Morgunblaðið - 23.04.1997, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ 1997 11
FRÉTTIR
Fræðslusamtök um kynlíf og barneignir
*
Atta þúsund smokkum dreift
um verslunarmannahelgina
„MEÐ dreifingu smokka til
ungs fólks um verslunarmanna-
helgina viljum við hvetja til
þess að fólk beri virðingu fyrir
sjálfu sér og öðrum,“ segir
Helga Gottfreðsdóttir ljósmóðir
og fulltrúi í fræðslusamtökum
áhugafólks um heilbrigt kynlíf
og tímabærar barneignir. En
tvö síðustu kvöld hafa samtökin
fengið hóp unglinga til að líma
átta þúsund smokka á jafnmörg
sérhönnuð póstkort. Þeim á að
dreifa með rútumiðum til ungs
fólks sem er á leið á útihátíðir
um verslunarmannahelgina.
Á hvert kort hefur verið rit-
að: „Vertu varkár“ og segir
ennfremur í fréttatilkynningu
samtakanna að með dreifingu
smokkanna vilji þau koma í veg
fyrir ótímabærar þunganir og
kynsjúkdóma.
Helga segir að hópur lækna,
hjúkrunarfræðinga, ljósmæðra
og félagsráðgjafa standi m.a.
að samtökunum og hafi þau
aðstöðu í Hinu húsinu, menn-
ingar- og upplýsingamiðstöð
ungs fólks í Áðalstræti 2 í
Reykjavík. Markmið þeirra er
að bjóða upp á fræðslu og ráð-
gjöf fyrir ungt fólk um kynlíf,
getnaðarvarnir og barneignir
og segir Helga að í sumar verði
hægt að leita þeirrar þjónustu
með því að hringja í símboða
samtakanna sem er: 842 3045.
Ljósmynd/Björn Gíslason
UNGLINGAR á vegum Fræðslusamtaka um kynlíf og barneign-
ir líma smokka og rita kveðju á sérhönnuð póstkort samtakanna.
ESTEE LAUDER kynnir
Indelible
Stay-on Lipstick
Komdu og kannaðu ný|a varalitinn sem er svo fastheldinn að hann fer ekki af vörunum
nema þegar þér hentar. Með einni stroku fœrðu flekklausan lit með nœrandi efnum
s.s. Jojoba olíu, E vítamíni og Aloa Vera. Þannig að tímunum saman endist varaliturinn
ó vörunum eins ferskur og fró fyrstu stroku.
Áhugavert? Þannig er Indelible varaliturinn.
Fœstíötta ómótstœðilegum litum.
Verð kr. 1.465
Ath. Lækkað verð á öllum Estée Lauder
vörum vegna lækkunar á vörugjaldi
Eftirfarandi verslanir selja Estée Lauder:
Hygea, Kringlunni; Hygea, Austurstrœti; Hygea, Laugavegi; Sara, Bankastrœti; Snyrtivöruverslunin Glœsibœ; Bró, Laugavegi; Gullbrð, Nóatúni;
Snvrtistofan Hrund, Grœnatúni; Snyrtistofan Maja, Bankastrœti, Apótek Keflavíkur; Amaró Akureyri; Ninja, Vestmannaeyjum.
imi?
ATH! Adeiits 20 kr. rödin
K I N G A
! • T1 ^
Til mikils að vinna!
jTil 6511
QJALDFRJÁLST ÞJÓNUSTUNÚMER
Alla miövíkudaga
fyrir kl. 16.00