Morgunblaðið - 23.04.1997, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
HVERT biskupsefnanna fjögurra fær lyftuþjónustustarfið í húsi Herrans???
Matarstell fyrir alla
í miklu úrvali á hagstæðu verði.
Hvort sem þig langar í hvítt, rósótt, munstrað
eða litað þá eigum við það og meira til.
Rosas, litríkt og fallegt matarstell frá Spáni.
Verðdæmi, einlitur matardiskur kr. 520,
munstraður kr. 820,- kaffibolli með undirskál kr. 870,-
Þolir uppþvottavélar og örbylgjuofna.
Mimmri
" Húsgagaahötlinní
Bíldshöfða 20-112 Reykjavík - Sími 510 8020
Verið velkomin til okkar CH)
Nýjar vörur streyma inn í hverri viku
JHargtmMaí) ií>
- kjarni málsins!
Tenórinn á Laugardalsvelli
Norski þjóðsöng-
urinn kannski
sænskuskotinn
Jón Rúnar Arason birt-
ist í leðutjakkanum á
Laugardalsvelli fyrir
landsleik íslendinga og
Norðmanna og söng þjóð-
söngva beggja þjóða undir-
leikslaust. Sjö þúsund vall-
argestir hlýddu andaktugir
á söng Jóns Rúnars, enda
ekki á hvers manns færi
að syngja Lofsöng Svein-
bjamar Sveinbjarnarsonar,
sem saminn var að beiðni
Matthísar Jochumssonar
fyrir eittþúsund ára af-
mæli íslandsbyggðar árið
1874.
Garðar Cortes óperu-
söngvari mælti með Jóni
Rúnari við Eggert Magn-
ússon forseta KSÍ og áleið-
is snerist að Jón syngi þjóð-
söngva beggja landa.
— Kunnir þú báða þjóð-
söngvana áður en þú
ákvaðst að syngja á vellinum?
„Nei, ég þurfti að læra báða
söngvana, meira að segja þann
íslenska. Ég hef ekki sungið hann
nema í röddum og það er reyndar
merkilegt með þjóðsönginn að það
er mjög erfitt að syngja hann, því
hann spannar mjög breitt tón-
svið.“
— Þú byrjaðir frekar hátt og
líklega hafa margir verið spenntir
að heyra hæsta tóninn á „eitt ei-
lífðar smáblóm ..."
„Nei, hann fór nú ekki svo hátt.
Það var rökrétt lega milli þess
norska og íslenska og ég lá tals-
vert yfir því hvaða tóntegund
myndi henta. Ég hækkaði hann
um þríund, en söng þann norska
í þeirri tóntegund sem hann er
spilaður.“
— Hvað tókstu langan tíma til
undirbúnings?
„Ég vissi af þessu á miðviku-
degi þannig að ég hafði fjóra daga
og svo söng ég í veislu hjá KSI á
Hótel Sögu kvöldið fyrir leikinn."
— Það er mjög sjaldgæft að
heyra Lofsönginn fluttan með
þessum hætti. Veistu um aðra sem
hafa gert þetta?
„Ég veit að Diddú hefur sungið
hann við svipað tækifæri, en hann
er sjaldan sunginn og það eru
ekki allir sem ráða við hann. Hann
fer nokkuð langt niður og reyndar
niður fyrir raddsvið tenóra og það
er erfiðast.11
— Hvernig gekk að læra
norska þjóðsönginn?
„Aðalmálið var að muna hann,
ég átti til að gleyma honum og
það síðasta sem ég gerði áður en
ég fór niður á völl var að hlusta
á hann og svo þurfti ég að finna
út hvernig átti að raða textanum
á nóturnar. Og svo auðvitað fram-
burðurinn, ég tala sjálfur sænsku
mjög vel og þeim hefur sjálfsagt
þótt hann sænskuskotinn en ég
hringdi í góðan vin minn sem tal-
ar norsku og hann
kenndi mér helstu
framburðareinkennin."
— Hefurðu fengið
viðbrögð við söngnum
eftir á?
„Guðjón Þórðarson
landsliðsþjálfari tók í höndina á
mér og þakkaði mér fyrir og það
gladdi mig mikið. Svo til gamans
má nefna að ég fékk ókeypis kaffi
í Kringlunni."
— Þú ert í sumarfríi á íslandi
núna, en hvað tekurðu þér fyrir
hendur á hausti komanda?
„Það eru tónleikar í Gautaborg
í lok ágúst þar sem ég mun syngja
með Sinfóníuhljómsveit Gauta-
► Jón Rúnar Arason er fæddur
í Reykjavík árið 1962. Hann
Iauk stúdentsprófi frá Mennta-
skólanum í Hamrahlíð árið
1982 og næstu fjögur árin vann
hann í bæjarvinnunni og flakk-
aði víða. Hann hóf nám í Söng-
skólanum í Reykjavík árið 1986
og lauk honum árið 1992. Sam-
hliða námi söng hann með kór
íslensku óperunnar og tvö smá-
hlutverk. Frá 1992 til 1994
söng Jón Rúnar með óperu-
kórnum í Gautaborg og næstu
þrjú árin var hann lausamaður
í Arósum, Gautaborg, Osló og
sótti einkatíma í Mílanó, Róm
og Toscana.
borgar undir stjórn Neemi Jarvi
og við förum einnig til Lundúna
með þá efnisskrá og flytjum hana
8. september."
— Hvernig hefur þér gengið á
erlendri grundu?
„Bara vel, ég syng eins vel og
ég get og oftast fæ ég vinnu aft-
ur þar sem ég hef sungið og svo
líkist þetta bolta sem vindur upp
á sig. Ég tek að mér hlutverk og
það getur verið mismunandi
hversu lengi tiltekinn samnings-
tími stendur yfir, allt frá viku upp
í nokkra mánuði. Nú er ég kominn
með stóran umboðsmann í Osló,
sem hringdi eftir gott gengi í ten-
órakeppni sem ég vann í Kaup-
mannahöfn 1995, árið sem hún
var menningarborg Evrópu. Ég
setti mér það takmark að hætta
ekki fyrr en þeir hringdu í mig.“
— Hafa menn í öllum tilfellum
efni á slíku stolti?"
„Ég fer mínar eigin leiðir og
betra er að vera barinn þræll en
feitur þjónn, en yfirhöfuð liggur
mér ekkert á. Næsta skref er að
reyna að verða bestur og það hefst
ekki nema með sérvisku og brölti.
Þessi vinna er hið mesta puð en
vitaskuld er gaman
þegar vel gengur, eins
og til að mynda á vellin-
um. Það var greinilegt
að fólk kunni að meta
þetta.“
— Það sem áhorf-
endur sjá er kannski ekki nema
hluti af löngu ferli sem hefur átt
sér stað fram að tónleikum?
„Ég hef verið í þessu í tíu, ell-
efu ár og fyrstu fimm árin fóru í
það að komast að því að ég gæti
sungið og síðan tekur maður þá
ákvörðun að demba sér í þetta.
Ég hafði góða kennara eins og
Magnús Jónsson og ég bý ennþá
að því sem hann kenndi mér.
Landsliðs-
þjálfari þakk-
aði með
handabandi