kínversku
stúlku sem gæti vel fetað
í fótspor stöllu sinnar, Xie
Jun, sem var heimsmeist-
ari kvenna frá 1991—96.
Zhu Chen afrekaði það
nýlega að verða í 2. sæti
á opna kínverska meist-
aramótinu. í Kína er jafn-
rétti kynjanna í fullu gildi
við skákborðið!
HVÍTUR leikur og vinnur
HEILRÆÐI
Byrgjum brunninn áður
barnið fellur ofan í hann!
Vert er að minna á hina miklu
slysahættu sem skapast þar sem
heitir pottar i görðum eru hafðir
án loka eða hlífa milli notkunar
Litil böm geta hæglega faríð
að voða, falli þau ofan í þá.
Því er nauðsynlegt að setja
tryggilegt lok yör til að koma
veg fyrir slys.
KOMUM
HEIM
VELVAKANDI
Sveirar í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
Tapað/fundið
Þrír giftingar-
hringar töpuðust
ÞRÍR giftingahringar, í
rauðri hjartalaga öskju
frá Mebu, töpuðust fyrir
utan IKEA í Holta-
görðum rétt fyrir hádegi
mánudaginn 21. júlí.
Hringarnir eiga að
notast við hjónavígslu
nk. laugardag og er því
brýnt að þeir komist í
réttar hendur. Skilvís
finnandi vinsamlega hafí
samband í síma
567-3110 eftirkl. 17eða
skili þeim á næstu
lögreglustöð.
Fundarlaun.
Canon myndavél
tapaðist í
Þórsmörk
CANON myndavél í
svörtu tauhulstri með
bláum saumum tapaðist
í Þórsmörk 5.-6. júlí.
Skilvís fmnandi vinsam-
lega hringi í Auði í síma
557-7493.
Svart veski
tapaðist
SVART veski með
skilríkjum tapaðist
mánudaginn 21. júlí.
Anna Hardenberg, sem
er gestkomandi hér á
landi, tapaði veskinu og
er hún skiljanlega í vand-
ræðum án þess. Skilvís
fínnandi vinsamlega
hringi í síma 553-7654.
Peysa fannst
PEYSA fannst í Austur-
stræti sunnudaginn 20.
júlí. Eigandi getur hringt
í síma 562-3532.
Dýrahald
Kassavanir
kettlingar
TVEIR kassavanir
fallegir kettlingar fást
gefíns. Uppl. í síma
564-1605.
Fallegir
kettlingar
fást gefins
TVEIR kettlingar,
fallegir, fást gefíns.
Uppl. í síma 557-1346.
Þrír kettlingar
fást gefins
ÞRIGGJA mánaða kettl-
inga (2 svartir og 1
svartur og hvítur) vantar
góð heimili sem fyrst.
Uppl. í síma 554-5737
eftir kl. 17 og 554-0902
eftir kl. 13.
Hvít læða hvarf
frá Óðinsgötu
HVÍT læða hvarf að heiman frá Óðinsgötu laugar-
daginn 19. júlí. Þeir sem hafa orðið varir við hana
eru beðnir að hringja í síma 561-3272 eða 565-1075.
Fundarlaun.
Víkveiji skrifar...
VÍKVERJA hefur borist eftir-
farandi bréf frá Viktori A.
Ingólfssyni, tæknifræðingi hjá
Vegagerðinni: „Ágæti Víkveiji.
I dálki þínum þann 16. júlí
kvartar þú yfir umferðarmerkjum
með áletruninni „einbreið brú“ og
vilt nota „þröng brú“ í staðinn.
Þama er um misskilning að ræða.
Brýr geta verið svo þröngar að
stærstu bflar komast ekki um þær
og þá eru þær merktar með bann-
merki sem takmarkar breidd öku-
tækja. Einbreið brú er hins vegar
aðeins með einni akrein og getur
verið nokkuð breið sem slík. Orðið
„einbreið" sem þú kallar orðskrípi
er birt í Orðabók Menningarsjóðs
útg. 1983 athugasemdalaust.
Starfsmenn Vegagerðarinnar
hafa notað þetta orð yfir brýr með
einni akrein svo lengi sem ég man
og verður erfítt að venja þá af
því. Þeir munu í öllu falli ekki
nota „þröng brú“ í staðinn. Og ef
Víkveiji vill höfða til æðra yfír-
valds um að breyta þessu er rétt
að benda honum á að það er dóms-
málaráðuneyti sem gefur út reglu-
gerð um umferðarmerki og notkun
þeirra en ekki „yfirmaður sam-
gangna" sem Víkveiji kallar svo.“
xxx
VÍKVERJI á eftir sem áður
jafnerfitt með að sætta sig við
orðið einbreið, þó starfsmenn
Vegagerðarinnar hafi vanið sig á
það. I huga Víkveija og væntan-
lega flestra annarra er það þröng
brú, sem ekki er hægt að mætast
á. Víkveiji á ennfremur erfitt með
að trúa því að starfsmenn Vega-
gerðarinnar geti talað um mjög
einbreiða brú án þess að finna hve
annkanalegt það er. Vonandi verð-
ur þessu orðasambandi útrýmt úr
málinu með því að breikka allar
brýr.
XXX
A
AÞESSUM árstíma standa
vegaframkvæmdir og vega-
bætur sem hæst og verða veg-
farendur, gangandi sem akandi að
una því, og ekkert við því að segja.
Auðvitað vildu vegfarendur helst
að vegabætur á þungum umferðar-
æðum færu einkum fram að nóttu
til, en líklega er slíkt svo dýrt, að
óskynsamlegt væri að flytja fram-
kvæmdaþungann yfir á þann tíma
sólarhringsins, þegar flestir lands-
menn lúra á sínu eyra.
xxx
AÐ ERU ekki framkvæmdirn-
ar sjálfar sem Víkveiji dags-
ins hefur áhyggjur af, heldur ís-
lenskukunnátta þeirra sem vinna
við framkvæmdirnar. Fyrir
skömmu átti Víkverji leið um
Höfðabakkabrúna yfir Elliðaár,
fyrst á norðurleið og hálftíma síð-
ar á suðurleið. Þegar ekið var í
norður, var ekið framhjá tveimur
skiltum við vegarbrún með
skömmu millibili og áletrunin á
báðum var þessi: „Varúð! Bleita!"
Á leið til baka, skömmu síðar, ók
Víkveiji framhjá öðrum tveimur
skiltum við vegkantinn, og þar var
nákvæmlega sama áletrunin:
„Varúð! Bleita!“ Þeir sem sjá um
gerð svona viðvörunarskilta hjá
embætti gatnamálastjóra kunna
sem sé ekki að stafsetja orðið
bleyta!